Bæjarráð

2905. fundur 01. mars 2018 kl. 07:30 - 09:50 á Digranesvegi 1, bæjarráðsherbergi - Víghóll
Fundinn sátu:
 • Theódóra S Þorsteinsdóttir formaður
 • Karen Elísabet Halldórsdóttir varaformaður
 • Hjördís Ýr Johnson aðalfulltrúi
 • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalfulltrúi
 • Kristinn D Gissurarson varafulltrúi
 • Margrét Júlía Rafnsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
 • Ármann Kristinn Ólafsson bæjarstjóri
 • Páll Magnússon bæjarritari
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

1.1704493 - Mánaðarskýrslur 2017

Frá bæjarritara, lögð fram mánaðarskýrsla vegna starfsemi í nóvember og desember.
Lagt fram.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

2.1802691 - Gæðaráð - Skipun gæðaráðs

Frá bæjarritara, dags. 1. mars, lagt fram erindi varðandi skipun gæðaráðs.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum tillögu um skipan gæðaráðs.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

3.1802287 - Samstarf íþróttafélaga í Kópavogi og Kópavogsbæjar um almennar íþróttir fyrir 1.- 3. bekk grunnskóla. Tillaga frá Margréti Júlíu Rafnsdóttur

Frá sviðsstjóra menntasviðs, dags. 27. febrúar, lögð fram umsögn varðandi tillögu um samstarf íþróttafélaga í Kópavogi og Kópavogsbæjar um almennar íþróttir fyrir 1. - 3. bekk grunnskóla.
Margrét Júlía Rafnsdóttir lagði fram eftirfarandi bókun:
"Ég þakka greinargott svar frá sviðstjóra mennasviðs. Það er ánægjulegt að hefja eigi tilraunaverkefni í haust í tveimur skólahverfum þar sem markmið verkefnisins er að bjóða á upp á íþróttaskóla eða íþróttatilboð fyrir yngstu börn grunnskólans í íþróttahúsi viðkomandi skólahverfis þar sem lögð er áhersla á að kynna fjölbreyttar íþróttagreinar. Ég tek undir með sviðsstjóra menntasviðs um mikilvægi þess að fagmenntaðir þjálfarar stýri æfingunum, þannig að börnin upplifi að þau séu að stunda íþróttir hjá íþróttafélagi.
Margrét Júlía Rafnsdóttir"

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

4.17121057 - Endurheimt og varðveisla votlendis á Íslandi - lykilhlutverk sveitarfélaga

Frá forstöðumanni Náttúrufræðistofu Kópavogs, dags. 20. febrúar, lögð fram umsögn um erindi Landgræðslu ríkisins um endurheimt og varðveislu votlendis.
Lagt fram.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

5.1712958 - Lögblindir - leigubílaakstur

Frá deildarstjóra á velferðarsviði, dags. 27. febrúar, lagt fram erindi er varðar þjónustusamning milli Kópavogsbæjar og Blindrafélagsins um ferðaþjónustu fyrir lögblinda einstaklinga með lögheimili í Kópavogi.
Einnig er lögð fram tvö fylgiskjöl, annars vegar drög að þjónustusamningi milli Kópavogsbæjar og Blindrafélagsins og hins vegar útreikningar vegna samnings við Blindrafélagið um ferðaþjónustu.
Bæjarráð samþykkir þjónustusamning um ferðaþjónustu við Blindrafélagið með fimm atkvæðum.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

6.16031125 - Sorphirða í Kóp - Framtíðarsýn

Deildarstjóri gatnadeildar, Karl Eðvaldsson, kynnir verkefnið Sorphirða í Kópavogi - framtíðarsýn.
Bæjarráð frestar afgreiðslu erindisins.

Gestir

 • Karl Eðvaldsson, deildarstjóri gatnadeildar umhverfissviðs - mæting: 08:00
 • Stefán L Stefánsson, deildarstjóri framkvæmdadeildar umhverfissviðs - mæting: 08:00

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

7.1802654 - Glaðheimar, yfirborðsfrágangur gatna.

Frá deildarstjóra framkvæmdadeildar, dags. 26. febrúar, lagt fram erindi þar sem óskað er heimildar til útboðs yfirborðsfrágangs á Glaðheimasvæðinu.
Bæjarráð veitir umbeðna heimild með fimm atkvæðum.

Gestir

 • Stefán L Stefánsson, deildarstjóri framkvæmdadeildar umhverfissviðs - mæting: 08:45

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

8.1802655 - Eskihvammur, endurnýjun götu.

Frá deildarstjóra framkvæmdadeildar, dags. 26. febrúar, lagt fram erindi þar sem óskað er heimildar til útboðs á endurnýjun götunnar Eskihvamms.
Bæjarráð veitir umbeðna heimild með fimm atkvæðum.

