Bæjarráð

2949. fundur 07. mars 2019 kl. 08:15 - 10:15 á Digranesvegi 1, bæjarráðsherbergi - Víghóll
Fundinn sátu:
  • Birkir Jón Jónsson formaður
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir varaformaður
  • Margrét Friðriksdóttir varamaður
  • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalmaður
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalmaður
  • Hákon Helgi Leifsson vara áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Pálmi Þór Másson bæjarlögmaður
Fundargerð ritaði: Pálmi Másson bæjarlögmaður
Dagskrá

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

1.1602049 - Boðaþing 11-13, Stækkun hjúkrunarheimilis

Frá bæjarstjóra, lagt fram svar frá heilbrigðisráðuneyti við bréfi bæjarstjóra frá 20. febrúar sl. vegna byggingar hjúkrunarheimilis við Boðaþing.
Lagt fram.

Bókun bæjarráðs:
"Bæjarráð fagnar því að heilbrigðisráðuneytið sé reiðubúið í viðræður um að Kópavogsbær taki yfir byggingu 64 hjúkrunarrýma við Boðaþing. Bæjarráð felur bæjarstjóra að ganga til samninga við ráðuneytið."

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

2.1810291 - Skíðasvæði Bláfjöllum, Kópavogsbæ - mat á umhverfisáhrifum. Beiðni um umsögn

Frá bæjarstjóra, dags. 27. febrúar, lögð fram umsögn til Skipulagsstofnunar varðandi mat á umhverfisáhrifum framkvæmda á skíðasvæði Bláfjalla.
Bæjarráð samþykkir framlagða umsögn með fjórum atkvæðum og hjásetu Péturs H. Sigurðssonar.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

3.1903159 - Samkomulag um úttekt á vísitölu um félagslega framförum (VFF/SPI) í Kópavogi

Frá bæjarritara, lagt fram til samþykktar samkomulag við Cognito ehf. um úttekt á félagslegum framförum í Kópavogi ásamt minnisblaði dags. 5. mars.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum framlagt samkomulag við Cognito ehf. um úttekt á félagslegum framförum í Kópavogi.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

4.1712266 - Austurkór 79, kæra.

Frá lögfræðideild, dags. 1. mars, lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála í máli nr. 141/2017 þar sem kærð var ákvörðun byggingarfulltrúa um að breyting á opnun útidyra væri undanþegin byggingarleyfi.
Lagt fram.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

5.1804783 - Styrkumsókn vegna skákkennslu í grunnskólum Kópavogs

Frá sviðsstjóra menntasviðs, dags. 5. febrúar, lagt fram erindi um eflingu skákkennslu í grunnskólum Kópavogs.
Bæjarráð hafnar samhljóða erindinu en tekur undir umsögn sviðsstjóra menntasviðs þar sem fram kemur að menntasvið muni leggja sitt af mörkum við að styðja skóla í eflingu skákkennslu.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

6.18031274 - Sala- Smára- og Hörðuvallaskóli, myndavélakerfi. myndavélar

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 5. mars, lagt fram erindi um uppsetningu öryggismyndavéla í Salaskóla, Smáraskóla og Hörðuvallaskóla Baugakór.
Bæjarráð frestar erindinu til næsta fundar.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

7.1704672 - Okkar Kópavogur 2017-2019

Frá deildarstjóra framkvæmdadeildar, dags. 5. mars, lagt fram yfirlit um stöðu verka sem kosin voru inn í verkefnið Okkar Kópavogur 2018-2019.
Lagt fram.

Ýmis erindi

8.1902802 - Framkvæmdaáætlun skíðasvæðanna 2019 - 2025

Frá SSH, dags. 28. febrúar, lögð fram tillaga að árlegu framkvæmdaframlagi vegna reksturs skíðasvæðanna sem samþykkt var að senda aðildarsveitarfélögunum til afgreiðslu og efnislegrar umfjöllunar á síðasta stjórnarfundi sem haldinn var þann 11. febrúr sl.
Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til afgreiðslu fjármálastjóra.

Ýmis erindi

9.1903054 - Umsagnar- og upplýsingabeiðni vegna fyrirhugaðs samruna Advania Holding hf og Wise lausna ehf

Frá Samkeppniseftirlitinu, dags. 1. mars, lögð fram beiðni um umsögn vegna fyrirhugaðs samruna Advania og Wise. Óskað er eftir að umsögn berist eigi síðar en 8. mars nk.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarlögmanns til afgreiðslu.

