Bæjarráð

2921. fundur 12. júlí 2018 kl. 08:15 - 11:30 á Digranesvegi 1, bæjarráðsherbergi - Víghóll
Fundinn sátu:
 • Birkir Jón Jónsson formaður
 • Karen Elísabet Halldórsdóttir varaformaður
 • Hjördís Ýr Johnson aðalmaður
 • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalmaður
 • Einar Örn Þorvarðarson aðalmaður
 • Hákon Helgi Leifsson vara áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
 • Ármann Kristinn Ólafsson bæjarstjóri
 • Páll Magnússon bæjarritari
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá
Samkvæmt 35. gr. laga nr. 138/2011 og 32. gr. samþykkta Kópavogsbæjar fer bæjarráð með sömu heimildir og bæjarstjórn hefur ella í sumarleyfi hennar.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

1.1706373 - Hamraborg 20A, Videomarkaðurinn. Umsagnarbeiðni vegna endurnýjunar rekstrarleyfis

Frá byggingarfulltrúa, dags. 9. júlí, lagt fram minnisblað varðandi endurnýjun á rekstrarleyfi fyrir Vídeómarkaðinn að Hamraborg 20a.
Lagt fram.

Gestir

 • Guðmundur Einarsson, framkvæmdastjóri heilbrigðiseftirlits - mæting: 08:15
 • Steingrímur Hauksson, sviðsstjóri umhverfissviðs - mæting: 08:15
 • Valdimar Gunnarsson, byggingarfulltrúi - mæting: 08:15

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

2.18061080 - Fundarsalur bæjarstjórnar og vinnuaðstaða bæjarfulltrúa. Breytingar að Hábraut 2.

Frá bæjarritara, tillaga arkitekts að innra skipulagi að Hábraut 2. Tillagan sýnir fundarsal bæjarstjórnar og vinnuaðstöðu bæjarfulltrúa.
Forsætisnefnd samþykkti tillögu merkt T5 fyrir sitt leyti og vísaði henni til bæjarráðs á fundi sínum, 29.júní sl. Jafnframt lagðar fram útfærslur nr. T6 og T7.
Jafnframt óskaði forsætisnefnd eftir kostnaðarmati umhverfissvið og liggur það fyrir.
Hlé var gert á fundi kl. 9:05. Fundi var fram haldið kl. 9:25.

Bæjarráð vísar málinu til sviðsstjóra stjórnsýslu- og umhverfissviðs til úrvinnslu.

Gestir

 • Steingrímur Hauksson, sviðsstjóri umhverfissviðs - mæting: 08:50

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

3.1806961 - Framlenging á leyfi Melmis ehf, til leitar og rannsókna á málmum, dags. 23. júní 2004 til 1. júlí 2023

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, daga. 2. júlí 2018, lögð fram umsögn varðandi beiðni frá Orkustofnun, dags. 20. júní, um framlengingu á leyfi Melmis ehf. til leitar og rannsókna á málmum.
Bæjarráð vísaði erindinu til sviðsstjóra umhverfissviðs til umsagnar á fundi sínum 28. júní sl.
Lagt fram.

Gestir

 • Steingrímur Hauksson, sviðsstjóri umhverfissviðs - mæting: 09:25

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

4.18061022 - Sorphirða í Kópavogi, útboð.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 9. júlí, þar sem óskað er heimildar bæjarráðs til að auglýsa útboð sorphirðu í Kópavogi.
Fundi var frestað kl. 9.28. Fundi var fram haldið kl. 10:07.

Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að auglýsa útboð sorphirðu og að gildistími verði til þriggja ára með möguleika á tveggja ára framlengingu. Veittur verði 6 mánaða frestur til að uppfylla skilyrði um bifreiðakost.

