Bæjarráð

2590. fundur 07. apríl 2011 kl. 08:15 - 10:15 í Fannborg 2, Bæjarráðsherbergi
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

1.1104003 - Afgreiðslur byggingarfulltrúa 5/4

7. fundur

Bæjarráð samþykkir afgreiðslur byggingarfulltrúa.

2.1104001 - Félagsmálaráð 5/4

1305. fundur

3.11011017 - Hópstjóri. Virkni til þátttöku

Liður 6 í fundargerð félagsmálaráðs 5/4, varðandi tilraunaverkefni sem starfrækt var á síðasta ári. Félagsmálaráð hvetur til þess að verkefnið verði endurtekið í sumar og óskar eftir afstöðu bæjarráðs til málsins.

Bæjarráð samþykkir að verkefnið verði endurtekið í sumar.

4.1103023 - Forvarna- og frístundanefnd 1/4

1. fundur

5.1104004 - Jafnréttis- og mannréttindanefnd 5/4

1. fundur

6.1103021 - Leikskólanefnd 5/4

17. fundur

 

7.1103054 - Umsókn um styrk úr þróunarsjóði

Bæjarráð frestar afgreiðslu á liðnum.

8.1103033 - Umsókn um styrk úr þróunarsjóði v/Gleði og gaman, úti saman

Bæjarráð frestar afgreiðslu á liðnum.

9.1103185 - Sérkennslustjórar í Kópavogi v/Gullkistan

Bæjarráð frestar afgreiðslu á liðnum.

10.1103028 - Umsókn um styrk úr þróunarsjóði v/Stórir og smárir eflast saman

Bæjarráð frestar afgreiðslu á liðnum.

11.1103182 - Fækkun rýma vegna yngsta aldurshóps í leikskólanum Dal

Bæjarráð frestar afgreiðslu á liðnum.

12.1011243 - Bókun vegna sameiningar leikskóla

Önnur mál, liður C. í fundargerð leikskólanefndar, fulltrúar minnihlutans í nefndinni fara þess á leit við bæjaryfirvöld að samið verði við núverandi rekstaraðila Kjarrsins um áframhaldandi rekstur skólans á grundvelli þessa nýja tilboðs sem skólinn hefur lagt fram svo ekki þurfi að koma til málarekstur vegna brota á samningi. Jafnframt teljum við það mjög mikilvægt að foreldrar í Kópavogi hafi áfram þann möguleika að hafa börn sín á fámennum leikskóla auk þess sem fyrirhuguð sameiningaráform munu ekki skila neinu öðru en ófyrirséðum kostnaði, óánægju og fyrirhöfn fyrir alla hlutaðeigandi.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins taka undir bókun minnihlutans í leikskólanefnd.

13.1104002 - Menningar- og þróunarráð 4/4

2. fundur

14.1103006 - Skólanefnd 14/3

26. fundur

15.1103020 - Skólanefnd 4/4

27. fundur

16.1101862 - Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga 25/2

784. fundur

17.1101862 - Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga 24/3

785. fundur

18.1104036 - Dalaþing 25. Úthlutun

Frá skrifstofustjóra umhverfissviðs, dags. 5/4, umsögn vegna lóðarúthlutunar. Tvær umsóknir bárust um lóðina að Dalaþingi 25, frá Ingibjörgu Björgvinsdóttur og Baldri Frey Stefánssyni, Álftalandi 7, og frá Jóhanni Frey Jóhannssyni og Hrönn Veroniku Runólfsdóttur, Kaupmannahöfn, og voru umsóknirnar metnar jafnar. Fulltrúi sýslumanns, Ýr Vésteinsdóttir, mætti til að staðfesta framkvæmd útdráttar um byggingarrétt á lóðinni.

Dregið var um byggingarrétt skv. úthlutunarreglum bæjarins sbr. endurrit úr gerðabók sýslumannsins í Kópavogi. Bæjarráð samþykkir að úthluta Jóhanni Frey Jóhannssyni, kt. 201278-5979  og Hrönn Veroniku Runólfsdóttur, kt. 070378-3969, byggingarrétt á lóðinni Dalaþing 25.

 

Skrifstofustjóri umhverfssviðs sat fundinn undir þessum lið.

19.1101184 - Húsnæðismál Héraðsskjalasafns

Frá bæjarritara, lögð fram skýrsla undirbúningshóps um húsnæðismál Héraðsskjalasafns Kópavogs og Bókasafns Kópavogs sem kosinn var af bæjarráði Kópavogs 11.11.2010.

Lagt fram.