Ýmis erindi

10.1902807 - Íbúasamráðsverkefni Sambands íslenskra sveitarfélaga og Akueyrarbæjar. Öllum sveitarfélögum boðið að sækja um þátttöku í verkefninu

Frá Sambandi íslenskra sveiarfélaga, dags. 28. febrúar, lagt fram erindi um þátttöku í íbúasamráðsverkefni sem sveitarfélögum stendur til boða að sækja um. Umsóknarfrestur er til 30. apríl nk.
Bæjarráð samþykkir að sækja um þátttöku í verkefninu og vísar málinu til bæjarritara til afgreiðslu.

Ýmis erindi

11.1902782 - Frumvarp til laga um hollustuhætti og mengunarvarnir o.fl. (stjórnvaldssektir o.fl.), 542. mál. Umsagnarbeiðni

Frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, dags. 27. febrúar, lagt fram til umsagnar frumvarp til laga um hollustuhætti og mengunarvarnir o.fl. (stjórnarfrumvarp).
Bæjarráð vísar málinu til bæjarlögmanns til afgreiðslu.

Ýmis erindi

12.1902781 - Þingsályktunartillaga um endurskoðun á lagaumhverfi er varðar uppkaup á landi, 184. mál. Umsagnarbeiðni

Frá allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis, dags. 27. febrúar, lögð fram til umsagnar tillaga til þingsályktunar um endurskoðun á lagaumhverfi er varðar uppkaup á landi (þingmannatillaga).
Bæjarráð vísar málinu til bæjarlögmanns til afgreiðslu.

Fundargerðir nefnda

13.1902008F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 261. fundur frá 08.02.2019

Fundargerð í 13. liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

14.1902018F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 262. fundur frá 22.02.2019

