Bæjarráð

2992. fundur 05. mars 2020 kl. 08:15 - 11:03 á Digranesvegi 1, bæjarráðsherbergi - Víghóll
Fundinn sátu:
  • Birkir Jón Jónsson formaður
  • Karen E. Halldórsdóttir varaformaður
  • Hjördís Ýr Johnson aðalmaður
  • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalmaður
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Pálmi Þór Másson bæjarlögmaður
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarlögmaður
Dagskrá

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

1.2002577 - Ósk um samþykki fyrir tímabundinni lántöku

Frá fjármálastjóra, lögð fram umsögn um erindi Sorpu frá 24. febrúar þar sem lögð var fram ósk um samþykki fyrir tímabundinni lántöku til loka árs 2020 sem stjórn Sorpu samþykkti í formi viðauka við fjárhagsáætlun félagsins á fundi sínum þann 17. febrúar sl. og vísaði til afgreiðslu eigendasveitarfélaga. Bæjarráð frestaði málinu til næsta fundar á fundi sínum þann 27. febrúar sl.
Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Gestir

  • Birgir Björn Sigurjónsson - mæting: 08:15
  • Ingólfur Arnarson, fjármálastjóri - mæting: 08:15

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

2.2002676 - Stefnumótun - nefndir ráð

Frá stýrihópi stefnumótunar, lagðar fram niðurstöður vinnustofu nefnda og ráða sem haldin var í Safnaðarheimilinu þann 27. febrúar sl.
Lagt fram.

Gestir

  • Auður Finnbogadóttir verkefnastjóri stefnumótunar - mæting: 09:23

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

3.2002557 - Víkurhvarf 1, Kenzo ehf. Umsagnarbeiðni v. umsóknar um nýtt rekstrarleyfi

Frá lögfræðideild, dags. 2. mars, lagt fram bréf Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, dags. 21. febrúar 2020, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Kenzo ehf., kt. 510316-1690, um nýtt rekstrarleyfi fyrir veitingastað í flokki II, á staðnum 27 mathús og bar, að Víkurhvarfi 1, 203 Kópavogi, skv. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og 23. gr. rgl. nr. 585/2007. Samkvæmt 1. tl. 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 staðfestir sveitarstjórn sem umsagnaraðili, að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að veita jákvæða umsögn með vísan til minnisblaðs lögfræðideildar.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

4.1912340 - Útboð á ákveðnum þjónustþáttum UT reksturs og UT þjónustu til að auka öryggi reksturs

Frá forstöðumanni UT-deildar, dags. 3. mars, lagðar fram niðurstöður útboðs á ákveðnum þjónustuþáttum UT reksturs og Ut þjónustu til að auka öryggi, þar sem lagt er til að gengið verði til samninga við Sensa.
Bæjarráð samþykkir að gengið verði til samninga við Sensa á forsendum niðurstöðu útboðsins.

Gestir

  • Ingimar Þór Friðriksson forstöðumaður UT-deildar - mæting: 09:14

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

5.2001054 - Skólagarðar 2020

Frá verkefnastjóra á gatnadeild, dags. 2. mars, lögð fram tillaga um fyrirkomulag Skólagarða 2020 og þátttökugjald.
Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu um að fyrirkomulag Skólagarða 2020 verði með sama sniði og á síðasta ári og að þátttökugjald verði það sama og síðasta ár.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

6.2001053 - Vinnuskóli 2020

Frá verkefnastjóra á gatnadeild, dags. 2. mars, lagðar fram tillögur um laun og vinnutíma í Vinnuskóla Kópavogs 2020, ásamt starfsáætlun.
Bæjarráð samþykkir framlagðar tillögur um laun og vinnutíma í Vinnuskóla Kópavogs 2020.

Ýmis erindi

7.2002661 - Til upplýsinga vegna heimsfaraldurs kórónaveiru. Áætlun og verklagsreglur vegna meðhöndlunar úrgangs

Frá Umhverfisstofnun, dags. 27. febrúar, lögð fram áætlun og verklagsreglur vegna meðhöndlunar úrgangs og smithættu af úrgangi í tilefni af heimsfaraldri kórónaveirunnar.
Lagt fram.

