Bæjarráð

2951. fundur 21. mars 2019 kl. 08:15 - 11:04 á Digranesvegi 1, bæjarráðsherbergi - Víghóll
Fundinn sátu:
  • Helga Hauksdóttir varamaður
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir varaformaður
  • Hjördís Ýr Johnson aðalmaður
  • Bergljót Kristinsdóttir varamaður
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Ármann Kristinn Ólafsson bæjarstjóri
Starfsmenn
  • Páll Magnússon bæjarritari
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá
Karen Halldórsdóttir, varaformaður bæjarráðs, stýrði fundi í fjarveru formanns.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

1.16111110 - Samkomulag um uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í Dalbrekku 2,4,6,8 og 10 og Auðbrekku 13

Frá skipulagsstjóra og bæjarlögmanni, yfirferð yfir uppbyggingu Auðbrekkunnar.
Bæjarráð óskar eftir minnisblaði frá bæjarlögmanni og skipulagsstjóra um stöðu verkefnisins með hliðsjón af samkomulagi um uppbyggingu.

Gestir

  • Pálmi Þór Másson, bæjarlögmaður - mæting: 08:15
  • Birgir Sigurðsson, skipulagsstjóri - mæting: 08:15

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

2.1903720 - Minnisblað vegna skerðingar á tekjum jöfnunarsjóðs og áhrif á sveitarfélög

Frá bæjarstjóra, lagt fram til kynningar minnisblað til framkvæmdastjóra Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 18. mars um áform fjármálaráðherra að skerða tekjur jöfnunarsjóðs og mat á áhrifum á einstök sveitarfélög vegna tekjutaps.
Lagt fram.

Bæjarráð Kópavogs mótmælir öllum áformum ríkisins um frystingu á framlögum til jöfnunarsjóðs og skorar á stjórnvöld hverfa frá öllum slíkum hugmyndum.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

3.17121098 - Laxalind 15, kæra vegna synjun um breytt deiliskipulag.

Frá lögfræðideild, dags. 18. mars, lagður fram úrskurður umhverfis- og auðlindamála í máli nr. 151/2017 þar sem kærð var ákvörðun bæjarstjórnar um að synja umsókn um breytingu á deiliskipulagi Lindahverfis, norðan Fífuhvammsvegar, vegna Laxalindar 15.
Lagt fram.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

4.1903686 - Umhverfissvið, tilfærsla á verkefnum.

Frá deildarstjórum framkvæmdadeildar og gatnadeildar, dags. 15. mars, lagt fram erindi um tilfærslu á verkefnum innan umhverfissviðs þar sem lagt er til að malbiksyfirlagnir á eldri götur í Kópavogi heyri undir gatnadeild og að fjárveiting verði flutt af stofni yfir á rekstur umferðar- og samgöngumála. Einnig er lagt til að gatnadeild taki við eftirliti og rekstri á fráveitudælustöðvum í Kópavogi í samræmi við framlagða tillögu.
Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti framlagða tillögu með fimm atkvæðum.

Ýmis erindi

5.1903532 - Ársreikningur SSH 2018

Frá SSH, lagður fram ársreikningur fyrir árið 2018.
Lagt fram.

Ýmis erindi

6.1903575 - Boð um þátttöku á samráðsvettangi. Loftslag, landslag, lýðheilsa - nýtt landsskipulagsferli

Frá Skipulagsstofnun, dags. 13. mars, lagt fram erindi um samráðsvettvang um landsskipulagsstefnu þar sem óskað er eftir skráningu tengiliða.
Lagt fram.

Ýmis erindi

7.1903566 - Forathugun á vilja bæjarráðs til að gera þjónustusamning við Útlendingastofnun

Frá Útlendingastofnun, dags. 13. mars, lagt fram erindi þar sem óskað er eftir afstöðu Kópavogsbæjar til þess að gera þjónustusamning við stofnunina varðandi félagslega þjónustu og stuðning við umsækjendur um alþjóðlega vernd, á meðan þeir bíða niðurstöðu vegna umsóknar sinnar.
Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra velferðarsviðs til úrvinnslu.

Ýmis erindi

8.1903577 - Framkvæmd sveitarfélaga á framsali ráðningarvalds

Frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, dags. 14. mars, lagt fram erindi um heimildir sveitarfélaga til að framselja ráðningarvald sitt.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarritara til úrvinnslu.

