Bæjarráð

2990. fundur 20. febrúar 2020 kl. 08:15 - 09:55 á Digranesvegi 1, bæjarráðsherbergi - Víghóll
Fundinn sátu:
 • Birkir Jón Jónsson formaður
 • Karen E. Halldórsdóttir varaformaður
 • Hjördís Ýr Johnson aðalmaður
 • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalmaður
 • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalmaður
 • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
 • Ása Arnfríður Kristjánsdóttir lögfræðingur
Fundargerð ritaði: Ása A. Kristjánsdóttir lögmaður
Dagskrá

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

1.1901916 - Boðaþing 11-13, seinni áfangi hjúkrunarheimilis.

Sviðsstjóri umhverfissviðs kynnir stöðu málsins.
Lagt fram til kynningar.
Hlé var gert á fundi 8:31, fundi framhaldið kl. 08:47

Gestir

 • Steingrímur Hauksson sviðsstjóri umhverfissviðs - mæting: 08:15

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

2.2001738 - Hagasmári 1, Við sjálf ehf. Umsagnarbeiðni v. umsóknar um endurnýjun á rekstrarleyfi

Frá lögfræðideild, dags. 18. febrúar, lagt fram bréf Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, dags. 21. janúar 2020, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Við sjálf ehf., kt. 521205-0160, um endurnýjun rekstrarleyfis fyrir veitingastað í flokki II, á staðnum Energia, að Hagasmára 1, Smáralind, 201 Kópavogi, skv. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og 23. gr. rgl. nr. 585/2007. Samkvæmt 1. tl. 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 staðfestir sveitarstjórn sem umsagnaraðili, að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag svietarfélagsins segja til um.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að veita jákvæða umsögn með vísan til minnisblaðs lögfræðideildar.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

3.1412346 - Frístundadeild-Hrafninn frístundablúbbur

Frá sviðsstjórum menntasviðs og umhverfissviðs, dags. 17. febrúar, lagt fram erindi um húsnæðismál frístundaklúbbsins Hrafnsins þar sem óskað er heimildar bæjarráðs til að hefja hönnun á breytingu húsnæðis í íþróttahúsi Digranes undir frístundaklúbbinn Hrafninn til að laga það betur að þörfum starfseminnar.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að veita sviðstjórum menntasvið og umhverfissviðs umbeðna heimild.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

4.2002437 - Stafræn vegferð Kópavogsbæjar

Frá forstöðumanni upplýsingatæknideildar, dags. 18. febrúar, lagt fram minnisblað um stafræna vegferð og Þjónustuapp.
Lagt fram og kynnt.
Hlé var gert á fundi kl. 9:05, fundi framhaldið kl. 09:24

Gestir

 • Ingimar Þór Friðriksson forstöðumaður UT-deildar

Ýmis erindi

5.2002316 - Auglýst eftir framboðum til stjórnar Lánasjóðs sveitarfélaga

Frá Lánasjóði sveitarfélaga, dags. 12. febrúar, lögð fram auglýsing eftir framboðum í stjórn Lánasjóðs sveitarfélaga.
Lagt fram.

Ýmis erindi

6.2002324 - Til umsagnar: Frumvarp til laga um breytingu á barnalögum, nr. 76/2003, með síðari breytingum (fæðingarstaður og sveitarfélag fyrsta lögheimilis barns), 119. mál

Frá allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis, dags. 12. febrúar, lagt fram til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á barnalögum nr. 76/2003 með síðari breytingum (fæðingarstaður og sveitarfélag fyrsta lögheimili barns), þingmannafrumvarp.
Lagt fram.

Ýmis erindi

7.2002315 - Til umsagnar: Drög að frumvarpi til breytinga á sveitarstjórnarlögum og lögum um tekjustofna sveitarfélaga

Frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti, dags. 12. febrúar, lögð fram til umsagnar drög að frumvarpi til breytinga á sveitarstjórnarlögum og lögum um tekjustofna sveitarfelaga sem hafa verið birt í samráðsgátt stjórnvalda.
Erindinu er vísað til bæjarritar til umsagnar.