Fundargerð í 14. liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

15.1902015F - Leikskólanefnd - 104. fundur frá 21.02.2019

Fundargerð í 9. liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

16.1902005F - Lista- og menningarráð - 99. fundur frá 28.02.2019

Fundargerð í 3. liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

17.1902012F - Menntaráð - 38. fundur frá 19.02.2019

Fundargerð í 4. liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

18.1902011F - Skipulagsráð - 46. fundur frá 04.03.2019

Fundargerð í 15. liðum.
Lagt fram.
  • 18.4 1902787 201 Smári. Útfærsla deiliskipulags í bæjarrými.
    Lögð fram tillaga Landark ehf. fh. lóðarhafa dags. 1. mars 2019, að nánari útfærslu deiliskipulags bæjarrýmis í 201 Smári. Pétur Jónsson, landslagsarkitekt og Ingvi Jónasson,framkvæmdastjóri Klasa ehf. gera grein fyrir tillögunni. Niðurstaða Skipulagsráð - 46 Skipulagsráð samþykkir tillöguna. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
  • 18.5 1901414 Hverfisáætlun Fífuhvamms 2019.
    Lögð fram tillaga skipulags- og byggingardeildar að hverfisáætlun Fífuhvamms 2019. Niðurstaða Skipulagsráð - 46 Skipulagsráð samþykkir tillöguna. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
  • 18.7 1901016 Dalvegur 30. Breytt deiliskipulag.
    Á fundi skipulagsráðs 7. janúar 2019 var lögð fram fyrirspurn Ask arkitekta fh. lóðarhafa að Dalvegi 30 um breytt deiliskipulag á lóðinni. Breytingin er í samræmi við breytt Aðalskipulag Kópavogs sem staðfest var 3. september 2018. Í tillögunni felst að í stað gróðrarstöðvar verður lóðin nýtt fyrir verslun og þjónustu. Gert er ráð fyrir þremur byggingarreitum á lóðinni fyrir 3-5 hæða atvinnuhúsnæði auk kjallara. Nýtingarhlutfall ofanjarðar er 0,8 og nýtingarhlutfall ofan- og neðanjarðar er 1,0.
    Tillagan lögð fram að nýju með þeim breytingum að ein aðkoma verður inn á lóðina í stað tveggja ásamt kvöð um trjágóður meðfram Dalvegi. Heildarbyggingarmagn ofanjarðar er áætlað 16.500 m2 og neðanjarðar er 4.160 m2 eða samalagt um 20.660 m2. Heildarfjöldi bílastæða á lóð er áætlaður 360 stæði þar af um 110 stæði í bílageymslu neðanjarðar. Gert er ráð fyrir gönguleiðum milli bygginga og skilti sýnileg frá Reykanesbraut. Fyrirhugaður byggingarreitur austast á lóðinni (reitur 3) er færður fjær lóðarmörkum m.t.t. Kópavogslækjar. Sýnd er möguleg tenging yfir á lóð nr. 30 frá Dalvegi 28. Tillagan er sett fram á uppdrætti í mkv. 1:1000 ásamt greinargerð og skýringarmyndum dags. 28. febrúar 2019.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 46 Skipulagsráð samþykkir að framlögð tillaga verði auglýst í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
  • 18.8 1810288 Tónahvarf 2. Breytt deiliskipulag.
    Lögð fram að nýju að lokinni kynningu tillaga skipulags- og byggingardeildar dags. 19. nóvember 2018 að breyttu deiliskipulagi fyrir Tónahvarf 2, Vatnsendahvarf- athafnasvæði. Svæði 3. Í breytingunni felst að stofna nýja lóð, Tónahvarf 2 sem er 5.600 m2 að stærð og koma fyrir athafnahúsi á þremur hæðum og kjallara. Skipulagssvæðið sem er um 0.8 ha afmarkast af Vatnsendavegi til norðurs, fyrirhuguðum Arnarnesvegi til vesturs, Tónahvarfi 4 til suðurs og Tónahvarfi 3 til austurs. Samþykkt deiliskipulag gerir ráð fyrir 90 m. háum fjarskiptaturni á deiliskipulagssvæðinu. Núverandi götur liggja innan afmörkunar og koma til með að breytast. Hámarksvegg er 15 metrar á norðurhlið og á suðurhlið 12 metrar. Hámarks þakhæð er 15 metrar. Þakform er frjáls. Aðkoma og fjöldi bílastæða breytist og er gerð krafa um eitt bílastæði á hverja 50 m2 atvinnuhúsnæðis. Hámarks byggingarmagn er 3.360 m2 en 3.800m2 með niðurgrafinni bílageymslu. Að öðru leiti er vísað í gildandi deiliskipulag. Á fundi skipulagsráðs 19. nóvember 2019 var samþykkt að framlögð tillaga verði auglýst í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Athugasemdafresti lauk 4. mars 2019. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust á kynningartíma. Niðurstaða Skipulagsráð - 46 Skipulagsráð samþykkir tillöguna. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
  • 18.9 1804615 Hlíðarvegur 40. Kynning á byggingarleyfi.
    Lagt fram erindi Hildar Bjarnadóttur arkitekts dags. 16. mars 2018 fh. lóðarhafa að Hlíðarvegi 40 þar sem óskað er eftir að fá skráningu á einbýli breytt í tvíbýli. Í breytingunni felst að íbúðum á lóðinni er fjölgað úr einni í tvær svoleiðis að ein íbúð sé á hvorri hæð hússins.Íbúð á efri hæð verður 76.8 m2 og íbúð á neðri hæð verður 76.8 m2. Húsið er byggt 1959 og var tvíbýlishús samkvæmt eignaskiptasamningi frá 1976 en var síðar breytt í einbýli. Uppdráttur í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 16. mars 2018. Niðurstaða Skipulagsráð - 46 Skipulagsráð samþykkir erindið. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
  • 18.11 1902775 Fróðaþing 21. Breytt deiliskipulag.
    Lagt fram erindi Finns Inga Hermannssonar byggingafræðings, dags. 25. febrúar 2019, fh. lóðarhafa þar sem óskað er eftir að byggja stoðvegg og svalir utan byggingarreits við lóðina Fróðaþing 21, við lóðarmörk Fróðaþings 19. Við vegginn kæmi stigi og svalir sem tengjast efri hæð hússins með tengingu við efri hluta garðs og lóðar. Fyrir liggur samþykki lóðarhafa Fróðaþings 19 og 23. Uppdráttur í mkv. 1:100 dags. 22. febrúar 2019. Niðurstaða Skipulagsráð - 46 Skipulagsráð samþykkir erindið með tilvísan í 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
  • 18.13 1902720 Kársnesbraut 123. Kynning á byggingarleyfi.
    Lagt fram erindi Helga Indriðasonar arkitekts, dags. 23. janúar 2019, fh. lóðarhafa þar sem óskað er eftir að reisa stakstæða 48 m2 bílgeymslu á vesturhluta lóðarinnar. Uppdráttur í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 23. janúar 2019. Niðurstaða Skipulagsráð - 46 Skipulagsráð hafnar erindinu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa erindinu til úrvinnslu skipulags- og byggingardeildar, sbr. fundargerð skipulagsráðs frá 15.10.2018.
  • 18.14 1902772 Fossvogsbrún 2a. Breytt deiliskipulag.
    Lagt fram erindi Önnu Margrétar Hauksdóttur arkitekts fh. Umhverfissviðs að breyttu deiliskipulagi við Fossvogsbrún 2a. Í breytingunni felst að byggingarreitur stækkar um til suðvesturs að hluta og til norðurs að hluta, samtals um ca 56 m2. Einnig er sótt um að setja útigeymslu á lóðina að hámarki 15 m2 að höfðu samráði við garðyrkjustjóra.
    Byggingarmagn á lóðinni eykst ekki miðað við gildandi skipulagsskilmála.
    Uppdrættir í mkv. 1:500 og 1:1000 dags. 1. mars 2019.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 46 Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu með tilvísan til 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

