Bæjarráð

3012. fundur 27. ágúst 2020 kl. 08:15 - 10:04 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Birkir Jón Jónsson formaður
  • Karen E. Halldórsdóttir varaformaður
  • Hjördís Ýr Johnson aðalmaður
  • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalmaður
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Pálmi Þór Másson bæjarritari
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarlögmaður
Dagskrá

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

1.2001022 - Bláfjöll. Skíðasvæði, uppbygging, framkvæmdaleyfi.

Yfirferð yfir stöðu framkvæmda á skíðasvæði Bláfjalla.
Lagt fram.

Gestir

  • Magnús Árnason framkvæmdastjóri Skíðasvæðanna - mæting: 08:15

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

2.20081124 - Hópamyndanir í grunnskólum á kvöldin

Umræða um hópamyndanir í skólum á kvöldin.
Frestað til næsta fundar.

Gestir

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

3.20081029 - Gulaþing 23, framsal lóðarréttinda.

Frá bæjarlögmanni, dags. 25. ágúst, lögð fram beiðni f.h. lóðarhafa Gulaþings 23, Þórarins Þórarinssonar og Helenu Viggósdóttur, um heimild til að framselja lóðina til Finns Sverris Magnússonar.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum framsal lóðarinnar til Finns Sverris Magnússonar.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

4.2002312 - Kæra vegna ákvörðunar um val á þátttakendum hönnunarsamkeppni um Brú yfir Fossvog

Frá lögfræðideild, dags. 21. ágúst, lagður fram úrskurður kærunefndar útboðsmála í máli nr. 4/2020 þar sem kærð var ákvörðun Vegagerðarinnar, Reykjavíkurborgar og Kópavogsbæjar um val á þáttakendum í forvalinu fyrir hönnunarsamkeppni vegna Fossvogsbrúar.
Lagt fram.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

5.2006205 - Átak í fráveituframkvæmdum

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 20. ágúst, lögð fram umsögn um erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Samorku frá 2. júní þar sem vakin er athygli á því að unnið er að gerð frumvarps um átak í fráveitumálum.
Lagt fram.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

6.1812353 - Kársnesskóli við Skólagerði - Hönnun

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 24. ágúst, lagt fram erindi þar sem óskað er heimildar bæjarráðs til að bjóða út í opnu útboði byggingu Kársnesskóla við Skólagerði.
Bæjarráð frestar erindinu með fimm atkvæðum til frekari rýni.

Aukinheldur óskar bæjarráð eftir minnisblaði um uppgjör vegna hönnunar Mannvits á forsendum útboðsins.

Gestir

  • Guðrún Edda Finnbogadóttir lögfræðingur - mæting: 09:05
  • Steingrímur Hauksson sviðsstjóri umhverfissviðs - mæting: 09:05

Fundargerð

7.2008006F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 297. fundur frá 12.08.2020

Fundargerð í 3 liðum.
Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Fundargerðir nefnda

8.2008010F - Jafnréttis- og mannréttindaráð - 77. fundur frá 20.08.2020

Fundargerð í 1 lið.
Lagt fram.

Fundargerð

9.2008008F - Lista- og menningarráð - 115. fundur frá 20.08.2020

Fundargerð í 6 liðum.
Lagt fram.

Fundargerð

10.2008009F - Menntaráð - 64. fundur frá 18.08.2020

Fundargerð í 3 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

11.2008899 - Fundargerð 326. fundar stjórnar Strætó frá 14.08.2020

Fundargerð í 5 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

12.2008897 - Fundargerð nr. 500 stjórnarfundar SSH frá 07.08.2020

Fundargerð í 1 lið.
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 10:04.