Bæjarráð

2919. fundur 21. júní 2018 kl. 08:15 - 09:05 á Digranesvegi 1, bæjarráðsherbergi - Víghóll
Fundinn sátu:
 • Karen Elísabet Halldórsdóttir varaformaður
 • Hjördís Ýr Johnson aðalfulltrúi
 • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalfulltrúi
 • Birkir Jón Jónsson formaður
 • Einar Örn Þorvarðarson aðalfulltrúi
 • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
 • Ármann Kristinn Ólafsson bæjarstjóri
 • Páll Magnússon bæjarritari
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

1.1805371 - Ákvörðun um áframhaldandi samstarf um rekstur sameiginlegrar ferðaþjónustu fyrir fatlað fólk

Frá sviðsstjóra velferðarsviðs, dags. 6. júní, lögð fram umsögn um erindi Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um áframhaldandi samstarf um rekstur sameiginlegrar ferðaþjónustu fyrir fatlað fólk dags. 11. maí.
Lagt fram.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

2.1712097 - Digranesvegur 63, íbúðir. Umsagnarbeiðni vegna umsóknar um nýtt rekstarleyfi

Frá lögfræðideild, dags. 15. júní, lagt fram bréf Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, dags. 12. desember 2017, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Bjarna Stefáns Konráðssonar um nýtt rekstrarleyfi fyrir gististað í flokki II, að Digranesvegi 63, 200 Kópavogi, skv. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, sbr. 26. gr. reglugerðar nr. 1277/2016. Samkvæmt 1. tl. 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 skal sveitarstjórn, sem umsagnaraðili, staðfesta að afgreiðslutími staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.
Bæjarráð hafnar umsókninni fyrir sitt leyti með vísan til framlagðrar umsagnar með fimm atkvæðum.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

3.1801784 - Hamraborg 7, Comfort Apartments. Eldsalir ehf. Umsagnarbeiðni vegna umsóknar um rekstrarleyfi

Frá lögfræðideild, dags. 19. júní, lagt fram bréf Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, dags. 31. janúar 2018, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Eldsala ehf. um endurnýjað rekstrarleyfi fyrir gististað í flokki II, að Hamraborg 7, 200 Kópavogi, skv. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, sbr. 26. gr. reglugerðar nr. 1277/2016. Samkvæmt 1. tl. 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 skal sveitarstjórn, sem umsagnaraðili, staðfesta að afgreiðslutími staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.
Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti með vísan til framlagðrar umsagnar með fimm atkvæðum.

Ýmis erindi

4.1806689 - Umsókn um styrk vegna tónleikaraðarinnar "Töframáttur tónlistar"

Frá Töframætti tónlistar, dags. 28. maí, lögð fram beiðni um styrk vegna ferna tónleika fyrir fólk sem vegna geðfatlana, félagslegrar einangrunar og/eða öldrunar á erfitt með að sækja tónlistar- og aðra listviðburði að fjárhæð kr. 200.000,-. eða hvaða upphæðar sem er sem komi að gagni.
Bæjarráð hafnar erindinu með fimm atkvæðum en bendir bréfritara á að sækja um hjá Lista- og menningarráði þegar auglýst er eftir styrkjum.

Fundargerð

5.1806003F - Skipulagsráð - 30. fundur frá 18.06.2018

Lagt fram.
 • 5.7 1804088 Fífuhvammur 21. Endurbætur á sólstofu.
  Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi Ragnheiðar Sverrisdóttur innanhússarkitekts fyrir hönd lóðarhafa Fífuhvamms 21 þar sem óskað er eftir að endurgera sólstofu ofan á bílskúr alls 28,7 m2. Áætlað er að sólstofna hækki um 20 sm miðað við núverandi þakhæð. Á fundi skipulagsráðs 16. apríl 2018 var samþykkt með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að tillagan verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum Fífuhvamms 19, 23 og Víðihvamms 12, 14 og 16. Athugasemdafresti lauk 18. júní 2018. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust. Niðurstaða Skipulagsráð - 30 Skipulagsráð samþykkir erindið og vísar til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.
 • 5.10 1802571 Vogatunga 22-34. Sameignalóð botnlangans.
  Lagt fram að nýju erindi húsfélagsins í Vogatungu 22-34, dags. 20. febrúar 2018, þar sem óskað er eftir breyttum mörkum sameignarlóðar húsfélagsins við endurnýjun lóðaleigusamnings frá 1967. Á fundi skipulagsráðs 5. mars 2018 var erindinu frestað og vísað til umsagnar umhverfissviðs Kópavogsbæjar. Þá lögð fram umsögn skipulags- og byggingardeildar Kópavogsbæjar dags. 15. júní 2018. Niðurstaða Skipulagsráð - 30 Skipulagsráð hafnar erindinu og vísar til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.
 • 5.11 1806643 Tónahvarf 7. Breytt deiliskipulag.
  Lögð fram tillaga ASK akritekta fh. lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi lóðarinnar nr. 7 við Tónahvarf. Í breytingunni felst að byggt er út úr gildandi byggingarreit í norður og vestur, fyrirhuguð bygging verði á einni hæða án kjallara, nýtingarhlutfall lóðarinnar lækkar úr 0,6 í 0,4 og fyrirkomulagi bílastæða á lóð er breytt. Samþykki lóðarhafa Tónahvarfs 5 dags. 15. júní 2018 liggur fyrir. Uppdráttur í mkv. 1:500 ásmt skýringarmyndum dags. 6. júní 2018. Niðurstaða Skipulagsráð - 30 Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu með tilvísan til 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísar málinu til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Fundargerðir nefnda

6.1806885 - Fundargerð 173. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs. frá 15.06.2018

Fundargerð í 8. liðum.

Fundargerð

7.1805015F - Umhverfis- og samgöngunefnd - 99. fundur frá 07.06.2018

Lagt fram.
 • 7.1 18051067 Hjólabrettaskál í Kópavogi
  Lagt fram erindi Bréttafélag Kópavogs varðandi hjólabrettaskál í Kópavogi dags. 26. mars 2018. Niðurstaða Umhverfis- og samgöngunefnd - 99 Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir á framlagðar tillögur og vísar erindinu til Umhverfissviðs til afgreiðslu. Hreiðar Oddsson bókar að hann fagnar því að frumkvæði íbúa séu nýtt og vonar að hjólabrettaskál rísi í Kópavogi von bráðar. Kostnaðarliðum erindisins vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar og gerðar næstu fjárhagsáætlunar.
  Umhverfisfulltrúa falið að skoða mögulegar staðsetningar.
  Niðurstaða Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar.
 • 7.2 18051314 Umhverfisviðurkenningar 2018
  Lögð fram tillaga að umhverfisviðurkenningum og götu ársins 2018. Niðurstaða Umhverfis- og samgöngunefnd - 99 Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir tillögur að Umhverfisviðurkenningum og götu ársins 2018.
  Niðurstaða Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Erindi frá bæjarfulltrúum

8.1706373 - Hamraborg 20A, Videomarkaðurinn. Umsagnarbeiðni vegna endurnýjunar rekstrarleyfis

Erindi frá Sigurbjörgu Erlu Egilsdóttur bæjarfulltrúa að því er varðar vínveitingaleyfi Videomarkaðarins í Hamraborg og aðkomu Kópavogsbæjar sem umsagnaraðila við leyfisveitinguna.
Bæjarráð frestar málinu til næsta fundar.

Fundi slitið - kl. 09:05.