Bæjarráð

2961. fundur 13. júní 2019 kl. 08:15 - 10:05 á Digranesvegi 1, bæjarráðsherbergi - Víghóll
Fundinn sátu:
  • Helga Hauksdóttir varamaður
  • Karen E. Halldórsdóttir varaformaður
  • Hjördís Ýr Johnson aðalmaður
  • Bergljót Kristinsdóttir varamaður
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Páll Magnússon bæjarritari
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

1.1905725 - Útskipting á götulömpum

Frá deildarstjóra gatnadeildar, dags. 3. júní, lagt fram erindi með niðurstöðum verðkönnunar vegna útskiptingar götulýsingarlampa þar sem lagt er til að gengið verið til samninga við S. Guðjónsson. Frestað á bæjarráðsfundi 6. júní sl. og óskað eftir nánari upplýsingum um verðfyrirspurninga. Lagt fram nýtt erindi frá deildarstjóra gatnadeildar, dags. 6. júní vegna málsins með ítarlegri upplýsingum. Einnig er lagt fram minnisblað frá skrifstofustjóra umhverfissviðs, dags. 11. júní.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að gengið verði til samninga við S. Guðjónsson vegna útskiptingar götulýsingarlampa.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

2.1812353 - Kársnesskóli við Skólagerði - Hönnun

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 7. júní, lögð fram tillaga hönnuða um að hluti byggingar nýs Kárnesskóla við Skólagerði verði á þremur hæðum.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum framlagða tillögu hönnuða um að hluti Kárnesskóla við Skólagerði verði á þremur hæðum.

Fulltrúar BF Viðreisnar og Samfylkingar lögðu fram eftirfarandi bókun:
"Við samþykkjum tillöguna í trausti þess að hönnunarkostnaður rúmist innan fjárhagsáætlunar.
Theódóra Þorsteinsdóttir, Bergljót Kristinsdóttir"

Gestir

  • Steingrímur Hauksson, sviðsstjóri umhverfissviðs - mæting: 08:15
  • Jón Ólafur Ólafsson, arkitekt - mæting: 08:15

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

3.1905854 - Umsókn um styrkveitingu félaga- og félagasamtaka til greiðslu fasteignaskatts

Frá verkefnastjóra stjórnsýslusviðs, dags. 6. júní, lögð fram tillaga að afgreiðslu umsóknar Lionsumdæmisins á Íslandi um styrk til greiðslu fasteignaskatts. Lagt er til að styrkumsókn að upphæð kr. 627.000,-. verði samþykkt enda fellur starfsemi félagsins að reglum Kópavogsbæjar um styrkveitingar.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að veita styrk til greiðslu fasteignaskatts að upphæð 627.000,-.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

4.1905598 - Rjúpnasalir 1. Umsókn um styrkveitingu félaga- og félagasamtaka til greiðslu fasteignaskatts

Frá verkefnastjóra stjórnsýslusviðs, dags. 6. júní, lögð fram tillaga að afgreiðslu umsóknar Lionsklúbbanna Munins og Ýrar um styrk til greiðslu fasteignaskatts. Lagt er til að styrkumsókn að upphæð kr. 308.250,-. verði samþykkt enda fellur starfsemi félagsins að reglum Kópavogsbæjar um styrkveitingar.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að veita styrk til greiðslu fasteignaskatts að upphæð 308.250,-.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

5.1903365 - Umsókn um styrkveitingu félaga- og félagasamtaka til greiðslu fasteignaskatts

Frá verkefnastjóra stjórnsýslusviðs, dags. 6. júní, lögð fram tillaga að afgreiðslu umsóknar Svifflugfélags Íslands um styrk til greiðslu fasteignaskatts fyrir tímabilið 2013-2018. Lagt er til að styrkumsókn að upphæð kr. 5.223.518,- verði samþykkt enda fellur starfsemi félagsins að reglum Kópavogsbæjar um styrkveitingar.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að veita styrk til greiðslu fasteignaskatts að upphæð 5.223.518,-.

Bæjarráð felur bæjarritara að taka saman minnisblað um styrki til greiðslu fasteignaskatta, þar sem m.a. komi fram styrkupphæðir undanfarin fimm ár og hvernig fyrirkomulagi er háttað í öðrum sveitarfélögum.

Ýmis erindi

6.1906117 - Samstarfsvettvangur sveitarfélaganna fyrir heimsmarkmiðin og loftslagsmál

Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 24. maí, lagt fram til kynningar erindi þar sem fyrirhuguð stofnun samstarfsvettvangs sveitarfélaganna fyrir heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna og loftlagsmál er kynnt.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

7.1905024F - Jafnréttis- og mannréttindaráð - 71. fundur frá 04.06.2019

Fundargerð í 1 lið.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

8.1905015F - Menntaráð - 43. fundur frá 21.05.2019

Fundargerð í 4 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

9.1905023F - Menntaráð - 44. fundur frá 04.06.2019

Fundargerð í 6 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

10.1906122 - Fundargerð 871, fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 29. maí 2019

Fundargerð í 45 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

11.1906195 - Fundargerð 471. fundar stjórnar SSH frá 03.06.2019

Fundargerð í 14 liðum.
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 10:05.