20.1101238 - Skjólbraut 1A. Framkvæmdir vegna sambýlis fyrir fatlaða.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 6/4, tillaga um val á tilboði í verkið Skjólbraut 1a úr þrem lægstu bjóðendum.
Óskað er eftir heimild til að semja við Sérverk ehf. um framkvæmdina Skjólbraut 1a.

Bæjarráð vísar afgreiðslu til bæjarstjórnar.

21.1010338 - Erindisbréf framkvæmdaráðs

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs og sviðsstjóra menntasviðs, dags. 5/4, umsögn, sem óskað var eftir í bæjarráði 10/3, varðandi aðkomu forvarnanefndar að vinnuskólanum.

Bæjarráð vísar drögum að erindisbréfi til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

22.1104034 - 5.tl.ákvæðis til bráðabirgða í skipulagslögum nr.123/2010

Frá Skipulagsstofnun, dags. 25/3, óskað eftir að fá sendar ekki seinna en 7. maí nk. deiliskipulagsáætlanir og breytingar á þeim sem samþykktar voru fyrir 1. janúar 1998.

Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra umhverfissviðs til úrvinnslu.

23.1104038 - Sólvallaland Mosfellsbæ - Breyting á svæðisskipulagi.

Frá Skipulagsstofnun, dags. 25/3, staðfesting óverulegrar breytingar á Svæðisskipulagi hbsv. 2001-2024.

Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra umhverfissviðs til úrvinnslu.

24.1103386 - Stjórnsýslukæra vegna uppsagnar á starfi

Frá innanríkisráðuneytinu, dags. 29/3, óskað umsagnar um stjórnsýslukæru fyrir 13. apríl nk.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarritara til umsagnar.

25.709158 - Kaup Kópavogsbæjar á lóðum í Vatnsendalandi

Frá Lögfræðiþjónustunni ehf., dags. 1/4, beiðni um upplýsingar yfir lóðir sem bærinn keypti í kjölfar eignarnáms 1998, 2000 og 2007.

Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra umhverfissviðs til afgreiðslu.

26.1104037 - Starfsmannamál - trúnaðarmál

Frá starfsmanni, dags. 29/3, trúnaðarmál

Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra menntasviðs og starfsmannastjóra til umsagnar.

27.1104023 - Austurkór 44. Lóðarskil

Frá Jóni Reyni Vilhjálmssyni, dags. 1/4, lóðinni að Austurkór 44 skilað inn.

Lagt fram.

28.1001158 - Dagskrá bæjarstjórnar

Dagskrá bæjarstjórnarfundar 12. apríl

I. Fundargerðir nefnda

II. Kosningar

29.1104055 - Ársskýrsla og ársreikningur 2010

Frá heilbrigðiseftirliti Hafnarfjarðar- og Kópavogs, dags. 30/3, ársskýrsla og ársreikningur 2010.

Lagt fram.

30.1104058 - Ársskýrsla 2010

Ársskýrsla Sambands ísl. sveitarfélaga fyrir 2010.

Lagt fram.

31.1104056 - Ársskýrsla ESA 2010

Ársskýrsla ESA fyrir 2010.

Lagt fram.

32.1104057 - Ársskýrsla 2010

Ársskýrsla HK fyrir 2010.

Lagt fram.

33.1104064 - Biðlistar á leikskólum

Gunnar Ingi Birgisson óskaði eftir að fá biðlista yfir rými á leikskólum flokkað eftir aldri barna.

34.1104065 - Samningaviðræður við Gust

Ármann Kr. Ólafsson spurðist fyrir um viðræður við Hestamannafélagið Gust.

Formaður bæjarráðs gerði grein fyrir viðræðunum.

35.1011131 - Hópur fjárfesta óskar eftir viðræðum vegna hugsanlegra kaupa á svæði Glaðheima

Ómar Stefánsson spurðist fyrir um viðræður við hóp fjárfesta vegna hugsanlegra kaupa á Glaðheimasvæði.

Bæjarstjóri gerði grein fyrir viðræðunum.

36.1103380 - Tillaga um útboð

Ármann Kr. Ólafsson óskaði eftir því að tillaga um útboð á rekstri sundlaugar í Versölum verði tekin til afgreiðslu á næsta fundi bæjarráðs.

37.1104066 - Skipan áheyrnarfulltrúa félagasamtaka

Bæjarráð samþykkir að við skipan áheyrnarfulltrúa félagasamtaka í nefndir bæjarins skuli lagt fram umboð félagsins því til staðfestingar auk ársskýrslu eða greinargerðar um starf samtakanna og með hvaða hætti kjör áheyrnarfulltrúans á sér stað.

Fundi slitið - kl. 10:15.