Bæjarráð

2917. fundur 07. júní 2018 kl. 07:30 - 08:15 á Digranesvegi 1, bæjarráðsherbergi - Víghóll
Fundinn sátu:
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir formaður
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir varaformaður
  • Hjördís Ýr Johnson aðalfulltrúi
  • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalfulltrúi
  • Birkir Jón Jónsson aðalfulltrúi
  • Margrét Júlía Rafnsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ármann Kristinn Ólafsson bæjarstjóri
  • Páll Magnússon bæjarritari
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

1.1803584 - Mánaðarskýrslur 2018

Frá fjármálastjóra, lagt fram rekstraryfirlit fyrir apríl.
Lagt fram.

Gestir

  • Ingólfur Arnarson, fjármálastjóri - mæting: 07:30

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

2.1806349 - Austurkór 66. Heimild til veðsetningar

Frá lögfræðideild, dags. 5. júní, lagt fram erindi f.h. lóðarhafa Austurkórs 66, Elvars Hermannssonar og Hrefnu Þórsdóttur, um heimild til veðsetningar lóðarinnar.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að veitt verði umbeðið veðleyfi.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

3.1804420 - Lyngbrekka 15, Hótel framtíð ehf. Umsagnarbeiðni vegna umsóknar um rekstarleyfi gististaðar í fl.II

Frá lögfræðideild, dags. 28. maí, lagt fram bréf Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, dags. 16. apríl, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Hótel Framtíðar ehf., kt. 471188-1829, um nýtt rekstrarleyfi fyrir gististað í flokki II, að Lyngbrekku 15, 200 Kópavogi, skv. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, sbr. 26. gr. í reglugerð nr. 1277/2016. Samkvæmt 1. tl. 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 skal sveitarstjórn, sem umsagnaraðili, staðfesta að afgreiðslutími staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.
Bæjarráð hafnar umsókninni fyrir sitt leyti með vísan til framlagðrar umsagnar með fimm atkvæðum.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

4.1712803 - Kærð niðurstaða útboðs Kópavogsbæjar: Knattspyrnuhúsið Kórinn - nýtt gervigrasyfirborð. Kærunefnd útboðsmála

Frá lögfræðideild, dags. 5. júní, lagður fram úrskurður kærunefndar útboðsmála í máli nr. 28/2017 þar sem kært var útboð vegna lagningar gervigrass í Knattspyrnuhúsinu Kórnum.
Bæjarráð vísar málinu til sviðsstjóra umhverfissviðs til umsagnar.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

5.1804047 - Óskað eftir upplýsingum um starf starfshóps um Samgöngustefnu Kópavogsbæjar. Fyrirspurn frá Pétri Hrafni Sigurðssyni

Frá sviðsstjóra umhverfisstjóra, dags. 4. júní, lagt fram svar við fyrirspurn í bæjarráði frá 5. apríl um starf starfshóps um Samgöngustefnu Kópavogsbæjar.
Lagt fram.

Pétur Hrafn Sigurðsson þakkar framlagt svar.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

6.1802658 - Malbik 2018.

Frá deildarstjóra framkvæmdadeildar, dags. 5. júní, lagðar fram niðurstöður útboðs um malbikslagnir og malbik í Kópavogi 2018. Lagt er til að leitað verði samninga við Loftorku Reykjavík um malbiklagnir í Kópavogi og að leitað verði samninga við Malbikunarstöðina Höfða hf. um malbikskaup fyrir árið 2018.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að leitað verði samninga við Loftorku Reykjavík um malbikslagnir í Kópavogi og að leitað verði samninga við Malbikunarstöðina Höfða um malbikskaup fyrir árið 2018.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

7.16031125 - Sorphirða í Kóp - Framtíðarsýn

Frá deildarstjóra gatnadeildar, kynning á tilraunaverkefni plastsöfnunar. Bæjarráð frestaði afgreiðslu erindisins á fundi sínum 1. mars sl.
Margrét Júlía Rafnsdóttir lagði fram eftirfarandi bókun:
"Ég legg til að kannað verði að hafa þrjár litlar tunnur (mjóar) í stað tveggja eins og nú er, þar sem í eina fari plast, aðra pappír og almennt sorp í þá þriðju. Þrjár litlar tækju sama pláss og tvær stórar.
Rökstuðningur: Þegar heimili eru farin að flokka pappír og plast frá öðru sorpi, minnkar hið almenna sorp til muna og óþarfi er að hafa stóra gráa tunnu. Annar möguleiki væri að hafa svokallað tunnu í tunnu kerfi fyrir pappír og plast.
Margrét Júlía Rafnsdóttir"

Bæjarráð vísar málinu til gerðar stefnumótunar Kópavogsbæjar.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

8.1805717 - Hamraborg 10. Umsókn um styrkveitingu félaga- og félagasamtaka til greiðslu fasteignaskatts

Frá verkefnastjóra stjórnsýslusviðs, dags. 31. maí, lögð fram tillaga að afgreiðslu umsóknar Soroptimistasambands Íslands um styrk til greiðslu fasteignaskatts. Lagt er til að styrkumsókn að upphæð kr. 117.760,-. verði samþykkt enda fellur starfsemi félagsins að reglum Kópavogsbæjar um styrkveitingar.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum styrk að upphæð kr. 117.760,-. til greiðslu fasteignaskatts á fasteign Soroptimistasambands Íslands.

Ýmis erindi

9.18051319 - Frumvarp til laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, 622. mál. Umsagnarbeiðni.

Frá allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis, dags. 30. maí, lagt fram til umsagnar frumvarp til laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarlögmanns til afgreiðslu.