Fundargerðir nefnda

8.2002006F - Íþróttaráð - 100. fundur frá 12.02.2020

Fundargerð í 9 liðum.
Lagt fram.

Fundargerð

9.2001020F - Skipulagsráð - 69. fundur frá 17.02.2020

Fundargerð í 17 liðum.
Lagt fram.
 • 9.6 1904103 Nónhæð. Arnarsmári 36-40, Nónsmári 9-15 og Nónsmári 1-7. Breytt deiliskipulag.
  Lögð fram tillaga Basalt arkitekta fh. lóðarhafa dags. 12. febrúar 2020 um breytingu á deiliskipulagi á kolli Nónhæðar sem samþykkt var í bæjarstjórn 12. desember 2017 og birt í B-deild Stjórnartíðinda 4. maí 2018 nr. 438.
  Nánar tiltekið nær breytingin til Arnarsmára 36-40 (hús A), Nónsmára 9-15 (hús B) og Nónsmára 1-7 (hús C). Í breytingunni felst eftirfarandi:
  1) Arnarsmári 36-40: Í tillögunni er gert ráð fyrir bílakjallara vestan við fjölbýlishúsið allt að 950 m2 að flatarmáli með 22 stæðum (undir fyrirhuguðum bílastæðum á yfirborði). Bílastæði innan lóðar verða alls 61 stæði. Fjöldi bílastæða á íbúð verður 1,5 í stað 1,2.
  2) Nónsmári 9-15: Stærð bílakjallara við fyrirhugað fjölbýlishús verður um 1.000 m2 í stað 1.400 m2 með 27 bílastæðum. Fjöldi bílastæða innan lóðar verður 66 stæði. Fjöldi bílastæða á íbúð verður 1,5 í stað 1,7.
  3) Nónsmári 1-7: Stærð bílastæðakjallara við fyrirhugað fjölbýlishús verður um 950 m2 í stað 1.500 m2 með 33 bílastæðum. Fjöldi bílastæða innan lóðar verður 80 stæði. Fjöldi bílastæða á íbúð verður 1,5 í stað 1,6.
  Tillagan er sett fram á uppdrætti í mkv. 1:2000 ásamt greinargerð, skipulagsskilmálum og skýringarmyndum dags. 12. febrúar 2020.
  Niðurstaða Skipulagsráð - 69 Skipulagsráð samþykkir að auglýsa framlagða tillögu með tilvísan til 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.
 • 9.11 2001008 Sæbólsbraut 40. Kynning á byggingarleyfi.
  Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi Guðrúnar Stefánsdóttur arkitekts dags. í desember 2019 fh. lóðarhafa að Sæbólsbraut 40. Í erindinu er óskað eftir að stækka bílgeymslu um 6 m2 til suðurs og stækka anddyri um 3.6 m2 og með því stækka svalir ofan á anddyri um það sama. Uppdrættir í mkv. 1:100 dags. 26. nóvember 2019. Samþykki aðliggjandi lóðarhafa liggur fyrir. á fundi skipulagsráðs 6. janúar 2020 var samþykkt með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum Sæbólsbrautar 38, 42, 51 og 55. Kynningartíma lauk 4. febrúar 2020. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust á kynningartímanum. Niðurstaða Skipulagsráð - 69 Skipulagsráð samþykkir erindið. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.
 • 9.13 2001088 Fífuhjalli 11. Kynning á byggingarleyfi.
  Lagt fram að nýju erindi Hildar Bjarnadóttur arkitekts dags. 29. nóvember 2019 fh. lóðarhafa Fífuhjalla 11. Í erindinu er óskað eftir að breyta skráningu hússins úr einbýli í tvíbýli auk þess að koma fyrir svölum á efri hæð hússins, sunnanmegin. Íbúð á neðri hæð verður 171,3 m2 eftir breytingu og íbúð á efri hæð veður 166,2 m2. Uppdrættir í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 29. nóvember 2019. Á fundi skipulagsráðs 20. janúar 2020 var afgreiðslu málsins frestað. Niðurstaða Skipulagsráð - 69 Skipulagsráð hafnar erindinu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.
 • 9.15 2002332 Kópavogsbraut 69. Breytt deiliskipulag.
