Bæjarráð

3010. fundur 06. ágúst 2020 kl. 08:15 - 10:21 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Helga Hauksdóttir varamaður
  • Ármann Kristinn Ólafsson formaður
  • Hjördís Ýr Johnson aðalmaður
  • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalmaður
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Pálmi Þór Másson bæjarlögmaður
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarritari
Dagskrá

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

1.2003639 - Viðbrögð við Covid-19 faraldrinum

Fjallað um stöðu mála vegna áhrifa af kórónufaraldrinum.
Lagt fram.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

2.2007873 - Skuldabréf - Leigugarðar

Frá bæjarlögmanni dags. 4. ágúst 2020, lögð fram um umsögn um heimild til veðsetningar Vesturvarar 26-28.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að veita skilyrta veðheimild fyrir umbeðnu láni með vísan til nýrra gagna dags. 5. ágúst 2020 frá Kviku banka. Veðheimildin er veitt með því skilyrði að Kvika banki ábyrgist að núverandi lán á 1. veðrétti verði aflýst af eigninni samhliða veðsetningu umbeðins láns.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

3.2007679 - Vallakór 12-14. Kórinn íþróttahús, Sena ehf. Umsagnarbeiðni vegna umsóknar um tímabundið áfengisleyfi

Frá lögfræðideild. dags. 20. júlí 2020, lagt fram bréf Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, dags. 16.júlí 2020, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Senu ehf., kt. 660307-0950, um tækifærisleyfi til að mega halda tónleika Andrea Bocelli þann 3. október nk. frá kl. 18:00-22:30, í íþróttahúsinu Kórnum, að Vallakór 12-14, Kópavogi, skv. 17. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og 30. gr. rgl. nr. 1277/2016. Samkvæmt 1. tl. 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 staðfestir sveitarstjórn sem umsagnaraðili að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.
Bæjarráð staðfestir með fimm atkvæðum að afgreiðslutími og staðsetning staðar sé innan marka reglna og skipulags sveitarfélags og veitir jákvæða umsögn.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

4.2007848 - Borgarholtsbraut 19, Brauðkaup. Umsagnarbeiðni vegna umsóknar um tímabundið áfengisleyfi

Frá lögfræðideild, dags. 30. júlí, lagt fram bréf Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, dags. 29. júlí, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Kársnes ehf., kt. 560119-2830, um tímabundið áfengisleyfi vegna Kársneshátiðar 15. ágúst frá kl. 12:00-23:00, á staðnum Brauðkaup, að Borgarholtsbraut 19, Kópavogi, skv. 17. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og 30. gr. rgl. nr. 1277/2016. Samkvæmt 1. tl. 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 staðfestir sveitarstjórn sem umsagnaraðili að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.
Bæjarráð staðfestir með fimm atkvæðum að afgreiðslutími og staðsetning staðar sé innan marka reglna og skipulags sveitarfélags og veitir jákvæða umsögn.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

5.2007617 - Smáratorg 1, Wokon. Umsagnarbeiðni vegna umsóknar um nýtt rekstrarleyfi

Frá lögfræðideild, dags. 14. júlí 2020, lagt fram bréf Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, dags. 13. júlí 2020, þar sem óskað er eftir umsögn um umsókn Wokon ehf., kt.40518-1440, um nýtt rekstrarleyfi fyrir veitingastað í flokki II, að Smáratorgi 1, 201 Kópavogi, skv. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, sbr. 26. gr. í reglugerð nr. 1277/2016.
Bæjarráð staðfestir með fimm atkvæðum að afgreiðslutími og staðsetning staðar sé innan marka reglna og skipulags sveitarfélags og veitir jákvæða umsögn.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

6.2007620 - Bæjarlind 14, Tælenska Eldhúsið. Umsagnarbeiðni vegna umsóknar um nýtt rekstrarleyfi

Frá lögfræðideild, dags. 14. júlí 2020 lagt fram bréf Sýslumanssins á höfuðborgarsvæðinu, dags. 13. júlí, þar sem óskað er eftir umsögn um umsókn vegna endurnýjunar rekstrarleyfis Tælenska eldhússins, kt. 600701-2150 um nýtt rekstrarleyfi fyrir veitingastað í flokki II, að Bæjarlind 14, 201 Kópavogi, skv. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og 26. gr. rgl. nr. 1277/2016. Samkvæmt 1. tl. 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 skal sveitarstjórn sem umsagnaraðili staðfesta að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.
Bæjarráð staðfestir með fimm atkvæðum að afgreiðslutími og staðsetning staðar sé innan marka reglna og skipulags sveitarfélags og veitir jákvæða umsögn.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

7.2003768 - Útboð - endurbætur á göngu- og hjólaleið meðfram Arnarnesvegi og Fífuhvammsvegi.