Ýmis erindi

8.2002619 - Til umsagnar: Tillaga til þingsályktunar um stöðu barna tíu árum eftir hrun, 191. mál.

Frá velferðarnefnd Alþingis, dags. 25. febrúar, lögð fram til umsagnar tillaga til þingsályktunar um stöðu barna 10 árum eftir hrun, þingmannatillaga.
Lagt fram.

Ýmis erindi

9.2002709 - Til umsagnar: Tillaga til þingsályktunar um um þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar, 311. mál.

Frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, dags. 27. febrúar, lögð fram til umsagnar tillaga til þingsályktunar um þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar, þingmannatillaga.
Lagt fram.

Ýmis erindi

10.2002610 - Til umsagnar: Frumvarp til laga um breytingu á lögum um heilbrigðisþjónustu og lögum um málefni aldraðra, 323. mál.

Frá velferðarnefnd Alþingis, dags. 25. febrúar, lagt fram til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um heilbrigðisþjónustu nr. 40/2007 og lögum um málefni fatlaðra nr. 125/1999 (réttur til einbýlis á öldrunarstofnunum), þingmannafrumvarp.
Lagt fram.

Fundargerð

11.2002011F - Barnaverndarnefnd - 102. fundur frá 19.02.2020

Fundargerð í 5 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

12.2002022F - Barnaverndarnefnd - 103. fundur frá 26.02.2020

Fundargerð í 1 lið.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

13.2002599 - Fundargerð 253. fundar Heilbrigðisnefndar Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis frá 24.02.2020

Fundargerð í 37 liðum.
Lagt fram.

Fundargerð

14.2002012F - Leikskólanefnd - 116. fundur frá 20.02.2020

Fundargerð í 9 liðum.
Lagt fram.
  • 14.1 1512173 Skemmtilegri leikskólalóðir.
    Tillögur um framkvæmdir á leikskólalóðum fyrir árið 2020. Lagt fram til samþykktar. Niðurstaða Leikskólanefnd - 116 Leikskólanefnd samþykkir tillögu um forgangsröðun leikskólalóða til endurbóta árið 2020 fyrir sitt leyti og vísar tillögunni áfram til samþykktar bæjarráðs. Niðurstaða Bæjarráð staðfestir afgreiðslu leikskólanefndar.
  • 14.9 1206392 Reglur um dvöl barna hjá dagforeldri
    Tillaga að breytingu á reglum um dvöl barna hjá dagforreldri. Lagt fram til samþykktar. Niðurstaða Leikskólanefnd - 116 Leikskólanefnd samþykkir breytingu á reglum um dvöl barna hjá dagforeldri fyrir sitt leyti og vísar málinu áfram til samþykktar bæjarráðs. Niðurstaða Bæjarráð staðfestir afgreiðslu leikskólanefndar.

Gestir

  • Sigurlaug Bjarnadóttir, deildarstjóri leikskóladeildar. - mæting: 10:36

Fundargerðir nefnda

15.2002593 - Fundargerð fundar Reykjanesfólkvangs frá 12.02.2020

Fundargerð í 16 liðum.
Lagt fram.