Gestir

 • Stefán L Stefánsson, deildarstjóri framkvæmdadeildar umhverfissviðs - mæting: 08:47

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

9.1802656 - Lindarvegur, breikkun götu og hringtorg.

Frá deildarstjóra framkvæmdadeildar, dags. 26. febrúar, lagt fram erindi þar sem óskað er heimildar til útboðs á breikkun götu og hringtorgs við Lindarveg.
Bæjarráð veitir umbeðna heimild með fimm atkvæðum.

Gestir

 • Stefán L Stefánsson, deildarstjóri framkvæmdadeildar umhverfissviðs - mæting: 08:50

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

10.1802657 - Álfhólsskóli-Digranes, húsnæði skólahljómsveitar Kópavogs.

Frá deildarstjóra framkvæmdadeildar, dags. 26. febrúar, lagt fram erindi þar sem óskað er heimildar til útboðs á húsnæði Skólahljómsveitar Kópavogs við Álfhólsskóla - Digranes.
Bæjarráð veitir umbeðna heimild með fimm atkvæðum.

Gestir

 • Stefán L Stefánsson, deildarstjóri framkvæmdadeildar umhverfissviðs - mæting: 08:52

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

11.1802658 - Malbik 2018.

Frá deildarstjóra framkvæmdadeildar, dags. 26. febrúar, lagt fram erindi þar sem óskað er heimildar til að bjóða út malbiksútlögn og malbikskaup fyrir árið 2018.
Bæjarráð veitir umbeðna heimild með fimm atkvæðum.

Gestir

 • Stefán L Stefánsson, deildarstjóri framkvæmdadeildar umhverfissviðs - mæting: 08:53

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

12.1712873 - Merkingar á íþróttamannvirkjum Kópavogsbæjar

Jón Júlíusson, deildarstjóri íþróttadeildar, kynnir tillögu íþróttaráðs varðandi utanhúss merkingar íþróttamannvirkja Kópavogsbæjar.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum tillögur um utanhúss merkingar en vísar erindi Breiðabliks um auglýsingar í mannvirkjum til samráðsvettvangs íþróttafélaganna til úrvinnslu.

Gestir

 • Jón Júlíusson deildarstjóri íþróttadeildar menntasviðs - mæting: 08:55

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

13.1802305 - Hafnarsvæði - minnkun

Frá lögfræðideild, dags. 27. febrúar, lögð fram tillaga að breytingu á hafnarreglugerð fyrir Kópavogshöfn, nr. 983/2005.
Bæjarráð samþykkir tillöguna með fimm atkvæðum fyrir sitt leyti og vísar henni til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

Gestir

 • Pálmi Þór Másson, bæjarlögmaður - mæting: 09:25

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

14.1802441 - Umsókn um styrk vegna verkefnisins "Þinn besti vinur", hugræn atferlismeðferð fyrir unglinga og ungt fólk

Frá verkefnisstjóra lýðheilsumála, dags. 23. febrúar, lögð farm umsögn vegna styrkumsónar verkefnisins "Þinn besti vinur".
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa erindinu til bæjarritara til afgreiðslu.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

15.1801569 - Átak í nágrannavörslu. Frumkvæði Kópavogsbæjar í slíku átaki. Beiðni um umræðu í bæjarráði frá Birki Jóni Jónssyni

Frá verkefnastjóra hverfisskipulags, dags. 27. febrúar, lögð fram tillaga að útfærslu nágrannavörslu í Kópavogi. Tillagan getur tekið einhverjum breytingum eftir því sem verkefnið er unnið lengra.
Kristinn Dagur Gissurarson lagði fram eftirfarandi bókun:
"Fulltrúi Framsóknar þakkar skjót viðbrögð og góðar tillögur frá verkefnisstjóra hverfisskipulags er varða Átak í nágrannavörslu. Mikilvægt að vinna áfram að þessu máli í samvinnu við íbúa.
Kristinn Dagur Gissurarson"

Bæjarráð felur bæjarritara að vinna áfram að málinu.

Ýmis erindi

16.1802666 - Styrktarsjóður EBÍ - boð um að senda inn umsókn

Frá EBÍ, dags. 21. febrúar, lagt fram erindi þar sem vakin er athygli á að aðildasveitarfélögin geti sent inn umsókn í sjóðinn. Umsóknarfresturinn er til aprílloka.
Lagt fram.

