Bæjarráð

2937. fundur 06. desember 2018 kl. 08:15 - 09:25 á Digranesvegi 1, bæjarráðsherbergi - Víghóll
Fundinn sátu:
 • Birkir Jón Jónsson formaður
 • Karen Elísabet Halldórsdóttir varaformaður
 • Hjördís Ýr Johnson aðalmaður
 • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalmaður
 • Einar Örn Þorvarðarson varamaður
 • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalmaður
 • Ármann Kristinn Ólafsson bæjarstjóri
Starfsmenn
 • Páll Magnússon bæjarritari
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

1.1811127 - Sérstakur húsnæðisstuðningur - Íbúðalánasjóður

Frá deildarstjóra rekstrardeildar, dags. 27. nóvember, lagðar fram til samþykktar breytingar á afgreiðslu sérstaks húsnæðisstuðnings í samvinnu við Íbúðalánasjóð og samningsdrög að þjónustusamningi milli aðila þar að lútandi. Bæjarráð frestaði afgreiðslu á síðasta fundi og óskaði eftir að sviðsstjóri velferðarsviðs myndi mæta til næsta fundar bæjarráðs.
Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.

Gestir

 • Aðalsteinn Sigfússon sviðsstjóri velferðarsviðs - mæting: 08:15

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

2.1811485 - Marbakkabraut 9. Óskað eftir lækkun gatnagerðagjalda og dreifingu greiðslna án viðbótarkostnaðar

Frá bæjarlögmanni, dags. 4. desember, lögð fram umsögn um beiðni lóðarhafa Marbakkabrautar 9 um lækkun á gatnagerðargjöldum og dreifingu greiðslna án viðbótarkostnaðar.
Bæjarráð frestar afgreiðslu erindisins.

Gestir

 • Pálmi Þór Másson, bæjarlögmaður - mæting: 08:25

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

3.1812024 - Naustavör 9. Heimild til veðsetningar

Frá lögfræðideild, dags. 3. desember, lögð fram beiðni f.h. lóðarhafa Naustavarar 9, Byggingarfélags Gylfa og Gunnars hf., um heimild til að veðsetja lóðina.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að heimila umbeðna veðsetningu á lóðinni Naustavör 9 gegn því skilyrði að áhvílandi tryggingarbréfum verði aflétt af eigninni.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

4.1812025 - Dalbrekka 2-14. Heimild til veðsetningar

Frá lögfræðideild, dags. 4. desember, lögð fram beiðni f.h. lóðarhafa Dalbrekku 2-14, GG verks ehf., um heimild til að veðsetja lóðina.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að heimila veðsetningu á lóðinni Dalbrekku 2-14 með tryggingarbréfi að fjárhæð allt að 2.900 m.kr.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

5.1609891 - Lækjarbotnaland 4, 5, fokhætta. Samkomulag.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 28. nóvember, lagt fram til samþykktar samkomulag við lóðarhafa Lækjarbotnalands 4 og 5 um hreinsun lóðanna.
Bæjarráð samþykkir framlagt samkomulag við lóðarhafa Lækjarbotnalands 4 og 5 um hreinsun lóðanna með fimm atkvæðum.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

6.1812128 - Menntasvið-ráðning leikskólastjóra Lækjar

Frá sviðsstjóra menntasviðs og deildarstjóra leikskóladeildar, dags. 4. desember, lögð fram tillaga að ráðningu Kristínar Laufeyjar Guðjónsdóttur í starf leikskólastjóra Lækjar.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að ráða Kristínu Laufeyju Guðjónsdóttur leikskólastjóra Lækjar.

Ýmis erindi

7.1811667 - Frumvarp til laga um breytingu á lögum um húsnæðisbætur, 140. mál. Umsagnarbeiðni

Frá velferðarnefnd Alþingis, dags. 27. nóvember, lagt fram til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um húsnæðisbætur (réttur námsmanna og fatlaðs fólks).
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarlögmanns til úrvinnslu.

Ýmis erindi

8.1812005 - Reglugerð um stefnumótandi áætlun um málefni sveitarfélaga í samráðsgátt

Frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, dags. 30. nóvember, lagt fram til umsagnar drög að reglugerð um gerð stefnumótandi áætlunar ríkis um málefni sveitarfélaga.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarlögmanns til afgreiðslu.

Ýmis erindi

9.1812023 - Beiðni um styrk vegna ársins 2019

Frá Neytendasamtökunum, dags. 27. nóvember, lögð fram beiðni um styrk til starfseminnar vegna ársins 2019.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarrita til afgreiðslu.