Fundargerð

16.2002005F - Skipulagsráð - 70. fundur frá 02.03.2020

Fundargerð í 17 liðum.
Lagt fram.
  • 16.7 2002329 Dalvegur 20-28. Breytt deiliskipulag.
    Lögð fram tillaga skipulags-og byggingardeildar dags. 27. febrúar 2020 að breytt deiliskipulagi við Dalveg 20 til 28 og tillögu að nýrri legu tengibrautar milli Dalvegar og Reykjanesbrautar með nýju hringtorgi við Dalveg. Deiliskipulagssvæðið sem er um 4.5 ha að stærð, afmarkast af Dalvegi 30 til austurs, Kópavogsdal til norðurs, Dalvegi 18 til vesturs og Reykjanesbraut til suðurs.
    Nánar tiltekið er gert ráð fyrir að:
    1)
    Á lóð nr. 20 við Dalveg er núverandi atvinnuhúsnæði á einni hæð, 158 m2 að stærð og er ekki gert ráð fyrir auknu byggingarmagni á lóð. Hámarksnýtingarhlutfall er áætlað um 0.04. Bílastæði á lóð verða 5. Lóðamörk og aðkoma breytist og stækkar lóð um 150 m2 og verður 3.420 m2.
    Lóðarmörk og aðkoma breytist og stækkar lóð um 150 m2.
    2)
    Á lóð nr. 22 við Dalveg er núverandi atvinnuhúsnæði á einni hæð 1.100 m2 að stærð og er ekki gert ráð fyrir auknu byggingarmagni á lóð. Hámarksnýtingarhlutfall er áætlað um 0.19. Bílastæði á lóð verða 65 þar af 35 stæði fyrir stærri bíla. Lóðamörk og aðkoma breytist og stækkar lóð um 9 m2 og verður 6.376 m2.
    3)
    Á lóð nr. 24 við Dalveg er núverandi atvinnuhúsnæði að hluta til á tveimur hæðum, 2.721 m2 að stærð og er gert ráð fyrir í gildandi deiliskipulagi að fjarlægja allar núverandi byggingar á lóðinni og reisa í þeirra stað verslunar- og þjónustuhús á 4 hæðum auk inndreginnar þakhæðar og niðurgrafinnar bílageymslu á tveimur hæðum. Grunnflötur byggingar er inndreginn á sama hátt og þakhæð um tvo metra. Heildarflatarmál eykst frá núverandi byggingarmagni sem er skráð 2.721 m2 í um 9,800 m2 án bílageymslu en hún er áætlað 5.000 m2 að stærð. Hámarksnýtingarhlutfall er áætlað um 1,6 án bílageymslu en 2.38 með bílageymslu. Bílastæði verða 270 stæði þar af 180 neðanjarðar. Lóðarstærð er áætluð 6.198 m2. Lóðamörk og aðkoma breytist. Lóð minnkar um 1.338 m2. Vegna breyttra lóðamarka færist byggingarreitur færist til vesturs.
    4)
    Á lóð nr. 26 við Dalveg er núverandi atvinnuhúsnæði á einni og tveimur hæðum, 2.423 m2 að stærð. Ekki er gert ráð fyrir auknu byggingarmagni á lóðinni en gert ráð fyrir endurnýjun húsnæðis að hluta til. Hámarksnýtingarhlutfall er áætlað um 0.5. Bílastæði á lóð verða 25. Lóðarstærð er áætluð 4.420 m2. Lóðamörk og aðkoma breytist. Lóðin minnkar um 285 m2.
    5)
    Á lóð nr. 28 við Dalveg er núverandi atvinnuhúsnæði að hluta til á tveimur hæðum, 844 m2 að stærð. Ekki er gert ráð fyrir auknu byggingarmagni á lóð en gert ráð fyrir endurnýjun húsnæðis að hluta til. Hámarksnýtingarhlutfall er áætlað um 0.26. Bílastæði á lóð verða 27. Lóðarstærð er áætluð 3.280 m2. Lóðamörk og aðkoma breytist og minnkar lóð um 285 m2.
    Uppdrættir dags. 27. febrúar 2020 í mkv. 1:2000 ásamt greinargerð, skipulagsskilmálum, minnisblaði; Deiliskipulag Dalvegar 20-32 og breytingar á Dalvegi - umhverfismat dags. 12. febrúar 2020 ásamt hljóðskýrslu dags. í janúar 2020.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 70 Skipulagsráð samþykkir að framlögð tillaga verði kynnt í samræmi 1. mgr. 43. gr. skipyulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.
  • 16.8 2002330 Dalvegur 30. Deiliskipulag.
    Lögð fram tillaga skipulags-og byggingardeildar dags. 27. febrúar 2020 að deiliskipulagi lóðarinnar nr. 30 við Dalveg. Deiliskipulagssvæðið sem er um 3 ha að stærð og afmarkast af Dalvegi 32 til austurs, Kópavogsdal ásamt Skógar,- og Lækjarhjalla til norðurs, Dalvegi 22 og 28 og opnu bæjarlandi til vesturs og Reykjanesbrautar til suðurs.
