Bæjarráð

2950. fundur 14. mars 2019 kl. 08:15 - 08:45 á Digranesvegi 1, bæjarráðsherbergi - Víghóll
Fundinn sátu:
  • Birkir Jón Jónsson formaður
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir varaformaður
  • Hjördís Ýr Johnson aðalmaður
  • Bergljót Kristinsdóttir varamaður
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Ármann Kristinn Ólafsson bæjarstjóri
Starfsmenn
  • Páll Magnússon bæjarritari
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá
Tillaga er um að mál nr. 5 á dagskrá fundarins verði tekið inn á dagskrá fundarins með afbrigðum skv. 16. gr. bæjarmálasamþykktar Kópavogsbæjar. Samþykkt með fimm atkvæðum.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

1.1903496 - Húsnæðisáætlun

Frá fjármálastjóra, lagt fram erindi um húsnæðisáætlun Kópavogsbæjar skv. reglugerð um húsnæðisáætlanir sveitarfélaga nr. 1248/2018 þar sem lagt er til að gengið verði til samninga við KPMG um gerð húsnæðisáætlunar fyrir bæinn.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að gengið verði til samninga við KPMG um gerð húsnæðisáætlunar.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

2.1902515 - Hagasmári 1, Smárabíó. Umsagnarbeiðni vegna umsóknar um nýtt rekstrarleyfi

Frá lögfræðideild, dags. 112. mars, lagt fram bréf Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, dags. 19. febrúar, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Þrjú bíó ehf. um rekstrarleyfi fyrir veitingastað í flokki II, að Hagasmára 1, 201 Kópavogi, skv. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, sbr. 26. gr. reglugerðar nr. 1277/2016. Samkvæmt 1. tl. 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 skal sveitarstjórn, sem umsagnaraðili, staðfesta að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að veita jákvæða umsögn með vísan til minnisblaðs lögfræðideildar.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

3.1310510 - Gámar í Kópavogi

Frá umhverfis- og samgöngunefnd, lögð fram tillaga að breytingu á samþykkt um stöðuleyfi gáma í Kópavogi og gjaldskrá um sama efni sem var samþykkt á fundi nefndarinnar þann 26. febrúar sl. og vísað til afgreiðslu bæjarráðs.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarlögmanns til umsagnar.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

4.1309339 - Minjaskrá Kópavogs 2014

Frá umhverfis- og samgöngunefnd, lögð fram tillaga að uppsetningu skiltis við hvert verndað svæði í Náttúruminjaskrá Kópavogs sem veitir upplýsingar um svæðið, umgengnisreglur, verndarflokk, afnörkun svæðis og annað, sem nefndin samþykkti á fundi sínum þann 26. febrúar sl. og vísaði kostnaðarliðum tillögunnar til afgreiðslu bæjarráðs.
Bæjarráð vísar erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar.
Mál tekið inn á dagskrá fundarins með afbrigðum skv. 16. gr. bæjarmálasamþykktar Kópavogsbæjar.

Ýmis erindi

5.1903521 - Skólahald Fossvogsskóla í Fannborg 2.

Frá Reykjavíkurborg, dags. 12. mars, lagt fram erindi þar sem óskað er eftir samþykki bæjarráðs fyrir því að skólahald Fossvogsskóla fari tímabundið fram innan sveitarfélagsins í Fannborg 2 í Kópavogi.
Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti með fimm atkvæðum að skólahald Fossvogsskóla fari tímabundið fram innan sveitarfélagsins í Fannborg 2 í Kópavogi.

Ýmis erindi

6.1903443 - Aðalfundur Lánasjóðs sveitarfélaga 2019

Frá Lánasjóði sveitarfélaga, dags. 11. mars, lagt fram fundarboð á aðalfund sjóðsins sem verður haldinn þann 29. mars nk.
Lagt fram.

Ýmis erindi

7.1903429 - Frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum, 90. mál

Frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, dags. 11. mars, lagt fram til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum (þingmannafrumvarp).
Bæjarráð vísar málinu til bæjarlögmanns til afgreiðslu.

Ýmis erindi

8.1903233 - Tillaga til þingsályktunar um þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar, 86. mál

Frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, dags. 6. mars, lögð fram til umsagnar tillaga til þingsályktunar um þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar (þingmannatillaga).
Bæjarráð vísar málinu til bæjarlögmanns til afgreiðslu.

Ýmis erindi

9.1903366 - Styrkbeiðni vegna Reykjavíkurskákmótsins 2019

Frá Skáksambandi Íslands, dags. lögð fram beiðni um styrk vegna Reykjavíkurskákmótsins sem fer fram í Hörpu dagana 8.-16. apríl nk.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarritara til afgreiðslu.

Fundargerðir nefnda

10.1903158 - Fundargerð 243.fundar Heilbrigðisnefndar Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis frá 04.03.2019

Fundargerð í 42. liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

11.1902024F - Menntaráð - 39. fundur frá 05.03.2019

Fundargerð í 4. liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

12.1903320 - 9. fundargerð skólanefndar Menntaskólans í Kópavogi frá 20. febrúar 2019

Fundargerð í 4. liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

13.1903399 - Fundargerð 405. fundar stjórnar Sorpu bs. frá 01.03.2019

Fundargerð í 6. liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

14.1903230 - Fundargerð 300. fundar stjórnar Strætó bs. frá 22.02.2019

Fundargerð í 8. liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

15.1903002F - Ungmennaráð - 9. fundur frá 11.03.2019

Fundargerð í 3. liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

16.1903007F - Velferðarráð - 42. fundur frá 11.03.2019

Fundargerð í 5. liðum.
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 08:45.