Bæjarráð

2963. fundur 27. júní 2019 kl. 08:15 - 10:15 á Digranesvegi 1, bæjarráðsherbergi - Víghóll
Fundinn sátu:
 • Birkir Jón Jónsson formaður
 • Margrét Friðriksdóttir varamaður
 • Ármann Kristinn Ólafsson varamaður
 • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalmaður
 • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalmaður
 • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
 • Pálmi Þór Másson bæjarlögmaður
Fundargerð ritaði: Pálmi Másson bæjarlögmaður
Dagskrá
Samkvæmt 35. gr. laga nr. 135/2011 og 32. gr. bæjarmálasamþykktar Kópavogsbæjar fer bæjarráð með sömu heimildir og bæjarstjórn hefur ella í sumarleyfi hennar.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

1.1906545 - Samstarfssamningur félags- og barnamálaráðuneytis, Kópavogsbæjar, Unicef og Köru connect ehf.

Frá bæjarstjóra, lagður fram samstarfssamningur milli Kópavogsbæjar, félags- og barnamálaráðuneytis, Unicef á Íslandi og Köru connect ehf. um aukna velferð barna á Íslandi. Markmið samningsins er tvíþætt. Annars vegar þróunarverkefni sem tryggir heildarsýn yfir líðan og velferð barns m.a. með sértækum hugbúnaði og hins vegar vinna við mælaborð með tölfræði og upplýsingum um almenna líðan og velferð barna í sveitarfélagi.
Bæjarráð samþykkir framlagðan samstarfssamning með fimm atkvæðum.

Gestir

 • Anna Eygló Karlsdóttir deildarstjóri barnaverndar - mæting: 08:15

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

2.1807050 - Ríkiskaup 2018

Frá bæjarstjóra, dags. 18. júní, lagt fram erindi um rammasamning Ríkiskaupa um innkaup á húsgögnum þar sem lagt er til að Kópavogsbær verði ekki hluti af þeim rammasamnningi.
Frestað.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

3.1310510 - Gámar í Kópavogi

Frá lögfræðideild, dags. 12. júní. lögð fram umsögn um breytingu á samþykkt um stöðuleyfi gáma í Kópavogi og gjaldskrá um sama efni sem var samþykkt á fundi umhverfis- og samgögnunefndar þann 26. febrúar sl. og vísað til afgreiðslu bæjarráðs. Bæjarráð frestaði máliu á fundi sínum þann 20. júní sl. Lagt fram minnisblað frá umhverfisfulltrúa dags. 26. júní vegna málsins.
Bæjarráð samþykkir erindið með fimm atkvæðum.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

4.1802492 - Klórkerfi fyrir Salalaug

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 26. júní, lagt fram erindi ásamt skýrslu Mannvits um val á verktaka í kjölfar verðtilboða í klórkerfi fyrir Salalaug. Lagt er til að gengið verði til samninga við Vatnslausnir ehf. um lokað klórkerfi.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að gengið verði til samninga við Vatnslausnir ehf.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

5.1905294 - Nýr sparkvöllur í Þingahverfi. Erindi frá íbúum Þingahverfis ásamt undirskriftarlistum

Frá sviðsstjóra menntasviðs, dags. 25. júní, lögð fram umsögn í tilefni af erindi frá íbúum í Þingahverfi varðandi sparkvöll í hverfinu.
Bæjarráð samþykkir erindið með fimm atkvæðum.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

6.1902807 - Íbúasamráðsverkefni Sambands íslenskra sveitarfélaga og Akueyrarbæjar. Öllum sveitarfélögum boðið að sækja um þátttöku í verkefninu

Frá verkefnastjóra íbúatengsla, dags. 25. júní, lagt fram til kynningar erindi um íbúasamráðsverkefni Sambands íslenskra sveitarfélaga og Akureyrarkaupstaðar sem Kópavogsbær sótti um aðild að og hefur verið valinn til þátttöku.
Lagt fram.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

7.1906243 - Okkar Kópavogur 2019 - 2021

Frá verkefnastjóra íbúatengsla, dags. 25. júní, lögð fram til samþykktar verkefnislýsing fyrir Okkar Kópavog 2019-2021.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum framlagða verkefnislýsingu fyrir Okkar Kópavog 2019-2021.

Ýmis erindi

8.1906529 - Fannborg 2, beiðni um endurmat byggingarstigs

Frá Árkór ehf., dags. 25. júní, lögð fram beiðni um endurmat á byggingarstigi Fannborgar 2 þar sem óskað er eftir að byggingarstig hússins verði fokhelt.
Bæjarráð samþykkir erindið með fimm atkvæðum.