    Í tillögunni felst að gert er ráð fyrir að fjarlægja núverandi byggingar á lóðinni (gróðurhús) og reisa í þeirra stað þrjár byggingar fyrir verslun og þjónustu á 3-5 hæðum auk niðurgrafinnar bílageymslu. Heildarflatarmál fyrirhugaðra bygginga er áætlað um 16,500 m2 án bílageymslu en hún er áætluð um 3,500 til 4,000 m2 að flatarmáli. Hámarksnýtingarhlutfall lóðarinnar er áætlað um 0.8 en um 1.0 með bílageymslu. Gert er ráð fyrir 1 bílastæða í hverja 35 m2 í verslunarrými, 1 stæði á hverja 50 m2 í skrifstofurými og 1 stæði á hverja 100 m2 í geymslurými. Samkvæmt tillögunni verða um 470 bílastæði á lóðinni þar af um 140 neðanjarðar. Gert er ráð fyrir spennistöð á lóðinni á norðvestur hluta hennar. Aðkoma að lóðinni verður frá Dalvegi annars vegar og hins vegar frá nýrri húsagötu sem verður milli lóða við Dalvega 22 og 28. Nýir göngu- og hjólastígar verða lagðir samhliða götum. Samfelld akstursleið verður austast á lóðum við Dalveg 6-8 að Dalvegi nr. 32
    Í minnisblaði frá verkfræðistofunni Mannvit dags. 27. febrúar 2020 er nánar fjallað um möguleg umhverfisáhrif af uppbyggingu á Dalvegi frá 18 til 32 m.a. um umferð, umferðarhávaða og loftgæði
    Nánar er gert ráð fyrir eftirfarandi breytingum:
    1)
    Á byggingarreit nr. 30 a við Dalveg er gert ráð fyrir verslun- þjónustu og atvinnuhúsnæði á þremur til fimm hæðum. Hámarkshæð er áætluð 21,2 m. og hámarks byggingarmagn er áætlað 10,500 m2
    2)
    Á byggingarreit nr. 30 b við Dalveg er gert ráð fyrir verslun- þjónustu og atvinnuhúsnæði á þremur hæðum. Hámarkshæð er áætluð 14 metrar og hámarks byggingarmagn er áætlað 3,000 m2.
    3)
    Á byggingarreit nr. 30 c við Dalveg er gert ráð fyrir verslun- þjónustu og atvinnuhúsnæði á þremur hæðum. Hámarkshæð er áætluð 14 metrar og hámarks byggingarmagn er áætlað 3,000 m2.
    Stærð lóðar er 20,688 m2 að flatarmáli.
    Uppdrættir dags. 27. febrúar 2020 í mkv. 1:1000 ásamt greinargerð, skipulagsskilmálum, minnisblaði; Deiliskipulag Dalvegar 20-32 og breytingar á Dalvegi - umhverfismat dags. 27. febrúar 2020 ásamt hljóðskýrslu dags. í janúar 2020.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 70 Skipulagsráð samþykkir að framlögð tillaga verði kynnt í samræmi 1. mgr. 43. gr. skipyulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.
  • 16.9 2002331 Dalvegur 32 a, b og c. Breytt deiliskipulag.
    Lögð fram tillaga skipulags- og byggingardeildar dags. 12. febrúar 2020 að breyttu deiliskipulagi Dalvegar 32a, b og c. Deiliskipulagssvæðið sem er um 3.0 ha að stærð, afmarkast af Dalvegi 30 til vesturs, Kópavogsdal ásamt Skógar,- og Lækjarhjalla til norðurs, Reykjanesbrautar til suðurs og Nýbýlavegar til austurs.
    Í tillögunni er gert ráð fyrir að:
    1)
    Byggingarreitur Dalvegar 32a er óbreyttur.
    2)
    Byggingarreitur Dalvegar 32b verður eftir breytingu 60x28 metrar.
    3)
    Byggingarreitur Dalvegar 32c á austurhluta lóðar breytist, stækkar til vesturs og verður 72,1 metrar að lengd og 46,4 metrar á breiddina. Gert ráð fyrir að byggingarreitur á annarri og þriðju hæð í norðaustur hluta lóðar verði á súlum yfir niðurgrafinni bílageymslu. Hæð verslunar- og skrifstofu hússins að Dalvegi 32c verður að hluta til 3 hæðir eða 11,8 metrar auk kjallara og 5 hæðir auk kjallara í austurhluta byggingarreits. Hámarks hæð byggingarreitar verður 19 metrar. Þakform er flatt þak. Hámarks byggingarmagn á lóðinni með kjöllurum og niðurgrafinni bílageymslu verður 14.265 m2 þar af er gert ráð fyrir 2.000 m2 í bílageymslu og kjallara Dalvegar 32c. Aðkoma, fyrirkomulag bílastæða og bílastæðakrafa breytist og verður eitt stæði á hverja 100 m2 í geymslurými, eitt stæði á hverja 50 m2 í skrifstofurými og eitt stæði á hverja 35 m2 í verslun. Að öðru leyti er vísað í gildandi deiliskipulag fyrir Dalveg 32 birt í B- deild Stjórnartíðinda 4. október 2007 m.s.br. sem birtar voru í B- deild Stjórnartíðinda 6. desember 2017 og 8. júní 2018.
    Uppdrættir dags. 27. febrúar 2020 í mkv. 1:2000 ásamt greinargerð, skipulagsskilmálum, minnisblaði; Deiliskipulag Dalvegar 20-32 og breytingar á Dalvegi - umhverfismat dags. 12. febrúar 2020 ásamt hljóðskýrslu dags. í janúar 2020.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 70 Skipulagsráð samþykkir að framlögð tillaga verði kynnt í samræmi 1. mgr. 43. gr. skipyulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.
  • 16.14 1906472 Kópavogsbraut 59. Breytt deiliskipulag.