Ýmis erindi

10.1811654 - Tilkynning um slit Kvenfélags Kópavogs og þakkir fyrir áratuga samstarf

Frá Kvenfélagi Kópavogs, dags. 26. nóvember, lagt fram erindi um slit félagsins ásamt orlofsnefnd Kópavogs.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

11.1811010F - Barnaverndarnefnd - 87. fundur frá 14.11.2018

Fundargerð í 2. liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

12.1811021F - Barnaverndarnefnd - 88. fundur frá 28.11.2018

Fundargerð í 1. lið.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

13.1811680 - Fundargerð 240. fundar Heilbrigðisnefndar Hafnarfjarðar og Kópavogssvæðis frá 5.11.2018

Fundargerð í 1. lið.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

14.1811681 - Fundargerð 241. fundar Heilbrigðisnefndar Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis frá 27.11.2018

Fundargerð í 57. liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

15.1811025F - Íþróttaráð - 87. fundur frá 03.12.2018

Fundargerð í 6. liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

16.1810029F - Lista- og menningarráð - 95. fundur frá 15.11.2018

Fundargerð í 5. liðum.
Lagt fram.

Bæjarráð vísar lið 3 til umhverfis- og samgöngunefndar til umsagnar.

Fundargerðir nefnda

17.1811019F - Skipulagsráð - 40. fundur frá 03.12.2018

Fundargerð í 15. liðum.
Lagt fram.
 • 17.4 1804680 Álfhólsvegur 73. Kynning á byggingarleyfi.
  Lagt fram að nýju að lokinni kynningu tillaga Jóns Hrafns Hlöðverssonar byggingarfræðings fh. lóðarhafa Álfhólsvegar 73. Ferill málsins er sá að á fundi skipulagsráðs 19. mars 2018 var lögð fram fyrirspurn Jóns Hrafns þar sem óskað var eftir áliti skipulagsráðs á breyttu fyrirkomulagi á lóðinni. Í breytingunni fólst að fjarlægja núverandi byggingu á lóðinni, einbýlishús byggt árið 1945 alls 70,3 m2 að flatarmáli og reisa í þess stað hús með sex íbúðum á þremur hæðum. Stærð íbúða var ráðgerð 82-106 m2 brúttó. Fyrirhuguð aukning byggingarmagns á lóðinni úr 70,3 m2 í 597 m2 og aukning íbúða úr einni í sex. Jafnframt var gert ráð fyrir að fjölga bílastæðum úr tveimur í 8 eða 1,3 stæði á íbúð. Nýtingarhlutfall á lóðinni hækkaði úr 0,08 í 0,66. Skipulagsráð ályktaði að tillagan hefði ekki jákvæð áhrif á aðliggjandi byggð og ekki samræmast rammaákvæðum aðalskipulags um breytingar í núverandi byggð hvað varðar byggingarmagn á lóðinni, hæð fyrirhugaðrar byggingar og legu byggingarreits. Þá lögð fram ný og breytt tillaga dags. 10. apríl 2018 þar sem gert er ráð fyrir 4ra íbúða húsi, samtals 524 m2, með 1,5 bílastæði á íbúð. Nýtingarhlutfall á lóðinni hækkar úr 0,08 í 0,597. Á fundi skipulasgráðs 7. maí 2018 var samþykkt með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga að grenndarkynna tillöguna fyrir lóðarhöfum Álfhólsvegar 56, 58, 60, 62, 64, 71, 75 og Lyngbrekku 8, 10, 12 og 14. Athugasemdafresti lauk 10. ágúst 2018. Athugasemdir og ábendingar bárust. Á fundi skipulagsráðs 20. ágúst 2018 var afgreiðslu málsins frestað og vísað til umsagnar skipulags- og byggingardeildar.
  Þá lögð fram breytt tillaga sem kemur til móts við sjónarmið í athugasemdum dags. 11. október 2018 ásamt fundargerð frá samráðsfundi dags. 11. október 2018. Á fundi skipulagsráðs 15. október var samþykkt að grenndarkynna breytta tillögu dags. 11. október 2018 fyrir lóðarhöfum Álfhólsvegar 56, 58, 60, 62, 64, 71, 75 og Lyngbrekku 8, 10, 12, 14. Athugasemdafresti lauk 26. nóvember 2018. Athugasemd barst en var dregin til baka vegna yfirlýsingar lóðarhafa varðandi frágang á lóðarmörrkum. Þá lögð fram yfirlýsing lóðarhafa ásamt umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 17. september 2018.
  Niðurstaða Skipulagsráð - 40 Skipulagsráð samþykkir erindið og vísar til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.
