Bæjarráð

2940. fundur 03. janúar 2019 kl. 08:15 - 09:00 á Digranesvegi 1, bæjarráðsherbergi - Víghóll
Fundinn sátu:
  • Birkir Jón Jónsson formaður
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir varaformaður
  • Hjördís Ýr Johnson aðalmaður
  • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalmaður
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Ármann Kristinn Ólafsson bæjarstjóri
Starfsmenn
  • Páll Magnússon bæjarritari
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

1.1402205 - Samkomulag um rekstrarstyrk milli Kópavogsbæjar, Garðabæjar og Hestamannafélagsins Spretts

Frá bæjarstjóra, lögð fram drög að endurskoðuðu samkomulagi um rekstrarstyrk við Hestamannafélagið Sprett.
Bæjarráð samþykkir samninginn með fimm atkvæðum með þeirri breytingu að við 5. gr. bætist ákvæði um jafnréttisstefnu bæjarins í samræmi við fyrri samning og að 7. gr. falli á brott.

Gestir

  • Ingólfur Arnarson, fjármálastjóri - mæting: 08:15

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

2.1812763 - Framlenging á lánum hjá Íslandsbanka, endurfjármögnun.

Frá fjáramálastjóra, lagt fram erindi þar sem óskað er eftir heimild sveitarstjórnar til að endurfjármagna (framlengja) lánum hjá Íslandsbanka annars vegar að fjárhæð 2.700 milljónir króna og hins vegar 1.515 milljónir króna.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum fyrir sitt leyti að veita heimild til undirritunar umbeðinna lánasamninga við Íslandsbanka og vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

Gestir

  • Ingólfur Arnarson, fjármálastjóri - mæting: 08:35

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

3.1812205 - Vallakór 12-14, Íþróttahús Kórsins, HK. Umsagnarbeiðni vegna umsóknar um tímabundið áfengisleyfi

Frá lögfræðideild, dags. 17. desember, lagt fram bréf Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, dags. 4. desember, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Handknattleiksfélags Kópavogs, kt. 630981-0269, um tímabundið áfengisleyfi vegna þorrablóts Kópavogs(Kópavogsblót) sem verður haldið þann 25. janúar frá kl. 19:00-03:00, í Kórnum, að Vallakór 12-14, Kópavogi, skv. 17. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og 30. gr. rgl. nr. 1277/2016. Samkvæmt 1. tl. 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 staðfestir sveitarstjórn sem umsagnaraðili að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að veita jákvæða umsögn með vísan til minnisblaðs lögfræðideildar.

Ýmis erindi

4.1812735 - Umsókn um styrk vegna ársins 2019

Frá Krabbameinsfélaginu, dags. 20. desember, lögð fram umsókn um styrk að fjárhæð kr. 500.000 til áframhaldandi fræðslustarfs félagsins.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að veita styrk til félagsins að upphæð kr. 200.000,-.

Ýmis erindi

5.1812707 - Ósk um að sveitarfélagið tilnefni fulltrúa í vatnasvæðanefnd

Frá Umhverfisstofnun, dags. 14. desember, lagt fram erindi þar sem þess er óskað að sveitarfélagið tilnefni fulltrúa í vatnasvæðanefnd í samræmi við lög um stjórn vatnamála.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjóra til afgreiðslu.

Fundargerðir nefnda

6.1812015F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 258. fundur frá 20.12.2018

Fundargerð í 10. liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

7.1812012F - Barnaverndarnefnd - 89. fundur frá 19.12.2018

Fundargerð í 2. liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

8.1812699 - 8. fundargerð skólanefndar Menntaskólans í Kópavogi frá 13.desember 2018

Fundargerð í 3. liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

9.1812660 - Fundargerð 399. fundar stjórnar Sorpu bs. frá 25.10.2018

Fundargerð í 1. lið.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

10.1812651 - Fundargerð 400. fundar stjórnar Sorpu bs. frá 21.11.2018

Fundargerð í 6. liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

11.1812652 - Fundargerð 401. fundar stjórnar Sorpu bs. frá 14.12.2018

Fundargerð í 8. liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

12.1812654 - Fundargerð 87. fundar svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins frá 14.12.2018

Fundargerð í 2. liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

13.1811024F - Umhverfis- og samgöngunefnd - 107. fundur frá 18.12.2018

Fundargerð í 8. liðum.
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 09:00.