Bæjarráð

2979. fundur 21. nóvember 2019 kl. 08:15 - 11:30 á Digranesvegi 1, bæjarráðsherbergi - Víghóll
Fundinn sátu:
 • Birkir Jón Jónsson formaður
 • Karen E. Halldórsdóttir varaformaður
 • Hjördís Ýr Johnson aðalmaður
 • Bergljót Kristinsdóttir varamaður
 • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalmaður
 • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
 • Pálmi Þór Másson bæjarlögmaður
Fundargerð ritaði: Pálmi Másson bæjarlögmaður
Dagskrá

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

1.1704157 - Endurskoðun á félagslega leiguhúsnæðiskerfinu

Kynning á skýrslu starfshóps um félagslegt húsnæði í Kópavogi um endurskoðun á félagslega húsnæðiskerfinu.
Bæjarráð samþykkir að unnið verði áfram að frekari greiningu einstakra þátta skýrslunnar.
Fundarhlé hófst kl. 8:36, fundi fram haldið kl. 9:42

Gestir

 • Auðunn Freyr Ingvarsson verkfræðingur frá Gnaris - mæting: 08:15
 • Aðalsteinn Sigfússon sviðsstjóri velferðarsviðs - mæting: 08:15
 • Ása Arnfríður Kristjánsdóttir - mæting: 08:15
 • Ingólfur Arnarson - mæting: 08:15

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

2.1902211 - Hafnarbraut 4-8. Óskað eftir lækkun gatnagerðargjalda

Frá bæjarlögmanni, dags. 18. nóvember, lögð fram umsögn um beiðni lóðarhafa Hafnarbrautar 4-8, Hafnarbyggðar ehf., um lækkun gatnagerðargjalda.
Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

3.1911413 - Turnahvarf 8. Heimild til veðsetningar

Frá lögfræðideild, dags. 15. nóvember, lögð fram beiðni f.h. lóðarhafa Turnahvarfs 8, Vigur fjárfestingu ehf., um heimild til að veðsetja lóðina.
Bæjarráð samþykkir erindið.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

4.1910459 - Hagasmári 1, Pizza Hut Smáralind. Phut ehf. Umsagnarbeiðni vegna nýs rekstrarleyfis

Frá lögfræðideild, dags. 13. nóvember, lagt fram bréf Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, dags. 21. október, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Phut ehf., kt. 651114-1520, um rekstrarleyfi fyrir veitingastað í flokki II, að Hagasmára 1, 201 Kópavogi, skv. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, sbr. 26. gr. reglugerðar nr. 1277/2016. Samkvæmt 1. tl. 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 skal sveitarstjórn, sem umsagnaraðili, staðfesta að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.
Bæjarráð samþykkir að veita jákvæða umsögn með vísan til minnisblaðs lögfræðideildar.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

5.1911503 - Bolaöldur, uppsögn samnings vegna móttöku á jarðvegi.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 18. nóvember, lagt fram erindi í tilefni af uppsögn Bolaöldu ehf. á samningi við sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu um móttöku á jarðvegi í námunni Bolaöldu, þar sem unnið er að lausn málsins.
Lagt fram.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

6.1910174 - Innkaup á sumarblómum og matjurtum 2020-2022

Frá deildarstjóra gatnadeildar, dags. 18. nóvember, lagðar fram niðurstöður útboðs vegna ræktunar sumarblóma og matjurta 2020-2022 fyrir Kópavogsbæ og Hafnarfjarðabæ.
Bæjarráð samþykkir að tekið verði tilboði lægstbjóðanda.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

7.1911342 - Gjaldskrár vatnsveitna sveitarfélaga

Frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, dags. 13. nóvember, lagt fram erindi um innheimtu vatnsgjalds hjá sveitarfélögum í kjölfar úrskurðar ráðuneytisins um ólögmæta álagningu vatnsgjalds.
Lagt fram.

Ýmis erindi

8.1911435 - Mæðrastyrksnefnd, beiðni um styrk við starfsemina

Frá Mæðrastyrksnefnd, dags. í nóvember, lögð fram beiðni um styrk vegna jólaaðstoðar sem er á næsta leyti.
Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til bæjarritara til afgreiðslu.

