Bæjarráð

3026. fundur 03. desember 2020 kl. 08:15 - 12:20 Fjarfundur - Microsoft Teams
Fundinn sátu:
  • Birkir Jón Jónsson formaður
  • Karen E. Halldórsdóttir varaformaður
  • Hjördís Ýr Johnson aðalmaður
  • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalmaður
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ármann Kristinn Ólafsson bæjarstjóri
  • Pálmi Þór Másson bæjarlögmaður
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarritari
Dagskrá

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

1.2004242 - Málefni Sorpu bs.

Framkvæmdastjóri Sorpu bs. gerir grein fyrir fjárhagsáætlun samlagsins og breytingum á gjaldskrá.
Kynning og umræður

Fundarhlé hófst kl. 9:30, fundi fram haldið kl. 10:23.

Gestir

  • Helgi Þór Ingason framkvæmdastjóri Sorpu bs. - mæting: 09:00
  • Guðrún Eva Jóhannesdóttir, fjármálastjóri Sorpu bs. - mæting: 09:00

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

2.2006877 - Lántökur Kópavogsbæjar 2020

Frá fjármálastjóra, dags. 30. nóvember, lagt fram erindi um framlengingu á hækkun lánalína Kópavogsbæjar.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Gestir

  • Ingólfur Arnarson - mæting: 08:15

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

3.2011049 - Yfirlýsing baráttuhóps smærri fyrirtækja, einyrkja og sjálfstætt starfandi aðila í ferðaþjónustu

Frá fjármálastjóra, dags. 19. nóvember, lagt fram yfirlit yfir fyrirtæki í ferðaþjónustu með aðsetur í Kópavogi og hvað þessi þau borguðu í fasteignagjöld á árinu 2020 og hver áætluð fasteignagjöld verða á árinu 2021, sem óskað var eftir á fundi bæjarráðs þann 12. nóvember sl.
Lagt fram.

Bókun:
"Ég þakka fyrir svarið."
Pétur H. Sigurðsson

Gestir

  • Ingólfur Arnarson - mæting: 08:15

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

4.2011252 - Smáralind, Norðurturn. Sætar syndir ehf. Umsagnarbeiðni vegna umsóknar um rekstrarleyfi

Frá lögfræðideild, dags. 24. nóvember, lagt fram bréf Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, dags. 10. nóvember, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Sætra Synda ehf. um rekstrarleyfi fyrir veitingastað í flokki II, að Hagasmára 1, 201 Kópavogi, skv. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, sbr. 26. gr. reglugerðar nr. 1277/2016. Samkvæmt 1. tl. 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 skal sveitarstjórn, sem umsagnaraðili, staðfesta að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.
Bæjarráð staðfestir með fimm atkvæðum að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

5.2011212 - Fyrirspurn bæjarfulltrúa Sigurbjargar Erlu Egilsdóttur um upplýsingagjöf vegna myndavélavöktunar í grunnskólum

Frá sviðsstjóra og rekstrarstjóra menntasviðs, dags. 23. nóvember, lagt fram svar við fyrirspurn úr bæjarráði um myndavélavöktun í grunnskólum Kópavogsbæjar.
Lagt fram.

Gestir

  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir, sviðsstjóri menntasviðs - mæting: 10:25
  • Sindri Sveinsson rekstrarstjóri menntasviðs - mæting: 10:25

Ýmis erindi

6.2012002 - Áskorun varðandi aðstöðumál í frjálsíþróttum

Frá Frjálsíþróttasambandi Íslands, dags. 1. desember, lögð fram áskorun um frjálsíþróttaaðstöðu og áframhaldandi uppbyggingu og viðhald á íþróttamannvirkjum.
Lagt fram.

Bókun:
"Undirrituð óskar eftir minnisblaði um framvindu á uppbyggingu og viðhaldi fyrir frjálsíþróttaaðstöðu í Kópavogi."

Theódóra S. Þorsteinsdóttir

Ýmis erindi

7.2011633 - Árgjald aðildarsveitarfélaga SSH 2021

Frá SSH, lögð fram samþykkt tillaga stjórnar SSH af aðalfundi SSH þann 13. nóvember sl. um árgjald aðildarsveitarfélaga SSH fyrir árið 2021.
Lagt fram.

