Bæjarráð

2513. fundur 06. ágúst 2009 kl. 12:00 - 15:00 Fannborg 2, bæjarráðsherbergi
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

1.902213 - Fundargerð jafnréttisnefndar 16/6

284. fundur

2.906192 - Málefni Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogs

Bæjarstjóri greindi frá fyrirhuguðum aukafundi Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogsbæjar þann 7. ágúst nk.

Kl. 12:11 mætti Ásthildur Helgadóttir til fundarins.

Elín Jónsdóttir umsjónarmaður sjóðsins mætti á fundinn undir þessum lið.

Bæjarráð felur Gunnsteini Sigurðssyni, bæjarstjóra, og Hafsteini Karlssyni að vinna að málinu.

3.712053 - Framkvæmdastjóri heilbrigðisnefndar mætir til fundar

Guðmundur H. Einarsson framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Kópavogs og Hafnarfjarðarsvæðis mætti til fundar vegna málefna Steypustöðvarinnar Borgar.

4.906222 - Suðvesturlína. Mat á umhverfisáhrifum framkvæmda

Frá sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs, dags. 4/8, umsögn um frummatsskýrslu um Suðvesturlínu, styrkingu raforkuflutningskerfis á Suðvesturlandi.

Bæjarráð gerir ekki athugasemd við frummatsskýrsluna.

5.904001 - Glaðheimasvæðið.

Frá skrifstofustjóra framkvæmda- og tæknisviðs, dags. 31/7, svar við bréfi Markarinnar lögmannsstofu hf., dags. 18/7, varðandi fyrirhugaða riftun á kaupsamningi milli Kaupangs ehf. og Kópavogsbæjar um byggingarrétt á lóðunum 1C, 1D, 1E, 1F og 1G við Glaðheimaveg og við Álalind 1.

Bæjarráð felur bæjarstjóra og sviðsstjóra framkvæmda- og tæknisviðs að vinna áfram að málinu.

6.908005 - Alþingi. Frumvarp til laga um kosningar til sveitarstjórna

Frá Alþingi, dags. 4/8, óskað umsagnar um frumvarp til laga um kosningar til sveitarstjórna, 149. mál, persónukjör. Óskað eftir svari eigi síðar en 25. ágúst nk.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarritara til umsagnar.

7.908009 - Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Yfirlit yfir skil staðgreiðslu janúar 2008 - júní 2009.

Frá SSH, yfirlit byggt á upplýsingum frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga unnið 15/6 2009.

Lagt fram.

8.907169 - Tilkynning um skerðingu framlags til námsgagnasjóðs fyrir árið 2009.

Frá menntamálaráðuneytinu, dags. 21/7, tilkynning um skerðingu á fjárframlagi úr 100 m.kr. niður í 49 m.kr.

 Lagt fram.

9.907176 - Menntamálaráðuneytið. Tilkynning um úthlutun úr námsgagnasjóði.

Frá menntamálaráðuneytinu, dags. 23/7, tilkynning um úthlutun úr námsgagnasjóði til grunnskóla Kópavogs.

Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra fræðslusviðs til úrvinnslu.

10.907203 - AFS á Íslandi.

Frá AFS á Íslandi, dags. 20/7, beiðni um styrk vegna komu skiptinema til Íslands 2009.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarritara til afgreiðslu.

11.907098 - Austurkór 68-70, lóð skilað.

Frá Sigurði Valtýssyni, dags. 8/7, lóðinni að Austurkór 68-70 skilað inn.

Lagt fram.

12.907183 - Austurkór 49-53, lóð skilað.

Frá Óskari Pétri Hafstein, dags. 24/7, lóðinni að Austurkór 49-53 skilað inn.

Lagt fram.

13.906093 - Uppgjör vegna reksturs skíðasvæða hbsv. ásamt ársreikningi 2008

Gögn frá fundargerð stjórnar skíðasvæðanna þann 4/6 sl., sem óskað var eftir á fundi bæjarráðs 21/7 sl.

Lagt fram.

14.908004 - Viðtalstímar bæjarfulltrúa haustið 2009

Frá bæjarritara, dags. 6/8, tillaga að viðtalstímum bæjarfulltrúa.

Bæjarráð samþykkir tillöguna.

15.908020 - Staða framkvæmda við nýbyggingar.

Ómar Stefánsson óskaði eftir yfirliti yfir stöðu byggingarframkvæmda á úthlutuðum lóðum.

Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra framkvæmda- og tæknisviðs.

Fundi slitið - kl. 15:00.