Bæjarráð

2987. fundur 30. janúar 2020 kl. 08:15 - 11:18 á Digranesvegi 1, bæjarráðsherbergi - Víghóll
Fundinn sátu:
 • Helga Hauksdóttir varamaður
 • Karen E. Halldórsdóttir varaformaður
 • Hjördís Ýr Johnson aðalmaður
 • Bergljót Kristinsdóttir varamaður
 • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalmaður
 • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi
 • Ármann Kristinn Ólafsson varamaður
Starfsmenn
 • Ása Arnfríður Kristjánsdóttir lögfræðingur
Fundargerð ritaði: Ása A. Kristjánsdóttir lögmaður
Dagskrá

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

1.2001794 - Þjónustukönnun sveitarfélaga 2019 - Gallup

Lagðar fram niðurstöður úr þjónustukönnun sveitarfélaga 2019.
Lagt fram og kynnt.
Fundarhlé var gert kl. 8:16, vegna kynningar á niðurstöðu þjónustukönnunar. Fundi var fram haldið 8:44.

Gestir

 • Ólafur Elínarson frá Gallup - mæting: 08:15

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

2.2001800 - Innri endurskoðun Reykjavíkurborgar á starfsemi Sorpu

Lögð fram skýrsla innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar á starfsemi og stjórnarháttum Sorpu vegna byggingar nýrrar gas- og jarðgerðarstöðvar.
Lagt fram og kynnt.
Hlé var gert á fundi kl. 9:15 vegna kynningar á skýrslu. Fundi framhaldið kl. 10:30.

Karen Elísabet Halldórsdóttir vék af fundi kl. 10:15. Ármann Kr. Ólafsson tók við fundarstjórn.

Gestir

 • Birkir Jón Jónsson stjórnarformaður Sorpu - mæting: 09:19
 • Anna Margrét Jónsdóttir, staðgengill innri endurskoðanda Reykjavíkurborgar - mæting: 09:19
 • Þórun Þórðardóttir, verkefnastjóri hjá innri endurskoðun Reykjavíkurborgar - mæting: 09:19
 • Líf Magneudóttir, varaformaður stjórnar Sorpu - mæting: 09:19
 • Jenný Stefanía Jensdóttir, verkefnastjóri hjá innri endurskoðun Reykjavíkurborgar - mæting: 09:19
 • Sigrún Jóhannesdóttir, lögfræðingur hjá innri endurskoðun Reykjavíkurborgar - mæting: 09:19

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

3.1903496 - Húsnæðisáætlun

Lögð fram til kynningar drög að húsnæðisáætlun Kópavogsbæjar.
Lagt fram og kynnt.
Hlé var gert á fundi kl. 10:33, vegna kyningar. Fundi var framhaldið 11:16

Gestir

 • Guðmundur Pálsson frá KPMG - mæting: 10:30

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

4.1911566 - Óskað eftir umræðu um 32. gr. sveitarstjórnarlaga m.t.t. lífeyrisréttinda kjörinna fulltrúa. Tillaga frá Karenu Elísabetu Halldórsdóttur

Forsætisnefnd leggur til að kjörnum fulltrúum og nefndarmönnum bæjarins verði gert kleift að greiða í séreignasjóð vegna setu sinnar í nefndum og ráðum á vegum Kópavogsbæjar og vísar málinu til frekari afgreiðslu í bæjarráði og bæjarstjórn. Til skoðunar var 32. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 sem heimilar sveitarstjórnum að setja nánari reglur um réttindi sveitarstjórnarmanna, s.s. varðandi lífeyrissjóði, fæðingarorlof og biðlaun, þar sem skoðað var m.a. hvers vegna Kópavogur greiðir ekki mótframlög vegna séreignasparnaðar kjörinna fulltrúa. Á fundi forsætisnefndar þann 23. janúar var einnig lagt fram yfirlit yfir mögulegan kostnað vegna séreignasparnaðar bæjarfulltrúa og nefndarmanna.
Samþykkt að vísa erindinu til fjármálastjóra til úrvinnslu.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

5.1811071 - Jafnréttisáætlun Kópavogs 2018-2022

Frá jafnréttisráðgjafa, lögð fram jafnréttisáætlun Kópavogsbæjar ásamt aðgerðaáætlun. Bæjarráð frestaði afgreiðslu málsins á síðasta fundi þann 16. janúar.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

6.2001234 - Vallakór 12-14, Kórinn Íþróttahús, Sena ehf. Umsagnarbeiðni v. umsóknar um tækifærisleyfi

