Bæjarráð

3006. fundur 11. júní 2020 kl. 08:15 - 11:29 á Digranesvegi 1, bæjarráðsherbergi - Víghóll
Fundinn sátu:
  • Helga Hauksdóttir varamaður
  • Karen E. Halldórsdóttir formaður
  • Hjördís Ýr Johnson aðalmaður
  • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalmaður
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Ármann Kristinn Ólafsson varamaður
Starfsmenn
  • Pálmi Þór Másson bæjarlögmaður
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarlögmaður
Dagskrá

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

1.1901481 - Aðalskipulag Kópavogs 2019-2031 - Kynning að beiðni Theódóru S. Þorsteinsdóttur

Kynning á aðalskipulagi Kópavogs.
Lagt fram.

Bókun:
"Þakka fyrir kynninguna og óska eftir vinnufundi með bæjarstjórn er varðar aðalskipulagið áður en lengra er haldið."
Theódóra S. Þorsteinsdóttir

Gestir

  • Birgir Sigurðsson skipulagsstjóri - mæting: 08:15

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

2.2003249 - Mánaðarskýrslur 2020

Frá bæjarritara, lögð fram mánaðarskýrsla vegna starfsemi í apríl.
Lagt fram.

Gestir

  • Ingólfur Arnarson fjármálastjóri - mæting: 09:45

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

3.2002459 - Svæði fyrir rafhleðslustöðvar bifreiða og reiðhjóla

Frá deildarstjóra gatnadeildar, dags. 8. júní, lagt fram erindi þar sem óskað er heimildar bæjarráðs til að ganga til samninga við Veitur ohf. vegna uppsetningar rafhleðslustöðva í bæjarlandi Kópavogs skv. framlögðum samningsdrögum. Einnig óskað heimildar bæjarráðs til að bjóða út í opnu útboði innaup og rekstur á rafhleðslustöðvum í Kópavogi.
Bæjarráð frestar erindinu til næsta fundar.

Gestir

  • Birkir Rútsson deildarstjóri gatnadeildar

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

4.1906243 - Okkar Kópavogur 2019 - 2021

Frá verkefnastjóra íbúatengsla, dags. 4. júní, lögð fram til kynningar skýrslan Endurmat á Okkar Kópavogi.
Lagt fram.

Gestir

  • Sigrún María Kristinsdóttir verkefnastjóri íbúatengsla

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

5.2005988 - Bæjarlind 14-16, BJS ehf, Nonnabita. Umsagnarbeiðni vegna umsóknar um rekstrarleyfi

Frá lögfræðideild, dags. 3. júní, lagt fram bréf Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, dags. 26. júní, þar sem óskað er eftir umsögn um umsókn BJS ehf., kt. 480909-0700 um nýtt rekstrarleyfi fyrir veitingastað í flokki II, að Bæjarlind 14-16, 201 Kópavogi, skv. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og 26. gr. rgl. nr. 1277/2016. Samkvæmt 1. tl. 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 skal sveitarstjórn sem umsagnaraðili staðfesta að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að veita jákvæða umsögn með vísan til minnisblaðs lögfræðideildar.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

6.2005872 - Bæjarlind 6, Spot. Sportborg. Umsagnarbeiðni vegna umsóknar um rekstrarleyfi

Frá lögfræðideild, dags. 3. júní, lagt fram bréf Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, dags. 22. maí, þar sem óskað er eftir umsögn um umsókn Sportborgar ehf., kt. 510520-1650 um nýtt rekstrarleyfi fyrir veitingastað í flokki III, að Bæjarlind 6, 201 Kópavogi, skv. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og 26. gr. rgl. nr. 1277/2016. Samkvæmt 1. tl. 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 skal sveitarstjórn sem umsagnaraðili staðfesta að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að veita jákvæða umsögn með vísan til minnisblaðs lögfræðideildar.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

7.2004649 - Fífuhvammur 25, kæra vegna byggingarleyfi.

Frá lögfræðideild, dags. 20. maí, lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála í máli nr. 31/2020 þar sem kærð var ákvörðun skipulagsráðs um að samþykkja byggingarleyfi fyrir gróðurhúsi á þaki bílskúrs að Fífuhvammi 25.
Lagt fram.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

8.2005308 - Beiðni um afnot af bátaskýli við Naustavör fyrir kajakdeild Ýmis

Frá sviðsstjórum umhverfissviðs og menntasviðs, dags. 29. maí, lagt fram svar við beiðni Siglingafélagsins Ýmis um afnot af bátaskýli við Naustavör fyrir aðstöðu kajakdeildar félagsins.
Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu með vísan til umsagnar sviðsstjóra umhverfissviðs.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

