Bæjarráð

2935. fundur 22. nóvember 2018 kl. 08:15 - 09:20 á Digranesvegi 1, bæjarráðsherbergi - Víghóll
Fundinn sátu:
 • Birkir Jón Jónsson formaður
 • Guðmundur Gísli Geirdal varamaður
 • Hjördís Ýr Johnson aðalmaður
 • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalmaður
 • Theódóra S Þorsteinsdóttir varamaður
 • Hákon Helgi Leifsson vara áheyrnarfulltrúi
 • Ármann Kristinn Ólafsson
Starfsmenn
 • Páll Magnússon bæjarritari
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

1.1809219 - Mengun í Dalsmára um áramót

Frá bæjarritara, dags. 19. nóvember, lögð fram umsögn vegna megunar við Dalsmára um áramót skv. minnisblaði sérfræðings lýðheilsumála frá 7. september.
Lagt fram.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

2.1810322 - Guðmundarlundur, samstarfssamningur við Skógrækt Kópavogs

Frá sviðsstjóra menntasviðs, dags. 8. október, lagt fram til samþykktar erindi með tillögum um samstarf Kópavogsbæjar og Skógræktar Kópavogs um nýtingu Guðmundarlundar.
Lagt fram.

Bæjarráð óskar því að sviðsstjórar mennta- og umhverfissviðs mæti á næsta fund bæjarráðs vegna málsins.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

3.1811488 - Oddfellow-blettur, fnr. 235-4929. Krafa um viðurkenningu á skyldu Kópavogsbæjar til yfirtöku gegn greiðslu fulls verðs. Dómsmál

Frá bæjarlögmanni, lögð fram stefna í máli lóðarhafa landspildu úr landi Gunnarshólma, svokallaðs Oddfellow-bletts, gegn Kópavogsbæ til viðurkenningar á skyldu bæjarins til að yfirtaka landið gegn greiðslu.
Lagt fram.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

4.1807278 - Austurkór, sparkvöllur. Kæra til Úrskurðarnefndar.

Frá lögfræðideild, dags. 15. nóvember, lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála í máli nr. 103/2018 þar sem kærðar voru framkvæmdir bæjarins við boltavöll og stígagerð við Austurkór.
Lagt fram.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

5.1811338 - Arakór 2. Heimild til veðsetningar.

Frá lögfræðideild, dags. 15. nóvember, lögð fram beiðni f.h. lóðarhafa Arakórs 2, Valdimars Gunnarssonar og Sigríðar Ástu Hilmarsdóttur, um heimild til að veðsetja lóðina.
Bæjarráð samþykkir umbeðna veðsetningu með fimm atkvæðum.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

6.1810837 - Hlíðarsmári 15, Parma Pizzeria ehf. Umsagnarbeiðni vegna endurnýjunar á rekstrarleyfi

Frá lögfræðideild, dags. 16. nóvember, lagt fram bréf Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, dags. 29. október, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Parma Pizzeria ehf. um rekstrarleyfi fyrir veitingastað í flokki II, að Hlíðasmára 15, 200 Kópavogi, skv. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, sbr. 26. gr. reglugerðar nr. 1277/2016. Samkvæmt 1. tl. 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 skal sveitarstjórn, sem umsagnaraðili, staðfesta að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að veita jákvæða umsögn með vísan til minnisblaðs lögfræðideildar.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

7.1810852 - Smiðjuvegur 4, Velox ehf. Umsagnarbeiðni vegna endurnýjunar á rekstrarleyfi

Frá lögfræðideild, dags. 16. nóvember, lagt fram bréf Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, dags. 29. október, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Velox ehf. um rekstrarleyfi fyrir veitingastað í flokki II, að Smiðjuvegi 4, 200 Kópavogi, skv. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, sbr. 26. gr. reglugerðar nr. 1277/2016. Samkvæmt 1. tl. 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 skal sveitarstjórn, sem umsagnaraðili, staðfesta að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að veita jákvæða umsögn með vísan til minnisblaðs lögfræðideildar.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

8.1810856 - Smiðjuvegur 11, Praxis 999 ehf. Umsagnarbeiðni vegna endurnýjunar á rekstrarleyfi

Frá lögfræðideild, dags. 19. nóvember, lagt fram bréf Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, dags. 29. október, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Praxis 999 ehf. um rekstrarleyfi fyrir veitingastað í flokki II, að Smiðjuvegi 11, 200 Kópavogi, skv. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, sbr. 26. gr. reglugerðar nr. 1277/2016. Samkvæmt 1. tl. 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 skal sveitarstjórn, sem umsagnaraðili, staðfesta að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að veita jákvæða umsögn með vísan til minnisblaðs lögfræðideildar.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

9.1801127 - Nýtt leikskólakerfi - útboð

Frá forstöðumanni og verkefnastjóra á UT-deild, dags. 12. nóvember, lagðar fram niðurstöður útboðs um hugbúnaðarlausn fyrir leikskóla, dagforeldra og frístundir. Lagt er til að gengið verði til samninga við Advania hf. um innleiðingu lausnarinnar að því tilskildu að vinnslusamningur vegna GDPR verði frágenginn áður en samningur er undirritaður.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að gengið verði til samninga við Advania hf. um hugbúnaðarlausn fyrir leikskóla, dagforeldra og frístundir að því tilskildu að vinnslusamningur vegna GDPR verði frágenginn áður en samningur er undirritaður.

