Bæjarráð

2934. fundur 15. nóvember 2018 kl. 08:15 - 09:40 á Digranesvegi 1, bæjarráðsherbergi - Víghóll
Fundinn sátu:
  • Birkir Jón Jónsson formaður
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir varaformaður
  • Hjördís Ýr Johnson aðalmaður
  • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalmaður
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir varamaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Ármann Kristinn Ólafsson
Starfsmenn
  • Páll Magnússon bæjarritari
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

1.1811288 - Skýrsla Mannvits um eflingu almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu og tillögur til úrbóta. Beiðni um kynningu fyrir bæjarráði frá Pírötum

Kynning á skýrslu Mannvits um eflingu almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu og tillögur til úrbóta.
Lagt fram.

Gestir

  • Árni Stefánsson og Albert Skarphéðinsson frá Mannvit - mæting: 08:15

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

2.1701073 - Markavegur 1. Krafa um yfirtöku eigna vegna deiliskipulagsbreytinga

Frá lögfræðideild, lagt fram til samþykktar samkomulag um lausn ágreinings vegna Markavegar 1.
Bæjarráð samþykkir samkomulag um lausn ágreinings með fjórum atkvæðum.

Birkir Jón Jónsson vék af fundi undir þessum lið.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

3.18082444 - Útboð - Kársnesskóli hönnun

Frá lögfræðideild, dags. 13. nóvember, lagt fram minnisblað um hæfi og jafnræði bjóðenda í útboði á hönnun á Kársnesskóla.
Lagt fram.

Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að leitað verði samninga við lægstbjóðanda Mannvit verkfræðistofu hf. (samstarfsaðilar Batteríið og Landslag) um verkið "Kársnesskóli Kópavogur nýbygging - hönnun".

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

4.1811209 - Hestheimar 14-16, Samskipahöll. Sprettur rekstrarfélag. Umsagnarbeiðni vegna tímabundins áfengisleyfis

Frá lögfræðideild, dags. 12. nóvember, lagt fram bréf Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, dags. 9. nóvember, þar sem óskað er umsagnar um Spretts rekstrarfélags, kt. 580713-0680, um tímabundið áfengisleyfi vegna árshátíðar sem verður haldin þann 17. nóvember frá kl. 19:00-01:00, í Samskipahöllinni, að Hestheimum 14-16, Kópavogi, skv. 17. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og 30. gr. rgl. nr. 1277/2016. Samkvæmt 1. tl. 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 staðfestir sveitarstjórn sem umsagnaraðili að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að veita jákvæða umsögn með vísan til minnisblaðs lögfræðideildar.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

5.1811115 - Smáratorg 1, Læknavaktin. Beiðni um umsögn vegna umsóknar um tækifærisleyfi vegna leiksýningar

Frá lögfræðideild, dags. 7. nóvember, lagt fram bréf Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, dags. 5. nóvember, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Sviðslistahópsins 16 Elskendur, kt. 570708-0150, um tækifærisleyfi vegna leiksýningar dagana 1-7. desember, frá klukkan 22:00-02:00, Læknavaktinni að Smáratorgi 1, Kópavogi, skv. 17. gr. laga nr. 85/20017 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og 30. gr. rgl. nr. 1277/2016. Samkvæmt 1. tl. 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 staðfestir sveitarstjórn sem umsagnaraðili að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að veita jákvæða umsögn með vísan til minnisblaðs lögfræðideildar.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

6.1811234 - Lækjarbotnaland 45, niðurrif húss.

Frá deildarstjóra eignadeildar, dags. 12. nóvember, lagt fram erindi um sumarhús að Lækjarbotnalandi 45 í eigu bæjarins þar sem óskað er eftir heimild bæjarráðs til að afla tilboða í að láta rífa húsið og fjarlægja það af lóðinni.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að heimila að leitað verði tilboða í að láta rífa sumarhús að Lækjarbotnalandi 45 og fjarlægja það af lóðinni.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

7.1801127 - Nýtt leikskólakerfi - útboð

Frá forstöðumanni og verkefnastjóra á UT-deild, dags. 12. nóvember, lagðar fram niðurstöður útboðs vegna hugbúnaðarlausna fyrir leikskóla, dagforeldra og frístundir. Lagt er til að gengið verði til samninga við Advania hf. um innleiðingu lausnarinnar að því tilskildu að vinnslusamningur vegna GDPR verði frágenginn áður en samningur er undirritaður.
Bæjarráð frestar afgreiðslu.