    Lögð fram að nýju að lokinni kynningu tillaga Arkþing/Nordic arkitekta fh. lóðarhafa Kópavogsbrautar 59 að breyttu deiliskipulagi. Á lóðinni stendur einbýlishús, ein hæð og ris um 120 m2 að samanlögðum gólffleti byggt úr holsteini 1949 ásamt um 38 m2 stakstæðum bílskúr byggður 1953. Lóðin er 1.015 m2 að flatarmáli. Í gildandi deiliskipulagi, samþykkt í bæjarstjórn 28. september 2010 og birt í B-deild Stjórnartíðinda 28. október 2010 nr. 816, er gert ráð fyrir að lóðinni verði skipt í tvær lóðir og á þeim byggt tveggja hæða parhús samanlagt um 440 m2 að gólffleti með innbyggðum bílgeymslum. Í gildandi deiliskipulagi er miðað við að hámarkshæð húsa, miða við aðkomuhæð verði 7,5 m og tvö stæði á hvorri lóð. Í framlagðri tillögu að breyttu deiliskipulagi felst að lóðin verði óskipt og þar rísi tvö stakstæð hús og eitt parhús. Húsin verði ein hæð og ris og í hverju þeirra ein íbúð, alls fjórar íbúðir. Á þremur húsanna er miðað við að mænir þeirra verði samsíða Kópavogsbraut og á því fjórða verði verði mænirinn hornrétt á Kópavogsbraut. Heildarflatarmál hvers íbúðarhluta er áætlað að hámarki 110 m2 þannig að samtals er ráðgert að byggja 440 m2 á lóðinni og nýtingarhlutfall um 0,4. Í tillögunni er miðað við að mesta hæð fyrirhugaðra bygginga verði 7,5 m miðað við aðkomuhæð og að svalir geti náð allt að 1,6 m út fyrir byggingarreit. Miðað er við tvö stæði á íbúð, alls átta stæði fjögur verði með aðkoma frá Kópavogsbraut og fjögur frá Suðurvör. Tillagan er sett fram á uppdrætti í mkv. 1:1000 ásamt greinargerð og skýringarmyndum dags. 12. nóvember 2019. Á fundi skipulagsráðs 18. nóvember 2019 var samþykkt að framlögð tillaga að breyttu deiliskipulagi Kópavogsbrautar 59 verði auglýst í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Á fundi bæjarstjórnar 26. nóvember 2019 var afgreiðsla skipulagsráðs staðfest. Kynningartíma lauk 25. febrúar 2020. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust á kynningartímanum. Niðurstaða Skipulagsráð - 70 Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.
  • 16.15 1911661 Gulaþing 60. Breytt deiliskipulag.
    Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi Jóns Davíðs Ásgeirssonar arkitekts dags. 4. september 2019 fh. lóðarhafa Gulaþings 60. Í erindinu er óskað eftir að reisa 25,4 m2 bílskýli á norðvestur horni lóðarinnar. Auk þess breytist aðkoman að húsinu með tröppum upp að inngangi á efri hæð og áður fyrirhugaður bílskúr verður herbergi með baðherbergi. Uppdrættir í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 4. september 2019. Á fundi skipulagsráðs 2. desember 2020 var samþykkt með vísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum Gulaþings 5, 7, 9, 11, 13, 15, 17 og 19 og Hólmaþings 1, 3 og 5. Kynningartíma lauk 28. febrúar 2020. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust á kynningartímanum. Niðurstaða Skipulagsráð - 70 Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.
  • 16.16 1912190 Múlalind 10. Breytt deiliskipulag.
    Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi Vilborgar Guðjónsdóttur arkitekts, dags. 5. desember 2019 fh. lóðarhafa Múlalindar 10. Óskað er eftir að rífa 77,8 m2 steypt íbúðarhús á lóðinni, byggt 1930, og byggja í stað þess 160 m2 einbýlishús og 30 m2 stakstæða bílgeymslu. Að mestu er stuðst við gildandi deiliskipulag en farið 40 m2 út fyrir innri byggingarreit og þak bílskúrsins er 3,2-3,4 m á hæð en í gildandi deiliskipulagi er hámarkshæð 2,9 m. Á fundi skipulagsráðs 16. desember var erindið lagt fyrir í formi fyrirspurnar og var samþykkt að tillagan yrði unnin áfram með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Uppdrættir í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 5. desember 2019. Á fundi skipulagsráðs 20. janúar 2020 var samþykkt með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna tillöguna fyrir lóðarhöfum Múlalindar 8 og Mánalindar 9, 11, 13, 15, 17 og 19. Kynningartíma lauk 26. febrúar 2020. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust á kynningartímanum. Niðurstaða Skipulagsráð - 70 Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Fundargerðir nefnda

