Bæjarráð

2900. fundur 25. janúar 2018 kl. 07:30 - 10:11 á Digranesvegi 1, bæjarráðsherbergi - Víghóll
Fundinn sátu:
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir formaður
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir varaformaður
  • Hjördís Ýr Johnson aðalfulltrúi
  • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalfulltrúi
  • Birkir Jón Jónsson aðalfulltrúi
  • Arnþór Sigurðsson varafulltrúi
Starfsmenn
  • Ármann Kristinn Ólafsson bæjarstjóri
  • Páll Magnússon bæjarritari
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

1.17121057 - Endurheimt og varðveisla votlendis á Íslandi - lykilhlutverk sveitarfélaga

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 15. janúar, lögð fram umsögn varðandi endurheimt og varðveislu votlendis.
Bæjarráð vísar málinu til Náttúrufræðistofu Kópavogs til umsagnar.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

2.1801196 - Ráðningar sumarstarfsfólks 2018

Frá deildarstjóra gatnadeildar, dags. 22. janúar, lagt fram erindi er varðar sumarstörf hjá Kópavogsbæ 2018, 18 ára og eldri. Í erindinu er óskað heimildar til að auglýsa sumarstörf og lagðar til vinnureglur við ráðningar.
Bæjarráð veitir umbeðna heimild og samþykkir vinnureglur um ráðningar með fimm atkvæðum.

Ýmis erindi

3.1801516 - Beiðni um styrk vegna ársins 2018

Frá Neytendasamtökunum, dags. 15. janúar, lögð fram beiðni um styrkveitingu vegna ársins 2018.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarritara til umsagnar.

Ýmis erindi

4.1707062 - Fannborg 3 - 9. Fyrirspurn íbúa í Fannborg 9 um rétt til bílastæða á svæðinu

Frá Veritas lögmenn, dags. 17. janúar, lagt fram erindi er varðar rétt húsfélagsins að Fannborg 3-9, til 36 bílastæða við fasteignina.
Lagt fram.

Lögð fram umsögn bæjarrita þar sem fram kemur að tillaga að breyttu deiliskipulagi á lóðinni Digranesvegur 1-3 var auglýst 8. apríl sl. og rann athugsemdafrestur út þann 2. júní. Skv. 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 skal senda Skipulagsstofnun deiliskipulag sem sveitarstjórn hefur samþykkt innan sex mánaða frá því að frestur til athugasemda rann út. Tillagan var ekki afgreidd af bæjarstjórn innan þess tíma og er því enginn tillaga að breyttu deiliskipulagi til meðferðar bæjarstjórnar.

Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, lagði fram eftirfarandi bókun:
"Það er gömul saga að þegar líður að kosningum fer Gróa gamla á Leiti á kreik. Það er hins vegar ný saga að hún skuli vera komin með lögmann. Ummæli í bréfi lögmannsins, sem undirrituðum eru eignuð og eiga að sýna sérstaka óvild í garð eldri borgara, eru uppspuni frá rótum og dylgjur ónafngreindra manna. Það sætir furðu að Veritas lögmannsstofa skuli taka að sér að bera út slíkar aðdróttanir. Veritas er latína og þýðir sannleikur. Það er kannski kaldhæðni örlaganna að Gróa á Leiti hafi endað þar.
Ármann Kr. Ólafsson"

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

5.1801584 - Á fjármagnið að elta vandamálið? Nýting fjármagns í barnavernd. Kynning í bæjarráði

Kynning sviðsstjóra velferðarsviðs á nýtingu fjármagns í barnavernd.
Hlé var gert á fundi kl. 8:45. Fundi var fram haldið kl. 9:35.

Bæjarráð þakkar Sviðsstjóra velferðarsviðs fyrir kynninguna og hvetur til aukinnar samvinnu á mili mennta og velferðarsviðs í þágu forvarna og heilsueflingar.

Gestir

  • Aðalsteinn Sigfússon, sviðsstjóri velferðarsviðs - mæting: 08:00
  • Anna Elísabet Ólafsdóttir, verkefnastjóri lýðheilsumála - mæting: 08:00

Fundargerðir nefnda

6.1801009F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 234. fundur frá 12.01.2018

Fundargerð í 9 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

7.1801007F - Lista- og menningarráð - 83. fundur frá 18.01.2018

Fundargerð í 6 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

8.1801010F - Menntaráð - 20. fundur frá 16.01.2018

Fundargerð í 4 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

9.1712006F - Velferðarráð - 20. fundur frá 11.12.2017

Fundargerð í 9 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

10.1801004F - Öldungaráð - 2. fundur frá 18.01.2018

Fundargerð í 2 liðum.
Lagt fram.

Erindi frá bæjarfulltrúum

11.1801568 - Löggæsla í Kópavogi. Beiðni um umræðu í bæjarráði frá Birki Jóni Jónssyni

Beiðni frá Birki Jóni Jónssyni um umræðu um löggæslu í Kópavogi.

"Ég óska eftir því að fulltrúar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu komi á næsta fund bæjarráðs til þess að fara yfir löggæslu í bæjarfélaginu. Aukin tíðni innbrota og sýnileiki lögreglunnar vil ég ræða í því samhengi."
Bæjarráð óskar eftir því að fulltrúar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu mæti á næsta fund bæjarráðs.

Erindi frá bæjarfulltrúum

12.1801569 - Átak í nágrannavörslu. Frumkvæði Kópavogsbæjar í slíku átaki. Beiðni um umræðu í bæjarráði frá Birki Jóni Jónssyni

Beiðni frá Birki Jóni Jónssyni um umræðu í bæjarráði varðandi átak í nágrannavörslu og frumkvæmði bæjarins að slíku átaki.
Bæjarráð óskar eftir að bæjarritari leggi fram tillögur að útfærslu verkefnisins.

Erindi frá bæjarfulltrúum

13.1801570 - Bygging hjúkrunarrýma við Boðaþing. Beiðni um umræðu í bæjarráði frá Birki Jóni Jónssyni

Beiðni frá Birki Jóni Jónssyni um umræðu varðandi byggingu hjúkrunarrýma við Boðaþing.

"Ég ítreka ósk mína um að fulltrúar heilbriðisráðuneytisins komi á fund bæjarráðs til að fara yfir stöðu mæla er snýr að byggingu hjúkrunarrýma við Boðaþing."
Bæjarstjóri lagði fram tvö erindi sem send voru heilbrigðisráðherra vegna málsins dags. 8. september sl. og 6. desember sl. Þá upplýsti bæjarstjóri að fundur sé áætlaður með heilbrigðisráðherra þann 7. febrúar nk.

Bæjarráð lýsir yfir miklum áhyggjum af töfum við byggingu hjúkrunarheimilis við Boðaþing.

Fundi slitið - kl. 10:11.