Gestir

 • Steingrímur Hauksson, sviðsstjóri umhverfissviðs - mæting: 09:27

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

5.18051020 - Skálaheiði 2. Íþróttahús Digranes, endurbætur á gólfi.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 9. júlí, umsögn varðandi erindi aðalstjórnar og handknattleiksdeildar HK, um endurbætur á gólfi í íþróttahúsinu Digranes.
Bæjarráð vísar málinu til sviðsstjóra umhverfissviðs til frekari úrvinnslu.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

6.1802197 - Tónahvarf 8, 10, 12, innheimta lóðagjalda.

Frá lögfræðideild, dags. 4.júlí, lagt til afturköllun á úthlutun lóðanna Tónahvarf 8, 10 og 12.
Bæjarráð samþykkir með fjórum atkvæðum að afturkalla úthlutun lóðanna Tónahvarf 8, 10 og 12. Einar Örn Þorvarðarson greiddi ekki atkvæði.

Gestir

 • Steingrímur Hauksson, sviðsstjóri umhverfissviðs - mæting: 10:25
 • Pálmi Þór Másson, bæjarlögmaður - mæting: 10:25
 • Guðrún Edda Finnbogadóttir, lögfræðingur - mæting: 10:25

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

7.1806912 - Umsókn um styrk vegna alþjóða geðheilbrigðisdagsins 10. október 2018

Frá sérfræðingi lýðheilsumála, daga. 2. júlí, lögð fram umsögn varðandi beiðni styrktarfélags alþjóða geðheilbrigðissjóðsins, dags. 18. júní.
Bæjarráð vísaði erindinu til sérfræðings lýðheilsumála til umsagnar á fundi sínum 28.júní sl.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að veita styrk að fjárhæð kr. 100.000.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

8.1712347 - Engihjalli 3 íbúð 0104 Fastanúmer 205-9861.

Frá fjármálastjóra og deildarstjóra fasteigna, dags. 5. júlí, varðandi beiðni um heimild til sölu íbúðar í Engihjalla 3, íbúð 104.
Pétur Hrafn Sigurðsson lagði til að fyrst verði íbúðir keyptar áður en íbúðir verði seldar.

Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins.

Gestir

 • Ingólfur Arnarson, fjármálastjóri - mæting: 10:40

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

9.1712849 - Lundarbrekka 10, íbúð 0101. Fastanúmer 206-4072.

Frá fjármálastjóra og deildarstjóra fasteigna, dags. 5. júlí, varðandi beiðni um heimild til sölu íbúðar við Lundarbrekku 10, íbúð 101.
Pétur Hrafn Sigurðsson lagði til að fyrst verði íbúðir keyptar áður en íbúðir verði seldar.

Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins.

Gestir

 • Ingólfur Arnarson, fjármálastjóri - mæting: 10:40

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

10.1712458 - Hamraborg 36 íbúð 0303 Fastanúmer 206-1400.

Frá fjármálastjóra og deildarstjóra fasteigna, dags. 5. júlí, varðandi beiðni um heimild til sölu íbúðar í Hamraborg 36, íbúð 303.
Pétur Hrafn Sigurðsson lagði til að fyrst verði íbúðir keyptar áður en íbúðir verði seldar.

Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins.

Gestir

 • Ingólfur Arnarson, fjármálastjóri - mæting: 10:40

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

11.1803584 - Mánaðarskýrslur 2018

Frá fjármálastjóra, lagt fram rekstraryfirlit fyrir maí.
Lagt fram.

Gestir

 • Ingólfur Arnarson, fjármálastjóri - mæting: 11:00

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

12.1701073 - Markavegur 1. Samkomulag.

Frá lögfræðideild, lögð fram drög að samkomulagi við lóðarhafa Markarvegar 1.
Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins.

Birkir Jón Jónsson vék af fundi undir þessum lið.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

13.1807020 - Austurkór 127A. Heimild til veðsetningar

Frá lögfræðideild, dags. 2. júlí, lagt fram erindi lóðarhafa Austurkórs 127A, Kjarnibygg ehf, um heimild til veðsetningar á 2. veðrétt á lóðina.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að heimila umbeðna veðsetningu.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

14.1803831 - Lyklafellslína1, tilkynning um úrskurð.

