Bæjarráð

3022. fundur 05. nóvember 2020 kl. 08:15 - 11:00 Fjarfundur - Microsoft Teams
Fundinn sátu:
  • Birkir Jón Jónsson formaður
  • Karen E. Halldórsdóttir varaformaður
  • Margrét Friðriksdóttir varamaður
  • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalmaður
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Pálmi Þór Másson bæjarritari
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarritari
Dagskrá

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

1.2011060 - Fjárhagsáætlun 2021

Frá bæjarstjóra, lögð fram drög að fjárhagsáætlun Kópavogsbæjar og stofnana fyrir árið 2021 og drög að þriggja ára fjárhagsáætlun 2022-2024.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að leggja framlagða áætlun fyrir bæjarstjórn Kópavogs.

Gestir

  • Ingólfur Arnarson, fjármálastjóri - mæting: 08:15

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

2.2010266 - Ósk bæjarfulltrúa Pírata um mat á hvort innkaup á rafverktakaþjónustu fyrir 17. júní hátíðarhöldin hafi verið í samræmi við innkaupareglur

Frá lögfræðideild, dags. 14. október, lagt fram svar við fyrirspurn um hvort innkaup á rafverktaþjónustu fyrir 17. júní hátíðarhöld hafi verið í samræmi við innkaupareglur Kópavogsbæjar.
Lagt fram.

Fundarhlé hófst kl. 9:09, fundi fram haldið kl. 9:22

Bókun:
"Óska eftir upplýsingum um heildarupphæð kaupa Kópavogsbæjar á rafverktakaþjónustu á tímabilinu janúar 2014-júní 2020, og hve stór hluti þeirra fór fram að loknu útboði."
Sigurbjörg Erla Egilsdóttir.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

3.2011047 - Vesturvör 44. Heimild til veðsetningar

Frá lögfræðideild, dags. 3. nóvember, lögð fram beiðni f.h. lóðarhafa Vesturvarar 44, Nature Resort ehf., um heimild til að veðsetja lóðina.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum umbeðna veðheimild.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

4.1812353 - Kársnesskóli við Skólagerði - Hönnun

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 3. nóvember, lögð fram skýrsla VSÓ Ráðgjafar ehf. um áhættumat vegna byggingar Kárnesskóla.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa heimild til útboðs til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Gestir

  • Runólfur Þór Ástþórsson, verkfræðingur VSÓ - mæting: 09:35
  • Steingrímur Hauksson, sviðsstjóri umhverfissviðs - mæting: 09:35

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

5.2009644 - Óskað eftir afstöðu Kópavogsbæjar um hugsanlega breytingu á heilbrigðiseftirlitssvæðum

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 2. nóvember, lögð fram umsögn um erindi frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, dags. 22. september, þar sem óskað var eftir afstöðu Kópavogsbæjar um mögulegar breytingar á heilbrigðiseftirlitssvæðum.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að fyrir sitt leyti verði unnið að sameiningu eftirlitssvæðis Heilbrigðiseftirlits Hafnafjarðar- og Kópavogssvæðis við Seltjarnarnes og Mosfellsbæ.

Jafnframt beinir bæjarráð því til stjórnar Heilbrigðiseftirlits Hafnafjarðar- og Kópavogssvæðis að stækkun svæðisins leiði ekki af sér kostnaðarauka og aðgerðin hafi það markmið að bæta þjónustuna. Stjórnin skal fá samþykki bæjarstjórna Kópavogs, Hafnafjarðar og Garðabæjar fyrir sameiningunni þegar drög að samningi liggur fyrir.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

6.1804413 - Innleiðing Barnasáttmála Sameinuðu Þjóðanna

Frá verkefnastjóra lýðheilsumála, dags. 2. nóvember, kynning á viðhorfum barna og ungmenna í málefnum bæjarins sem er liður í aðgerð 3 í aðgerðaráætlun Barnasáttmálans.
Lagt fram.

Gestir

  • Anna Elísabet Ólafsdóttir,verkefnastjóri lýðheilsu - mæting: 10:36

Ýmis erindi

7.2011010 - Dagur íslenskrar tungu 2020

Frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu, dags. 28. október, lagt fram erindi um hátíðarhöld á Degi íslenskrar tungu þann 16. nóvember nk.
Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu menntasviðs.

Ýmis erindi

8.2010697 - Rekstraruppgjör skíðasvæðanna 2020

Frá skíðasvæðum höfuðborgarsvæðisins, lagt fram rekstraruppgjör skíðasvæðanna fyrir janúar-ágúst 2020.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

9.2009439 - Fundargerðir Barnaverndarnefndar

Fundur nr. 112 í 4 liðum. Bæjarráð frestaði framlagningu fundargerðarinnar á síðasta fundi sínum þann 29. október sl.
Lagt fram.

Fundargerð

10.2010012F - Skipulagsráð - 85. fundur frá 02.11.2020

Fundargerð í 8 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

11.2011038 - Fundargerð 890. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 30.10.2020

Fundargerð í 33 liðum.
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 11:00.