Bæjarráð

3034. fundur 04. febrúar 2021 kl. 08:15 - 13:06 Fjarfundur - Microsoft Teams
Fundinn sátu:
  • Helga Hauksdóttir varamaður
  • Karen E. Halldórsdóttir varaformaður
  • Hjördís Ýr Johnson aðalmaður
  • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalmaður
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ármann Kristinn Ólafsson bæjarstjóri
  • Pálmi Þór Másson bæjarlögmaður
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarritari
Dagskrá

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

1.2101235 - Vatnsendablettur 730-739. Kvörtun vegna breytinga á deiliskipulagi

Frá lögfræðideild, dags. 28. janúar, lagt fram erindi um álit umboðsmanns Alþingis vegna kvörtunar kærenda yfir úrskurði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála er varðar skipulagsmál fyrir lóðina Vatnsendablett 730-739.
Lagt fram.

Bókun:
"Ég vil undirstrika það sem fram kemur í álit Umboðsmanns Alþingis:
"Að þessu leyti vek ég athygli á því við gerð núgildandi skipulagslaga nr. 123/2010 var lögð sérstök áhersla á samráð við almenning við gerð skipulagsáætlana yrði tryggð og borgurum gefið tækifæri til þess að láta skoðanir sínar í ljós og koma að athugasemdum sínum. Tel ég að líta verði svo á að ein af forsendum þess að aðkoma almennings að málum sem lúta að gerð skipulags verði í senn raunhæf og virk sé sú að gætt sé að reglum laga þar um, þar með talið þeim reglum sem mæla fyrir um tilkynningar- og upplýsingaskyldu og tímafresti að því leyti. Ég bendi bæjarstjórn Kópavogsbæjar á að hafa það framvegis í huga við málsmeðferð sína í sambærilegum málum."

Undirrituð leggur áherslu á að verklag verði endurskoðað í takt við álit UA og minni á yfirstefnu bæjarstjórnar: "Kópavogur er samfélag sem byggir á lýðræðislegum ákvörðunum þar sem íbúarnir hafa áhrif á eigin mál.“

Minni á bókun mína frá afgreiðslu þessa máls í bæjarstjórn.
Theódóra Þorsteinsdóttir lagði fram eftirfarandi bókun:
"Undirrituð, bæjarfulltrúi BF Viðreisnar, getur ekki samþykkt deiliskipulagstillögu í ljósi þeirra athugasemda sem komu fram eftir auglýsta tillögu. Einnig er dapurlegt að ekki sé viðhaft samráð við þá íbúa sem búa í nágrenni við Vatnsendablett í þeirri von að ná fram sátt um deiliskipulagið."
Theódóra S. Þorsteinsdóttir

Bókun:
"Ég tek undir bókun Theódóru."
Sigurbjörg E. Egilsdóttir

Gestir

  • Guðrún Edda Finnbogadóttir lögfræðingur - mæting: 10:04

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

2.2101824 - Útboð - Kórinn gervigras æfingavöllur

Frá deildarstjóra framkvæmdadeildar, dags. 29. janúar, lagt fram erindi þar sem óskað er heimildar bæjarráðs til að bjóða út gervigras á æfingavelli við Kórinn.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum umbeðna heimild.

Gestir

  • Ásthildur Helgadóttir, sviðsstjóri umhverfissviðs - mæting: 10:20

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

3.2101825 - Útboð - Kársnesskóli kennslustofur 2021

Frá deildarstjóra framkvæmdadeildar, dags. 29. janúar, lagt fram erindi þar sem óskað er heimildar bæjarráðs til að bjóða út bygingu tveggja lausra kennslustofa við Kársnesskóla.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum umbeðna heimild.

Gestir

  • Ásthildur Helgadóttir, sviðsstjóri umhverfissviðs - mæting: 10:26

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

4.2102026 - Útboð - Efnisútvegun malbik 2021

Frá deildarstjóra gatnadeildar, dags. 1. febrúar, lagt fram erindi þar sem óskað er heimildar bæjarráðs til að bjóða út í opnu útboði efniskaup á malbiki til malbiksframkvæmda í Kópavogi.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum umbeðna heimild.

Gestir

  • Ásthildur Helgadóttir, sviðsstjóri umhverfissviðs - mæting: 10:31
  • Birkir Rútsson, deilarstjóri gatnadeiladr - mæting: 10:31

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

5.2101641 - Útboð - Malbiksyfirlagnir 2021

Frá deildarstjóra gatnadeildar, dags. 29. janúar, lagt fram erindi þar sem óskað er heimildar bæjarráðs til að bjóða út í opnu útboði malbiksfræsingu og malbiksyfirlagnir gatna í Kópavogi 2021-2022.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum umbeðna heimild.

