Bæjarráð

2977. fundur 07. nóvember 2019 kl. 08:15 - 10:55 á Digranesvegi 1, bæjarráðsherbergi - Víghóll
Fundinn sátu:
 • Birkir Jón Jónsson formaður
 • Karen E. Halldórsdóttir varaformaður
 • Hjördís Ýr Johnson aðalmaður
 • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalmaður
 • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalmaður
 • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi
 • Ármann Kristinn Ólafsson bæjarstjóri
Starfsmenn
 • Páll Magnússon bæjarritari
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

1.1911110 - Mælkó - Innanhúss hugbúnaðarþróun

Kynning á stöðu þróunar á hugbúnaðinum Mælkó.
Lagt fram.

Hlé var gert á fundi kl. 8:20. Fundi var fram haldið kl. 9:15.

Gestir

 • Ingimar Þór Friðriksson forstöðumaður UT deildar - mæting: 08:15

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

2.1907192 - Þjónusta við íbúa við Kópavogsbraut 5a.

Frá sviðsstjóra velferðarsviðs, dags. 1. nóvember, lögð fram drög að samningi við félagsmálaráðuneytið vegna yfirfærslu þjónustu við fjóra einstaklinga til heimilis að Kópavogsbraut 5a.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum framlagðan samning við félagsmálaráðuneytið vegna yfirfærslu á þjónustu að Kópavogsbraut 5a.

Bæjarráð vísar erindi skipulagsráðs um nýtingu lóðanna Kleifakór 2 og 4 undir heimili fyrir fatlaða einstaklinga til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Gestir

 • Aðalsteinn Sigfússon sviðsstjóri velferðarsviðs - mæting: 09:18
 • Atli Sturluson, deildarstjóri rekstrardeildar velferðarsviðs - mæting: 09:18

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

3.1607290 - Ferðaþjónusta fatlaðra útboð 2020-2025.

Frá sviðsstjóra velferðarsviðs og deildarstjóra framkvæmdadeildar, dags. 31.október, lagðar fram niðurstöður útboðs í ferðaþjónustu fatlaðra í Kópavogi 2020-2025. Lagt er til að leitað verði samninga við lægstbjóðanda Teit Jóhannsson ehf.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að leitað verði samninga við Teit Jónasson ehf. um ferðaþjónustu fatlaðra í Kópavogi 2020-2025.

Gestir

 • Aðalsteinn Sigfússon, sviðsstjóri velferarðsviðs - mæting: 09:37
 • Atli Sturluson, deildarstjóri rekstrardeildar velferðarsviðs - mæting: 09:37

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

4.1908571 - Umsókn um námsleyfi vor 2020

Frá starfsmannadeild, dags. 7. október, lögð fram umsókn Guðbjargar Sóleyjar Þorgeirsdóttur um launað námsleyfi. Lagt er til að henni verði veitt launað námsleyfi í 3 mánuði á vorönn 2020 og 3 mánuði á haustönn 2020 gegn því skilyrði að hún vinni áfram hjá Kópavogsbæ að námi loknu í þrefaldan þann tíma. Bæjarráð samþykkti 3 mánaða námsleyfi vegna vorannar 2020 á síðasta fundi.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum umsókn um námsleyfi í 3 mánuði á vorönn 2020 og 3 mánuði á haustönn 2020.

Fundargerð

5.1909029F - Barnaverndarnefnd - 96. fundur frá 02.10.2019

Fundargerð í 2 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

6.1910629 - Fundargerð 250. fundar Heilbrigðisnefndar Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis frá 28.10.2019

Fundargerð í 41 lið.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

7.1910011F - Skipulagsráð - 61. fundur frá 04.11.2019

Fundargerð í 19 liðum.
Lagt fram.
 • 7.6 1907412 Álmakór 9b. Breytt deiliskipulag.
  Lögð fram að nýju að lokinni kynningu tillaga Ríkharðs Oddsonar, byggingafræðings fh. lóðahafa að breyttu deiliskipulagi Álmakórs 9b. Í breytingunni felst að gert er ráð fyrir viðbyggingu til suður um 34 m2. Uppdrættir í mkv. 1:500 og 1:100 dags. í júlí 2019. Á fundi skipulagsráðs 29. júlí 2019 var samþykkt með tilvísa til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/210 að grenndarkynna tillöguna fyrir lóðarhöfum Álmakórs 7a, 7b, 9a, 17a og 17b. Kynningartíma lauk 25. október 2019. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust. Niðurstaða Skipulagsráð - 61 Skipulagsráð samþykkir erindið. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.
 • 7.7 1910387 Lækjasmári 114 og 116. Breytt staðföng.
  Lagt fram erindi Gunnars Más Karlssonar, deildastjóra eignadeildar Kópavogsbæjar þar sem lagt er til að staðföngum lóðanna Lækjasmári 114 og 116 verði breytt í Dalsmári 23 og 25. Á lóðunum Dalsmári 21 og Lækjasmári 114 og 116 er leikskólinn Lækur. M.a. vegna aðkomu neyðarbíla er nauðsynlegt að samræma lóðarheitin og verði eftir breytingu Dalsmári 21, 23 og 25. Niðurstaða Skipulagsráð - 61 Skipulagsráð samþykkir erindið. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.
 • 7.8 1910460 Fagraþing 1 og Glæsihvarf 4. Breytt deiliskipulag.
  Lögð fram tillaga Jakobs Líndal arkitekts dags. 16. október 2019 fh. lóðarhafa Fagraþings 1 og Glæsihvarfs 4 þar sem óskað er eftir breytingu á deiliskipulagi. Í tillögunni felst að þessar tvær samliggjandi lóðir verði deilt upp í 3 lóðir. Glæsihvarf 4 er í dag óbyggð lóð en á Fagraþingi 1 er 186 m2 einbýlishús úr timbri, byggt 1999. Til samans eru þessar tvær lóðir 4235 m2. Gert er ráð fyrir að reisa tvö ný einbýlishús á lóðunum, bæði um 300 m2 á tveimur hæðum. Uppdrættir og lóðablað í mkv. 1:1000 ásamt skýringarmyndum. Niðurstaða Skipulagsráð - 61 Skipulagsráð samþykkir að framlögð tillaga verði auglýst í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Fundargerðir nefnda

8.1910651 - Fundargerð 875. stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 30.10.2019

Fundargerð í 25 liðum.
Lagt fram.
Theódóra Þorsteinsdóttir vék af fundi kl. 10:45.

Fundi slitið - kl. 10:55.