Frá lögfræðideild, dags. 9. júlí, úrskurður í máli 34/2018, Lyklafellslína 1.
Lagt fram.

Ýmis erindi

15.1807066 - Rannsóknarstöð Hjartaverndar óskar eftir styrk fyrir Hjartadagshlaupið

Frá rannsóknarstöð Hjartaverndar, ódags. þar sem óskað er eftir styrk fyrir Hjartadagshlaupið.
Bæjarráð vísar málinu með fimm atkvæðum til bæjarritara til afgreiðslu.

Ýmis erindi

16.1807093 - Styrkbeiðni frá Greifunum v. brekkusöngs í Kópavogi um verslunarmannahelgina.

Frá Greifunum, dags. 9. júlí, þar sem óskað er eftir styrk vegna brekkusöngs í Kópavogi um verslunarmannahelgina.
Bæjarráð hafnar erindinu með fimm atkvæðum.

Fundargerðir nefnda

17.1807015 - Fundargerð 861. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 29. júní 2018

Fundargerð í 28 liðum.
Pétur Hrafn Sigurðsson lagði fram eftirfarandi bókun:
"Undirritaður tekur undir samþykkt stjórnar Félags framhaldsskólakennara um að beina því til menntamálaráðherra að útfæra nú þegar ákvæði um leyfisbréf kennara í 21. gr. laga um menntun og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla. Tryggja þarf að útskrifaðir leikskólakennarar og grunnskólakennarar öðlist, að uppfylltum nánari skilyrðum, rétt til kennslu á aðliggjandi skólastigum.
Pétur Hrafn Sigurðsson"

Fundargerðir nefnda

18.1807068 - Fundargerð 392. fundar stjórnar Sorpu bs. frá 04.07.2018

Fundargerð í 12 liðum.

Fundargerðir nefnda

19.18051197 - Fundargerð 235. fundar Heilbrigðisnefndar Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis frá 25. júní 2018

Fundargerð í 40 liðum.

Önnur mál

20.1807115 - Fyrirspurn um kostnað vegna söfnunar á plasti frá heimilum. Frá Einari Erni Þorvarðarsyni

Frá Einari Erni Þorvarðarsyni, bæjarfulltrúa:
"Söfnun á plasti frá heimilum á vegum Sorpu bs. Óska eftir upplýsingum um hver heildarkostnaðurinn er og þann kostnað sem Kópavogsbær þarf að bera er varðar nýja lausn til að flokka plast frá heimilum á starfstöð Sorpu bs. Hvort sem það eru tækjakaup, starfskostnaður eða á fasteignum í eigu byggðasamlagsins. Hver umhverfisleg markmið voru við upphaf ákvörðunar og hver umhverfislegur árangur er miðað við þau markmið sem lagt var upp með."
Bæjarráð vísar fyrirspurninni til sviðsstjóra umhverfissviðs til úrvinnslu.

Karen Halldórsdóttir lagði fram eftirfarandi bókun:
"Undirrituð óskar eftir að jafnframt verði tekinn saman kostnaður við tilraunaverkefni Kópavogs við sorpflokkun.
Karen Halldórsdóttir"

Erindi frá bæjarfulltrúum

21.1807116 - Óskað eftir greiningu á lokauppgjöri á íþróttahúsi við Vantsenda. Fyrirspurn frá Einari Erni Þorvarðarsyni

Frá Einari Erni Þorvarðarsyni, bæjarfulltrúa:
"Óska eftir ítarlegri greiningu á lokauppgjöri á nýbyggðu íþróttahúsi við Vatnsenda sem inniheldur m.a samanburð á kostnaðaráætlun miðað við raunkostnað, yfirlit yfir alla reikninga sem skráðir er á verkefnið og upplýsingar um hvort búið sé að klára verkið að fullu."

Fundi slitið - kl. 11:30.