Bæjarráð

3025. fundur 26. nóvember 2020 kl. 08:15 - 09:34 Fjarfundur - Microsoft Teams
Fundinn sátu:
  • Birkir Jón Jónsson formaður
  • Karen E. Halldórsdóttir varaformaður
  • Hjördís Ýr Johnson aðalmaður
  • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalmaður
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ármann Kristinn Ólafsson bæjarstjóri
  • Pálmi Þór Másson bæjarlögmaður
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarritari
Dagskrá

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

1.2011498 - Dalaþing 32, framsal lóðarréttinda.

Frá bæjarlögmanni, dags. 19. nóvember, lögð fram beiðni f.h. lóðarhafa Dalaþings 32, Bjössa ehf., um heimild til að framselja lóðina til Stefáns Hjalta Óskarssonar og Esterar Jóhannsdóttur.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum umbeðið framsal.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

2.2010494 - Smiðjuvegur 11, Thai food BKG ehf. Umsagnarbeiðni vegna umsóknar um rekstrarleyfi

Frá lögfræðideild, dags. 19. nóvember 2020, lagt fram bréf Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, dags. 20. október, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Thai food BKG ehf. um rekstrarleyfi fyrir veitingastað í flokki II, að Smiðjuvegi 11, 200 Kópavogi, skv. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, sbr. 26. gr. reglugerðar nr. 1277/2016. Samkvæmt 1. tl. 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 skal sveitarstjórn, sem umsagnaraðili, staðfesta að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að veita jákvæða umsögn með vísan til minnisblaðs lögfræðideildar.

Ýmis erindi

3.2011474 - Ársskýrsla Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga

Frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga, lögð fram ársskýrsla 2019.
Lagt fram.

Ýmis erindi

4.2011534 - Breyting á starfsleyfi urðunarstaða Sorpu.

Frá Umhverfisstofnun, dags. 19. nóvember, lögð fram tilkynning um að tillaga að breytingu á starfsleyfi urðunarstaðar Sorpu í Álfsnesi er komin í auglýsingu þar sem veittur er frestur til athugasemda til og með 17. desember nk.
Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til afgreiðslu sviðsstjóra umhverfissviðs.

Ýmis erindi

5.2011461 - Endurgreiðsluhlutfall vegna réttindasafns Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogsbæjar

Frá Brú lífeyrissjóði, dags. 17. nóvember, lagt fram erindi um endurgreiðsluhlutfall launagreiðenda á greiddum lífeyri í réttindasafni Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogsbæjar fyrir árið 2021.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar.

Ýmis erindi

6.2011460 - Fjárhagsáætlun svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins

Frá SSH, dag. 17. nóvember, lögð fram fjárhagsáæltun svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins sem vísað er til afgreiðslu aðildarsveitarfélaga.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa málinu til gerðar fjárhagsáæltunar.

Ýmis erindi

7.2011584 - Gjaldskrá Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs. til samþykktar

Frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, dags. 24. nóvemer, lögð fram til samþykktar gjaldskrá fyrir slökkviliðið.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa málinu til gerðar fjárhagsáætlunar.

Ýmis erindi

8.2011540 - Til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um skráningu einstaklinga, nr. 1402019 (sveitarfélag fyrsta lögheimilis), 82. mál.

Frá allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis, dags. 19. nóvemer, lagt fram til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um skráningu einstaklinga; sveitarfélag fyrsta lögheimilis (þingmannafrumvarp).
Lagt fram.

Ýmis erindi

9.2011541 - Til umsagnar tillaga til þingsályktunar um menntastefnu 2020-2030, 278. mál.

Frá allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis, dags. 19. nóvember, lögð fram til umsagnar þingsályktunartillaga um menntastefnu 2020-2030 (stjórnartillaga).
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa málinu til afgreiðslu bæjarlögmanns.

Ýmis erindi

10.2011449 - Til umsagnar frumvarp til laga um fiskeldi (vannýttur lífmassi í fiskeldi), 265. mál.

Frá atvinnuveganefnd Alþingis, dags. 18. nóvember, lagt fram til umsagnar frumvarp til laga um fiskeldi; vannýttur lífmassi í fiskeldi (stjórnarfrumvarp).
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa málinu til afgreiðslu bæjarlögmanns.

