Bæjarráð

2976. fundur 31. október 2019 kl. 08:15 - 11:00 á Digranesvegi 1, bæjarráðsherbergi - Víghóll
Fundinn sátu:
  • Birkir Jón Jónsson formaður
  • Karen E. Halldórsdóttir varaformaður
  • Hjördís Ýr Johnson aðalmaður
  • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalmaður
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Páll Magnússon bæjarritari
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

1.1903159 - Framfararvog sveitarfélaga

Kynning á nýjum drögum að skortkorti fyrir Kópavog.
Lagt fram.

Hlé var gert á fundi kl. 8.20. Fundi var fram haldið kl. 10.00.

Gestir

  • Rósbjörg Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Cognito ehf. - mæting: 08:15
  • Kári Friðrksson, hagfræðingur, fulltrúi Cognito ehf. - mæting: 08:15
  • Auður Finnbogadóttir, verkefnastjóri stefnumótunar - mæting: 08:15
  • Jakob Sindri Þórsson, sérfræðingur á stjórnsýslusviði - mæting: 08:15

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

2.1910628 - Fjárhagsáætlun 2020

Frá bæjarstjóra, lögð fram drög að fjárhagsáætlun Kópavogsbæjar og stofnana fyrir árið 2020 og drög að þriggja ára fjárhagsáætlun 2021-2023.
Hlé var gert á fundi kl. 10.15. Fundi var fram haldið kl. 10.45.

Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að leggja framlagða áætlun fyrir bæjarstjórn Kópavogs.

Gestir

  • Ingólfur Arnarson, fjármálastjóri - mæting: 10:00

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

3.1905336 - Umsókn um lóð fyrir hjúkrunarheimilið Sunnuhlíð

Frá bæjarstjóra, dags. 29. október, lögð fram umsögn um umsókn Sunnuhlíðar um lóð fyrir hjúkrunarheimilið.
Bæjarráð samþykkir eftirfarandi með fimm atkvæðum:
Kópvogsbær lýsir sig hér með reiðubúinn til þess að skoða úthlutun á lóðum 5 til 17 við Kópavogsbraut fyrir hjúkrunarheimili ásamt hjúkrunaríbúðum. Ný lóð yrði samtals 14.800 m2. Þar af leggur Kópavogsbær til 7.840 m2 og ríkið 6.960 m2. Kópavogsbær lýsir jafnframt yfir vilja til þess að koma að fjármögnun byggingar hjúkrunarheimilisins með 15% framlagi. Yfirlýsing þessi er gerð með fyrirvara um að ríkið lýsi jafnframt yfir ofangreindum vilja til úthlutunar lóða og 85% fjármögnunar við byggingu nýs heimilis.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

4.1908165 - Umsókn um námsleyfi 2020

Frá starfsmannadeild, dags. 7. október, lögð fram umsókn Margrétar Hlínar Sigurðardóttur um launað námsleyfi. Lagt er til að henni verði veitt launað námsleyfi í 3 mánuði á haustönn 2020 gegn því skilyrði að hún vinni áfram hjá Kópavogsbæ að námi loknu í þrefaldan þann tíma. Bæjarráð samþykkti 2 mánaða námsleyfi vegna vorannar 2020 á síðasta fundi.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum tillögu um námsleyfi í 3 mánuði á haustönn 2020.

Ýmis erindi

5.1910607 - Áreiðanleikakönnun viðskiptamanna í tengslum við aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka

Frá Lánasjóði Sveitarfélaga, dags. 21.10.2019, lagt fram erindi varðandi áreiðanleikakönnun viðskiptamanna í tengslum við aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarlögmanns til úrvinnslu.

Ýmis erindi

6.1910509 - Til umsagnar: Frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum, nr. 138/2011 (íbúakosningar um einstök mál), 49. mál.

Frá Umhverfis- og sammgöngunefnda Alþingis, dags. 22.10.2019, lögð fram ósk um umsögn á frumvarpi til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum nr. 138/2011 (íbúakosningar um einstök mál), þingmannafrumvarp.
Lagt fram.

Sigurbjörg Erla Egilsdóttir lagði fram eftirfarandi bókun:
"Píratar í Kópavogi fagna frumvarpinu, sem hefur það markmið að skýra og auka frelsi sveitarfélaga til þess að kalla til borgarafundar annars vegar og til þess að halda íbúakosningar um einstök málefni hins vegar. Málskots- og frumkvæðisréttur eru mikilvæg aðhaldstæki fyrir íbúa sveitarfélaga til að kalla til samtals og mikilvægt er að því séu gerð betri skil í lögum. Þetta er sjálfsagt skref í takt við auknar lýðræðiskröfur samfélagsins, og ekki veitir af ef raunverulegur vilji er til þess að auka traust á stjórnkerfinu.
Sigurbjörg Erla Egilsdóttir"

Ýmis erindi

7.1910591 - Til umsagnar: frumvarp til laga um grunnskóla (ritfangakostnaður), 230. mál

Frá Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis, dags. 25.10.2019. Lögð fram ósk um umsögn á frumvarpi til laga um grunnskóla (ritfangakostnaður), þingmannafrumvarp.
Lagt fram.

Ýmis erindi

8.1910512 - Til umsagnar: Frumvarp til laga um jarðalög (forkaupsréttur sveitarfélaga), 29. mál

Frá Atvinnuveganefnd Alþingis, dags. 22. október, lagt fram til umsagnar frumvarp til laga um jarðalög (forkaupsréttur sveitafélaga), þingmannafrumvarp.
Lagt fram.

Fundargerð

9.1910025F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 278. fundur frá 25.10.2019

Fundargerð í 13 liðum.
Lagt fram.

Fundargerð

10.1910018F - Ungmennaráð - 12. fundur frá 23.10.2019

Fundargerð í 3 liðum.
Lagt fram.

Fundargerð

11.1910024F - Velferðarráð - 52. fundur frá 28.10.2019

Fundargerð í 9 liðum.
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 11:00.