Bæjarráð

2996. fundur 02. apríl 2020 kl. 08:15 - 10:49 á Digranesvegi 1, bæjarráðsherbergi - Víghóll
Fundinn sátu:
 • Birkir Jón Jónsson formaður
 • Karen E. Halldórsdóttir varaformaður
 • Hjördís Ýr Johnson aðalmaður
 • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalmaður
 • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalmaður
 • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
 • Pálmi Þór Másson bæjarlögmaður
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarritari
Dagskrá

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

1.2003249 - Mánaðarskýrslur 2020

Frá bæjarritara, lögð fram mánaðarskýrsla vegna starfsemi í febrúar.
Lagt fram.

Gestir

 • Ingólfur Arnarson fjármálastjóri - mæting: 08:15

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

2.2003639 - Viðbrögð við Covid-19 faraldrinum

Frá bæjarfulltrúum, lagðar fram tillögur um aðgerðir.
Fundarhlé hófst kl. 8:28, fundi fram haldið kl. 8:42.

Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum framlagðar tillögur um aðgerðir vegna Covid-19

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

3.2002675 - Húsnæðismál Hörðuvallaskóla 2020

Frá bæjarstjóra, lagt fram til samþykktar kauptilboð í Ögurhvarf 4b fyrir dansfélagið Hvönn sem nú er til húsa í Kórnum til að rýma fyrir auknu kennslurými í Hörðuvallaskóla.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum framlagt kauptilboð með fyrirvara um að vsk kvöðin sé innifalin í tilboðinu.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

4.2003971 - Þjónustusamningur um skólaakstur fyrir grunnskóla Kópavogsbæjar

Frá bæjarritara, lögð fram drög að samningi við Teit Jónasson ehf. um framlengingu skólaaksturs í Kópavogi til 2021.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum framlengingu þjónustusamnings um skólaakstur til júní 2021.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

5.1901916 - Boðaþing 11-13, seinni áfangi hjúkrunarheimilis, seinni umferð.

Frá bæjarritara, dags. 31. mars, lagt fram erindi um kostnaðarskiptingu á móti ríkinu við byggingu hjúkrunarheimilis við Boðaþing, ásamt frumkostnaðaráætlun sviðsstjóra umhverfissviðs frá 17. febrúar.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að á grundvelli kostnaðaráætlunar um byggingu 64 rýma hjúkrunarheimilis í Boðaþingi telji bæjarráð ekki vera forsendur fyrir því að ganga til samninga við Heilbrigðisráðuneytið.

Kópavogsbær er reiðubúinn að greiða 15% af kostnaði við bygginguna líkt og samkomulag milli ríkis og sveitarfélaga gerir ráð fyrir.

Bæjarráð hvetur ráðuneytið til þess að hraða uppbyggingu eins og kostur er, enda er þörfin veruleg.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

6.2003959 - Menntasvið-ráðning skólastjóra Hörðuvallaskóla

Frá sviðsstjóra menntasviðs og deildarstjóra grunnskóladeildar, dags. 31. mars, lögð fram tillaga að ráðningu skólastjóra Hörðuvallaskóla.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum tillögu sviðsstjóra menntasviðs um ráðningu Þórunnar Jónasdóttur í starf skólastjóra Hörðuvallaskóla.

Gestir

 • Anna Birna Snæbjörnsdóttir sviðsstjóri menntasviðs - mæting: 08:45
 • Ragnheiður Hermannsdóttir, deildarstjóri grunnskóladeildar - mæting: 08:45

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

7.2003962 - Menntasvið-ráðning skólastjóra Vatnsendaskóla

Frá sviðsstjóra menntasviðs og deildarstjóra grunnskóladeildar, dags. 31. mars, lögð fram tillaga um ráðningu skólastjóra Vatnsendaskóla.
Bæjarráð samþykkir tillögu sviðsstjóra menntasviðs um ráðningu Maríu Jónsdóttur í starf skólastjóra Vatnsendaskóla.

