Bæjarráð

2929. fundur 11. október 2018 kl. 08:15 - 08:57 á Digranesvegi 1, bæjarráðsherbergi - Víghóll
Fundinn sátu:
  • Birkir Jón Jónsson formaður
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir varaformaður
  • Hjördís Ýr Johnson aðalmaður
  • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalmaður
  • Einar Örn Þorvarðarson aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Ármann Kristinn Ólafsson
Starfsmenn
  • Páll Magnússon bæjarritari
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

1.1602049 - Boðaþing 11-13, Stækkun hjúkrunarheimilis

Frá bæjarstjóra, lögð fram bréf, dags. 3. október, sem bæjarstjóri sendi heilbrigðisráðherra vegna hjúkrunarheimilis í Boðaþingi og fjölgunar dagvistunarrýma.
Lagt fram.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

2.1810387 - Dalaþing 26. Heimild til veðsetningar

Frá lögfræðideild, dags. 9. október, lögð fram beiðni f.h. lóðarhafa Dalaþings 26 og 26A, Elmars Eðvaldssonar, um heimild til að veðsetja lóðina.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum umbeðna heimild til veðsetningar á 2. veðrétti lóðanna Dalaþings 26 og 26A.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

3.1810389 - Tónahvarf 6. Heimild til framsals

Frá lögfræðideild, dags. 9. október, lögð fram beiðni f.h. lóðarhafa Tónahvarfs 6, Leigugarða ehf., um heimild til að framselja lóðina til NMR ehf. og DFT ehf.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum umbeðna heimild til framsals lóðarinnar Tónahvarfs 6 til NMR ehf. og DFT ehf.

Ýmis erindi

4.1810258 - Búseta í atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu

Frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, dags. 27. september, lagt fram erindi um kortlagningu búsetu í atvinnuhúsnæði í Kópavogi ásamt minnisblaði dags. 2. júní 2017.
Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra umhverfissviðs til úrvinnslu.

Ýmis erindi

5.1810316 - Félagið Villikettir óskar eftir lóð undir smáhýsi til að hýsa starfsemi félagsins

Frá félaginu Villiköttum, dags. 2. október, lagt fram erindi þar sem óskað er eftir lóðarskika undir færanleg smáhýsi til að hýsa starfsemi félagsins.
Bæjarráð hafnar erindinu með þremur samhljóða atkvæðum. Pétur Hrafn Sigurðsson og Einar Örn Þorvarðarson greiddu ekki atkvæði.

Ýmis erindi

6.1810184 - Óskað eftir viðræðum við Kópavogsbæ varðandi samstarf um uppbyggingu almennra íbúða

Frá Bjargi íbúðafélagi, dags. 2. október, lagt fram erindi þar sem óskað er eftir viðræðum við Kópavogsbæ um lóð og stofnframlag vegna byggingar almennra íbúða í sveitarfélaginu.
Bæjarráð óskar eftir að fulltrúar Bjargs mæti á fund ráðsins og kynni erindið.

Sigurbjörg Erla Egilsdóttir lagði fram eftirfarandi bókun:
"Píratar fagna erindi Bjargs íbúðafélags varðandi samstarf um uppbyggingu almennra íbúða. Það er brýn þörf fyrir íbúðir af þessu tagi og nauðsynlegt að öll sveitarfélög leggi sitt af mörkum."

Ýmis erindi

7.1810291 - Skíðasvæði í Bláfjöllum, Kópavogsbæ - mat á umhverfisáhrifum. Beiðni um umsögn

Frá Skipulagsstofnun, dags. 2. október, lögð fram beiðni um umsögn um mat á umhverfisáhrifum í samræmi við lög nr. 106/2000 um sama efni út af framkvæmdum á skíðasvæði í Bláfjöllum.
Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra umhverfissviðs til umsagnar.

Fundargerðir nefnda

8.1809717 - Fundargerð 238. fundar Heilbrigðisnefndar Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis frá 27.08.2018

Fundargerð í 48. liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

9.1809019F - Menntaráð - 31. fundur frá 02.10.2018

Fundargerð í 5. liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

10.1810277 - Fundargerð 863. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 26.09.2018

Fundargerð í 23. liðum.

Fundargerðir nefnda

11.1810026 - Fundargerð 395. fundar stjórnar Sorpu bs. frá 21.09.2018

Fundargerð í 2. liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

12.1810223 - Fundargerð 396. fundar stjórnar Sorpu bs. frá 03.10.2018

Fundargerð í 3. liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

13.1810011 - Fundargerð 291. fundar stjórnar Strætó bs. frá 21.09.2018

Fundargerð í 7. liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

14.1810006F - Velferðarráð - 34. fundur frá 08.10.2018

Fundargerð í 10. liðum.
Lagt fram.

Erindi frá bæjarfulltrúum

15.1810267 - Stefnumótun Kópavogsbæjar í loftslagsmálum. Tillaga frá Pírötum

Frá Pírötum, tillaga um að Kópavogsbær móti sér stefnu í loftlagsmálum þar sem dregin eru fram markmið til að minnka útblástur koltvíoxíðs í andrúmsloftið, bæði fyrir Kópavogsbæ sem sveitarfélag og vinnustað, ásamt aðgerðaráætlun og eftirfylgni. Afar fá sveitarfélög á Íslandi hafa sett sér stefnu í loftlagsmálum, en brýnt er að auka þá aðkomu og vinnu. Hér er tækifæri til að marka Kópavogi sess sem sjálfbæru fyrirmyndar samfélagi í loftlagsmálum á Íslandi.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarritara til umsagnar.

Sigurbjörg Erla Egilsdóttir lagði fram eftirfarandi bókun:
"Hnattræn hlýnun af mannavöldum er helsta vá okkar tíma. Við þurfum að bregðast við strax og það er mikilvægt skref að sveitarfélög leggi metnað í að sporna gegn loftslagsbreytingum og stefni að kolefnishlutleysi eins fljótt og auðið er.
Sigurbjörg Erla Egilsdóttir"

Fundi slitið - kl. 08:57.