 • 17.6 1809232 Urðarhvarf 8. Breytt deiliskipulag.
  Lögð fram að nýju að lokinni kynningu tillaga KRark fh. lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi Urðarhvarfs 8. Í tillögunni felst að bætt er 350 m2 viðbyggingu á efstu hæð hússins. Á fundi skipulagsráðs 17. september 2018 var samþykkt að unnin verði tillaga að breyttu deiliskipulagi fyrir lóðina Urðarhvarf 8 og hún auglýst með tilvísan til 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Athugasemdafresti lauk 26. nóvember 2018. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust. Niðurstaða Skipulagsráð - 40 Skipulagsráð samþykkir erindið og vísar til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.
 • 17.13 1811007 Vesturvör. Deiliskipulag göturýmis.
  Lögð fram tillaga Umhverfissviðs að deiliskipulagi göturýmis við Vesturvör milli Hafnarbrautar og Kársnesbrautar, Litluvör og Naustavör. Í tillögunni felst breytt skipulag göturýmisins. Vegtengingar eru bættar, tveimur hringtorgum er komið fyrir við gatnamót Vesturvarar og Naustavarar annarsvegar og við gatnamót Vesturvarar, Naustavarar og Litluvarar hinsvegar. Við austara hringtorgið er gert ráð fyrir nýrri tengingu til suðurs við Litluvör, undirgöngum vestan hringtorgsins og nýrri gönguleið milli lóðanna við Litluvör 17 og 19 sem tengir saman gönguleiðir sunnan og norðan Vesturvarar. Þá er gert ráð fyrir nýjum hljóðvörnum norðan Vesturvarar milli gatnamóta Vesturvarar og Naustavarar og bæði norðan og sunnan Vesturvarar milli gatnamóta Vesturvarar Naustavarar og Litluvarar.
  Uppdrættir, greinargerð og skýringarmyndir dags. 3. desember 2018.
  Niðurstaða Skipulagsráð - 40 Skipulagsráð samþykkir að framlögð tillaga verði kynnt í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.
 • 17.14 1811696 Kársnesbraut 76-84 og Vesturvör 7. Breytt deiliskipulag.
  Lögð fram tillaga Umhverfissviðs að breyttu deiliskipulagi Kársnesbrautar 76-84 og Vesturvör 7. Í breytingunni felst að Litlavör lengist til vesturs um u.þ.b. 95 metra og tengist fyrirhuguðu nýju hringtorgi á gatnamótum Vesturvarar, Naustavarar og Litluvarar. Gert er ráð fyrir undirgöngum vestan hringtorgsins ásamt nýrri gönguleið milli Litluvarar 17 og 19. Lóðamörk og götuheiti við Litluvör og Kársnesbraut breytast við breytinguna. Lóðirnar Kásnesbraut 76-82 verða Litlavör 17-23. Lóðamörk lóðanna við Litluvör 17-19 færast sunnar, fyrirkomulag aðkeyrslna og byggingarreitur bílageymslu breytist.
  Uppdráttur, greinargerð og skýringarmynd dags. 3. desember 2018.
  Niðurstaða Skipulagsráð - 40 Skipulagsráð samþykkir að framlögð tillaga verði kynnt í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.
 • 17.15 1811695 Naustavör 1 og 3. Breytt deiliskipulag.
  Lagt fram erindi skipulags- og byggingardeildar að breyttu deiliskipulagi Naustavarar 1-3(áður Vesturvör 10). Í breytingunni felst að lóðarmörk breytast og minnkar lóðin til allra átta um 2.670 m2 og verður eftir breytingu um 2.100 m2. Lega Naustavarar austan lóðar breytist með tilkomu nýs hringtorgs og aðkoma að lóð ásamt fyrirkomulagi bílastæða breytist. Í stað tveggja fjölbýlishúsa með 9 og 8 íbúðum eins og gildandi deiliskipulag gerir ráð fyrir kemur einn byggingarreitur á 4 hæðum og kjallara með 17 íbúðum. Að öðru leiti er vísa í gildandi deiliskipulagsuppdrátt Bryggjuhvarfi í Kópavogi, samþykkt í bæjarstjórn 22. mars 2005 m.s.br. birt í B- deild Stjórnartíðinda 7. september 2016.
  Niðurstaða Skipulagsráð - 40 Skipulagsráð samþykkir að framlögð tillaga verði kynnt í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Fundargerðir nefnda

18.1812018 - Fundargerð 464. fundar stjórnar SSH frá 26.11.2018

Fundargerð í 3. liðum.
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 09:25.