Ýmis erindi

17.1802663 - Tillaga til þingsáætlunar um bætta stjórnsýslu í umgengnismálum, 90. mál. Umsagnarbeiðni

Frá velferðarnefnds Alþingis, dags. 26. febrúar, lagt fram til umsagnar tillaga til þingsályktunar um bætta stjórnsýslu í umgengnismálum, 90. mál. Umsagnarbeiðni.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

18.1802013F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 236. fundur frá 16.02.2018

Fundargerð í 8 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

19.1802015F - Barnaverndarnefnd - 76. fundur frá 22.02.2018

Fundargerð í 5 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

20.1802018F - Leikskólanefnd - 91. fundur frá 22.02.2018

Fundargerð í 8 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

21.1801028F - Skipulagsráð - 24. fundur frá 19.02.2018

Fundargerð í 19 liðum.
Lagt fram.
 • 21.5 1705613 Lundur 24-26 og 28-30. Breytt deiliskipulag.
  Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi Guðmundar Gunnlaugssonar, arkitekts fh. lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi fyrir Lund 24-26 og 28-30. Í breytingunni felst að vegna landhalla verði byggð pallaskipt hús í stað tveggja hæða húsa með óbreyttri hámarkshæð og byggingarreitur stækkar til suðurs um 8 m2 fyrir Lund nr 24 og 28. Einnig er óskað eftir því að lóðarmörk Lundar 24 og 28 stækki um 3 m til suðurs og lóða Lundar nr. 22 minnki sem því nemur. Á fundi skipulagsráðs 29. maí 2017 var samþykkt með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Birkigrundar 9b, 11, 11a, Lundar 8-12, 14-18 og 20. Athugasemdafresti lauk 29. desember 2017. Athugasemdir bárust.
  Þá lögð fram umsögn skipulags- og byggingardeildar um framkomnar athugasemdir og ábendingar dags. 29. janúar 2018.
  Niðurstaða Skipulagsráð - 24 Skipulagsráð samþykkir erindið og vísar til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar.

Fundargerðir nefnda

22.1802014F - Umhverfis- og samgöngunefnd - 96. fundur frá 20.02.2018

Fundargerð í 4 liðum.
Lagt fram.
 • 22.4 1703292 Vegglist og vegglistaverk í Kópavogi
  Frá umhverfisfulltrúa er lagt fram í samræmi við samþykkt Umhverfis- og samgöngunefndar dags. 18.10.2016 varðandi æfingarsvæði og vegglistaverk í Kópavogi tillaga að fyrirkomulagi vegglistaverka sumarið 2018. Lögð fram beiðni til Gatnadeildar Umhverfissviðs og Molann - menningarhús ungmenna um samstarf og leiðbeinandi umsýslu sumarið 2018. Lögð fram beiðni til Gatnadeildar Umhverfissviðs um að auðkennd verði sex sumarstörf fyrir verkefnið 2018 í samráði við deildarstjóra Gatnadeildar Umhverfissviðs til að vinna að vegglistaverkum sumarið 2018 og annist starfsmenn Molans - menningarhús unglinga umsýslu umsókna og yfirferð. Lögð fram minnisblað um fyrirhugaðan efniskostnað og fyrirkomulag sumarið 2018 dags. 16.02.2018. Niðurstaða Umhverfis- og samgöngunefnd - 96 Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir fyrirhugað verklag, kostnaðaráætlun og óskir um samstarf og felur umhverfisfulltrúa að vinna áfram að verkefninu. Vísað til bæjarráð og bæjarstjórnar.

Fundargerðir nefnda

23.1802565 - Fundargerð 162. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs. frá 10.04.2017

Fundargerð í einum lið.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

24.1802566 - Fundargerð 168. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs. frá 19.01.2018

Fundargerð í 8 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

25.1802568 - Fundargerð 169. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins frá 21.02.2018

Fundargerð í 6 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

26.1802563 - Fundargerð 385. fundar stjórnar Sorpu bs. frá 21.02.2018

Fundargerð í einum lið.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

27.1802488 - Fundargerð 454. fundar stjórnar SSH frá 12.02.2018

Fundargerð í 5 liðum.
Lagt fram.

Erindi frá bæjarfulltrúum

28.1802479 - Beiðni um athugun á gervigrasinu í Kórnum. Frá Arnþóri Sigurðssyni.

Erindi frá Margréti Júlíu Rafnsdóttur, bæjarfulltrúa, sem hljóðar :
"Ég óska eftir upplýsingum um efnainnihald gervigrass í Kórnum og þess græna efnis sem hefur losnað úr grasinu og farið í andrúmsloftið.
Jafnframt óska ég eftir upplýsingum um hvort foreldrar séu upplýstir um málið."
Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra umhverfissviðs til umsagnar.

Erindi frá bæjarfulltrúum

29.1802680 - Óskað eftir yfirliti um stöðu gatnakerfis í Kópavogi.

Erindi frá Kristni Degi Gissurarsyni, varabæjarfulltrúa, þar sem óskað er eftir yfirliti og umfjöllun um stöðu gatnakerfis í Kópavogi í ljósi mikilla skemmda sem hafa orðið undanfarið.
Bæjarráð óskar eftir minnisblaði umhverfissviðs vegna málsins.

Gestir

 • Stefán L Stefánsson, deildarstjóri framkvæmdadeildar umhverfissviðs - mæting: 09:05

Fundi slitið - kl. 09:50.