Bæjarráð

2942. fundur 17. janúar 2019 kl. 08:15 - 10:45 á Digranesvegi 1, bæjarráðsherbergi - Víghóll
Fundinn sátu:
  • Birkir Jón Jónsson formaður
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir varaformaður
  • Hjördís Ýr Johnson aðalmaður
  • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalmaður
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Ármann Kristinn Ólafsson bæjarstjóri
Starfsmenn
  • Páll Magnússon bæjarritari
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

1.1812499 - Ferðaþjónusta fatlaðra. Efstihóll ehf. óskar eftir að losna undan samningi

Frá sviðsstjóra velferðarsviðs, dags. 15. janúar, lögð fram til samþykkar drög að tímabundnu samkomulagi við Efstahól ehf. um ferðaþjónustu fatlaðra í Kópavogi.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum tímabundið samkomulag við Efstahól ehf. um ferðaþjónustu fatlaðra.

Gestir

  • Aðalsteinn Sigfússon, sviðsstjóri velferðarsviðs - mæting: 08:15
  • Atli Sturluson, deildarstjóri rekstrardeildar velferðarsviðs - mæting: 08:15
  • Pálmi Þór Másson, bæjarlögmaður - mæting: 08:15

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

2.1811393 - Ráðning starfsmannastjóra

Frá bæjarritara, dags. 14. janúar, lögð fram tillaga að ráðningu Kristrúnar Einarsdóttur sem starfsmannastjóra Kópavogsbæjar.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að Kristrún Einarsdóttir verði ráðinn starfsmannastjóri Kópavogsbæjar.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

3.1811485 - Marbakkabraut 9. Óskað eftir lækkun gatnagerðagjalda og dreifingu greiðslna án viðbótarkostnaðar

Frá bæjarlögmanni, dags. 4. desember, lögð fram umsögn um beiðni lóðarhafa Marbakkabrautar 9 um lækkun á gatnagerðargjöldum og dreifingu greiðslna án viðbótarkostnaðar. Bæjarráð frestaði afgreiðslu málsins á síðasta fundi sínum þann 6. desember sl.
Hlé var gert á fundi kl. 10.03. Fundi var fram haldið kl. 10.04.

Bæjarráð hafnar erindi lóðarhafa Marbakkabrautar 9 um lækkun á gatnagerðargjöldum með þremur atkvæðum gegn tveimur. Birkir Jón Jónsson, Karen Halldórsdóttir og Hjördís Ýr Johnson greiddu atkvæði gegn erindinu en Pétur Hrafn Sigurðsson og Theódóra Þorsteinsdóttir greiddu atkvæði með samþykkt þess.

Bæjarráð hafnar erindi um dreifingu greiðslna án viðbótarkostnaðar með fimm atkvæðum.

Gestir

  • Pálmi Þór Másson, bæjarlögmaður - mæting: 09:15

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

4.1810387 - Dalaþing 26. Heimild til veðsetningar

Frá lögfræðideild, dags. 11. janúar, lögð fram beiðni f.h. lóðarhafa Dalaþings 26a, H.S.H. byggingameistara ehf., um heimild til að veðsetja lóðina.
Bæjarráð samþykkir umbeðna veðsetningu á lóðinni Dalaþing 26a með fimm atkvæðum.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

5.1901133 - Smáratorg 1, læknavaktin. 16 elskendur. Umsagnarbeiðni vegna umsóknar um tækifærisleyfi 12-18. janúar

Frá lögfræðideild, dags. 14. janúar, lagt fram bréf Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, dags. 7. janúar, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Sviðslistahópsins 16 Elskendur, kt. 570708-0150, um tækifærisleyfi vegna leiksýningar dagana 12-18. janúar, frá klukkan 20:00-22:00, í Læknavaktinni að Smáratorgi 1, Kópavogi, skv. 17. gr. laga nr. 85/20017 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og 30. gr. rgl. nr. 1277/2016. Samkvæmt 1. tl. 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 staðfestir sveitarstjórn sem umsagnaraðili að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að veita jákvæða umsögn með vísan til minnisblaðs lögfræðideildar.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