17.2003078 - Fundargerð 377. fundar Samstarfsnefndar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 01.10.2019

Fundargerð í 4 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

18.2003079 - Fundargerð 378. fundar Samstarfsnefndar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 29.10.2019

Fundargerð í 1 lið.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

19.2003080 - Fundargerð 379. fundar Samstarfsnefndar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 16.12.2019

Fundargerð í 3 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

20.2002726 - Fundargerð 188. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins frá 28.02.2020

Fundargerð í 6 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

21.2002673 - Fundargerð 482. fundar stjórnar SSH frá 07.02.2020

Fundargerð í 6 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

22.2003074 - Fundargerð 21. eigendafundar stjórnar Sorpu bs. frá 17.02.2020

Fundargerð í 1 lið.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

23.2002650 - Fundargerð 317. fundar stjórnar Strætó frá 21.02.2020

Fundargerð í 9 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

24.2003075 - Fundargerð 92. fundar svæðissikiplagsnefndar frá 21.02.2020

Fundargerð í 8 liðum.
Lagt fram.

Fundargerð

25.2002014F - Ungmennaráð - 15. fundur frá 24.02.2020

Fundargerð í 2 liðum
Lagt fram

Erindi frá bæjarfulltrúum

26.2003108 - Tillaga bæjarfulltrúa Theodóru S. Þorsteinsdóttur um að fá Birgittu Steingrímsdóttur sérfræðing hjá Umhverfisstofnun á fund bæjarráðs varðandi loftlagsstefnur sveitarfélaga

Frá bæjarfulltrúa Theodóru S. Þorsteinsdóttur, óskað er eftir að fá Birgittu Steingrímsdóttur sérfræðing hjá Umhverfisstofnun inn á fund bæjarráðs til að fara yfir skyldu sveitarfélaga skv. lögum um loftlagsmál til að vinna loftlagsstefnu fyrir lok árs 2021.
Frestað til næsta fundar.

Fundi slitið - kl. 11:03.