Frá lögfræðideild, dags. 7. júlí, lagt fram bréf Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, dags. 29. júní, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Aurora Star Hótels, kt. 590397-2029, um nýtt rekstrarleyfi fyrir gististað í flokki IV, að Hlíðasmára 13, 201 Kópavogi, skv. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, sbr. 26. gr. í reglugerð nr. 1277/2016. Samkvæmt 1. tl. 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 skal sveitarstjórn, sem umsagnaraðili, staðfesta að afgreiðslutími staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.
Bókun:
"Bæjarráð tekur undir eftirfarandi bókun Velferðarráðs frá 8. júní s.l.:
Velferðarráð samþykkir framlagða tillögu að uppbyggingu búsetu- og stuðningsúrræðis fyrir sitt leyti. Því til viðbótar kallar velferðarráð eftir samræmdri stefnumótun í málefnum barna og ungmenna með fjölþættan vanda þar sem ljóst er að um flókin mál er að ræða.
Í ljósi alvarlegrar stöðu þessa hóp barna hvetur bæjarráð samstarfshóp um velferðarmál á vegum SSH til þess að vinna málinu framgang án tafa."