Bæjarráð

2989. fundur 13. febrúar 2020 kl. 08:15 - 09:33 á Digranesvegi 1, bæjarráðsherbergi - Víghóll
Fundinn sátu:
  • Birkir Jón Jónsson formaður
  • Karen E. Halldórsdóttir varaformaður
  • Ármann Kristinn Ólafsson varamaður
  • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalmaður
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Pálmi Þór Másson bæjarlögmaður
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarritari
Dagskrá

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

1.1804779 - Markavegur 8. Umsókn um lóð undir hesthús

Frá bæjarlögmanni, dags. 5. febrúar, lagt fram erindi um afturköllun lóðarinnar Markarvegar 8 þar sem lóðargjöld hafa ekki verið greidd þrátt fyrir ítrekun þar um.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

2.2002264 - Fyrirspurn bæjarfulltrúa Theodóru S. Þorsteinsdóttur um aðgerðir í leikskólamálum

Frá sviðsstjóra menntasviðs, lagt fram svar við fyrirspurn um aðgerðir í leikskólamálum frá 16. janúar. Lögð fram samantekt um umbótaaðgerðir í starfsumhverfi leikskóla Kópavogs á árunum 2014-2019, ásamt kostnaðargreiningu vegna búnaðarkaupa, yfirliti yfir framkvæmdir og viðhaldskostnað og spá um þróun faghlutfalls í leikskólum næstu 5 árin.
Lagt fram og vísað til kynningar leikskólanefndar.

Bókun bæjarráðs:
"Á síðustu árum hefur markvisst verið unnið að því að bæta starfsumhverfi barna og starfsmanna í leikskólunum. Brugðist hefur verið við aðstæðum með margvíslegum aðgerðum sem miðað hafa að því að bæta aðbúnað, styrkja faglegt starf, bæta mönnun og auka stöðugleika í starfsmannahaldi og styrkja vellíðan barna og starfsmanna.

Aðgerðir eins og námsstyrkir til starfsmanna til að sækja nám í leikskólafræðum, launuð námsleyfi fyrir leikskólakennara, fjármagn í þróunarsjóð leikskóla og aðrar þær fjölmörgu aðgerðir sem koma fram í minnisblaði sviðstjóra menntasviðs, hafa borið góðan árangur og mun skila sér til framtíðar fyrir börn og starfsfólk í Kópavogi."

Gestir

  • Sigurlaug Bjarnadóttir - mæting: 08:20
  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir sviðsstjóri menntasviðs - mæting: 08:20

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

3.1906243 - Okkar Kópavogur 2019 - 2021

Frá verkefnastjóra íbúatengsla, dags. 10. febrúar, lagðar fram niðurstöður kosninga úr Okkar Kópavogur 2020.
Lagt fram.

Gestir

  • Sigrún María Kristinsdóttir - mæting: 09:02

Ýmis erindi

4.2002247 - Óskað eftir viðræðum um húsnæði fyrir fatlað fólk

Frá Þroskahjálp, dags. 10. febrúar, lagt fram erindi um viðræður við sveitarstjórnir um hugsanlega aðkomu Húsbyggingarsjóðs að uppbyggingu á húsnæði fyrir fatlað fólk.
Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar sviðsstjóra velferðarsviðs og fjármálastjóra.

Fundargerð

5.2001024F - Barnaverndarnefnd - 101. fundur frá 03.02.2020

Fundargerð í 3 liðum
Lagt fram.

Fundargerð

6.2001027F - Menntaráð - 55. fundur frá 03.02.2020

Fundargerð í 3 liðum.
Lögð fram.

Fundargerðir nefnda

7.2002226 - Fundargerð 316. fundar stjórnar Strætó frá 30.01.2020

Fundargerð í 8 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

8.2002139 - Fundargerð 878. fundar stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga frá 31.01.2020

Fundargerð í 49 liðum.
Lagt fram.

Fundargerð

9.2002004F - Velferðarráð - 58. fundur frá 10.02.2020

Fundargerð í 6 liðum.
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 09:33.