Bæjarráð

2918. fundur 14. júní 2018 kl. 08:15 - 09:15 á Digranesvegi 1, bæjarráðsherbergi - Víghóll
Fundinn sátu:
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir varaformaður
  • Hjördís Ýr Johnson aðalfulltrúi
  • Bergljót Kristinsdóttir varamaður
  • Birkir Jón Jónsson formaður
  • Einar Örn Þorvarðarson aðalfulltrúi
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ármann Kristinn Ólafsson bæjarstjóri
  • Páll Magnússon bæjarritari
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

1.1806698 - Fundartími bæjarráðs kjörtímabilið 2018-2022

Bæjarráð skal að jafnaði halda fund einu sinni í viku og skal bæjarráð festa fundartíma ráðsins í upphafi skipunartíma þess, sbr. 47. gr. samþykktar um stjórn Kópavogsbæjar.
Lagt er til að fundir bæjarráðs verði á fimmtudögum kl. 8:15.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að reglulegir fundir ráðsins verði vikulega á fimmtudögum kl. 8:15.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

2.1806736 - Málefnasamningur Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks um meirihlutasamstarf í bæjarstjórn Kópavogs 2018-2022

Frá bæjarstjóra, lagður fram málefnasamningur um meirihlutasamstarf Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í Kópavogi.
Lagt fram.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

3.1002277 - Skipting framlags til stjórnmálasamtaka á grundvelli 5. gr. laga nr. 162/2006

Frá fjármálastjóra, dags. 8. júní, lagt fram erindi um framlög til stjórnmálaflokka.
Lagt fram.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

4.1805371 - Ákvörðun um áframhaldandi samstarf um rekstur sameiginlegrar ferðaþjónustu fyrir fatlað fólk

Frá sviðsstjóra velferðarsviðs, dags. 6. júní, lögð fram umsögn um erindi Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um áframhaldandi samstarf um rekstur sameiginlegrar ferðaþjónustu fyrir fatlað fólk dags. 11. maí.
Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra velferðarsviðs til umsagnar.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

5.1805307 - Skólagerði 8 - Kársnesskóli við skólagerði niðurrif, útboð

Frá deildarstjóra framkvæmdadeildar, dags. 5. júní, lagðar fram niðurstöður útboðs í niðurrif Kársnesskóla. Lagt er til að leitað verði samninga við lægstbjóðanda Abltak ehf.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að leitað verði samninga við Abltak ehf. um niðurrif Kársnesskóla.

Gestir

  • Pálmi Þór Másson, bæjarlögmaður - mæting: 08:35
  • Stefán L Stefánsson, deildarstjóri framkvæmdadeildar - mæting: 08:35

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

6.1712873 - Merkingar á íþróttamannvirkjum Kópavogsbæjar

Frá deildarstjóra íþróttadeildar, dags. 28. maí, lögð fram umsögn menntasviðs/íþróttadeildar á stöðu vinnu er lýtur að merkingum íþróttamannvirkja.
Lagt fram.

Ýmis erindi

7.1806671 - Erindi varðandi verkið "Kársnesskóli niðurrif"

Frá Lögfræðiþjónustu Sigurðar Sigurjónssonar hrl., dags. 7. júní, lagt fram erindi vegna útboðs á verkinu "Kársnesskóli niðurrif".
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarlögmanns til úrvinnslu.

Ýmis erindi

8.1804671 - 74. umdæmisþing Rótarýhreyfingarinnar á Íslandi. Beiðni um styrk

Frá Rótarýklúbbnum Borgir, dags. 12. apríl, óskað eftir styrk í formi endurgjaldslausra afnota af Gerðasafni 11. október 2019 vegna 74. umdæmisþings Rótarýhreyfingarinnar á Íslandi, sem haldið verður í Kópavogi.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarritara til umsagnar.

Ýmis erindi

9.1806365 - Ályktun kennarafundar Tónlistarskóla Kópavogs 1. júní 2018

Frá Tónlistarskóla Kópavogs, lögð fram ályktun kennarafundar Tónlistarskóla Kópavogs frá 1. júní sl. að því er varðar viðhald á húsnæði tónlistarskólans.
Bæjarráð vísar erindinu til umhverfissviðs til úrvinnslu.

Ýmis erindi

10.1806356 - Ráðstefna um mat á stuðningsþörf barna

Frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, dags. 1. júní, lagt fram erindi um ráðstefnu um mat á stuðningsþörf barna sem haldin verður á Grand Hótel Reykjavík þann 20. júní nk.
Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra velferðarsviðs til úrvinnslu.

Ýmis erindi

11.1806364 - Ársreikningur SSH 2017

Frá SSH, dags. 4. júní, lagður fram ársreikningur Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu sem samþykktur var af stjórn 7. maí sl.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

12.1805017F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 242. fundur frá 25.05.2018

Fundargerð í 15. liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

13.1806001F - Menntaráð - 27. fundur frá 05.06.2018

Fundargerð í 4. liðum.
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 09:15.