Bæjarráð

2984. fundur 09. janúar 2020 kl. 08:15 - 10:19 á Digranesvegi 1, bæjarráðsherbergi - Víghóll
Fundinn sátu:
 • Birkir Jón Jónsson formaður
 • Karen E. Halldórsdóttir varaformaður
 • Hjördís Ýr Johnson aðalmaður
 • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalmaður
 • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalmaður
 • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
 • Pálmi Þór Másson bæjarlögmaður
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarlögmaður
Dagskrá

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

1.1704186 - Vatnsendi. Eignarnám á landi úr jörðinni Vatnsenda. Framhaldsmál

Guðjón Ármannsson lögmaður kynnir matsgerð í málinu.
Kynning og umræður.

Fundarhlé hófst kl. 8:16, fundi fram haldið kl. 9:08.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

2.1905121 - Mánaðarskýrslur 2019

Frá bæjarritara, lagðar fram mánaðarskýrslur fyrir ágúst og september.
Lagt fram.

Gestir

 • Ingólfur Arnarson fjármálastjóri - mæting: 09:35

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

3.2001042 - Hamraborg 6, Salurinn, Tónlistarhús. Umsagnarbeiðni v. umsóknar um rekstrarleyfi

Frá lögfræðideild, dags. 7. janúar, lagt fram bréf Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, dags. 15. nóvember sl. þar sem óskað er umsagnar um umsókn Salarins - Tónlistarhúss Kópavogs, kt. 681298-3129, um rekstrarleyfi fyrir veitingastað í flokki II, að Hamraborg 6, 200 Kópavogi, skv. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, sbr. 26. gr. reglugerðar nr. 1277/2016. Samkvæmt 1. tl. 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 skal sveitarstjórn, sem umsagnaraðili, staðfesta að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að veita jákvæða umsögn.

Ýmis erindi

4.1912416 - Viðbragðsáætlun til að draga úr loftmengun

Frá Heilbrigðiseftirliti Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis, dags. 11. desember, lagt fram afrit af bréfi heilbrigðisnefndar til Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins og heilbrigðisnefnda Reykjavíkur og Kjósarsvæðis um gerð viðbragðsáætlunar til að draga út loftmengun.
Lagt fram.
Bókun:
"Ég óska eftir upplýsingum um það hvort verkefninu fylgi fjármagn til Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins?"
Theódóra S. Þorsteinsdóttir

Ýmis erindi

5.1912436 - Styrkbeiðni vegna starfsemi Félags lesblindra á Íslandi

Frá félagi lesblindra á Íslandi, lögð fram umsókn um styrk að fjárhæð 400.000 kr.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarritara til afgreiðslu.

Ýmis erindi

6.1912565 - Umsókn um styrk fyrir árið 2020

Frá Krabbameinsfélagi höfuðborgarsvæðisins, dags. 18. desember, lögð fram umsókn um styrk að fjárhæð 500.000 kr.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarritara til afgreiðslu.

Fundargerð

7.1912014F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 282. fundur frá 19.12.2019

Fundargerð í 17 liðum.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Fundargerð

8.1911029F - Skipulagsráð - 66. fundur frá 06.01.2020

Fundargerð í 12 liðum.
Lagt fram.

