Frá lögfræðideild, dags. 7. janúar, lagt fram bréf Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, dags. 15. nóvember sl. þar sem óskað er umsagnar um umsókn Salarins - Tónlistarhúss Kópavogs, kt. 681298-3129, um rekstrarleyfi fyrir veitingastað í flokki II, að Hamraborg 6, 200 Kópavogi, skv. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, sbr. 26. gr. reglugerðar nr. 1277/2016. Samkvæmt 1. tl. 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 skal sveitarstjórn, sem umsagnaraðili, staðfesta að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.
Fundarhlé hófst kl. 8:16, fundi fram haldið kl. 9:08.