Ýmis erindi

11.2011446 - Til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á skipulagslögum, nr. 1232010 (uppbygging innviða og íbúðarhúsnæðis), 275. mál

Frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, dags. 18. nóvember, lagt fram til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á skipulagslögum; uppbygging innviða og íbúðarhúsnæðis (stjórnarfrumvarp).
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa málinu til afgreiðslu bæjarlögmanns.

Ýmis erindi

12.2011417 - Til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um náttúruvernd, nr. 602013 (málsmeðferð o.fl.), 276. mál

Frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, dags. 17. nóvember, lagt fram til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um náttúruvernd; málsmeðferð o.fl. (stjórnarfrumvarp).
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa málinu til afgreiðslu bæjarlögmanns.

Ýmis erindi

13.2011458 - Til umsagnar tillaga til þingsályktunar um orlofshúsnæði örorkulífeyrisþega, 187. mál.

Frá velferðarnefnd Alþingis, dags. 18. nóvember, lögð fram til umsagnar þingsályktunartillaga um orlofshúsnæði örorkulífeyrisþega (þingmannatillaga).
Lagt fram.

Ýmis erindi

14.2011448 - Til umsagnar tillaga til þingsályktunar um búsetuöryggi í dvalar- og hjúkrunarrýmum, 240. mál.

Frá velferðarnefnd Alþingis, dags. 18. nóvember, lögð fram til umsagnar þingsályktunartillaga um búsetuöryggi í dvalar- og hjúkrunarrýmum (þingmannatillaga).
Lagt fram.

Fundarger?

15.2011020F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 304. fundur frá 19.11.2020

Fundargerð í 13 liðum.
Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Fundargerðir nefnda

16.2009439 - Fundargerðir Barnaverndarnefndar

Fundargerð 113. fundar í 2 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

17.2011539 - 19. fundargerð skólanefndar Menntaskólans í Kópavogi frá 30.09.2020

Fundargerð í 7 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

18.2011583 - Fundargerð 891. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 20.11.2020

Fundargerð í 24 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

19.2011443 - Fundargerð 436. fundar stjórnar Sorpu bs. frá 22.10.2020

Fundargerð í 8 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

20.2011557 - Fundargerð 330. fundar stjórnar Strætó frá 06.11.2020

Fundargerð í 5 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

21.2011536 - Fundargerð 513. fundar stjórnar SSH frá 16.11.2020

Fundargerð í 4 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

22.2011535 - Fundargerð 512. fundar stjórnar SSH frá 9.11.2020

Fundargerð í 3 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

23.2009438 - Fundargerðir Velferðarráðs

Fundargerð 74. fundar í 13 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

24.1911750 - Reglur um ferðaþjónustu fatlaðs fólks og aldraðra í Kópavogi - framhaldsmál

Frá velferðarráði, drög að reglum um ferðaþjónustu aldraðra lögð fram til afgreiðslu.
Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Erindi frá bæjarfulltrúum

25.2011589 - Fyrirspurn bæjarfulltrúa Sigurbjargar Erlu Egilsdóttur um stöðu gerðar viðbragðsáætlunar til að draga úr loftlagsmengun

Frá bæjarfulltrúa Sigurbjörgu Erlu Egilsdóttur, óskað er eftir upplýsingum um stöðu á gerð viðbragðsáætlunar til að draga úr loftmengun í samræmi við lög um hollustuhætti og mengunarvarnir.
Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til umsagnar bæjarritara.

Erindi frá bæjarfulltrúum

26.2011596 - Fyrirspurn bæjarfulltrúa Sigurbjargar Erlu Egilsdóttur um samræmdar aðgerðir um eftirlit og utanumhald um búsetu í ófullnægjandi húsnæði

Frá bæjarfulltrúa Sigurbjörgu Erlu Egilsdóttur, fyrirspurn um stöðu samræmdra aðgerða um eftirlit og utanumhald um búsetu í ófullnægjandi húsnæði.
Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til umsagnar bæjarritara.

Erindi frá bæjarfulltrúum

27.2011606 - Fyrirspurn bæjarfulltrúa Theódóru S. Þorsteinsdóttur um umferðarstýringu á höfuðborgarsvæðinu

Frá bæjarfulltrúa Theódóru S. Þorsteinsdóttur, lögð fram fyrirspurn varðandi umferðarstýringu á höfuðborgarsvæðinu skv. samgöngusáttmála, sem óskað er eftir að tekið verði á dagskrá stjórnar SSH.
Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til umsagnar stjórnar SSH og stjórnar Betri samgangna.

Fundi slitið - kl. 09:34.