Bæjarráð

2972. fundur 03. október 2019 kl. 08:15 - 09:25 á Digranesvegi 1, bæjarráðsherbergi - Víghóll
Fundinn sátu:
  • Birkir Jón Jónsson formaður
  • Karen E. Halldórsdóttir varaformaður
  • Ármann Kristinn Ólafsson varamaður
  • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalmaður
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Páll Magnússon bæjarritari
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

1.1906544 - Fyrirspurn bæjarfulltrúa Pírata, Samfylkingar og BF Viðreisnar um mælingar á frammistöðu tengdum stefnumótun Kópavogsbæjar

Frá bæjarritara, dags. 1. október, lagt fram svar við fyrirspurn sem barst á fundi bæjarráðs þann 26. september sl. um skorkort Framfaravogarinnar fyrir Kópavogsbæ.
Lagt fram.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

2.1909224 - Ósk um samstarf um íþróttaveislu UMFÍ

Frá sviðsstjóra menntasviðs, dags. 30. september, lögð fram umsögn um erindi UMSK varðandi samstarf um Íþróttaveislu UMFÍ sem haldin verður 26-28. júní 2020, þar sem lagt er til að bæjarráð samþykki þátttöku bæjarins í viðburðinum og að undirritaður verði samstarfssamningur þar um.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum þátttöku Kópavogsbæjar í viðburðinum.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

3.1909754 - Vallakór 8 - gerð bílastæða

Frá sviðsstjórum umhverfis- og menntasviðs, dags. 30. september, lagt fram erindi þar sem óskað er heimildar bæjarráðs til að útbúa bílastæði á lóð Vallarkórs 8.
Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

4.1310526 - NPA samningar - einingarverð

Frá deildarstóra þjónustu- og ráðgjafadeildar fatlaðra, dags. 19. september, lögð fram tillaga að hækkun á einingaverði NPA samninga ásamt greinargerð og þar til gerðum fylgiskjölum. Velferðarráð samþykkti tillögu að hækkun einingaverðs NPA samninga fyrir sitt leyti á fundi sínum þann 23. september og vísaði málinu til afgreiðslu bæjarráðs. Bæjarráð frestaði afgreiðslu málsins til næsta fundar á fundi sínum þann 26. september.
Bæjarráð samþykkir með fjórum samhljóða atkvæðum framlagða tillögu um hækkun á einingarverði NPA samninga. Bergljót Kristinsdóttir greiddi ekki atkvæði.

Gestir

  • Aðalsteinn Sigfússon sviðsstjóri velferðarsviðs - mæting: 08:33
  • Atli Sturluson, rekstrarstjóri velferðarsviðs - mæting: 08:33

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

5.1901136 - Umhverfissvið - Vinnuskóli 2019

Frá verkefnastjóra á umhverfissviði, dags. 1. október, lögð fram skýrsla Vinnuskólans í Kópavogi fyrir sumarið 2019.
Lagt fram.

Ýmis erindi

6.1909720 - Forsalir 1. Fyrirspurn um styrk til rafvæðingar í bílakjöllurum fjölbýlishúsa

Frá húsfélaginu Forsölum 1, dags. 27. september, fyrirspurn um styrk til rafvæðingar rafbíla í bílakjöllurum fjölbýlishúsa.
Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar umhverfissviðs.

Ýmis erindi

7.1909718 - Til umsagnar: Frumvarp til laga um skráningu einstaklinga (heildarlög), 101. mál

Frá allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis, dags. 26. september, lagt fram til umsagnar frumvarp til laga um skráningu einstaklinga (heildarlög), stjórnarfrumvarp.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarlögmanns til úrvinnslu.

Ýmis erindi

8.1909721 - Til umsagnar: Frumvarp til laga um breytingu á lögum um grunnskóla, nr. 91/2008, með síðari breytingum (framlög til sjálfstætt rekinna grunnskóla), 16. mál

Frá allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis, dags. 27. september, lagt fram til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um grunnskóla (framlög til sjálfstætt rekinna grunnskóla), þingmannamál.
Lagt fram.

Ýmis erindi

9.1909696 - Til umsagnar: Frumvarp til laga um breytingu á lögum um virðisaukaskatt, nr. 50/1988 (endurgreiðsla virðisaukaskatts), 26. mál

Frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, dags. 26. september, lagt fram til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum umvirðisaukaskatt (endurgreiðsla virðisaukaskatts), þingmannamál.
Lagt fram.

Ýmis erindi

10.1909695 - Til umsagnar: Tillaga til þingsályktunar um rannsóknir á þunglyndi meðal eldri borgara, 22. mál

Frá velferðarnefnd Alþingis, dags. 26. september, lagt fram til umsagnar tillaga til þingsályktunar um rannsóknir á þunglyndi meðal eldri borgara, þingmannamál.
Lagt fram.

Ýmis erindi

11.1909666 - Til umsagnar: Frumvarp til laga um ráðstafanir til hagkvæmrar uppbyggingar háhraða fjarskiptaneta, 122. mál

Frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, dags. 25. september, lagt fram til umsagnar frumvarp til laga um ráðstafanir til hagkvæmrauppbyggingar háhraða fjarskiptaneta, stjórnarfrumvarp.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarlögmanns til úrvinnslu.

Fundargerðir nefnda

12.1909748 - Fundargerð 475. fundar stjórnar SSH frá 09.09.2019

Fundargerð í 1 lið.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

13.1909749 - Fundargerð 476. fundar stjórnar SSH frá 25.09.2019

Fundargerð í 2 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

14.1909747 - Fundargerð 413. fundar stjórnar Sorpu bs. frá 27.09.2019

Fundargerð í 9 liðum.
Lagt fram.

Theódóra Þorsteinsdóttir lagði fram eftirfarandi bókun:
"Ég harma að til þess þurfi að koma að láta gera enn eina 10 milljóna króna úttektina á Sorpu og í þetta sinn beinlínis vegna óábyrgrar fjármálastjórnunar. Óska eftir að fá aðgang að gögnum við liðið nr. 3,4 og 8.
Theódóra Þorsteinsdóttir"

Fundi slitið - kl. 09:25.