Bæjarráð

2958. fundur 16. maí 2019 kl. 08:15 - 10:13 á Digranesvegi 1, bæjarráðsherbergi - Víghóll
Fundinn sátu:
 • Birkir Jón Jónsson formaður
 • Karen E. Halldórsdóttir varaformaður
 • Hjördís Ýr Johnson aðalmaður
 • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalmaður
 • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalmaður
 • Hákon Helgi Leifsson vara áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
 • Pálmi Þór Másson bæjarlögmaður
Fundargerð ritaði: Pálmi Másson bæjarlögmaður
Dagskrá

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

1.1905057 - Tónlistarskólinn Tónsalir, húsnæðismál

Frá fjármálastjóra og rekstrarstjóra menntasviðs, dags. 7. maí, lagt fram erindi um húsnæðismál tónlistarskólans Tónsala þar sem lögð eru til kaup húsnæðis að Ögurhvarfi 4a og útleiga til tónlistarskólans í kjölfarið. Bæjarráð frestaði afgreiðslu málsins til næsta fundar á fundi sínum þann 9. maí sl. Einnig er lagt fram minnisblað frá sviðsstjóra menntasviðs, dags. 14. maí, um umferðaröryggi og samgöngur vegna aðgengis að Ögurhvarfi 4a.
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að ganga til samninga við Tónlistarskólann Tónsali um fyrirkomulag húsnæðismála skólans. Málið komi að nýju fyrir næsta fund bæjarráðs.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

2.1902025 - Menntasvið-framlög vegna frístundar í einkaskólum

Frá sviðsstjóra menntasviðs, dags. 2. maí, lögð fram til samþykktar tillaga að gjaldskrá um framlög vegna frístundar í einkaskólum.
Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

3.1905273 - Vesturvör, Litlavör, Naustavör, gatnagerð og undirgöng, útboð.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 14. maí, lagt fram erindi þar sem óskað er heimildar bæjarráðs til að fara í útboð vegna gatnagerðar við Vesturvör, Litluvör og Naustavör á Kársnesi.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að heimila útboð á verkinu "Vesturvör, Litlavör, Naustavör, gatnagerð og lagnir".

Gestir

 • Steingrímur Hauksson sviðsstjóri umhverfissviðs - mæting: 09:56

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

4.1902672 - Skíðaskáli Lækjarbotnum. Umsókn um styrkveitingu félaga- og félagasamtaka til greiðslu fasteignaskatts

Frá verkefnastjóra stjórnsýslusviðs, dags. 8. maí, lögð fram tillaga að afgreiðslu umsóknar Skíðadeildar ÍR um styrk til greiðslu fasteignaskatts. Lagt er til að styrkumsókn að upphæð kr. 979.050,-. verði samþykkt enda fellur starfsemi félagsins að reglum Kópavogsbæjar um styrkveitingar.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum umsókn Skíðadeildar ÍR til greiðslu fasteignaskatts að upphæð kr. 979.050.-.

Ýmis erindi

5.1905135 - Borgarlína. Samkomulag um tæknilegan og fjárhagslegan undirbúning 2019-2020 vegna lagningar Borgarlínu

Frá SSH, dags. 7. maí, lögð fram tillaga að samkomulagi aðildarsveitarfélaga SSH um tæknilegan og fjárhagslegan undirbúning vegna lagningar Borgarlínu, sem var samþykkt á fundi stjórnar SSH þann 6. maí sl. og vísað til afgreiðslu aðildarsveitarfélaga.
Bæjarráð samþykkir að vísa málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Gestir

 • Páll Björgvin Guðmundsson framkvæmdastjóri SSH - mæting: 08:45
 • Hrafnkell Proppé - mæting: 08:45

Ýmis erindi

6.1905309 - Beiðni um styrk við hátíð fyrir börn í Tasiilaq, vinabæ Kópavogs í Grænlandi

Frá skákfélaginu Hróknum, lögð fram beiðni um stuðning við hátíð fyrir börn í Tasiilaq vinabæ Kópavogs á Grænlandi að fjárhæð kr. 600.000. Einnig er óskað eftir fundi með sveitarfélaginu um önnur úrræði til að sýna íbúum Tasiilaq stuðning.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að veita kr. 400.000,- til verkefnisins. Jafnframt er tekið jákvætt í ósk um fund.