Ýmis erindi

8.1811223 - Ósk um niðurfellingu á greiðslu vatnsgjalds vegna vökvunar Leirdalsvallar

Frá GKG, dags. 10. nóvember, lögð fram beiðni um niðurfellingu á greiðslu vatnsgjalda vegna vökvunar Leirdalsvallar árið 2017.
Bæjarráð samþykkir erindið með fimm atkvæðum.

Ýmis erindi

9.1811147 - Rekstraráætlun Sorpu bs. 2019-2023

Frá Sorpu, dags. 26. október, lögð fram rekstraráætlun Sorpu 2019-2023.
Lagt fram.

Ýmis erindi

10.1811148 - Stofnframlag sveitarfélaganna vegna byggingar gas- og jarðgerðarstöðvar

Frá Sorpu, dags. 2. nóvember, lagt fram erindi um stofnframlag sveitarfélaganna vegna byggingar gas- og jarðgerðarstöðvar sem óskast greitt fyrir 1. desember nk.
Bæjarráð samþykkir erindið með fimm atkvæðum.

Ýmis erindi

11.1602049 - Boðaþing 11-13, Stækkun hjúkrunarheimilis

Frá velferðarráðuneytinu, dags. 5. nóvember, lagt fram svar við erindi bæjarins um fjölgun dagdvalarrýma í Sunnuhlíð þar sem ráðuneytið heimilar tímabundna fjölgun almennra dagdvalarrýma um 10 rými í Sunnuhlíð sem gildi frá 1. desember 2018 til áramóta 2019/2020.
Lagt fram.

Bæjarráð fagnar nauðsynlegri fjölgun dagrýma sem er gott fyrsta skref enda þörfin mjög brýn í þessum málaflokki.

Ýmis erindi

12.1811110 - Framlög vegna sérþarfa fatlaðra nemenda 2019

Frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti, dags. 1. nóvember, lagt fram erindi um framlög vegna sérþarfa fatlaðra nemenda 2019.
Lagt fram.

Ýmis erindi

13.1811207 - Mín Framtíð 2019. Íslandsmót iðn- og verkgreina og framhaldsskólakynning. Óskað eftir samstarfi við sveitarfélögin

Frá Verkiðn, dags. 9. nóvember, lagt fram erindi um samstarf við sveitarfélögin vegna íslandsmóts iðn- og verkgreina og framhaldsskólakynnigu í Laugardalshöll dagana 14-16 mars 2019 þar sem grunnskólanemendum er boðið að taka þátt.
Bæjarráð vísar erindinu til menntasviðs til umsagnar.

Ýmis erindi

14.1811205 - Tillaga til þingsályktunar um aðgerðaráætlun í húsnæðismálum, 5. mál. Umsagnarbeiðni

Frá velferðarnefnd Alþingis, dags. 8. nóvember, lögð fram til umsagnar tillaga til þingsályktunar um aðgerðaráætlun í húsnæðismálum.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarlögmanns til afgreiðslu.

Ýmis erindi

15.1811189 - Tillaga til þingsályktunar um náttúrustofur, 29. mál. Umsagnarbeiðni

Frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, dags. 8. nóvember, lögð fram til umsagnar tillaga til þingsályktunar um náttúrustofur.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarlögmanns til afgreiðslu.

Fundargerðir nefnda

16.1809025F - Hafnarstjórn - 109. fundur frá 06.11.2018

Fundargerð í 4. liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

17.1811003F - Jafnréttis- og mannréttindaráð - 64. fundur frá 08.11.2018

Fundargerð í 4. liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

18.1810016F - Lista- og menningarráð - 94. fundur frá 18.10.2018

Fundargerð í 7. liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

19.1810031F - Menntaráð - 33. fundur frá 06.11.2018

Fundargerð í 13. liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

20.1811206 - Fundargerð fundar stjórnar Reykjanessfólkvangs frá 24.10.2018

Fundargerð fundar í stjórn Reykjanesfólksvangs frá 24. október.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

21.1810025F - Umhverfis- og samgöngunefnd - 104. fundur frá 06.11.2018

Fundargerð í 18. liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

22.1811001F - Ungmennaráð - 6. fundur frá 12.11.2018

Fundargerð í 2. liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

23.1811008F - Velferðarráð - 36. fundur frá 12.11.2018

Fundargerð í 6. liðum.
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 09:40.