Gestir

  • Páll Björgvin framkvæmdastjóri SSH - mæting: 08:40

Ýmis erindi

8.2011462 - Bréf er varðar skilavegi og tengingu við ákvæði í 6.gr Samgöngusáttmálans.

Frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti, dags. 11. nóvember, lagt fram svar við erindi SSH frá 10. nóvember um yfirfærslu vega til sveitarfélaga skv. ákvæðum vegalaga.
Lagt fram.

Gestir

  • Páll Björgvin framkvæmdastjóri SSH - mæting: 08:45

Ýmis erindi

9.2011679 - Ósk um samþykki fyrir lántökum vegna rekstraráætlunar 2021-2025

Frá Sorpu, dags. 27. nóvember, lagt fram erindi með ósk um samþykki fyrir lántökum vegna rekstraráætlunar Sorpu fyrir árin 2021-2025
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Ýmis erindi

10.2011647 - Styrkbeiðni vegna áramótabrennu í Þingahverfi 2020

Frá brennunefnd íbúa í Þingahverfi, dags. 26. nóvember, lögð fram styrkbeiðni vegna áramótabrennu í efri byggðum Kópavogs ofan við Gulaþing.
Bæjarráð samþykkir að veita styrk að fjárhæð kr. 180.000.-. fyrir áramótabrennu í efri byggðum Kópavogs með þeim fyrirvara að af brennunni verði í ljósi samkomutakmarkana.

Ýmis erindi

11.2012005 - Til umsagnar tillögu til þingsályktunar um félagsráðgjöf í grunn- og framhaldsskólum, 113. mál

Frá allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis, dags. 1. desember, lögð fram þingsályktunartillaga um félagsráðgjöf í grunn- og framhaldsskólum (þingmannatillaga).
Lagt fram

Ýmis erindi

12.2011709 - Til umsagnar tillögu til þingsályktunar um skákkennslu í grunnskólum, 106. mál

Frá allsherjar- og velferðarnefnd Alþingis, dags. 30. nóvember, lögð fram til umsagnar þingsályktunartillaga um skákkennslu í grunnskólum (þingmannatillaga).
Lagt fram.

Ýmis erindi

13.2011678 - Til umsagnar frumvarp til laga um opinberan stuðning við nýsköpun, 322. mál

Frá atvinnuveganefnd Alþingis, dags. 27. nóvember, lagt fram til umsagnar frumvarp til laga um opinberan stuðning við nýsköpun (stjórnarfrumvarp).
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa erindinu til afgreiðslu bæjarlögmanns.

Ýmis erindi

14.2011677 - Til umsagnar frumvarp til laga um Tækniþróunarsjóð, 321. mál

Frá atvinnuveganefnd Alþingis, dags. 27. nóvember, lagt fram til umsagnar frumvarp til laga um Tækniþróunarsjóð (stjórnarfrumvarp).
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa erindinu til afgreiðslu bæjarlögmanns.

Ýmis erindi

15.2011624 - Til umsagnar frumvarp til laga um varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum (markmið, áhættumat, sektir o.fl.), 311. mál.

Frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, dags. 25. nóvember, lagt fram til umsagnar frumvarp til laga um varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum (stjórnarfrumvarp).
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa erindinu til afgreiðslu bæjarlögmanns.

Ýmis erindi

16.2011625 - Til umsagnar frumvarp til laga um fæðingar- og foreldraorlof, 323. mál.

Frá velferðarnefnd Alþingis, dags. 25. nóvember, lagt fram til umsagnar frumvarp til laga um fæðingar- og foreldraorlof (stjórnarfrumvarp).
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa erindinu til afgreiðslu bæjarlögmanns.

Ýmis erindi

17.2011621 - Til umsagnar tillögu til þingsályktunar um bætta stjórnsýslu í umgengnismálum, 104. mál.

Frá velferðarnefnd Alþingis, dags. 25. nóvember, lögð fram þingsályktunartillaga um bætta stjórnsýslu í umgengnismálum (þingmannatillaga).
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

18.2012011 - Fundargerð 261. fundar Heilbrigðisnefndar Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis frá 30.11.2020

Fundargerð í 53 liðum.
Lagt fram.

Fundarger?

19.2011013F - Leikskólanefnd - 123. fundur frá 19.11.2020

Fundargerð í 9 liðum.
Lagt fram.

Fundarger?

20.2011023F - Menntaráð - 71. fundur frá 01.12.2020

Fundargerð í 5 liðum.
Lagt fram.