Ýmis erindi

7.1905197 - Stefnumótun í íþróttamálum 2019-2030

Frá mennta- og menningarmálaráðuneyti, dags. 2. maí, lögð fram stefna ráðuneytisins í íþróttamálum.
Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu sviðsstjóra menntasviðs.

Ýmis erindi

8.1905128 - Styrkbeiðni vegna þátttöku í Ólympíkeppni í stærðfræði

Frá Arnari Ágústi Karlssyni, dags. 7. maí, lagt fram erindi um styrk vegna þátttöku í Ólympíuleikum í stærðfræði sem fer fram í Bretlandi dagana 11-22. júlí.
Bæjarráð vísar málinu til starfsmannastjóra til afgreiðslu.

Ýmis erindi

9.1905155 - Styrkbeiðni vegna þátttöku í Ólympíuleikum framhaldsskólanema í líffræði

Frá þjálfara liðs Íslands í Ólympíuleikum í líffræði f.h. Hafdísar Óskar Hrannarsdóttur, dags. 8. maí, lagt fram erindi um styrk vegna þátttöku á Ólympíuleikum í líffræði sem fer fram í Ungverjalandi í sumar.
Bæjarráð vísar málinu til starfsmannastjóra til afgreiðslu.

Ýmis erindi

10.1905294 - Nýr sparkvöllur í Þingahverfi. Erindi frá íbúum Þingahverfis ásamt undirskriftarlistum

Frá íbúum Þingahverfis, lagt fram erindi ásamt undirskriftarlista þar sem óskað er eftir að settur verði upp sparkvöllur í hverfinu.
Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til sviðsstjóra menntasviðs til úrvinnslu.

Fundargerðir nefnda

11.1905008F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 267. fundur frá 09.05.2019

Fundargerð í 11. liðum.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar

Fundargerðir nefnda

12.1905005F - Íþróttaráð - 92. fundur frá 09.05.2019

Fundargerð í 6. liðum.
Lagt fram

Fundargerðir nefnda

13.1905006F - Jafnréttis- og mannréttindaráð - 70. fundur frá 09.05.2019

Fundargerð í 2. liðum.
Lagt fram

Fundargerðir nefnda

14.1905002F - Menntaráð - 42. fundur frá 07.05.2019

Fundargerð í 5. liðum.
Lagt fram

Fundargerðir nefnda

15.1905286 - Fundargerð 375. fundar Samstarfsnefndar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 14.05.2014

Fundargerð í 3. liðum.
Lagt fram

Fundargerðir nefnda

16.1905119 - Fundargerð 470. fundar stjórnar SSH frá 06.05.2019

Fundargerð í 7. liðum.
Lagt fram

Fundargerðir nefnda

17.1905253 - Fundargerð 303. fundar stjórnar Strætó bs. frá 03.05.2019

Fundargerð í 5. liðum.
Lagt fram

Fundargerðir nefnda

18.1901006F - Umhverfis- og samgöngunefnd - 115. fundur frá 06.05.2019

Fundargerð í 6. liðum.
Lagt fram

Fundargerðir nefnda

19.1905009F - Velferðarráð - 45. fundur frá 13.05.2019

Fundargerð í 14. liðum.
Lagt fram.
 • 19.10 16091082 Notendaráð vegna málefna fatlaðs fólks
  Lagt fram til afgreiðslu. Niðurstaða Velferðarráð - 45 Velferðarráð samþykkti framlögð drög að erindisbréfi fyrir sitt leyti og vísaði til bæjarráðs. Niðurstaða Bæjarráð vísar málinu til forsætisnefndar.

Fundi slitið - kl. 10:13.