Ýmis erindi

9.1903601 - Frumvarp til laga um fiskeldi, 647. mál

Frá atvinnuveganefnd Alþingis, dags. 14. mars, lagt fram til umsagnar frumvarp til laga um fiskeldi.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarlögmanns til úrvinnslu.

Ýmis erindi

10.1903523 - Frumvarp til laga um ráðstafanir til hagkvæmrara uppbyggingar háhraða fjarskiptaneta, 639. mál

Frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, dags. 13. mars, lagt fram til umsagnar frumvarp til laga um ráðstafanir til hagkvæmrar uppbyggingar háhraða fjarskiptaneta.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarlögmanns til úrvinnslu.

Fundargerðir nefnda

11.1903008F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 263. fundur frá 08.03.2019

Fundargerð í 2. liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

12.1903009F - Íþróttaráð - 91. fundur frá 14.03.2019

Fundargerð í 6. liðum.
Lagt fram.
  • 12.2 1901835 Afnot af íþróttamannvirkjum - reiknuð leigu 2018
    Á fundi íþróttaráðs þann 21. febrúar sl. var yfirlit yfir reiknaða leigu vegna afnota íþróttafélaganna í Kópavogi fyrir árið 2018 lagt fram og samþykkt.

    Í niðurlagi samþykktar fundarins er vísað til þess að reikningar verði sendir út til hlutaðeigandi íþróttafélaga í framhaldi af staðfestingu bæjarráðs.
    Þar átti að standa, ...er yfirlitið hefur verið lagt fram til kynningar í bæjarráði.

    Beðist er velvirðingar á þessari misritun og málið lagt aftur fram í íþróttaráði til leiðréttingar.
    Niðurstaða Íþróttaráð - 91 Lagt fram og samþykkt. Niðurstaða Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

13.1902009F - Jafnréttis- og mannréttindaráð - 67. fundur frá 12.02.2019

Fundargerð í 1. lið.
Lagt fram.
Hlé var gert á fundi kl. 10:11. Fundi var fram haldið kl. 10:17.

Fundargerðir nefnda

14.1903004F - Skipulagsráð - 47. fundur frá 18.03.2019

Fundargerð í 16. liðum.
Lagt fram.
  • 14.4 1901050 Auðbrekka 25-27. Kynning á byggingarleyfi.
    Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi Orra Árnasonar arkitekts dags. 5. desember 2018 fh. lóðarhafa Auðbrekku 25-27. Í erindinu er óskað eftir breytingu á innra skipulagi hússins og koma fyrir 11 gistirýmum á 3. hæð hússins í samræmi við reglugerð nr. 1277/2016 8. gr. um stærri gistiheimili. Lóðamörk breytast og stækkar lóð til suðurs um 5 metra og verður eftir breytingu 2.110 m2. Bílastæðum fjölgar um 16 stæði. Á fundi skipulagsráðs 7. janúar 2019 var samþykkt með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Auðbrekku 16, 17, 18, 19, 20, 22, 23, 24, 26, 28, 30, 32, 34, 36 og 38, Laufbrekku 23, 24, 25, 26, 27, 28 og 30, Dalbrekku 29, 30, 32, 34 og 36 og Nýbýlavegs 8 og 10. Kynningartíma lauk 12. febrúar 2019. Athugasemdir og ábendingar bárust á kynningartíma. Á fundi skipulagsráðs 18. febrúar 2019 var afgreiðslu málsins frestað og vísað til umsagnar skipulags- og byggingardeildar. Þá lögð fram umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 4. mars 2019. Niðurstaða Skipulagsráð - 47 Skipulagsráð hafnar erindinu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
    Niðurstaða Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
  • 14.5 1810762 Brekkuhvarf 1a og 1b. Breytt deiliskipulag.
    Lögð fram að nýju að lokinni kynningu ný og breytt tillaga Rafael Campos De Pinho, arkitekts að breyttu deiliskipulagi Brekkuhvarfs 1a og b dags. 1. október 2018. Í gildandi deiliskipulagi frá 2009 er gert ráð fyrir einu einbýlishúsi og hvorrri lóð á 1-2 hæðum með nýtingarhlutfall 0,38. Í tillögu að breyttu deiliskipulagi er gert ráð fyrir að á lóðunum verði byggð 8 raðhús á 2 hæðum auk riss og opinni bílgeymslu. Hámarks flatarmál íbúða er áætlað 140 - 155 m2 og hámarkshæð 8 m. Nýtingarhlutfall er áætlað 0,64. Uppdrættir í mkv. 1:1000 ásamt greinargerð og skýringarmyndum dags. 1. október 2018.
    Í þessari nýju tillögu felst sú breyting að fyrirhuguð hús á lóðunum hafa verið lækkuð um eina hæð miðað við þá tillögu sem kynnt var í skipulagsráði 1. október 2018. Á fundi skipulagsráðs 5. nóvember 2018 var samþykkt að framlögð tillaga verði kynnt í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Á fundi bæjarstjórnar 13. nóvember 2018 var afgreiðsla skipulagsráðs staðfest. Kynningartíma lauk 11. febrúar 2019. Á kynningartíma voru haldnir tveir íbúafundir fyrir íbúa Brekkuhvarfs, Breiðahvarfs og Fornahvarfs, sjá fundargerðir frá íbúafundum. Ábendingar og athugasemdir bárust á kynningartímanum. Þá lögð fram umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 18. mars 2019 og breyttur uppdráttur dags. 18. mars 2019 þar sem í texta greinargerðar hefur verið gert betur grein fyrir áhrifum skipulagsáætlunarinnar og einstaka stefnumiða hennar á umhverfið og tvö bílastæði sem liggja að Brekkuhvarfi færði innar á lóð.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 47 Skipulagsráð samþykkir tillöguna með áorðnum breytingum dags. 18. mars 2019. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