Fundargerð

21.2011011F - Skipulagsráð - 87. fundur frá 30.11.2020

Fundargerð í 9 liðum.
Fundarhlé hófst kl. 11:31, fundi fram haldið kl. 11:43.

Bókun:
"Undirrituð gera athugasemd við feril málsins þar sem umrætt erindi frá Skipulagsstofnun með umsagnarbeiðni vegna umhverfismats fyrir þriðja áfanga Arnarnesvegar hefur ekki enn borist kjörnum fulltrúum, þó því hafi þegar verið svarað af sviðsstjóra umhverfissviðs."
Sigurbjörg E. Egilsdóttir
Pétur H. Sigurðsson
  • 21.3 1901481 Aðalskipulag Kópavogs 2019-2040. Tillaga.
    Lagt fram minnisblað skipulags- og byggingardeildar þar sem fram koma ábendingar, tillögur á sameiginlegum fundi skipulagsráðs og bæjarfulltrúar 18. nóvember 2020 og úrvinnsla þeirra sem færðar hafa verið inn í tillögu að nýju aðalskipulagi bæjarins. Einnig lögð fram fundargerð umhverfis- og samgöngunefndar frá 24. nóvember 2020.

    Með tilvísan til samþykktar skipulagsráðs 7. september 2020 er lögð fram tillaga að Aðalskipulagi Kópavogs 2019-2040 ásamt umhverfismati. Í tillögunni er sett fram stefna sveitarstjórnar um landnotkun, byggðaþróun, byggðamynstur, samgöngu- og þjónustukerfi og umhverfismál innan lögsögu Kópavogs til ársins 2040. Tillagan er sett fram í greinargerð og á uppdrætti dags. 24. nóvember 2020. Ennfremur er lagt fram umhverfismat aðalskipulagsins unnið af verkfræðistofunni Mannviti, umhverfisskýrsla dags. í nóvember 2020. Matið er unnið í samræmi við lög nr. 105 frá 2006 en markmið laganna er að stuðla að sjálfbærri þróun og draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum og jafnframt stuðla að því að við áætlanagerð sé tekið tillit til umhverfissjónarmiða.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 87 Skipulagsráð samþykkir með tilvísan til 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr.
    123/2010 að vísa tillögunni til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar og að
    hún verði auglýst í samræmi við 31. gr. ofangreindra laga.
    Niðurstaða Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
  • 21.4 2011504 Nónhæð. Nónsmári 1-7 og 9-15. Breytt deiliskipulag.
    Lögð fram tillaga Basalt arkitekta f.h. lóðarhafa Nónsmára 1-7 og 9-15 (lóðir B og C) að breyttu deiliskipulagi á kolli Nónhæðar. Í breytingunni felst að byggingarreitur fyrirhugaðs fjölbýlishúss á lóð B, Nónsmára 9-15 er sameinaður í einn samfelldan byggingarreit, lögun hans breytist en stærð hans í fermetrum er óbreytt. Afmörkun byggingarreits fyrir bílageymslu neðanjarðar á lóðinni breytist. Á lóð C, Nónsmára 1-7 færist byggingarreitur til norðurs, lögun hans breytist en stærð hans í fermetrum er óbreytt. Afmörkun byggingarreits fyrir bílageymslu neðanjarðar á lóðinni breytist. Að öðru leyti er tillagan í samræmi við gildandi deiliskipulag samþykkt í bæjarstjórn 28. apríl 2020 og birt í B-deild Stjórnartíðinda 29. maí 2020. Niðurstaða Skipulagsráð - 87 Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu með tilvísan í 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.

Fundargerðir nefnda

22.2012009 - Fundargerðir stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins frá 6. mars - 9. október 2020

Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

23.2012010 - Fundargerð 212. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins frá 16.10.2020

Fundargerð í 12 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

24.2012030 - Fundargerð 437. fundar stjórnar Sorpu bs. frá 12.11.2020

Fundargerð í 10 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

25.2012031 - Fundargerð 438. fundar stjórnar Sorpu bs. frá 20.11.2020

Fundargerð í 6 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

26.2012016 - Fundargerð 439. fundar stjórnar Sorpu bs. 27.11.2020

Fundargerð í 4 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

27.2011693 - Fundargerð 514. fundar stjórnar SSH frá 23.11.2020

Fundargerð í 6 liðum.
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 12:20.