Ýmis erindi

10.1806083 - Skyldur sveitarfélaga samkvæmt jafnréttislögum

Frá Jafnréttistofu, dags. 29. maí, lagt fram erindi um skyldur sveitarfélaga skv. jafnréttislögum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

11.18051196 - Fundargerð 234. fundar Heilbrigðisnefndar Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis 28. maí 2018

Fundargerð í 49. liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

12.1805008F - Skipulagsráð - 29. fundur frá 04.06.2018

Fundargerð í 18. liðum.
Lagt fram.
  • 12.4 1802510 Ögurhvarf 6. Hækkun á viðbyggingu. Breytt deiliskipulag.
    Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi Önnu Margrétar Hauksdóttur arkitekts, dags. 20. október 2015 f.h. Styrktarfélagsins Ás þar sem óskað er eftir leyfi til að hækka nýlega samþykkta viðbyggingu við húsið. Í breytingunni felst að viðbygging á húsnæðinu til suðurs er hækkuð í sömu hæð og núverandi hús, snyrting í viðbyggingu stækkuð og hvíldarherbergi bætt við. Á fundi skipulagsráðs 5. mars 2018 var samþykkt í samræmi við 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Dimmuhvarfs 19, 21, 23 og 25. Athugasemdafresti lauk 7. maí 2018. Athugasemdir og ábendingar bárust. Þá lögð fram umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 4. júní 2018. Niðurstaða Skipulagsráð - 29 Skipulagsráð samþykkir erindið og vísar til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.
  • 12.5 1709733 Digranesvegur 12. Kynning á byggingarleyfi.
    Lögð fram að nýju að lokinni kynningu tillaga Móheiðar HH. Obel, arkitekts fh. lóðarhafa að breyttri notkun húsnæðis við Digranesvegi 12. Í breytingunni felst að atvinnuhúsnæði er beytt í 45 m2 íbúð. Uppdrætti í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 22. ágúst 2017. Á fundi skipulagsráðs 16. október 2017 var málinu hafnað. Lóðarhafi óskaði eftir endurupptöku byggingarleyfis vegna synjunar með bréfi, dags. 20. desember 2017. Bæjarráð samþykkti að endurupptaka málið og vísaði því til skipulagsráðs. Á fundi skipulagsráðs 5. mars 2018 var samþykkt að grenndarkynna tillöguna fyrir lóðarhöfum Digranesvegar 7, 8, 10, 12, 14, 16 og 16a, Vogatungu 22, 24, 26, 28, 30, 32 og 34, Vallartröð 1 og Neðstutröð 2. Athugasemdafresti lauk 7. maí 2018. Athugasemdir bárust. Þá lögð fram umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 29. maí 2018. Niðurstaða Skipulagsráð - 29 Skipulagsráð hafnar tillögunni og vísar til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.
  • 12.7 1803970 Urðarhvarf 16. Breytt deiliskipulag.
    Lögð fram að nýju að lokinni kynningu umsókn Kristins Ragnarssonar arkitekts, fh. lóðarhafa, um breytt deiliskipulag á lóðinni við Urðarhvarf 16.
    Í breytingunni felst að byggingarmagn er aukið úr 6.048 m2 í 8.000 m2. Við það eykst nýtingarhlutfall ofanjarðar úr 1,26 í 1,7. Jafnframt er byggingarreitur hækkaður um 3,5 m að hluta til á norðvesturhluta lóðarinnar. Gert er ráð fyrir einu stæði á hverja 50 m2 í atvinnuhúsnæði þar af helmingur í niðurgrafinni bílageymslu. Á fundi skipulagsráðs 19. mars 2018 var samþykkt að framlögð tillaga verði auglýst í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Athugasemdafresti lauk 4. júní 2018. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 29 Skipulagsráð samþykkir erindið og vísar til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.
  • 12.10 18051288 Fífuhvammur 47 (Hlíðarvegur 62a). Breytt deiliskipulag.
    Lögð fram tillaga Jakobs Líndals arkitekts dags. 29. maí 2018 fyrir hönd lóðarhafa Fífuhvamms 47, áður Hlíðarvegur 62a, að breyttu deiliskipulagi lóðarinnar. Á lóðinni stendur íbúðarhús byggt 1932, 50 m2 að stærð. Óskað eftir að byggja við húsið 25 m2 til norðurs svo hægt sé að koma fyrir nýju salerni og stiga. Auk þess er óskað eftir að byggja nýtt íbúðarhús vestan við núverandi hús, alls 230 m2. Uppdrættir í mkv. 1:100, 1:1000 og 1:2000 dags. Niðurstaða Skipulagsráð - 29 Skipulagsráð samþykkir að tillagan verði auglýst í samræmi við 1. mgr 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísar til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

    Ása Richardsdóttir situr hjá við afgreiðslu málsins.
    Niðurstaða Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.
  • 12.16 1708010 Umferðaröryggi við Skálaheiði.
    Lagt fram erindi Vals Arnarsonar fh. íbúa við Hlíðarhjalla 41 og varðar umferðaröryggi yfir Skálaheiði neðan við íþróttahúsið Digranes og gönguleið milli húsa við Hlíðarhjalla 41c og 41d. Þá lagt fram erindi Atla Más Guðmundsonar fh. íbúa og húsfélags Hlíðarhjalla 41, dags. 30. apríl 2018 þar sem m.a. kemur fram samþykki íbúa Hlíðarhjalla 41 um að sett verði kvöð á lóðina um göngustíg. Niðurstaða Skipulagsráð - 29 Skipulagsráð samþykkir erindið og vísar til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Fundargerðir nefnda

13.18051246 - Fundargerð 860. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 18.05.2018

Fundargerð í 25. liðum.
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 08:15.