Bæjarráð

2898. fundur 11. janúar 2018 kl. 07:30 - 09:20 á Digranesvegi 1, bæjarráðsherbergi - Víghóll
Fundinn sátu:
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir formaður
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir varaformaður
  • Hjördís Ýr Johnson aðalfulltrúi
  • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalfulltrúi
  • Birkir Jón Jónsson aðalfulltrúi
  • Margrét Júlía Rafnsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ármann Kristinn Ólafsson bæjarstjóri
  • Páll Magnússon bæjarritari
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

1.1801238 - Leiðarkerfisbreytingar Strætó bs. í upphafi árs

Frá bæjarstjóra, umræða um leiðarkerfisbreytingar Strætó.
Lagt fram.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

2.1704672 - Okkar Kópavogur 2017-2019

Frá bæjarritara, dags. 6. janúar, lagður fram listi með 100 hugmyndum úr verkefninu Okkar Kópavogur sem óskað er eftir að bæjarráð samþykki.
Jafnframt eru lögð fram eftirfarandi gögn sem óskað er eftir samþykki bæjarráðs fyrir : erindisbréf kjörstjórnar og reglur um rafrænar kosningar.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum lista yfir 100 verkefni sem fari í íbúakosningu.

Þá samþykkir bæjarráð með fimm atkvæðum erindisbréf kjörstjórnar, skipun hennar og reglur um rafrænar kosningar.

Birkir Jón Jónsson lagði fram eftirfarandi bókun:
"Ég óska eftir skriflegum rökstuðningi er varðar val á verkefnum og kynningu á verkferlinu á næsta fundi bæjarráðs.
Birkir Jón Jónsson"

Gestir

  • Friðrik Baldursson, umhverfissviði - mæting: 08:40
  • Sólveig Jóhannsdóttir, umhverfissviði - mæting: 08:40

Ýmis erindi

3.1801192 - Gildistími brunavarnaáætlunar

Frá Mannvirkjastofnun, dags. 4. janúar, lagt fram erindi er varðar gildistíma brunavarnaráætlunar Kópavogs og því komið á framfæri við sveitarfélagið að brunavarnaráætlun bæjarins sé fallin úr gildi.
Bæjarráð vísar erindinu til stjórnar slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins til úrvinnslu.

Ýmis erindi

4.17121099 - Boð á ráðstefnu um norrænt samstarf í menningarmálum á vegum norrænu ráðherranefndarinnar

Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 18. desember, lagt fram boð á ráðstefnu um norrænt samstarf í menningarmálum í Malmö 8.-9. maí nk.
Lagt fram.

Ýmis erindi

5.1801193 - Beiðni um styrk vegna útgáfu bókar um Sunnuhlíðarsamtökin

Frá Sögufélagi Kópavogs, dags. 21. desember, lögð fram beiðni um styrk vegna útgáfu bókar um Sunnuhlíðarsamtökin.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarritara til umsagnar.

Ýmis erindi

6.1801090 - Fyrirspurn vegna frumkvæðisathugunar á húsnæðisvanda utangarðsfólks

Frá Umboðsmanni Alþingis, dags. 29. desember, lögð fram fyrirspurn vegna frumkvæðisathugunar á húsnæðisvanda utangarðsfólks.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarlögmanns til úrvinnslu.

Fundargerðir nefnda

7.1801109 - Fundargerð 278. fundar stjórnar Strætó bs. frá 12.12.2017

Fundargerð í 3 liðum.
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 09:20.