Ýmis erindi

9.1911416 - Styrkbeiðni um fjárframlag til Kvennaráðgjafarinnar fyrir rekstrarárið 2020

Frá Kvennaráðgjöfinni, dags. 11. nóvember, lögð fram beiðni um styrk til starfseminnar fyrir rekstrarárið 2020.
Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra velferðarsviðs til afgreiðslu.

Ýmis erindi

10.1911412 - Umsókn um leyfi fyrir flugeldasölu við Versali 5 og Vallakór 4 frá 28.- 31.12.2019 frá 10:00-22:00

Frá Hjálparsveit skáta í Kópavogi, dags. 8. nóvemer, lagt fram erindi þar sem óskað er eftir leyfi fyrir flugeldasölu á þremur stöðum í bænum.
Bæjarráð samþykkir erindið og vísar því til afgreiðslu bæjarlögmanns.

Ýmis erindi

11.1911411 - Umsókn um leyfi fyrir flugeldasýningu í Kópavogsdal 31.12.2019

Frá Hjálparsveit skáta í Kópavogi, dags. 13. nóvmber, lagt fram erindi þar sem óskað eftir umsögn sveitarfélagsins vegna flugeldasýningar í Kópavogsdal á íþróttasvæði Breiðabliks þann 31. desember 2019 milli kl. 21-21:30 og leyfi til að halda flugeldasýninguna á fyrrgreindum stað.
Bæjarráð samþykkir erindi bréfritara og vísar því til afgreiðslu bæjarlögmanns.
Bókun:
"Undirrituð benda á að enn er beðið eftir niðurstöðum starfshóps Umhverfisráðherra um hvort eigi að takmarka notkun flugelda."
Karen E. Halldórsdóttir og Hjördís Ýr Johnson

Bókun:
"Tökum undir ofangreinda bókun."
Bergljót Kristinsdóttir
Sigurbjörg E. Egilsdóttir.

Ýmis erindi

12.1911417 - Umsókn um leyfi fyrir áramótabrennu í Smárahvammi

Frá Breiðablik, dags. 15. nóvember, lagt fram erindi þar sem sótt er um leyfi fyrir áramótabrennu í Smárahvammi á gamlárskvöld þann 31. desember 2019 kl. 20:30.
Bæjarráð vísar málinu til umsagnar sviðsstjóra umhverfissviðs.

Ýmis erindi

13.1911354 - Til umsagnar: frumvarp til laga um almannatryggingar almennar íbúðir (hækkun tekju- og eignamarka leigjenda, sérstakt byggðaframlag, veðsetningu), 320. mál

Frá velferðarnefnd Alþingis, dags. 14. nóvember, lagt fram til umsagnar frumvarp til laga um almannatryggingar, almennar íbúðir (hækkun tekju- og eignamarka leigjenda, sérstakt byggðaframlag, veðsetning), stjórnarfrumvarp.
Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarlögmanns.

Ýmis erindi

14.1911350 - Til umsagnar frumvarp til laga um Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, 319. mál.

Frá velferðarnefnd Alþingis, dags. 14. nóvember, lagt fram til umsagnar frumvarp til laga um Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, stjórnarfrumvarp.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarlögmanns

Ýmis erindi

15.1911512 - Til umsagnar: Frumvarp til laga um lyfjalög (lausasölulyf), 266. mál

Frá velferðarnefnd Alþingis, dags. 18. nóvember, lagt fram til umsagnar frumvarp til laga um lyfjalög (lausasölulyf), þingmannafrumvarp.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarlögmanns.