    Bergljót Kristinsdóttir, Einar Örn Þorvarðarson og Sigurbjörg Erla Egilsdóttir greiða atkvæði gegn tillögunni.
    Niðurstaða Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins. Skipulagsstjóra er falið að ræða við lóðarhafa varðandi framtíðaráform þeirra um Brekkuhvarf 1a, 1b, 3 og 5.
  • 14.6 1804616 Borgarholtsbraut 21. Kynning á byggingarleyfi.
    Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi Björns Gústafssonar byggingartæknifræðings dags. 12. apríl 2018 fh. lóðarhafa að Borgarholtsbraut 21 þar sem óskað er eftir að endurbyggja bílskúr á lóðinni. Í breytingunni felst að núverandi bílskúr á lóðinni verður breikkaður og hækkaður og settir á hann þakgluggar. Bílskúrinn stækkar úr 50,3 m2 í 63,7 m2, samtals stækkun um 13,1 m2. Þá lagt fram undirritað samþykki lóðarhafa Borgarholtsbrautar 19. Á fundi skipulagsráðs 7. maí 2018 var samþykkt með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Borgarholtsbrautar 19, 23 og Meðgerði 2, 4, 6. Athugasemdafresti lauk 5. mars 2019. Engar ábendingar eða athugasemdir bárust á kynningartímanum. Niðurstaða Skipulagsráð - 47 Skipulagsráð samþykkir tillöguna. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
  • 14.12 1903534 Lækjarbotnaland 15. Kynning á byggingarleyfi.
    Lagt fram erindi Sveins Ívarssonar arkitekts, dags. í ágúst 2018, fh. hönd lóðarhafa Lækjarbotnalands 15 þar sem óskað er eftir að reisa viðbyggingu við húsið, alls 27 m2 til austurs. Uppdráttur og skýringarmyndir í mkv. 1:50 dags. í ágúst 2018. Niðurstaða Skipulagsráð - 47 Skipulagsráð hafnar erindinu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

    Kristinn Dagur Gissurarson situr hjá við afgreiðslu málsins.
    Niðurstaða Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

Fundargerðir nefnda

15.1903552 - Fundargerð 373. fundar Samstarfsnefndar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 12.03.2019

Fundargerð í 6. liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

16.1903493 - Fundargerð 468. fundar stjórnar SSH frá 04.03.2019

Fundargerð í 5. liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

17.1901001F - Umhverfis- og samgöngunefnd - 109. fundur frá 15.01.2019

Fundargerð í 10. liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

18.1901004F - Umhverfis- og samgöngunefnd - 112. fundur frá 11.03.2019

Fundargerð í 8. liðum.
Lagt fram.
  • 18.3 1903232 Garðlönd 2019 - tillögur að fyrirkomulagi og gjaldi
    Frá Umhverfissviði lögð fram tillaga að fyrirkomulagi og gjaldi fyrir garðlönd Kópavogs 2019. Niðurstaða Umhverfis- og samgöngunefnd - 112 Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir framlagt fyrirkomulag og gjald fyrir garðlönd Kópavogs 2019. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð samþykkir tillöguna með fimm atkvæðum.
Hlé var gert á fundi kl. 10.43. Fundi var fram haldið kl. 10:52.

