Bæjarráð

2948. fundur 28. febrúar 2019 kl. 08:15 - 09:55 á Digranesvegi 1, bæjarráðsherbergi - Víghóll
Fundinn sátu:
  • Birkir Jón Jónsson formaður
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir varaformaður
  • Hjördís Ýr Johnson aðalmaður
  • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalmaður
  • Einar Örn Þorvarðarson varamaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Ármann Kristinn Ólafsson bæjarstjóri
Starfsmenn
  • Páll Magnússon bæjarritari
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

1.1902690 - Mánaðaruppgjör

Ingólfur Arnarsson, fjármálastjóri kynnir. Einnig farið yfir mánaðarskýrslu fyrir nóvember.
Lagt fram.

Gestir

  • Ingólfur Arnarson, fjármálastjóri - mæting: 08:15

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

2.1812700 - Nesvör - gatnagerð og lagnir

Frá deildarstjóra framkvæmdadeildar, dags. 25. febrúar, þar sem óskað er heimildar til að bjóða út í opnu útboði gatnagerð við Nesvör milli Kásnesbrautar og Bakkabrautar og lagningu nýrrar fráveitulagnar í Auðbrekku, frá Auðbrekku 9-11 að Skeljabrekku.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að veita heimild til útboðs gatnagerðar við Nesvör og lagningu fráveitulagnar í Auðbrekku.

Gestir

  • Stefán L Stefánsson, deildarstjóri framkvæmdadeildar umhverfissviðs - mæting: 08:40

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

3.1902641 - Lausar kennslustofur, útboð 2019.

Frá deildarstjóra framkvæmdadeildar, dags. 25. febrúar, þar sem óskað er heimildar til að bjóða út í opnu útboði smíði og uppsetningu á 5 lausum kennslustofum.
Greinargerð sviðsstjóra menntasviðs, dags. 26. febrúar fylgir erindinu.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að veita heimild til útboðs á kennslustofum.

Gestir

  • Stefán L Stefánsson, deildarstjóri framkvæmdadeildar umhverfissviðs - mæting: 08:45

Ýmis erindi

4.1902632 - Áskorun vegna bílastæða við sundlaug Kópavogs

Frá Viðari Þorsteinssyni, dags. 22. febrúar, varðandi bílastæðavanda við sundlaug Kópavogs.
Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra umhverfissviðs til umsagnar.

Ýmis erindi

5.1902543 - Frumvarp til laga um rétt barna sem aðstandendur, 255. mál

Frá velferðarnefnd alþingis, dags. 21. febrúar, lagt fram til umsagnar frumvarp til laga um rétt barna sem aðstandendur (stjórnarfrumvarp).
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarlögmanns til úrvinnslu.

Ýmis erindi

6.1902540 - Tillaga til þingsályktunar um velferðartækni, 296. mál

Frá velferðarnefnd Alþingis, dags. 21. febrúar, lagt fram til umsagnar tillaga til þingsályktunar um velferðartækni (þingsályktunartillaga).
Bæjarráð vísar erindiu til bæjarlögmanns til úrvinnslu.

Ýmis erindi

7.1902670 - Alþjóðlegt frisbígolfmót 21.-23. júní 2019. Styrkumsókn

Frá Árna Sigurjónssyni, ódags. þar sem sótt er um styrk til Kópavogsbæjar vegna leigu á húsnæði í Guðmundarlundi til notkunar í tengslum við alþjóðlegt frisbígolfmót helgina 21. - 23. júní n.k.
Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra menntasviðs til umsagnar.

Fundargerðir nefnda

8.1902014F - Íþróttaráð - 90. fundur frá 21.02.2019

Fundargerð í 7. liðum.
Lagt fram.
  • 8.2 1901835 Afnot af íþróttamannvirkjum - reiknuð leigu 2018
    Lagt fram yfirlit íþróttadeildar yfir reiknaða leigu vegna afnota íþróttafélaga í Kópavogi af íþróttamannvirkjum bæjarins árið 2018.
    Það er á grundvelli reglna íþróttaráðs um afnot af íþróttamannvirkjum frá 2015.
    Á móti reiknaðri leigu kemur síðan styrkur frá íþróttaráði að sömu fjárhæð til viðkomandi íþróttafélags, sem skal færa sem styrk á móti reiknaðri leigu í ársreikningum félaganna.
    Reiknuð leiga vegna 2018 er að upphæð 1.085.653.068,- kr. og skiptist hún eftirfarandi á íþróttafélögin:
    Breiðablik 445.563.602, HK 463.616.087, Gerpla 129.885.789, Hvönn 11.421.569, DÍK 3.115.980, Glóð 5.298.796, Stálúlfur 5.373.503, Ísbjörninn 2.071.729, Augnablik 3.141.661, Vatnaliljur 2.655.467, Golfklúbbur Garðabæjar og Kópavogs 5.710.784 og Skotíþróttafélag Kópavogs 7.798.101,- kr.

    Niðurstaða Íþróttaráð - 90 Íþróttaráð samþykkir framlagt yfirlit og að sendir verði út reikningar til hlutaðeigandi íþróttafélaga í bænum í framhaldi af staðfestingu bæjarráðs. Niðurstaða Bæjarráð frestar afgreiðslu erindisins.

Fundargerðir nefnda

9.1902015F - Leikskólanefnd - 104. fundur frá 21.02.2019

Fundargerð í 9. liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

10.1902012F - Menntaráð - 38. fundur frá 19.02.2019

Fundargerð í 4. liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

11.1902588 - Fundargerð 179. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs. frá 22.2.2019

Fundargerð í 4. liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

12.1902020F - Velferðarráð - 41. fundur frá 25.02.2019

Fundargerð í 8. liðum.
Lagt fram.
  • 12.4 1310526 NPA samningar - einingaverð
    Lagt fram til afgreiðslu. Niðurstaða Velferðarráð - 41 Velferðarráð samþykkti framlagða tillögu um breytingu á einingaverðum fyrir sitt leyti. Niðurstaða Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum breytingu á einingaverðum vegna NPA-samninga.
  • 12.6 1901100 Tillaga að breyttri gjaldskrá félagslegrar heimaþjónustu
    Lagt fram til afgreiðslu. Niðurstaða Velferðarráð - 41 Velferðarráð samþykkti framlagða tillögu um breytingu á gjaldskrá fyrir sitt leyti.
    Niðurstaða Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum tillögu að breyttri gjaldskrá.
  • 12.8 18031170 Endurnýjun þjónustusamnings við Heimahjúkrun höfuðborgarsvæðisins
    Lagt fram til afgreiðslu. Niðurstaða Velferðarráð - 41 Velferðarráð samþykkti framlögð samningsdrög fyrir sitt leyti, með orðalagsbreytingum skv. því sem fram kom á fundinum. Niðurstaða Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum samning við Heimahjúkrun höfuðborgarsvæðisins.

Gestir

  • Aðalsteinn Sigfússon, sviðsstjóri velferðarsviðs - mæting: 09:15

Fundargerðir nefnda

13.1902007F - Öldungaráð - 7. fundur frá 14.02.2019

Fundargerð í 2. liðum.
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 09:55.