Ýmis erindi

9.1906519 - Stuðningur við skákstarf í Kópavogi. Umsókn um styrk

Frá Skákstyrktarsjóði Kópavogs, lagt fram erindi þar sem óskað er eftir fjárstuðningi við barna- og unglingastarf skákstarfs í Kópavogi.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar.

Fundargerð

10.1906011F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 270. fundur frá 21.06.2019

Fundargerð í 6. liðum.
Bæjarráð staðfestir afgreiðslur byggingarfulltrúa.

Fundargerðir nefnda

11.1906437 - Fundargerð 305. fundar stjórnar Strætó bs. frá 04.06.2019

Fundargerð í 9 liðum.
Lagt fram.

Fundargerð

12.1901008F - Umhverfis- og samgöngunefnd - 116. fundur frá 18.06.2019

Fundargerð í 2 liðum.
Lagt fram.
 • 12.1 1904798 Umhverfisviðurkenningar 2019
  Lögð fram tillaga að auglýsingu til tilnefninga til Umhverfisviðurkenningar 2019. Kynntar tillögur umhverfissviðs að viðurkenningum 2019. Niðurstaða Umhverfis- og samgöngunefnd - 116 Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir tillögur að Umhverfisviðurkenningum og götu ársins 2019. Niðurstaða Lagt fram.

Fundargerð

13.1906009F - Velferðarráð - 47. fundur frá 24.06.2019

Fundargerð í 7 liðum.
Lagt fram.

Erindi frá bæjarfulltrúum

14.1906542 - Fyrirspurn um gæðastjórnunarkerfi frá bæjarfulltrúum Pírata, Samfylkingar og BF Viðreisnar

Frá bæjarfulltrúum Pírata, Samfylkingar og BF Viðreisnar, lögð fram fyrirspurn um gæðastjórnunarkerfi þar sem óskað er eftir upplýsingum um eftirfarandi:
Upplýsinga um innri úttektir sem farið hefur verið í á undanförnum tveimur árum, innihald matsskýrslna og úrbótaáætlanir.
Upplýsinga um niðurstöður rýnifunda stjórnenda og úrbótaáætlanir sem gerðar hafa verið í kjölfarið.
Upplýsinga um fyrirætlanir um að uppfæra gæðastjórnunarkerfið til samræmis við nýja útgáfu staðalsins og fá vottun á það. Ef það stendur til, þá hvaða tímaramma verið er að vinna með.
Upplýsinga um samspil núverandi gæðastjórnunarkerfis, stefnumótunarvinnu sem staðið hefur yfir hjá bænum til margra ára og innleiðingar Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun.
Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til umsagnar sviðsstjóra stjórnsýslusviðs.

Erindi frá bæjarfulltrúum

15.1906543 - Fyrirspurn bæjarfulltrúa Pírata, Samfylkingar og BF Viðreisnar um mótun menntastefnu fyrir Kópavogsbæ

Frá bæjarfulltrúum Pírata, Samfylkingar og BF Viðreisnar, lögð fram fyrirspurn um mótun menntastefnu fyrir Kópavogsbæ þar sem óskað er eftir upplýsingum um framvindu mótunar heildarstefnu um málefni grunnskóla, leikskóla, frístunda og íþrótta fyrir kjörtímabilið. Bæjarfulltrúar BF Viðreisnar, Samfylkingar og Pírata óska eftir því að fá verkefnastjóra stefnumótunar í menntamálum á fund bæjarráðs til þess að fara yfir stöðuna á verkefninu, það er hvernig verkefnið hefur verið unnið, við hverja búið er að hafa samráð og hvort bæjarfulltrúar komi að greiningarvinnu í því ferli.
Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til umsagnar sviðsstjóra menntasviðs.

Erindi frá bæjarfulltrúum

16.1906544 - Fyrirspurn bæjarfulltrúa Pírata, Samfylkingar og BF Viðreisnar um mælingar á frammistöðu tengdum stefnumótun Kópavogsbæjar

Frá bæjarfulltrúum Pírata, Samfylkingar og BF Viðreisnar, lögð fram fyrirspurn um mælingar á frammistöðu tengt stefnumótun bæjarins þar sem óskað er eftir upplýsingum um framvindu á nýju skorkorti fyrir Kópavog er varðar félagslegar framfarir með aðferðafræði vísitölu félagslegra framfara (VFF).
Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar sviðsstjóra stjórnsýslusviðs.

Fundarhlé hófst kl. 9:57, fundi fram haldið kl. 10:01
Tillaga um að fundir bæjarráðs verði annan og fjórða fimmtudag í júlí og ágúst, þann 11. og 25. júlí og 8. og 22. ágúst.

Bæjarráð samþykkir tillöguna að fundartíma með fimm atkvæðum.

Fundi slitið - kl. 10:15.