Fundargerð

16.1911006F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 279. fundur frá 07.11.2019

Fundargerð í 6 liðum
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar

Fundargerð

17.1911009F - Lista- og menningarráð - 106. fundur frá 14.11.2019

Fundargerð í 6 liðum
Lagt fram

Fundargerð

18.1910021F - Skipulagsráð - 62. fundur frá 18.11.2019

Fundargerð í 17 liðum.
Lagt fram.
 • 18.7 1809116 Hamraborg - miðbæjarskipulag. Breytt aðalskipulag. Deiliskipulag. Skipulagslýsing.
  Lögð fram tillaga skipulags- og byggingardeildar í samræmi við 1. mgr. 30 gr. og 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að skipulagslýsingu vegna fyrirhugaðrar breytingar á Aðalskipulagi Kópavogs 2012-2024 og fyrirhugaðri vinnu við gerð deiliskipulags á miðbæjarsvæði Hamraborgar. Fyrirhugað skipulagssvæði afmarkast af Vallartröð í austur, Digranesvegi í suður, Digranesvegi 1, Hálsatorgi og Hamraborg 8 í vestur og Hamraborg 10 til 24 (sléttar tölur) í norður. Í gildandi aðalskipulagi er landnotkun á umræddu svæði sem er um 1,3 ha að flatarmáli, skilgreind sem miðbæjarsvæði fyrir íbúðir, verslun og þjónustu. Í fyrirhugaðri aðalskipulagsbreytingu verður landnotkun svæðisins áfram skilgreind sem miðbæjarsvæði auk þess sem það verður skilgreint sem nýtt þróunarsvæði (þéttingarsvæði). Jafnframt er talnagrunni aðalskipulagsins er breytt.

  Í framlagðri skipulagslýsingu er miðað við að núverandi byggingar á lóðunum Fannborg 2, 4 og 6 (gömlu bæjarskrifstofurnar) á reit B1-1 í rammahluta aðalskipulagsins verði rifnar og nýjar byggingar reistar í þeirra stað fyrir allt að 300 íbúðir ásamt verslun og þjónustu alls um 28.000 m2. Miðað er við 1 bílastæði á hverja 100 m2 í húsnæði neðanjarðar.

  Í skipulagslýsingunni er auk þess gert ráð fyrir breytingum á sk. Traðarreit - vestur, reit B4 í rammahluta aðalskipulagsins, þar sem núverandi íbúðarhús við Neðstutröð 2, 4, 6, 8 og Vallartröð 1, 3, 5 og 7 verði rifin og nýtt húsnæði byggð í þeirra stað fyrir allt að 300 íbúðir auk húsnæðis fyrir verslanir og þjónustu alls um 25.000 m2. Miðað er við1 bílastæði á hverja 100 m2 í húsnæði neðanjarðar.