Fundarhlé hófst kl. 9:25, fundi fram haldið kl. 9:31
 • 8.2 2001022 Bláfjöll. Skíðasvæði. Framkvæmdaleyfi.
  Lögð fram umsókn Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins, greinargerð VSÓ; Endurbætur á skíðasvæðinu í Bláfjöllum, umsókn um framkvæmdaleyfi dags. í desember 2019. Þá lögð fram tillaga skipulagsstjóra að leyfi fyrir framkvæmdum á skíðasvæði Bláfjalla. Fyrirhugaðar framkvæmdir felast í landmótun, uppsetningu á lausum lögnum og girðingum og aðrar framkvæmdir sem unnar eru samhliða reisingu á nýjum skíðalyftum Gosa og Drottningu. Skíðalyftur samanstanda af undirstöðum, möstrum, línum, stólum, neðri og efri stjórnhúsum og stólageymslu. Einnig framkvæmdir sem tengjast uppsetningu snjóframleiðslubúnaðar, gerð borplans, miðlunarlóns og uppsetningu á lögnum og snjóbyssum. Framkvæmdirnar eru í samræmi við deiliskipulag skíðasvæðisins í Bláfjöllum samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs 25. september 2018. Í framkvæmdaleyfinu koma fram þau hönnunargögn og önnur gögn sem framkvæmdaleyfið byggir á sem og skilyrði og skilmálar leyfisveitenda. Niðurstaða Skipulagsráð - 66 Skipulagsráð samþykkir tillöguna. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.
 • 8.4 1901120 Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins 2040. Breytt vaxtamörk á Álfsnesi.
  Lagt fram erindi Hrafnkels Á. Proppé, svæðisskipulagsstjóra dags. 30. desember 2019 og varðar breytingu á svæðisskipulaginu Höfuðborgarsvæðið 2040 þar sem vaxtamörk á Álfsnesi eru færð út. Umrædd tillaga að breytingu á svæðisskipulagi ásamt umhverfisskýrslu var auglýst 30. ágúst 2019. Frestur til athugasemda og ábendinga var til 11. október 2019. Samhliða breytingunni var jafnframt kynnt breyting á aðalskipulagi Reykjavíkur 2030; nýtt deiliskipulag fyrir Álfsnesvík ásamt frummatsskýrslu vegna nýrrar staðsetningar Björgunar á Álfsnesi. Athugasemdir og ábendingar bárust á kynningartíma. Að lokinni kynningu var umrædd breyting á svæðisskipulaginu lögð fyrir að nýju í svæðisskipulagsnefnd höfuðborgarsvæðisins 29. nóvember 2019 ásamt framkomnum athugasemdum og ábendingu og viðbrögðum svæðisskipulagsnefndar við þeim. Frá auglýstri tillögu hefur verið bætt við fyllri umsögn í umhverfisskýrslu um áhrif á hljóðvist, umfjöllun um þætti sem geta haft áhrif á fok sem og umfjöllun um útivistarsvæði. Þá hefur verið leiðrétt misritun um stækkunarmöguleika lóðar Björgunar í Álfsnesvík. Að öðru leyti kalla umsagnir ekki á breytingu á skipulagstillögum eða umhverfisskýrslu vegna svæðisskipulagsins. Svæðisskipulagsnefnd samþykkti tillöguna og vísaði henni til afgreiðslu aðildarsveitarfélaga SSH.
  Niðurstaða Skipulagsráð - 66 Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu með tilvísan til 2. mgr. 25. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 9. gr. laga nr. 105/2006 um umhverfismat áætlana. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
 • 8.5 1910605 Nýbýlavegur 32. Kynning á byggingarleyfi.
  Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi Einars Ólafssonar arkitekts dags. 25. júlí 2019 fh. lóðarhafa Nýbýlavegar 32. Í erindinu er óskað eftir að breyta þriðju hæð hússins úr iðnaðarhúsnæði í íbúðarhúsnæði og koma fyrir fjórum íbúðum á hæðinni. Byggt verður yfir svalir að hluta svo gólfflöturinn stækkar um 39,9 m2 og komið fyrir nýjum stiga á suður hlið hússins, Dalbrekkumegin. Gólfflötur þriðju hæðar er í dag 171,1 m2 en verður 211 m2 eftir breytingu. Íbúðirnar fjórar verða 61 m2, 51 m2, 50 m2 og 49 m2. Á fundi skipulagsráðs 18. nóvember 2019 var samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Nýbýlavegar 30 og Dalbrekku 27, 29, 54, 56 og 58. Kynningartíma lauk 18. desember 2019. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust á kynningartímanum. Niðurstaða Skipulagsráð - 66 Skipulagsráð samþykkir erindið. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
 • 8.6 1811314 Dalaþing 36. Breytt deiliskipulag.
  Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi Sigurðar Hallgrímssonar arkitekts dags. 10. október 2018 fh. lóðarhafa Dalaþings 36 þar sem óskað er eftir að byggja opið garðskýli á suðurhluta lóðarinnar og breyta skráningartöflu. Á fundi skipulagsráðs 19. nóvember 2018 var samþykkt með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum Dalaþings 15, 26 a og b, 27 og 34. Kynningu lauk 18. desember 2019. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust á kynningartímanum. Niðurstaða Skipulagsráð - 66 Skipulagsráð samþykkir erindið. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.
 • 8.9 1910451 Bakkabraut 7a. Breytt deiliskipulag.
  Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi Sigurðar Hafsteinssonar byggingatæknifræðings dags. 9. ágúst 2019 fh. lóðarhafa Bakkabrautar 7a þar sem óskað er eftir leyfi til að breyta skráningu á 121 m2 rými neðri hæðar úr iðnaðarhúsnæði í íbúðarhúsnæði. Á fundi skipulagsráðs 4. nóvember 2019 var samþykkt að framlögð tillaga verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum Bakkabrautar 5a til 5e og Bakkabrautar 7b til 7d. Kynningartíma lauk 20. desember 2019. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust á kynningartímanum. Niðurstaða Skipulagsráð - 66 Skipulagsráð samþykkir erindið. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

  Kristinn Dagur Gissurarson greiðir atkvæði gegn erindinu.
  Niðurstaða Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Gestir

 • Birgir Sigurðsson - mæting: 09:08

Fundargerðir nefnda

9.1912492 - Fundargerð 877. fundar stjórnar Sambands ísl. sveitarfél. frá 13.12.2019

Fundargerð í 19 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

10.1912554 - Fundargerð 314. fundar stjórnar Strætó frá 13.12.2019

Fundargerð í 9 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

11.1912570 - Fundargerð 90. fundar stjórnar svæðisskipulagsnefndar frá 29.11.2019

Fundargerð í 3 liðum.
Lagt fram.

Fundargerð

12.1911026F - Umhverfis- og samgöngunefnd - 122. fundur frá 17.12.2019

Fundargerð í 5 liðum.
Lagt fram og kynnt.

Erindi frá bæjarfulltrúum

13.2001139 - Tillaga bæjarfulltrúa Pírata, Samfylkingar og BF Viðreisnar um að birta fylgigögn með fundargerðum á vef bæjarins

Tillaga frá bæjarfulltrúum Pírata, Samfylkingar og BF Viðreisnar um að birta fylgigögn með fundargerðum bæjarstjórnar og fastanefnda á vef bæjarins.
Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til umsagnar forsætisnefndar.
Bókun:
"Birting fylgigagna með fundargerðum er löngu tímabært skref í átt að auknu gagnsæi. Fjölmörg sveitarfélög hafa nú þegar komið slíku verklagi á, þar á meðal stærri sveitarfélögin í nágrenni Kópavogs. Þessi breyting mun bæði spara starfsfólki bæjarins vinnu og fyrirhöfn, ásamt því að auðvelda bæjarbúum að kynna sér þær forsendur sem eru að baki ákvarðanatöku í stjórnsýslunni."
Sigurbjörg Erla Egilsdóttir, Pétur Hrafn Sigurðsson og Theodóra S. Þorsteinsdóttir

Fundi slitið - kl. 10:19.