Gestir

 • Anna Birna Snæbjörnsdóttir sviðsstjóri menntasviðs - mæting: 09:00
 • Ragnheiður Hermannsdóttir, deildarstjóri grunnskóladeildar - mæting: 09:00

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

8.2003906 - Kópavogsbraut 58, Kársnesskóli þak á lausar kennslustofur.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 30. mars, lagt fram erindi þar sem óskað er heimildar bæjarráðs til að bjóða út í opnu útboði létt þakvirki á lausar kennslustofur við Kársnesskóla.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum heimild til að bjóða út þakvirki á lausar kennslustofur við Kársnesskóla.

Gestir

 • Steingrímur Hauksson sviðsstjóri umhverfissviðs - mæting: 09:20

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

9.2002664 - Vallakór 12-14, Kórinn íþróttahús, Andrea Bocalli, f. Par3. Umsagnarbeiðni vegna umsóknar um tímabundið áfengisleyfi

Frá lögfræðideild, dags. 31. mars, lagt fram bréf Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, dags. 27. febrúar, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Par 3 ehf., kt. 630410-0960, um tímabundið áfengisleyfi vegna tónleika Andrea Bocelli sem verða haldnir þann 23. maí frá kl. 18:00-23:00, í Kórnum, að Vallakór 12-14, Kópavogi, skv. 17. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og 30. gr. rgl. nr. 1277/2016. Samkvæmt 1. tl. 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 staðfestir sveitarstjórn sem umsagnaraðili að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að veita jákvæða umsögn með vísan til minnisblaðs lögfræðideildar.

Ýmis erindi

10.1909131 - Fyrirspurn bæjarfulltrúa BF Viðreisnar varðandi úttektir á starfsemi Sorpu

Frá SSH, lögð fram rekstrarúttekt á starfsemi Sorpu frá 2016, ásamt umsögn Sorpu frá 10. mars til SSH vegna aðgangs að skýrslunni.
Lagt fram.

Ýmis erindi

11.2003765 - Ósk um niðurfellingu á greiðslu vatnsgjalds vegna vökvunar Leirdalsvallar 2020

Frá Golfklúbbi GKG, dags. 18. mars, lögð fram ósk um niðurfellingu á greiðslu vatnsgjalds vegna vökvunar Leirdalsvallar 2020.
Bæjarráð samþykkir erindið með fimm atkvæðum.

Ýmis erindi

12.2003929 - Aðgerðaráætlun sveitarfélaga til viðspyrnu fyrir atvinnulíf og heimili - COVID-19

Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 30. mars, lögð fram til upplýsinga afgreiðsla stjórnarfundar sambandsins vegna aðgerða sveitarfélaga til viðspyrnu fyrir íslenskt atvinnulíf og heimili vegna Covid19.
Lagt fram

Ýmis erindi

13.2003934 - Smitandi lifradrep í kanínum

Frá Matvælastofnun, dags. 26. mars, lagt fram erindi um viðbrögð sveitarfélaga við gangandi veirusjúkdómi í kanínum.
Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu sviðsstjóra umhverfissviðs.

Fundargerð

14.2003017F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 287. fundur frá 13.03.2020

Fundargerð í 12 liðum.
Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Fundargerðir nefnda

15.2003839 - Fundargerð 421. fundar stjórnar Sorpu bs. frá 17.02.2020

Fundargerð í 13 liðum.
Lagt fram

Fundargerðir nefnda

16.2003840 - Fundargerð 422. fundar stjórnar Sorpu bs. frá 03.03.2020

Fundargerð í 10 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

17.2003841 - Fundargerð 423. fundar stjórnar Sorpu bs. frá 13.03.2020

Fundargerð í 3 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

18.2003857 - Fundargerð 424. fundar stjórnar Sorpu bs. frá 23.03.2020

Fundargerð í 10 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

19.2003930 - Fundargerð 22. eigendafundar stjórnar Strætó frá 25.03.2020

Fundargerð í 1 lið.
Lagt fram.

Erindi frá bæjarfulltrúum

20.2003933 - Fyrirspurn um stöðu framkvæmda: Kársnesskóla, Kópavogsvelli og húsnæði fyrir Skólahljómsveit Kópavogs

Frá bæjarfulltrúa Theódóru S. Þorsteinsdóttur, lögð fram fyrirspurn um stöðu framkvæmda á nýjum Kársnesskóla, húsnæði Skólahljómsveitar Kópavogs og á Kópavogsvelli.
Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar sviðsstjóra umhverfissviðs.

Fundi slitið - kl. 10:49.