Ýmis erindi

10.1811359 - Frumvarp til laga um breytingu á lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, 45 mál. Umsagnarbeiðni

Frá allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis, dags. 15. nóvember, lagt fram til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins (brottfall kröfu um ríkisborgararétt).
Bæjarráð vísar málinu til bæjarlögmanns til afgreiðslu.

Ýmis erindi

11.1811330 - Frumvarp til laga um sjóði og stofnanir sem starfa samkvæmt staðfestri skipulagsskrá og málefnum aldraðra, 40. mál. Umsagnarbeiðni

Frá velferðarnefnd Alþingis, dags. 15. nóvember, lagt fram til umsagnar frumvarp til laga um sjóði og stofnanir sem starfa skv. staðfestri skipulagsskrá og málefnum aldraðra (búseturéttur aldraðra, öryggisíbúðir).
Bæjarráð vísar málinu til bæjarlögmanns til afgreiðslu.

Ýmis erindi

12.1811383 - Óskað eftir gögnum vegna útboðs nr. 1712242 - Burðarnet fyrir Kópavogsbæ

Frá Póst- og fjarskiptastofnun, dags. 9. nóvember, lögð fram beiðni um upplýsingar vegna útboðs á burðarneti fyrir Kópavogsbæ. Frestur til að skila upplýsingum er til 26. nóvember nk.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarlögmanns til afgreiðslu.

Ýmis erindi

13.1811485 - Marbakkabraut 9. Óskað eftir lækkun gatnagerðagjalda og dreifingu greiðsla án viðbótarkostnaðar

Frá lóðarhöfum Marbakkabrautar 9, dags. 13. nóvember, lagt fram erindi um lækkun gatnagerðargjalda vegna nýbyggingar sem kemur í stað eldri húss sem hefur verið rifið.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarlögmanns til umsagnar.

