Bæjarráð

2978. fundur 14. nóvember 2019 kl. 08:15 - 08:36 á Digranesvegi 1, bæjarráðsherbergi - Víghóll
Fundinn sátu:
 • Birkir Jón Jónsson formaður
 • Karen E. Halldórsdóttir varaformaður
 • Hjördís Ýr Johnson aðalmaður
 • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalmaður
 • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalmaður
 • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
 • Páll Magnússon bæjarritari
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

1.1910131 - Vallakór 12-14, HK. Umsagnarbeiðni v. umsóknar um rekstrarleyfi

Frá lögfræðideild, dags. 16. október, lagt fram bréf Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, dags. 4. október, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Handknattleiksfélags Kópavogs, kt. 630981-0269, um rekstrarleyfi fyrir veitingastað í flokki II, að Vallakór 12-14, 203 Kópavogi, skv. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, sbr. 26. gr. reglugerðar nr. 1277/2016. Samkvæmt 1. tl. 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 skal sveitarstjórn, sem umsagnaraðili, staðfesta að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.
Bæjarráð samþykkir að veita jákvæða umsögn með vísan til minnisblaðs lögfræðideildar.

Ýmis erindi

2.1910662 - Jafnréttisáætlun sveitarfélaga

Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 30. október, lagt fram erindi um jafnréttisáætlanir sveitarfélaga.
Lagt fram.

Ýmis erindi

3.1911235 - Til umsagnar: Frumvarp til laga um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta (leyfisveitingar, málsmeðferð, endurupptaka o.fl.), 317. mál.

Frá allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis, dags. 11. nóvember, lagt fram til umsagnar frumvarp til laga um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta (leyfisveitingar, málsmeðferð, endurupptaka o.fl.), stjórnarfrumvarp.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarlögmanns til úrvinnslu.

Ýmis erindi

4.1911167 - Til umsagnar: Frumvarp til laga um ávana- og fíkniefni (neyslurými), 328. mál

Frá velferðarnefnd Alþingis, dags. 6. nóvember, lagt fram til umsagnar frumvarp til laga um ávana- og fíkniefni (neyslurými), stjórnarfrumvarp.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarlögmanns til úrvinnslu.

Sigurbjörn Erla Egilsdóttir lagði fram eftirfarandi bókun:
"Píratar í Kópavogi fagna frumvarpi um neyslurými en það er staðfesting á því og viðurkenning að í auknum mæli er horfið frá refsistefnu stjórnvalda yfir í skaðaminnkandi úrræði. Vímuefnamisnotkun er heilbrigðisvandamál sem þarf að leysa sem slíkt og aðstoð við jaðarsetta einstaklinga ætti ávallt ganga út frá valdeflingu og skaðaminnkun.
Sigurbjörg Erla Egilsdóttir"

Pétur Hrafn Sigurðsson tók undir bókun Sigurbjargar.

Fundargerðir nefnda

5.1910019F - Íþróttaráð - 96. fundur frá 31.10.2019

Fundargerð í 1 lið.
Lagt fram.

Fundargerð

6.1910020F - Leikskólanefnd - 112. fundur frá 31.10.2019

Fundargerð í 1 lið.
Lagt fram.

Fundargerð

7.1910009F - Menntaráð - 50. fundur frá 31.10.2019

Fundargerð í 1 lið.
Lögð fram.

Fundargerð

8.1911001F - Menntaráð - 51. fundur frá 05.11.2019

Fundargerð í 12 liðum.
Lögð fram.

Fundargerðir nefnda

9.1911120 - Fundargerð 415. fundar stjórnar Sorpu bs. frá 01.11.2019

Fundargerð í 11 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

10.1911186 - Fundargerð 478. fundar stjórnar SSH frá 04.11.2019

Fundargerð í 19 liðum.
Lagt fram.

Fundargerð

11.1911005F - Velferðarráð - 53. fundur frá 11.11.2019

Fundargerð í 10 liðum.
Lagt fram.
 • 11.8 1901639 Endurskoðun á reglum um NPA
  Drög að reglum ásamt greinargerð deildarstjóra, dags. 7. nóvember 2019 lögð fram til afgreiðslu. Niðurstaða Velferðarráð - 53 Lögð var fram eftirfarandi bókun:
  "Undirrituð gera athugasemd við ákvæði um upphæð framlags í 12. grein, þar sem segir að taxti sólarhringsþjónustu miðist við sofandi næturvakt. Samkvæmt núgildandi kjarasamningum er gert ráð fyrir hærra tímakaupi þegar um vakandi næturvakt ræðir og því er mikilvægt að reglurnar komi ekki í veg fyrir að notandi geti greitt aðstoðarfólki sínu kjarasamningsbundin laun þegar svo ber undir.
  Sigurbjörg Erla Egilsdóttir
  Andrés Pétursson
  Sigurlaug Kristín Sævarsdóttir
  Donata Honkowicz Bukowska"

  Hlé var gert á fundi kl. 18:30.
  Fundur hófst að nýju kl. 18:36.

  Lögð var fram eftirfarandi bókun:
  "Kópavogsbær greiðir næst hæsta taxta allra sveitarfélaga á landinu sem eru með NPA samninga og mun í þessum efnum eins og ávallt uppfylla kjarasamninga. En hins ber að gæta að fjármagn það sem ríkið leggur til málaflokksins er föst upphæð og hækkun á tímagjaldi þýðir einfaldlega færri tímar og eða færri samningar.
  Guðmundur G. Geirdal
  Björg Baldursdóttir
  Halla Karí Hjaltested
  Baldur Þór Baldvinsson"

  Velferðarráð samþykkti reglurnar fyrir sitt leyti með fjórum atkvæðum Guðmundar G. Geirdals, Bjargar Baldursdóttur, Höllu Kari Hjaltested og Baldurs Þórs Baldvinssonar.
  Niðurstaða Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.

Fundi slitið - kl. 08:36.