9.2004085 - Forsetakosningar 2020

Frá formanni kjörstjórnar, dags. 8. júní, lagt fram erindi vegna forsetakosninga sem eru fyrirhugaða þann 27. júní nk. Lagt er til við bæjarráð að tveir kjörstaðir verði í Kópavogi, íþróttahúsinu Smáranum með 17 kjördeildir og íþróttahúsinu Kórnum með 7 kjördeildir, og að aðsetur kjörstjórnar verði í Smáranum. Einnig lagður fram listi yfir undirkjörstjórnir með fyrirvara um breytingar.
Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Ýmis erindi

10.2006205 - Átak í fráveituframkvæmdum

Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Samorku, dags. 2. júní, lagt fram erindi um átak í uppbyggingu í fráveitumálum hjá sveitarfélögum og veitufyrirtækjum í kjölfar heimsfaraldurs kórónuveiru.
Bæjarráð vísar málinu til umsagnar sviðsstjóra umhverfissviðs.

Ýmis erindi

11.2006335 - Sumarstörf á Úlffljótsvatni. Beiðni um samstarf

Frá Skátunum, dags. 3. júní, lagt fram erindi um samstarf um sumarstörf fyrir unga skáta til starfa á Úlfjótsvatni með stuðningi Kópavogsbæjar.
Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjóra.

Fundargerð

12.2004006F - Leikskólanefnd - 118. fundur frá 19.05.2020

Fundargerð í 29 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

13.2005014F - Lista- og menningarráð - 114. fundur frá 04.06.2020

Fundargerð í 10 liðum.
Lagt fram.

Fundargerð

14.2005021F - Menntaráð - 63. fundur frá 02.06.2020

Fundargerð í 9 líðum.
Lagt fram.
  • 14.4 20051187 Arnarskóli-Reglur um innritun og útskrift
    Endurskoðaðar reglur um innritun og útskrift nemenda fyrir Arnarskóla lagðar fram. Niðurstaða Menntaráð - 63 Menntaráð samþykkir reglur Arnarskóla um innritun og útskrift nemenda með öllum greiddum atkvæðum og vísar þeim til bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Fundargerðir nefnda

15.2006206 - 18. fundargerð skólanefndar Menntaskólans í Kópavogi frá 18.05.2020

Fundargerð í 4 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

16.2006172 - Fundargerð 23. eigendafundar stjórnar Strætó frá 25.05.2020

Fundargerð í 1 lið.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

17.2006357 - Fundargerð 324. fundar stjórnar Strætó frá 29.05.2020

Fundargerð í 7 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

18.2006168 - Fundargerð 93. fundar svæðisskipulagsnefndar frá 08.05.2020

Fundargerð í 8 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

19.2005008F - Umhverfis- og samgöngunefnd - 128. fundur frá 02.06.2020

Fundargerð í 6. liðum.
Lagt fram.
  • 19.4 20051100 Kynning frá Hopp Mobility og ósk um tilraunaverkefni með upspetningu á rafskútuleigu í Kópavogi
    Lagt fram erindi Hopp varðandi tilraunaverkefni í Kópavogi með uppsetningu á rafskútuleigu dags. 26.5.2020. Eyþór Máni Steinarsson, rekstrarstjóri Hopp gerir grein fyrir erindinu. Niðurstaða Umhverfis- og samgöngunefnd - 128 Umhverfis- og samgöngunefnd mælir með að farið verði í tilraunaverkefni í Kópavogi. Að gerður verði þjónustusamningur við Hopp mobility til 1. okt. 2020 um rekstur á rafskútuleigu í Kópavogi. Niðurstaða Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjóra.

Fundargerð

20.2006005F - Velferðarráð - 65. fundur frá 08.06.2020

Lagt fram.
  • 20.11 2006261 Búsetu- og stuðningsúrræði fyrir börn og ungmenni með fjölþættan vanda
    Greinargerð deildarstjóra dags. 4.6.2020 ásamt þar til greindu fylgiskjali lögð fram til afgreiðslu. Niðurstaða Velferðarráð - 65 Hlé var gert á fundi kl.18:02.
    Fundur hófst að nýju kl.18:09.

    Velferðarráð samþykkir framlagða tillögu að uppbyggingu búsetu- og stuðningsúrræðis fyrir sitt leyti. Því til viðbótar kallar velferðarráð eftir samræmdri stefnumótun í málefnum barna og ungmenna með fjölþættan vanda þar sem ljóst er að um flókin mál er að ræða.

    Vísað til afgreiðslu bæjarráðs.
    Niðurstaða Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.
  • 20.13 2003212 Reglur um félagslega heimaþjónustu. Tillaga að breytingu.
    Regludrög ásamt umsögn öldungaráðs lögð fram til afgreiðslu. Niðurstaða Velferðarráð - 65 Velferðarráð samþykkir framlagða breytingu fyrir sitt leyti. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs. Niðurstaða Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Gestir

  • Aðalsteinn Sigfússon sviðsstjóri velferðarsviðs
  • Anna Eygló Karlsdóttir deildarstjóri barnaverndar

Fundi slitið - kl. 11:29.