Frá lögfræðideild, dags. 21. janúar, lagt fram bréf Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, dags. 21. janúar, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Senu ehf., kt. 660307-0950, um tækifærisleyfi til að mega halda tónleika Andrea Bocelli þann 23. maí nk. frá kl. 18:00-22:30, í íþróttahúsinu Kórnum, að Vallakór 12-14, Kópavogi, skv. 17. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og 30. gr. rgl. nr. 1277/2016. Samkvæmt 1. tl. 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 staðfestir sveitarstjórn sem umsagnaraðili að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.
Bæjarráð samþykkir að veita jákvæða umsögn með vísan til minnisblaðs lögfræðideildar.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

7.2001779 - Fossvogsbrún sambýli Útboð -

Frá deildarstjóra framkvæmdadeildar, dags. 28. janúar, lagt fram erindi þar sem óskað er heimildar bæjarráðs til að bjóða út í opnu útboði byggingu sambýlis fyrir fatlaða einstaklinga að Fossvogsbrún 2A.
Bæjarráð veitir umbeðna heimild með fimm atkvæðum.

Ýmis erindi

8.2001773 - Kópavogsbraut 1A og 1B og Fannborg 8. Stjórn Sunnuhlíðarsamtakanna óska eftir viðræðum

Frá stjórn Sunnuhlíðarsamtakanna, dags. 21. janúar, lagt fram erindi þar sem óskað er eftir viðræðum við Kópavogsbæ um búsetuúrræði fyrir eldra fólk að Kópavogsbraut 1A og 1B og Fannborg 8.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjóra.

Ýmis erindi

9.2001741 - Til umsagnar: Frumvarp til laga um breytingu á lögum um málefni innflytjenda, nr. 116/2012, með síðari breytingum (móttaka flóttafólks og innflytjendaráð), 457. mál

Frá velferðarnefnd Alþingis, dags. 24. janúar, lagt fram til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um málefni innflyjenda (móttaka flóttafólks og innflytjendaráð), stjórnarfrumvarp.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarlögmanns.

Ýmis erindi

10.2001736 - XXXV. Landsþing sambands íslenskra sveitarfélaga

Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 21. janúar, lagt fram boð á XXXV. Landsþing sambandsins fimmtudaginn 26. mars nk. á Grand Hótel Reykjavík.
Lagt fram.

Fundargerð

11.2001014F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 283. fundur frá 17.01.2020

Fundargerð í 7 liðum.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Fundargerð

12.2001012F - Barnaverndarnefnd - 100. fundur frá 22.01.2020

Fundargerð í 3 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

13.2001777 - Fundargerð 252. fundar Heilbrigðisnefndar Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis frá 27.01.2020

Fundargerð í 59 liðum.
Lagt fram.

Fundargerð

14.2001008F - Leikskólanefnd - 115. fundur frá 16.01.2020

Fundargerð í 6 liðum
Lagt fram.

Fundargerð

15.2001011F - Menntaráð - 54. fundur frá 21.01.2020

Fundargerð í 3 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

16.2001739 - Fundargerð 417.fundar stjórnar Sorpu bs. frá 22.01.2020

Fundargerð í 3 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

17.2001772 - Fundargerð 315. fundar stjórnar Strætó frá 10.01.2020

Fundargerð í 7 liðum.

Fundargerð

18.2001001F - Umhverfis- og samgöngunefnd - 123. fundur frá 21.01.2020

Fundargerð í 9. liðum.
Lagt fram.
 • 18.3 2001212 Samþykkt um skilti og auglýsingar í Kópavogi
  Lögð fram drög að samþykkt um skilti og auglýsingar í Kópavogi. Niðurstaða Umhverfis- og samgöngunefnd - 123 Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir framlagða samþykkt um skilti og auglýsingar í Kópavogi. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
  Niðurstaða Afgreiðslu frestað og vísað til umsagnar lögfræðideildar.

Fundargerð

19.2001009F - Ungmennaráð - 14. fundur frá 22.01.2020

Fundargerð í 3 liðum.
Lagt fram.

Fundargerð

20.2001019F - Velferðarráð - 57. fundur frá 27.01.2020

Fundargerð í 10 liðum.
Lagt fram.

Erindi frá bæjarfulltrúum

21.2001790 - Tillaga bæjarfulltrúa Pírata um að birta launa kjörinna fulltrúa

Frá Sigurbjörgu Erlu Egilsdóttur bæjarfulltrúa, tillaga um að upplýsingar um laun og aðrar greiðslur til kjörinna fulltrúa í Kópvogi verði birtar á vef bæjarins á skýran og aðgengilegan hátt.
Erindi er vísað til úrvinnslu bæjarlögmanns.

Erindi frá bæjarfulltrúum

22.2001793 - Fyrirspurn Theódóru S. Þorsteinsdóttur um fjárfestingaráætlun nýrrar gas- og jarðgerðarstöðvar Sorpu

Frá Theódóru S. Þorsteinsdóttur bæjarfulltrúa, óskað er eftir að fá nýjustu fjárfestingaráætlun fyrir gas- og jarðgerðarstöð Sorpu á dagskrá næsta bæjarráðsfundar.
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 11:18.