6.1901134 - Smáratorg 1, læknavaktin. 16. elskendur. Umsagnarbeiðni vegna umsóknar um tækifærisleyfi 19-25. janúar

Frá lögfræðideild, dags. 14. janúar, lagt fram bréf Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, dags. 7. janúar, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Sviðslistahópsins 16 Elskendur, kt. 570708-0150, um tækifærisleyfi vegna leiksýningar dagana 19-25. janúar, frá klukkan 20:00-22:00, í Læknavaktinni að Smáratorgi 1, Kópavogi, skv. 17. gr. laga nr. 85/20017 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og 30. gr. rgl. nr. 1277/2016. Samkvæmt 1. tl. 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 staðfestir sveitarstjórn sem umsagnaraðili að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að veita jákvæða umsögn með vísan til minnisblaðs lögfræðideildar.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

7.1812563 - Smiðjuvegur 72, CampEasy. Umsagnarbeiðni vegna ökutækjaleigu

Frá lögfræðideild, dags. 14. janúar, lagt fram bréf Samgöngustofu, dags. 10. desember, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Theodóru Bjarkar Heimisdóttur, f.h. CampEasy ehf., kt. 540213-1350, um starfsleyfi fyrir ökutækjaleigu að Smiðjuvegi 72, 200 Kópavogi, skv. 3. gr. laga um leigu skráningarskyldra ökutækja nr. 65/2015, sbr. 5. og 6. gr. reglugerðar nr. 840/2015. Sveitarstjórn sem umsagnaraðili skal staðfesta að aðkoma henti fyrir fyrirhugaða starfsemi, rekstrarleyfi sé í samræmi við skipulag á umsóttu svæði og fjöldi bílastæða nægir fyrir umsóttum fjölda ökutækja.
Bæjarráð veitir neikvæða umsögn með vísan til minnisblaðs lögfræðideildar.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

8.1812506 - BF Viðreisn óskar eftir að skoðaðir verði kostir þess að setja upp eftirlitsmyndavélar á Kársnesi í samráði við íbúa

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 14. janúar, lögð fram umsögn um tillögu sem barst á fundi bæjarráðs þann 13. desember sl. um að skoðaðir yrðu kostir þess að setja upp eftirlitsmyndavélar á Kársnesi í samráði við íbúa.
Lagt fram.

Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum uppsetningu eftirlitsmyndavéla á Kársnesi og áætlun umhverfissviðs um uppsetningu eftirlitsmyndavéla í Kópavogi enda rúmist verkefnið innan heimilda fjárhagsáætlunar.

Theódóra Þorsteinsdóttir lagði fram eftirfarandi bókun:
"BF - Viðreisn þakkar svarið.
Það er ánægjulegt að mælt sé með uppsetningu eftirlitsmyndavéla á Kársnesi og að nú sé komin fram áætlun um að setja slíkar vélar upp í fleiri hverfum Kópavogs.
Theódóra Þorsteinsdóttir"

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

9.1901246 - Húsnæði fyrir fjöldahjálparstöðvar og rýminga

Frá deildarstjóra gatnadeildar, dags. 15. janúar, lagt fram erindi um húsnæði fyrir fjöldahjálparstöðvar og rýmingar á höfuðborgarsvæðinu í samræmi við beiðni Almannavarna höfuðborgarsvæðisins þar sem lagt er til að Hörðuvallaskóli og Smáraskóli verði fjöldahjálparstöðvar og Kórinn og Fífan yrðu aðgengilegar ef komi til rýmingar á höfuðborgarsvæðinu vegna neyðarástands.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að Hörðuvallaskóli og Smáraskóli verði fjöldahjálparstöðvar og Kórinn og Fífan yrðu aðgengilegar ef komi til rýmingar á höfuðborgarsvæðinu vegna neyðarástands.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

10.1901216 - Útboð. Raforkukaup

Frá deildarstjóra gatnadeildar, dags. 15. janúar, lagt fram erindi þar sem óskað er heimildar bæjarráðs til að bjóða út raforkukaup fyrir byggingar í eigu bæjarins og til götulýsingar.
Bæjarráð samþykkir með fjórum atkvæðum að heimila að farið verði í útboð á raforkukaupum fyrir götulýsingar og byggingar í eigu bæjarins.