  Lögð fram tillaga Sigurðar Hallgrímssonar, arkitekts fh. lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi lóðarinnar nr. 69 við Kópavogsbraut. Á lóðinni stendur íbúðarhús og bílskúr úr steinsteypu og timbri, byggt 1950, samtals 164,9 m2. Í gildandi deiliskipulagi, samþykkt í bæjarstjórn 28. september 2010 og birt í B-deild Stjórnartíðinda 28. október 2019, er heimilt að byggja einbýlishús á einni hæð auk kjallara og innbyggði bílgeymslu samtals um 220 m2, hámarkshæð 7,5 m miðað við aðkomuhæð og tvö bílastæði á lóð. Í framlagðri tillögu felst að á lóðinni verði reist tveggja hæða hús á pöllum, auk kjallara með samtals þremur íbúðum. Hámarks flatarmál er áætlað 450 m2 og nýtingarhlutfall lóðar því 0,68, hámarks hæð miðað við aðkomuhæð er áætluð 8,0 m og fimm bílastæði á lóð. Tillagan er sett fram á uppdrætti í mkv. 1:1000 ásamt greinargerð og skýringarmyndum dags. í febrúar 2020. Niðurstaða Skipulagsráð - 69 Skipulagsráð samþykkir að auglýsa framlagða tillögu með tilvísan til 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.
 • 9.16 2002333 Kópavogsbraut 71. Breytt deiliskipulag.
  Lögð fram tillaga Sigurðar Hallgrímssonar, arkitekts fh. lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi lóðarinnar nr. 71 við Kópavogsbraut. Á lóðinni stendur óskráður geymsluskúr samkvæmt fasteignamati. Í gildandi deiliskipulagi, samþykkt í bæjarstjórn 28. september 2010 og birt í B-deild Stjórnartíðinda 28. október 2019, er heimilt að byggja einbýlishús á einni hæð auk kjallara og innbyggði bílgeymslu samtals um 220 m2, hámarkshæð 7,5 m miðað við aðkomuhæð og tvö bílastæði á lóð. Í framlagðri tillögu felst að á lóðinni verði reist tveggja hæða hús á pöllum, auk kjallara með samtals þremur íbúðum. Hámarks flatarmál er áætlað 450 m2 og nýtingarhlutfall lóðar því 0,68, hámarks hæð miðað við aðkomuhæð er áætluð 8,0 m og fimm bílastæði á lóð. Tillagan er sett fram á uppdrætti í mkv. 1:1000 ásamt greinargerð og skýringarmyndum dags. í febrúar 2020. Niðurstaða Skipulagsráð - 69 Skipulagsráð samþykkir að auglýsa framlagða tillögu með tilvísan til 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Fundargerðir nefnda

10.2002427 - 14. fundargerð skólanefndar Menntaskólans í Kópavogi frá 31.10.19

Fundargerð í 5 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

11.2002428 - 15. fundargerð skólanefndar Menntaskólans í Kópavogi frá 21.01.20

Fundargerð í 6 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

12.2002376 - Fundargerð 420. fundar stjórnar Sorpu bs. frá 12.02.2020

Fundargerð í 3 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

13.2002374 - Fundargerð 419. fundar stjórnar Sorpu bs. frá 07.02.2020

Fundargerð í 1 lið.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

14.2002373 - Fundargerð 418.fundar stjórnar Sorpu bs. frá 30.01.2020

Fundargerð í 4 liðum.
Lagt fram.

"Undirrituð óskar eftir að gerður verði samanburður milli Kópavogs og annarra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu hvað varðar plast og pappa út frá nýrri gjaldskrá Sorpu.
Theodóra S. Þorsteinsdóttir"

Fundargerðir nefnda

15.2002271 - Fundargerð 481. fundar stjórnar SSH frá 03.02.2020

Fundargerð í 15 liðum.
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 09:55.