Bæjarráð

2911. fundur 18. apríl 2018 kl. 07:30 - 09:25 á Digranesvegi 1, bæjarráðsherbergi - Víghóll
Fundinn sátu:
 • Sverrir Óskarsson varafulltrúi
 • Karen Elísabet Halldórsdóttir varaformaður
 • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalfulltrúi
 • Kristinn D Gissurarson varafulltrúi
 • Arnþór Sigurðsson varafulltrúi
Starfsmenn
 • Ármann Kristinn Ólafsson bæjarstjóri
 • Páll Magnússon bæjarritari
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá
Karen Halldórsdóttir, varaformaður, stýrði fundi í fjarveri formanns.

Ármann Kr. Ólafsson sat fundinn í fjarveru Hjördísar Johnson.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

1.1712208 - Ársreikningur Kópavogsbæjar 2017

Frá fjármálastjóra, lagðir fram ársreikningar Kópavogsbæjar og stofnana bæjarins fyrir árið 2017.
Bæjarráð samþykkir framlagða ársreikninga með fimm atkvæðum og vísar afgreiðslu ársreikninga til bæjarstjórnar til fyrri umræðu.

Gestir

 • Ingólfur Arnarson, fjármálastjóri - mæting: 07:30

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

2.1804213 - Tónahvarf 4, umsóknir um lóð.

Frá lögfræðideild, dags. 16. apríl, lagt fram erindi er varðar lóðaúthlutun á lóðinni Tónahvarfi 4. Átta umsækjendur sóttu um lóðina og lagt er til dregið verði milli þeirra tveggja umsækjenda sem koma til greina við úthlutun lóðarinnar, en það eru Litluvellir efh., kt. 570513-0520 og Þarfaþing ehf., kt. 450193-3059.
Fulltrúi Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu var boðaður til fundarins til að sjá um útdrátt á milli umsækjenda. Útdráttur var færður í gerðarbók sýslumanns. Dregin var umsókn Litluvalla ehf., kt. 570513-0520. Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum umsókn Litluvalla ehf. um lóðina Tónahvarf 4 með vísan til niðurstöðu útdráttar og vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Gestir

 • Björn Pálson, fulltrúi Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu - mæting: 08:05

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

3.1804210 - Íþróttamiðstöðin Versölum, veitingasala.

Frá sviðsstjóra menntasviðs- og umhverfissviðs, dags. 10. apríl, lagt fram erindi er varðar veitingasölu í íþróttamiðstöðinni Versölum.
Bæjarráð samþykkir erindið með fimm atkvæðum.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

4.1804418 - Skógræktarfélag Kópavogs, samstarfssamningur.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 16. apríl, lagt fram erindi er varðar samstarfssamning við Skógræktarfélag Íslands.
Bæjarráð samþykkir samstarfssamninginn með fimm atkvæðum.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

5.18031087 - Vesturvör 40-42 og 44-48 - samkomulag um uppbyggingu á svæðinu

Frá lögfræðideild, lögð fram drög að samkomulagi um lóðirnar Vesturvör 40-48. Bæjarráð frestaði afgreiðslu málsins á fundi sínum 22. mars sl.
Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar með fimm atkvæðum.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

6.1804419 - Austurkór 157A,157B,159 og 161, Heimild til veðsetningar

Frá lögfræðideild, dags. 16. apríl, lagt fram erindi f.h. lóðarhafa Austurkórs 157A, 157B, 159 og 161, Gráhyrnu ehf., um heimild til veðsetningar á 1. veðrétt á lóðina.
Bæjarráð samþykkir framlagt erindi um heimild til veðsetningar með fimm atkvæðum.

Ýmis erindi

7.1804330 - Arðgreiðsla vegna ársins 2018

Frá Lánasjóði sveitarfélaga, dags. 9. apríl, lagt fram bréf er varðar arðgreiðslu 2018 úr Lánasjóði sveitarfélagi ohf.
Lagt fram.

Ýmis erindi

8.1802242 - Kópavogshæli Hringshúsið, útboð á innanhúsfrágangi.