Frá deildarstjóra gatnadeildar, dags. 27. júlí 2020, lagt fram erindi þar sem óskað er heimildar bæjarráðs til að ganga til samninga við lægstbjóðanda, Óskaverk ehf., í stígagerð meðfram Fífuhvammsvegi á milli Lindarvegar og golfvallar GKG.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að gengið verði til samninga við Óskaverk ehf., um stígagerð meðfram Fífuhvammsvegi á milli Lindarvegar og golfvallar GKG.

Ýmis erindi

8.2007638 - Viðauki við eigendasamkomulag. v. meðhöndlunar úrgangs í Álfsnesi

Frá Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, dags. 3. júlí 2020, lagður fram viðauki við eigendasamkomulag vegna meðhöndlunar úrgangs í Álfsnesi.
Lagt fram.

Ýmis erindi

9.2005410 - Til umsagnar ný gjaldskrárstefna Strætó

Frá Strætó bs., dags. 19. júní 2020, lögð fram ný gjaldskrá Strætó.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

10.2007003F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 295. fundur frá 09.07.2020

Fundargerð í 11 liðum.
Bæjarráð staðfestir með fimm atkvæðum afgreiðslur byggingarfulltrúa.

Fundargerð

11.2007009F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 296. fundur frá 23.07.2020

Fundargerð í 11 liðum.
Bæjarráð staðfestir með fimm atkvæðum afgreiðslur byggingarfulltrúa.

Fundargerðir nefnda

12.2007004F - Umhverfis- og samgöngunefnd - 130. fundur frá 14.07.2020

Fundargerð í 2. liðum.
Lagt fram.
  • 12.2 2005502 Umhverfisviðurkenningar 2020
    Lögð fram tillaga að umhverfisviðurkenningum fyrir árið 2020 og götu ársins 2020 til bæjarstjórnar. Niðurstaða Umhverfis- og samgöngunefnd - 130 Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir framlagðar tillögur að umhverfisviðurkenningum 2020 og leggur fram tillögu að götu ársins við bæjarstjórn. Niðurstaða Bæjarráð staðfestir afgreiðslu umhverfis- og samgöngunefndar og samþykkir tillögu að götu ársins.

Fundargerðir nefnda

13.2007872 - Fundargerð 430. fundar stjórnar Sorpu bs. frá 09.07.2020

Fundargerð í 11. liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

14.2008056 - Fundargerð 431. fundar stjórnar Sorpu bs. frá 31.07.20

Fundargerð í 12 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

15.2007871 - Fundargerð 325. fundar stjórnar Strætó frá 19.06.2020

Fundargerð í 8 liðum.
Lagt fram.

Erindi frá bæjarfulltrúum

16.2001790 - Tillaga bæjarfulltrúa Pírata um að birta laun kjörinna fulltrúa

Frá Sigurbjörgu Erlu Egilsdóttur bæjarfulltrúa, tillaga um að upplýsingar um laun og aðrar greiðslur til kjörinna fulltrúa í Kópvogi verði birtar á vef bæjarins á skýran og aðgengilegan hátt.
Erindinu var vísað til úrvinnslu bæjarlögmanns þann 30. janúar 2020.
Bæjarráð vísar erindinu með fimm atkvæðum til umsagnar forsætisnefndar.

Erindi frá bæjarfulltrúum

17.2008038 - Opið bókhald Kópavogsbæjar

Frá Hákoni Helga Leifssyni bæjarfulltrúa Pírata, dags. 30. júní 2020, lögð fram eftirfarandi fyrirspurn: Opna bókhald Kópavogsbæjar virkar ekki í öðrum vöfrum en Google Chrome eftir því sem ég best fæ séð. Þetta hefur verið hátturinn frá því að bókhaldið var birt og úrbótum lofað. Hvenær mega bæjarbúar vænta þess að þetta verður lagað?
Eins legg ég til að texti á síðu bæjarins endurspegli að Chrome sé eini vafrinn sem virkar, þangað til að úrbætur hafa orðið.
Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarritara.

Erindi frá bæjarfulltrúum

18.2008042 - Fyrirspurn um birtingu jafnréttisáætlunnar

Frá Hákoni Helga Leifssyni bæjarfulltrúa Pírata, dags. 30. júní 2020, lögð fram eftirfarandi fyrirspurn: Fyrr á þessu ári, eða í lok síðasta árs var ný jafnréttisáætlun samþykkt í bæjarstjórn. En á síðu bæjarins má eingöngu finna áætlun 2015-2018. Legg til að nýja áætlunin verði birt og síða bæjarins uppfærð. Til vara þá útskýringu á því hversvegna hún hafi ekki verið birt.
Brugðist hefur verið við erindinu og er jafnréttisáætlun Kópavogsbæjar fyrir 2018-2022 aðgengileg á vef Kópavogsbæjar.