Fundargerðir nefnda

14.1810014F - Leikskólanefnd - 98. fundur frá 16.10.2018

Fundargerð í 2. liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

15.1810026F - Leikskólanefnd - 99. fundur frá 25.10.2018

Fundargerð í 7. liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

16.1811005F - Skipulagsráð - 39. fundur frá 19.11.2018

Fundargerð í 16. liðum.
Lagt fram.
 • 16.3 1808021 Álalind 18-20. Deiliskipulag.
  Lögð fram að nýju að lokinni kynningu tillaga Tvíhorf arkitekta f.h. lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi við Álalind 18-20. Í breytingunni felst fjölgun íbúða úr 43 í 57 og fjölda bílastæða á lóð er fjölgað úr 73 í 84. Aðkomuhæð kjallara hækkar um 0,42 m og fyrstu hæðar um 0,32. Niðurgrafin bílgeymsla stækkar að grunnfleti um 300 m2. Að öðru leyti er tillagan óbreytt s.s. hámarkshæð og byggingarmagn íbúðarhúss á lóð.
  Á fundi skipulagsráðs 20. ágúst 2018 var samþykkt að lóðarhafi ynni tillögu að breyttu deiliskipulagi lóðarinnar og að hún verði auglýst með tilvísan til 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Á fundi bæjarráðs 23. ágúst 2018 var afgreiðsla skipulagsráðs staðfest. Athugasemdafresti lauk 13. nóvember 2018. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust.
  Niðurstaða Skipulagsráð - 39 Skipulagsráð samþykkir tillöguna og vísar til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
 • 16.4 18051288 Fífuhvammur 47 (Hlíðarvegur 62a). Byggingaráform.
  Lögð fram að nýju að lokinni kynningu tillaga Jakobs Líndals arkitekts dags. 29. maí 2018 fyrir hönd lóðarhafa Fífuhvamms 47, áður Hlíðarvegur 62a, að breyttu deiliskipulagi lóðarinnar. Á lóðinni stendur íbúðarhús byggt 1932, 50 m2 að stærð. Óskað eftir að byggja við húsið 25 m2 til norðurs svo hægt sé að koma fyrir nýju salerni og stiga. Auk þess er óskað eftir að byggja nýtt íbúðarhús vestan við núverandi hús, alls 230 m2. Á fundi skipulagsráðs 4. júní 2018 var samþykkt að tillagan yrði auglýst í samræmi við 1. mgr 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísar til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Á fundi bæjarstjórnar 12. júní 2018 var afgreiðsla skipulagsráðs staðfest. Athugasemdafresti lauk 13. nóvember 2018. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust.
  Niðurstaða Skipulagsráð - 39 Skipulagsráð samþykkir tillöguna og vísar til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
 • 16.5 1804618 Þinghólsbraut 63. Kynning á byggingarleyfi.
  Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi Ásmundar Sturlusonar arkitekts dags. 12. apríl 2018 fh. lóðarhafa Þinghólsbrautar 63 þar sem óskað er eftir heimild til að byggja bílskúr og geymslu á norð-vestur horni hússins, samtals 68 m2. Undir bílgeymslunni verður útigeymsla með dyrum til suðurs en einnig er innangengt í hana úr núverandi geymslu. Á fundi skipulagsráðs 7. maí 2018 var samþykkt með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr 123/2010 að grenndarkynna tillöguna fyrir lóðarhöfum Þinghólsbrautar 61, 64, 65 og 66. Kynningartíma lauk 12. október 2018. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust. Á fundi skipulagsráðs 15. október var afgreiðslu málsins frestað og vísað til umsagnar skipulags- og byggingardeildar. 16. október 2018 var grenndarkynningin send að nýju vegna meintra galla á fyrri kynningu. Framlengdum athugasemdafresti lauk 14. nóvember 2018. Athugasemdir og ábendingar bárust. Þá lögð fram umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 19. nóvember 2018. Niðurstaða Skipulagsráð - 39 Skipulagsráð samþykkir tillöguna og vísar til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
 • 16.9 1810288 Vatnsendahvarf - athafnasvæði. Svæði 3. Tónahvarf 2, breytt deiliskipulag.
  Lögð fram tillaga skipulags- og byggingardeildar dags. 19. nóvember 2018 að breyttu deiliskipulagi; Vatnsendahvarf ? athafnasvæði. Svæði 3.
  Í breytingunni felst að stofna nýja lóð, Tónahvarf 2 sem er 5.600 m2 að stærð og koma fyrir athafnahúsi á þremur hæðum og kjallara. Skipulagssvæðið sem er um 0.8 ha afmarkast af Vatnsendavegi til norðurs, fyrirhuguðum Arnarnesvegi til vesturs, Tónahvarfi 4 til suðurs og Tónahvarfi 3 til austurs. Samþykkt deiliskipulag gerir ráð fyrir 90 m. háum fjarskiptaturni á deiliskipulagssvæðinu. Núverandi götur liggja innan afmörkunar og koma til með að breytast. Hámarksvegg er 15 metrar á norðurhlið og á suðurhlið 12 metrar. Hámarks þakhæð er 15 metrar. Þakform er frjáls. Aðkoma og fjöldi bílastæða breytist og er gerð krafa um eitt bílastæði á hverja 50 m2 atvinnuhúsnæðis.
  Hámarks byggingarmagn er 3.360 m2 en 3.800m2 með niðurgrafinni bílageymslu. Að öðru leiti er vísað í gildandi deiliskipulag m.s.br. samþykkt í bæjarstjórn 9. október 2007 og birt í B- deild Stjórnartíðinda 2. nóvember 2007.
  Niðurstaða Skipulagsráð - 39 Skipulagsráð samþykkir að framlögð tillaga verði auglýst í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísar til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

Fundargerðir nefnda

17.1811302 - Fundargerð 460. fundar stjórnar SSH frá 03.09.2018

Fundargerð í 2. liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

18.1811303 - Fundargerð 461. fundar stjórnar SSH frá 21.09.2018

Fundargerð í 1. lið.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

19.1811304 - Fundargerð 462. fundar stjórnar SSH frá 08.10.2018

Fundargerð í 5. liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

20.1811301 - Fundargerð 463. fundar stjórnar SSH frá 05.11.2018

Fundargerð í 6. liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

21.18081133 - Sameiginleg ferðaþjónusta fyrir fatlað fólk

Frá SSH, dags. 6. nóvember, lögð fram tillaga að fyrirkomulagi samstarfs um sameiginlega ferðaþjónustu fatlaðs fólks sem send er aðildarsveitarfélögunum til umfjöllunar og efnislegrar afgreiðslu.
Bæjarráð óskar eftir að ráðgjafi SSH mæti til fundar bæjarráðs.

Fundargerðir nefnda

22.1811157 - Fundargerð 294. fundar stjórnar Strætó bs. 02.11.2018

Fundargerð í 1. lið.
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 09:20.