Frá Minjastofnun Íslands, dags. 10. apríl, lagt fram erindi er varðar styrkúthlutun 2018 úr húsafriðunarsjóði.
Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra umhverfissviðs til afgreiðslu.

Ýmis erindi

9.1804385 - Breytt umferðaraðgengi að Digraneskirkju

Frá Sóknarnefnd Digraneskirkju, dags. 13. apríl, lagt fram bréf er varðar ósk um breytt umferðaraðgengi að Digraneskirkju.
Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra umhverfissviðs til umsagnar.

Ýmis erindi

10.1804404 - Samkomulag um endurnýjun og uppbyggingu á mannvirkjum skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins

Frá framkvæmdarstjóra SSH, dags. 12. apríl, lögð fram drög að mögulegu samkomulagi sveitarfélagana um endurnýjun og uppbyggingu á mannvirkjum skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins.
Lagt fram.

Bæjarráð lýsir stuðningi við fyrirhugaða uppbyggingu skíðasvæða.

Ýmis erindi

11.1802248 - Kvörtun varðandi félagslegt leiguhúsnæði. Beiðni um upplýsingar og gögn

Frá Umboðsmanni Alþingis, dags. 11. apríl, lagt fram bréf er varðar lok máls um kvörtun varðandi félagslegt leiguhúsnæði.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

12.1803016F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 238. fundur frá 22.03.2018

Fundargerð í 13 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

13.1804007F - Leikskólanefnd - 93. fundur frá 12.04.2018

Fundargerð í 4 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

14.1803020F - Lista- og menningarráð - 88. fundur frá 12.04.2018

Fundargerð í 5 liðum.
Lagt fram.
 • 14.2 1804186 Reglur um tilnefningu bæjarlistamanns Kópavogs. Reglur um tilnefningu heiðurslistamanns Kópavogs
  Drög að nýjum reglum um bæjarlistamann Kópavogs og heiðurslistamann Kópavogs Niðurstaða Lista- og menningarráð - 88 Lista- og menningarráð samþykkir drögin fyrir sitt leyti og felur forstöðumanni menningarmála að ganga frá reglunum til afgreiðslu bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.

Fundargerðir nefnda

15.1804001F - Velferðarráð - 27. fundur frá 09.04.2018

Fundargerð í 8 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

16.1804215 - 4. fundargerð skólanefndar Menntaskólans í Kópavogi frá 21. mars 2018

Fundargerð í 7 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

17.1804403 - Fundargerð 456. fundar stjórnar SSH frá 09.04.2018

Fundargerð í 4 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

18.1804402 - Fundargerð 388. fundar stjórnar Sorpu bs. frá 13.04.2018

Fundargerð í 8 liðum.
Jafnframt eru lögð fram þrjú fylgiskjöl : "Bréf Umhverfisstofnunar vegna starfsleyfis fyrir urðun", "Viljayfirlýsing undirrituð" og "SOS samningur - framlenging".
Lagt fram.

Erindi frá bæjarfulltrúum

19.1804413 - Innleiðing Barnasáttmála Sameinuðu Þjóðanna

Frá fulltrúum meirihluta Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar, dags. 16. apríl, lagt fram erindi er varðar undirbúning að innleiðingu Barnasáttmála SÞ.
Bæjarráð samþykkir tillöguna með fimm atkvæðum.

Arnþór Sigurðsson lagði fram eftirfarandi bókun:
"Undirritaður fagnar framlagðri tillögu um fyrstu skref í innleiðingu Barnasáttmálans í Kópavogi og tekur heilshugar undir tillöguna.
Arnþór Sigurðsson"

Erindi frá bæjarfulltrúum

20.1803898 - Óskað eftir upplýsingum varðandi uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í Kópavogi á yfirstandandi kjörtímabili. Beiðni frá Pétri Hrafni Sigurðssyni bæjarfulltrúa

Frá Pétri Hrafni Sigurðssyni, ítrekar beiðni sína eftir upplýsingum varðandi uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í Kópavogi á yfirstandandi kjörtímabili.
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 09:25.