Fundargerðir nefnda

19.1902801 - Fundargerð stjórnar Reykjanesfólkvangs frá 6.2.2019

Fundargerð í 5. liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

20.1902783 - Fundargerð 868. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 22.02.2019

Fundargerð í 33. liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

21.1902733 - Fundargerð 42. aðalfundar SSH frá 16.11.2018

Fundargerð í 6. liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

22.1901002F - Umhverfis- og samgöngunefnd - 110. fundur frá 12.02.2019

Fundargerð í 9. liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

23.1901003F - Umhverfis- og samgöngunefnd - 111. fundur frá 26.02.2019

Fundargerð í 11. liðum.
Lagt fram.
  • 23.9 1810922 Könnun á gjaldskrá og ferlum Sorpu. Erindi frá Indriða Stefánssyni
    Umhverfis- og samgöngunefnd - 104 (6.11.2018) - Könnun á gjaldskrá og ferlum Sorpu erindi frá Indriða Stefánssyni. Lagt fram erindi Indriða Stefánssonar varðandi könnun á gjaldskrá og ferlum Sorpu dags. 14. október 2018. Umhverfis- og samgöngunefnd vísar erindinu til umhverfissviðs til umsagnar. Lögð fram umsögn umhverfissviðs dags. 7.2.2019.
    Umhverfis- og samgöngunefnd - 110 (12.2.2019) - Könnun á gjaldskrá og ferlum Sorpu. Erindi frá Indriða Stefánssyni
    Frestað
    Lögð fram umsögn umhverfissviðs dags. 7. febrúar 2019.
    Niðurstaða Umhverfis- og samgöngunefnd - 111 Samþykkt. Umhverfis- og samgöngunefnd leggur til við bæjarráð og bæjarstjórn að úttekt verði gerð á gjaldskrá og ferlum Sorpu bs. í samráði við fulltrúa Kópavogsbæjar í stjórn Sorpu bs. Niðurstaða Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu að nýju til Umhverfis- og samgöngunefndar til nánari afmörkunar og vinnslu.

Fundargerðir nefnda

24.1902020F - Velferðarráð - 41. fundur frá 25.02.2019

Fundargerð í 8. liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

25.1902007F - Öldungaráð - 7. fundur frá 14.02.2019

Fundargerð í 2. liðum.
Lagt fram.

Erindi frá bæjarfulltrúum

26.1903172 - Fyrirspurn frá fulltrúa Pírata varðandi uppfærslu á opnu bókhaldi Kópavogs

Fyrirspurn frá Hákoni Helga Leifssyni bæjarfulltrúa Pírata: Hver er ástæða þess að opið bókhald Kópavogsbæjar hefur ekki verið uppfært eftir júní 2018? Er eitthvað sem stendur í vegi fyrir því að uppfæra það á þriggja mánaða fresti líkt og gert er t.d. í Reykjavík?
Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til umsagnar fjármálastjóra.

Erindi frá bæjarfulltrúum

27.1903178 - Fyrirspurn frá fulltrúa Pírata varðandi áskriftir Kópavogsbæjar að miðlum

Fyrirspurn frá Hákoni Helga Leifssyni bæjarfulltrúa Pírata:
Hvaða dagblöðum, tímaritum og öðrum miðlum er Kópavogsbær í áskrift að? Hversu margar áskriftir eru að hverjum miðli? Hver er heildarfjárhæð áskriftar á ári fyrir hvern miðil?
Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til umsagnar fjármálastjóra.

Fundi slitið - kl. 10:15.