Birkir Jón Jónsson vék af fundi undir þessum lið.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

11.1901216 - Útboð. Raforkukaup

Frá deildarstjóra gatnadeildar, dags. 15. janúar, lagt fram erindi þar sem óskað er heimildar bæjarráðs til að bjóða út viðhald á götulýsingu sem er í eigu bæjarins.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að heimila útboð á viðhaldi á götulýsingu í eigu bæjarins.

Ýmis erindi

12.1811111 - Ný reglugerð um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga nr. 1088/2018

Frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, dags. 7. janúar, lagt fram erindi vegna nýrrar reglugerðar um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga.
Lagt fram.

Ýmis erindi

13.1701668 - Stefnumótun Kópavogsbæjar

Frá OECD, dags. 20. desember, lagt fram svarbréf vegna þátttöku Kópavogsbæjar í stefnumótunarverkefninu "A territorial approach to the sustainable developement of goals; a role for cities and regions to leave no one behind" og fyrirhugaða heimsókn OECD vegna verkefnisins í febrúar 2019.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

14.1901023F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 259. fundur frá 11.01.2019

Fundargerð í 6. liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

15.1901016F - Leikskólanefnd - 102. fundur frá 10.01.2019

Fundargerð í 5. liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

16.1901243 - Fundargerð 402. fundar stjórnar Sorpu bs. frá 09.01.2019

Fundargerð í 1. lið.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

17.1901012F - Ungmennaráð - 7. fundur frá 14.01.2019

Fundargerð í 3. liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

18.1901022F - Velferðarráð - 38. fundur frá 14.01.2019

Fundargerð í 10. liðum.
Lagt fram.
  • 18.9 1811127 Sérstakur húsnæðisstuðningur - Íbúðalánasjóður
    Lagt fram til afgreiðslu Niðurstaða Velferðarráð - 38 Velferðarráð samþykkti framlagðar breytingartillögur fyrir sitt leyti og vísar málinu til bæjarráðs. Niðurstaða Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

Erindi frá bæjarfulltrúum

19.1901409 - Afgreiðsla erinda og ákvarðanataka um hvaða erindi berast kjörnum fulltrúum. Fyrirspurn frá Pírötum, Samfylkingu og BF Viðreisn.

Frá bæjarfulltrúum Pírata, Samfylkingar og BF Viðreisnar, óskað er eftir upplýsingum um þær reglur og ferla sem gilda um afgreiðslu erinda sem berast til bæjarins, frá því að erindi er mótttekið og þar til það er afgreitt, og um ákvörðun þess hvaða erindi berast kjörnum fulltrúum og hvaða erindi gera það ekki.
Bæjarráð vísar fyrirspurninni til bæjarritara til umsagnar.

Erindi frá bæjarfulltrúum

20.1901424 - Afrit gagna frá úrbótahópnum vegna stefnumótunarvinnu Kópavogsbæjar. Frá Pírötum, Samfylkingu og BF Viðreisn.

Frá bæjarfulltrúum Pírata, Samfylkingar og BF Viðreisnar, óskað er eftir að fá afrit af öllum gögnum frá þeim úrbótahópum sem settir voru af stað í tengslum við innri greiningu stefnumótunar hjá Kópavogsbæ, hvort sem þeir luku störfum eða ekki.
Bæjarráð vísar fyrirspurninni til bæjarritara til úrvinnslu.

Fundi slitið - kl. 10:45.