  Í framlagðri skipulagslýsingu eru ekki ráðgerðar breytingar við Hamraborg 10 til 38 (sléttar tölur), við Fannborg 1 til 9 (oddatölur) og Digranesvegi 5 og 7 þ.e. á reitum B1-3 og B2 í rammahluta aðalskipulagsins.
  Er skipulagslýsingin dags. 11. nóvember 2019.
  Niðurstaða Skipulagsráð - 62 Skipulagsráð samþykkir að framlögð skipulagslýsing verði kynnt í samræmi við 1. mgr. 30. gr. og 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.
 • 18.10 1906472 Kópavogsbraut 59. Breytt deiliskipulag.
  Lögð fram tillaga Arkþing/Nordic arkitekta fh. lóðarhafa Kópavogsbrautar 59 að breyttu deiliskipulagi. Á lóðinni stendur einbýlishús, ein hæð og ris um 120 m2 að samanlögðum gólffleti byggt úr holsteini 1949 ásamt um 38 m2 stakstæðum bílskúr byggður 1953. Lóðin er 1.015 m2 að flatarmáli. Í gildandi deiliskipulagi, samþykkt í bæjarstjórn 28. september 2010 og birt í B-deild Stjórnartíðinda 28. október 2010 nr. 816, gert ráð fyrir að lóðinni verði skipt í tvær lóðir og á þeim byggt tveggja hæða parhús samanlagt um 440 m2 að gólffleti með innbyggðum bílgeymslum. Í gildandi deiliskipulagi er miðað við að hámarkshæð húsa, miða við aðkomuhæð verði 7,5 m og tvö stæði á hvorri lóð. Í framlagðri tillögu að breyttu deiliskipulagi felst að lóðin verði óskipt og þar rísi tvö stakstæð hús og eitt parhús. Húsin verði einhæð og ris og í hverju þeirra ein íbúð, alls fjórar íbúðir. Á þremur húsanna er miðað við að mænir þeirra verði samsíða Kópavogsbraut og á því fjórða verði verði mænirinn hornrétt á Kópavogsbraut. Heildarflatarmál hvers íbúðarhluta er áætlað að hámarki 110 m2 þannig að samtals er ráðgert að byggja 440 m2 á lóðinni og nýtingarhlutfall um 0,4. Í tillögunni er miðað við að mesta hæð fyrirhugaðra bygginga verði 7,5 m miðað við aðkomuhæð og að svalir geti náð allt að 1,6 m út fyrir byggingarreit. Miðað er við tvö stæði á íbúð, alls átta stæði fjögur verði með aðkoma frá Kópavogsbraut og fjögur frá Suðurvör. Tillagan er sett fram á uppdrætti í mkv. 1:1000 ásamt greinargerð og skýringarmyndum dags. 12. nóvember 2019. Niðurstaða Skipulagsráð - 62 Skipulagsráð samþykkir að framlögð tillaga að breyttu deiliskipulagi Kópavogsbrautar 59 verði auglýst í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.
 • 18.11 1907317 Fagraþing 3. Breytt deiliskipulag.
  Lögð fram að nýju að lokinni kynningu tillaga Kristins Ragnarssonar, arkitekts fh. lóðarhafa Fagraþings 3 um að reisa garðskála yfir svalir á vesturhlið hússins samtals um 50 m2 sbr. uppdrætti og skýringarmyndir dags. 14. júní 2019. Á fundi skipulagsráðs 29. júlí 2019 var samþykkt með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna tillöguna fyrir lóðarhöfum Fagraþings 1, 2a, 2b, 4, 5, 6, 8, 10a, 10b, 12 og 14. Kynningartíma lauk 28. október 2019. Athugasemdir og ábendingar bárust á kynningartímanum. Niðurstaða Skipulagsráð - 62 Skipulagsráð samþykkir erindið. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.
 • 18.12 16031415 Digranesvegur 82. Digraneskirkja - Aðkoma umferðar inn á Digranesveg
  Lögð fram tillaga verkfræðistofu Bjarna Viðarssonar fh. umhverfissvið að breyttri tengingu lóðar Digraneskirkju við Digranesveg til að auka umferðaröryggi vegfaranda. Tillagan er sett fram á uppdrætti í mkv. 1:500 dags. í október 2016. Niðurstaða Skipulagsráð - 62 Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu með tilvísan í 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.
 • 18.14 1911155 Akrakór 8. Breytt deiliskipulag.
  Lögð fram tillaga Páls Poulsen, arkitekts fh. lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi lóðarinnar nr. 8 við Akrakór. Í gildandi deiliskipulagi er miðað við að á lóðinni sem er 886 m2 verði byggt einbýlishús á einni hæð auk kjallara, 350 m2 að samanlögðum gólffleti og nýtingarhlutfall því 0,40. Miðað er við að mesta hæð fyrirhugaðs húss skv. gildandi deiliskipulagi sé 4,8 m miðað við aðkomuhæð, hámarkshæð miða við kjallara 7,5 m og vegghæð 6,3 m. Gert er ráð fyrir að þakform sé frjálst og 3 stæðum á lóð.

  Í framlagðri tillögu að breyttu deiliskipulagi er miðað við að lóðinni verði skipt í tvennt og á henni verði byggt parhús á einni hæð auk kjallara samtals um 420 m2 að samanlögðum gólffleti. Nýtingarhlutfall verði 0,48 og tvö bílastæði á íbúð. Hámarks vegghæð verði 6,7 m í stað 6,3 m sbr. gildandi deiliskipulag. Að öðru leyti gilda áfram sömu skilmálar.
  Niðurstaða Skipulagsráð - 62 Skipulagsráð samþykkir að framlögð tillaga verði auglýst í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Gestir

 • Birgir Sigurðsson skipulagsstjóri - mæting: 10:52

Fundi slitið - kl. 11:30.