Bæjarráð

2983. fundur 19. desember 2019 kl. 08:15 - 11:37 á Digranesvegi 1, bæjarráðsherbergi - Víghóll
Fundinn sátu:
  • Helga Hauksdóttir varamaður
  • Karen E. Halldórsdóttir formaður
  • Margrét Friðriksdóttir varamaður
  • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalmaður
  • Einar Örn Þorvarðarson varamaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Ármann Kristinn Ólafsson varamaður
Starfsmenn
  • Pálmi Þór Másson bæjarlögmaður
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarritari
Dagskrá

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

1.1912395 - Þjónusta Veitna í efri byggðum Kópavogs

Framkvæmdastjóri Veitna kemur á fund bæjarráðs og fer yfir stöðu á heitu vatni í efri byggðum Kópavogs.
Kynning og umræður.

Gestir

  • Gestur Pétursson framkvæmdastjóri Veitna - mæting: 08:15
  • Guðmundur Óli Gunnarsson, tæknistjóri Veitna - mæting: 08:15

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

2.1909224 - Ósk um samstarf um íþróttaveislu UMFÍ

Kynning á Íþróttaveislu UMFÍ sem verður haldin í júní 2020 í Kópavogi.
Lagt fram.

Gestir

  • Valdimar Gunnarsson framkvæmdastjóri UMSK

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

3.1804413 - Innleiðing Barnasáttmála Sameinuðu Þjóðanna

Kynning á mælaborði um velferð barna í Kópavogi.
Lagt fram.

Gestir

  • Anna Elísabet Ólafsdóttir sérfræðingur lýðheilsumála
  • Jakob Sindri Þórsson sérfræðingur
Fundarhlé hófst kl. 10:42. fundi fram haldið kl. 10:47

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

4.1911822 - Fífan, Breiðablik. Umsagnarbeiðni vegna brennu 31.12.2019

Frá lögfræðideild, dags. 10. desember, lagt fram bréf Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, dags. 27. nóvember, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Breiðabliks, kt. 480169-0699, um leyfi fyrir áramótabrennu á bílastæði fjær sunnan megin við Fífuna í Kópavogi á gamlárskvöld 31. desember 2019 kl. 20:30.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að veita jákvæða umsögn.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

5.1911842 - Gulaþing, áramótabrenna. Umsagnarbeiðni vegna brennu

Frá lögfræðideild, dags. 10. desember, lagt fram bréf Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, dags. 28. nóvember, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Árna Þórs Árnasonar, kt. 240366-5179, um leyfi fyrir áramótabrennu ofan við Gulaþing í Kópavogi á gamlárskvöld 31. desember 2019 kl. 20:30.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að veita jákvæða umsögn en bendir á ósamræmi í stærð brennu og brennu tíma.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

6.1911136 - Hamraborg 6. Umsókn um styrkveitingu félaga- og félagasamtaka til greiðslu fasteignaskatts

Frá lögfræðideild, dags. 10. desember, lögð fram tillaga að afgreiðslu umsóknar Tónlistarfélags Kópavogs um styrk til greiðslu fasteignaskatts. Lagt er til styrkumsókn að upphæð kr. 3.534.000,-. verði samþykkt enda fellur starfsemi félagsins að reglum Kópavogsbæjar um styrkveitingar.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að veita styrk til greiðslu fasteignaskatts af fasteign Tónlistarfélags Kópavogs.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

7.1909720 - Forsalir 1. Fyrirspurn um styrk til rafvæðingar í bílakjöllurum fjölbýlishúsa

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs og deildarstjóra gatnadeildar, dags. 17. desember, lögð fram umsögn um fyrirspurn um styrk til uppsetningar hleðslustöðva rafbíla við fjöleignahús frá húsfélaginu Forsölum 1. Einnig lagt fram ásamt minnisblaði deildarstjóra gatnadeildar, dags. 17. desember, um fyrirkomulag hleðslustöðva fyrir rafbíla á bæjarlandi.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að hafna erindinu.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