Erindi frá bæjarfulltrúum

19.1903482 - Skipan starfshóps um aðgerðaráætlun í loftlagsmálum. Tillaga frá Pírötum, Samfylkingu og BF Viðreisnar.

Tillaga frá bæjarfulltrúum Pírata, Samfylkingar og BF Viðreisnar um að skipaður verði starfshópur um aðgerðaráætlun Kópavogsbæjar í loftlagsmálum. Hópurinn verði skipaður einum fulltrúa frá hverju framboði sem á sæti í bæjarstjórn, auk bæjarstjóra. Markmiðið með aðgerðaáætluninni er að ná markmiðum Parísarsamkomulagsins, að stöðva aukningu í útblæstri gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu og ná að halda hlýnun jarðar innan 2°C. Afurð starfshópsins verða tillögur að aðgerðum sem Kópavogsbær getur ráðist í til þess að stuðla að minnkun losunar og aukinni bindingu kolefnis.
Bæjarráð vísar tillögunni til umsagnar bæjarstjóra og felur honum að taka saman minnisblað um þá vinnu sem nú þegar er unnið að í loftslagsmálum hjá Kópavogsbæ t.a.m. í umhverfis og samgöngunefnd, ungmennaráði og í tengslum við innleiðingu heimsmarkmiðanna. Minnisblaðið verði lagt fram í bæjarráði innan þriggja vikna.

Erindi frá bæjarfulltrúum

20.1903735 - Óskað eftir að meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknar kynni framtíðarsýn sem þau hafa um allan reitinn við Brekkuhvar

Frá fulltrúum Pírata, Samfylkingar og BF Viðreisnar er varðar framtíðarsýn fyrir reitinn við Brekkuhvarf, óskað er eftir því að meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknar kynni þá framtíðarsýn sem þau hafa fyrir allan reitinn við Brekkuhvarf þar sem nú liggur fyrir tillaga að hluta af reitnum fyrir 8 íbúða raðhús við Brekkuhvarf 1a og 1b. Ef engin framtíðarsýn er fyrir reitinn í heild þá óskum við eftir því að Kópavogsbær kalli eftir heildarskipulagi frá lóðarhafa/lóðarhöfum svo hægt sé að taka ákvörðun um deiliskipulagsbreytinguna við Brekkuhvarf 1a og 1b á réttum forsendum.
Við fögnum því að fresta eigi afgreiðslu deiliskipulagstillögunnar er varðar Brekkuhvarf 1a og 1b og að skipulagsstjóra verði falið að leita eftir framtíðarsýn fyrir reitinn í heild. Bæjarfulltrúar Pírata, Samfylkingar og BF Viðreisnar leggja þunga áherslu á að samráð verði haft íbúa í framhaldinu.

Erindi frá bæjarfulltrúum

21.18081193 - Tillaga um úttekt á viðhaldi mannvirkja í eigu Kópavogs

Tillaga frá bæjarfulltrúum Samfylkingar, BF Viðreisnar og Pírata um að umhverfissviði verði falið að gera ítarlega úttekt á ástandi og viðhaldsþörf mannvirkja Kópavogsbæjar. Bæjarráð samþykki að veita fjármagn til verksins sem nemur einu ársverki og skulu niðurstöður úttektarinnar liggja fyrir við gerð næstu fjárhagsáætlunar.
Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, lagði til að vísa tillögunni til umhverfissviðs til úrvinnslu og lagði fram eftirfarandi bókun:
"Nú þegar hefur verið ákveðið að auglýsa stöðu sérfræðings sem gerir úttekt á húsnæði í eigu Kópavogsbæjar. Þessi staða er innan ramma fjárhagsáætlunar.
Ármann Kr. Ólafsson"

Fundi slitið - kl. 11:04.