Erindi frá bæjarfulltrúum

19.2008061 - Ósk um heildaráætlun um viðhald og endurnýjun á götum og göngu- og hjólastígum á Kársnesinu.

Frá bæjarfulltrúa Theódóru S. Þorsteinsdóttur, dags. 4. ágúst 2020, lögð fram ítrekun frá fundi bæjarráðs þann 7. maí 2020 þar sem óskað var eftir heildaráætlun um viðhald og endurnýjun á götum og göngu- og hjólastígum á Kársnesinu.
Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar sviðsstjóra umhverfissviðs.

Erindi frá bæjarfulltrúum

20.2005645 - Tillaga Theódóru S. Þorsteinsdóttur um að farið verði í átak til að hreinsa umhverfið á Kársnesinu

Frá bæjarfulltrúa Theodóru S. Þorsteinsdóttur, dags. 4. ágúst 2020, lögð fram ósk um upplýsingar um það tiltektarátak sem farið var í á Kársnesinu í samvinnu við fyrirtæki og íbúa á svæðinu.
Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar sviðsstjóra umhverfissviðs.

Erindi frá bæjarfulltrúum

21.2008062 - Óskað er eftir upplýsingum um hvenær samgöngustefnan, sem hefur verið í vinnslu hjá Kópavogsbæ undanfarin ár, verði tekin til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Frá bæjarfulltrúa Theódóru S. Þorsteinsdóttur, dags. 4. ágúst 2020, lögð fram fyrispurn um hvenær samgöngustefnan, sem hefur verið í vinnslu hjá Kópavogsbæ undanfarin ár, verði tekin til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til umsagnar bæjarstjóra.

Erindi frá bæjarfulltrúum

22.2008063 - Óskað er eftir minnisblaði frá endurskoðendum Kópavogsbæjar er varðar þá hefð að gjaldfæra/eignfæra ónýttar fjárheimildir ársins

Frá bæjarfulltrúa Theódóru S. Þorsteinsdóttur, dags. 4. ágúst 2020, lögð fram ósk um minnisblað frá endurskoðendum Kópavogsbæjar er varðar þá hefð að gjaldfæra/eignfæra ónýttar fjárheimildir ársins. Einnig upplýsingar um hvernig staðið er að eftirliti með þessum verkefnum, hvernig verkefnin hafa þróast og hver staðan er á þeim núna. Mikilvægt er að fá álit frá endurskoðendum Kópavogsbæjar um hvort þessi vinnubrögð samræmist góðum reiknisskilavenjum.
Bæjarráð samþykkir að óska eftir minnisblaði frá endurskoðanda bæjarins.

Erindi frá bæjarfulltrúum

23.2008064 - Innri endurskoðun Kópavogsbæjar. Tillaga um að Kópavogsbær taki upp innri endurskoðun á starfsemi sinni og að bæjarráð samþykki útboð/verðkönnun á innri endurskoðun.

Frá bæjarfulltrúa Theódóru S. Þorsteinsdóttur, dags. 4. ágúst 2020, lögð fram tillaga um að Kópavogsbær taki upp innri endurskoðun á starfsemi sinni og að bæjarráð samþykki útboð/verðkönnun á innri endurskoðun.
Bæjarráð samþykkir að fresta erindinu.

Erindi frá bæjarfulltrúum

24.2008065 - Óskað er eftir samantekt á ráðgjafareikningum er varðar stefnumótun Kópavogsbæjar.

Frá bæjarfulltrúa Theódóru S. Þorsteinsdóttur, dags. 4. ágúst 2020, óskað er eftirsamantekt á ráðgjafareikningum er varðar stefnumótun Kópavogsbæjar:
a.
Markmiðasetningu á vegum Capacent. (frá upphafi þeirrar vinnu)
b.
Hver sjái um markmiðasetninguna eftir að Capacent varð gjaldþrota.
c.
Óska eftir að sjá verðkönnun/tilboð í sömu vinnu frá Capacent og eftir atvikum frá þeim sem tóku við eftir gjaldþrot.
d.
Verðkönnun/tilboð frá öðrum ráðgjöfum er varðar Heimsmarkmið Kópavogsbæjar.
e.
Upplýsingar um hvort aðrir ráðgjafar hafi komið að stefnumótun Kópavogsbæjar síðust tvö ár, hver hafi komið að því og samantekt á reikningum af þeirri vinnu.
Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar bæjarritara.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að næsti fundur ráðsins, þann 20. ágúst næstkomandi, verði haldinn án umboðs bæjarstjórnar.

Fundi slitið - kl. 10:21.