Bæjarráð

2998. fundur 16. apríl 2020 kl. 08:15 - 11:46 Fjarfundur - Microsoft Teams
Fundinn sátu:
 • Birkir Jón Jónsson formaður
 • Karen E. Halldórsdóttir varaformaður
 • Hjördís Ýr Johnson aðalmaður
 • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalmaður
 • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalmaður
 • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
 • Pálmi Þór Másson bæjarlögmaður
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarritari
Dagskrá

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

1.2004242 - Málefni Sorpu bs.

Kynning á húsasorpsrannsókninni o.fl.
Fundarhlé hófst kl. 8:16, fundi fram haldið kl. 9:45.

Bókun:
"Undirritaður óskar eftir upplýsingum frá Íslenska gámafélaginu varðandi sorphirðu félagsins í Kópavogi. Óskað er eftir upplýsingum um magn pappírs og plasts sundurliðað eftir mánuðum. Enn fremur er óskað eftir upplýsingum um förgun pappírs og plasts. Hversu mikið fer í endurvinnslu, hvar er það magn endurunnið og hversu mikið fer í urðun. Þessar upplýsingar verði lagðar fram í bæjarráði Kópavogs sem fyrst."
Pétur Hrafn Sigurðsson
Bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar

Bókun:
"Við tökum undir bókun Péturs H. Sigurðssonar."
Birkir Jón Jónsson, Hjördís Ýr Johnson, Karen E. Halldórsdóttir, Theódóra S. Þorsteinsdóttir og Sigurbjörg E. Egilsdóttir.

Gestir

 • Gyða Sigríður Björnsdóttir sérfræðingur Sorpu í sjálfbærni og samfélagsábyrgð - mæting: 08:15
 • Helgi Þór Ingason framkvæmdastjóri Sorpu - mæting: 08:45

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

2.2004238 - Ársreikningur Kópavogsbæjar 2019

Frá fjármálastjóra, lagður fram ársreikningur 2019.
Bæjarráð samþykkir að fresta málinu til næsta fundar.

Gestir

 • Ingólfur Arnarson fjármálastjóri - mæting: 09:45

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

3.2003933 - Fyrirspurn um stöðu framkvæmda: Kársnesskóla, Kópavogsvelli og húsnæði fyrir Skólahljómsveit Kópavogs

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 14. apríl, lagt fram svar við fyrirspurn um stöðu framkvæmda á Kársnesskóla, Kópavogsvelli og húsnæði fyrir Skólahljómsveit Kópavogs sem barst í bæjarráði þann 2. apríl sl.
Lagt fram.

Gestir

 • Stefán L. Stefánsson deildarstjóri framkvæmdadeildar - mæting: 10:45

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

4.1912283 - Malbiksyfirlagnir 2020

Frá deildarstjóra gatnadeildar, dags. 14. apríl, lagðar fram niðurstöður útboðs í malbiksyfirlagnir á götum í Kópavogi árið 2020. Lagt er til að leitað verði samninga við Loftorku Reykavík.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að leitað verði samninga við Loftorku Reykjavík um malbiksyfirlagnir í Kópavogi árið 2020.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

5.2003313 - Efnisútvegun, malbik 2020

Frá deildarstjóra gatnadeildar, dags. 14. apríl, lagðar fram niðurstöður verðfyrirspurnar í malbikskaup árið 2020. Lagt er til að leitað verði samninga við Hlaðbæ - Colas.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að leitað verði samninga við Hlaðbæ - Colas um malbikskaup fyrir árið 2020.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

6.1909375 - Gulaþing 21, kæra vegna breytt deiliskipulag.

Frá lögfræðideild, dags. 6. apríl, lagður fram úrskurður umhverfis- og auðlindamála í máli nr. 86/2019 þar sem kærð var breyting á deiliskipulagi Vatnsenda - Þings vegna lóðarinnar Gulaþings 21.
Lagt fram.

Ýmis erindi

7.2004069 - Íþrótta- og ungmennafélög og COVID-19. Hvatning til sveitarfélaga

Frá Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands, dags. 1. apríl, lögð fram hvatning til sveitarfélaga um að eiga samtal við íþróttafélögin um rekstur í kjölfar áhrifa af Covid-19 og hækkun frístundastyrkja.
Lagt fram og vísað til menntasviðs.

Fundargerð

8.2003026F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 288. fundur frá 30.03.2020

Fundargerð í 11 liðum.
Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Fundargerð

9.2003015F - Barnaverndarnefnd - 104. fundur frá 18.03.2020

Fundargerð í 2 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

10.2004070 - Fundargerð 254. fundar Heilbrigðisnefndar Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis frá 30.03.2020

Fundargerð í 31 lið.
Lagt fram.

Fundargerð

11.2003019F - Leikskólanefnd - 117. fundur frá 19.03.2020

Fundargerð í 2 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

12.2004116 - Fundargerð 382.fundar Samstarfsnefndar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 25.03.2020

Fundargerð í 4 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

13.2004188 - Fundargerð 425. fundar stjórnar Sorpu bs. frá 30.03.2020

Fundargerð í 6 liðum.
Lagt fram.

Fundargerð

14.2002013F - Umhverfis- og samgöngunefnd - 124. fundur frá 10.03.2020

Fundargerð í 5. liðum.
Lagt fram og kynnt.

Fundargerð

15.2003013F - Umhverfis- og samgöngunefnd - 125. fundur frá 07.04.2020

Fundargerð í 4. liðum.
Lagt fram og kynnt.

Erindi frá bæjarfulltrúum

16.2004247 - Fyrirspurn bæjarfulltrúa varðandi stöðu mála um nýjan losunarstað fyrri sorp á höfuðborgarsvæðinu

Frá bæjarfulltrúa Pétri Hrafni Sigurðssyni, óskað er eftir upplýsingum varðandi stöðu mála um nýjan losunarstað fyrir sorp á höfuðborgarsvæðinu í ljósi þess að heimild til urðunar sorps í Álfsnesi rennur út um næstu áramót. Hvar er ætlunin að urða þau tugþúsundir tonna af sorpi sem falla til á ári hverju á höfuðborgarsvæðinu eftir að heimild til urðunar sorps í Álfsnesi rennur út um næstu áramót?
Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar umhverfissviðs.
Bæjarráð samþykkir að hafa aukafund í bæjarráði föstudaginn 24. apríl kl. 8:15

Fundi slitið - kl. 11:46.