8.1912378 - Íþróttahúsið Digranes, endurnýjun íþróttagólfs.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 16. desember, lagt fram erindi þar sem óskað er heimildar bæjarráðs til að bjóða út í opnu útboði endurnýjun á íþróttagólfi í íþróttahúsinu Digranesi.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að veita umbeðna heimild til útboðs.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

9.1906243 - Okkar Kópavogur 2019 - 2021

Frá verkefnastjóra íbúatengsla, dags. 16. desember, lagt fram til samþykktar erindisbréf kjörstjórnar í lýðræðisverkefninu Okkar Kópavogur, ásamt kjörseðli yfir þær 100 hugmyndir sem fara áfram í íbúakosningu. Einnig lagðar fram til samþykktar reglur um rafrænar kosningar í Kópavogi.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum framlagt erindisbréf, kjörseðil og reglur um rafrænar kosningar.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

10.1912340 - Útboð á ákveðnum þjónustuþáttum UT reksturs og UT þjónustu til að auka öryggi reksturs

Frá forstöðumanni upplýsingatæknideildar, dags. 17. desember, lagt fram erindi þar sem óskað er heimildar bæjarráðs til að fara í útboð á úthýsingu verkefna til að auka öryggi í samræmi við framlögð útboðsgögn.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að veita umbeðna heimild til útboðs.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

11.1910628 - Gjaldskrá sundlauga 2020

Lögð fram til samþykktar gjaldskrá fyrir sundlaugar Kópavogs.
Bæjarráð samþykkir gjaldskrá sundlauga með fimm atkvæðum.

Ýmis erindi

12.1912272 - Til umsagnar: Frumvarp til nýrra laga um fjarskipti

Frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti, dags. 10. desember, lagt fram til umsagnar frumvarp til nýrra fjarskiptalaga.
Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til afgreiðslu bæjarlögmanns.

Ýmis erindi

13.1912393 - Ný umferðarlög, kynning á breytingum

Frá Samgöngustofu, dags. 16. desember, lagt fram erindi þar sem vakin er athygli á að um áramótin taka gildi ný umferðarlög.
Lagt fram til kynningar og vísast til kynningar menntasviðs og umhverfissviðs.

Fundargerðir nefnda

14.1912006F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 281. fundur frá 06.12.2019

Fundargerð í 14 liðum.
Lagt fram.

Fundargerð

15.1912009F - Íþróttaráð - 98. fundur frá 11.12.2019

Fundargerð í 42 liðum
Lagt fram.

Fundargerð

16.1912007F - Jafnréttis- og mannréttindaráð - 74. fundur frá 11.12.2019

Fundargerð í fjórum liðum.
Lagt fram.

Fundargerð

17.1912005F - Leikskólanefnd - 114. fundur frá 12.12.2019

Fundargerð í 5 liðum
Lagt fram.

Fundargerð

18.1911015F - Lista- og menningarráð - 107. fundur frá 12.12.2019

Fundargerð í 5 liðum.
Lagt fram.
  • 18.2 1909259 Málefni Gerðarsafns 2015-2019 - Framhaldsmál frá 2011
    Minnisblað frá forstöðumanni Gerðarsafns lagt fram. Niðurstaða Lista- og menningarráð - 107 Lista- og menningarráð vísar erindinu til bæjarráðs. Niðurstaða Bæjarráð vísar til nýsamþykktrar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2020 þar sem fram koma samþykktar heimildir stöðugilda.

Fundargerð

19.1911021F - Skipulagsráð - 65. fundur frá 16.12.2019

Fundargerð í 8 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

20.1912392 - Fundargerð 416. fundar stjórnar Sorpu bs. frá 06.12.2019

Fundargerð í 10 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

21.1912319 - Fundargerð 479. fundar stjórnar SSH frá 02.12.2019

Fundargerð í 15 liðum.
Lagt fram.

Erindi frá bæjarfulltrúum

22.1912425 - Fyrirspurn frá Pírötum um íþróttaráð

Fyrirspurn frá Pírötum um kjör formanns og varaformanns íþróttaráðs.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa erindinu til afgreiðslu bæjarritara
Bæjarráð samþykkir að fundur ráðsins 2. janúar 2020 falli niður.

Fundi slitið - kl. 11:37.