Bókun:
"Undirrituð óskar eftir því að fá á dagskrá drög að áætlun er varðar þær götur sem fara í hugsanlega/mögulega endurnýjun og/eða viðgerð á þessu ári. Jafnframt á sömu forsendum hvaða göngustígar fara í endurnýjun og/eða viðgerð á þessu ári."
Theódóra S. Þorsteinsdóttir

Gestir

  • Ásthildur Helgadóttir, sviðsstjóri umhverfissviðs - mæting: 10:36
  • Birkir Rútsson, deildarstjóri gatnadeildar - mæting: 10:36

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

6.1710516 - Lýðheilsustefna: innleiðing

Frá verkefnastjóra lýðheilsumála, dags. 1. febrúar, lögð fram umsögn um notkun hressingarhælisins undir Geðræktarhús.
Bæjarráð samþykkir að vísa málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Bókun:
"Ég fagna því að Geðræktarhús fái nú tilang til að efla líðan og heilsu Kópavogsbúa. Ég er hins vegar ekki sammála þeirri hugmyndafræði og útfærslu sem hér er lögð fram. Ég hef ávalt talið að þetta húsnæði ætti að nýtast fleirum og þá sérstaklega frjálsum félagasamtökum sem halda úti mikilvægu fyrstu hjálpar starfi er varðar geðheilbrigði og treysta algerlega á skilning hins opinbera og fjárstyrkja fyrirtækja til að halda úti sínu starfi."
Karen E. Halldórsdóttir

Gestir

  • Anna Elísabet Ólafsdóttir, verkefnastjóri lýðheilsu - mæting: 10:52

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

7.2012330 - Fyrirspurn bæjarfulltrúa Theódóru S. Þorsteinsdóttur um framvindu innleiðingar spjaldtölva í leik- og grunnskólum Kópavogs

Frá sviðsstjóra menntasviðs, dags. 29. janúar, lagt fram svar við fyrirspurn um framvindu innleiðingar spjaldtölva í leik- og grunnskólum Kópavogs.
Lagt fram.

Bókun bæjarráðs:
"Bæjarráð þakka góðar upplýsingar"

Gestir

  • Ragnheiður Hermannsdóttir, deilarstjóri grunnskóladeildar - mæting: 11:09
  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir, sviðsstjóri menntasviðs - mæting: 11:09

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

8.1904588 - Fannborg 4. Fyrirspurn til bæjarstjórnar um landnotkun

Frá sviðsstjórum umhverfis- og velferðarsviðs, dags. 8. maí 2019, lögð fram umsögn um fyrirspurn um landnotkun Fannborgar 4.
Lagt fram.

Fundarhlé hófst kl. 11:37, fundi fram haldið kl. 12:00

Gestir

  • Aðalsteinn Sigfússon sviðsstjóri velferðarsviðs - mæting: 11:23
  • Steingrímur Hauksson, sviðsstjóri umhverfissviðs - mæting: 11:23

Ýmis erindi

9.2101748 - Fyrirspurn til bæjarráðs frá stjórn húsfélagsins Ásbraut 3-5

Frá húsfélaginu Ásbraut 3-5, dags. 27. janúar, lagt fram erindi um styrki vegna umferðarhávaða.
Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til afgreiðslu bæjarritara.

Ýmis erindi

10.2101792 - Til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum og lögum um tekjustofna sveitarfélaga (lágmarksíbúafjöldi sveitarfélags), 378. mál.

Frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, dags. 28. janúar, lagt fram til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum og lögum um tekjustofa sveitarfélaga (stjórnarfrumvarp).
Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarlögmanns.

Ýmis erindi

11.2101797 - Til umsagnar tillaga til þingsályktunar um heimild sveitarfélaga til að innheimta umhverfisgjöld, 121. mál.

Frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, dags. 28. janúar, lögð fram til umsagnar þingsályktunartillaga um heimild sveitarfélaga til að innheimta umhverfisgjöld (þingmannatillaga).
Lagt fram.

Ýmis erindi

12.2101719 - Til umsagnar tillaga til þingsályktunar um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða, 370. mál.

Frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, dags. 26. janúar, lögð fram til umsagnar þingsályktunartillaga um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða (stjórnartillaga).
Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarlögmanns.

Ýmis erindi

13.2101712 - XXXVI. Landsþings sambands íslenskra sveitarfélaga

Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 26. janúar, lögð fram boðun á XXXVI. landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldið verður 26. mars nk.
Lagt fram.

Fundarger?

14.2101029F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 308. fundur frá 29.01.2021

Fundargerð í 8 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

15.2101718 - Fundargerð 262. fundar Heilbrigðisnefndar Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis frá 25.01.2021

Fundargerð í 41 lið.
Lagt fram.

Fundarger?

16.2101030F - Menntaráð - 73. fundur frá 02.02.2021

Fundargerð í 6 liðum.
Lögð fram.

Fundargerðir nefnda

17.2102071 - Fundargerð 893. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 16.12.2020

Fundargerð í 2 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

18.2102073 - Fundargerð 894. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 29.01.2021

Fundargerð í 48 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

19.2102058 - Fundargerð 335. fundar stjórnar Strætó frá 29.01.2021

Fundargerð í 7 liðum.
Lagt fram.

Fundargerð

20.2101007F - Skipulagsráð - 91. fundur frá 01.02.2021

Fundargerð í 19 liðum.
Lagt fram.
  • 20.5 2003236 Borgarlínan 1. lota. Vinnslutillaga að rammahluta Aðalskipulags Kópavogs 2019-2040.
    Lögð fram að nýju vinnslutillaga að rammahluta Aðalskipulags Kópavogs 2019-2040, Borgarlínan í Kópavogi dags. í janúar 2021. Viðfangsefni tillögunnar er nánari útfærsla fyrir Borgarlínuna í Kópavogi. Þar er lögð fram tillaga að legu, staðsetningu stöðva, áherslum á forgang og skipulag göturýmis. Jafnframt eru kynnt þau viðmið sem líta ber til við útfærslu Borgarlínunnar, hvort sem er í deiliskipulagi göturýmis eða hönnun innviða Borgarlínunnar. Rammahlutinn um 1. lotu Borgarlínunnar er ítarlegri stefna tillögu að Aðalskipulagi Kópavogs 2019-2040 til að tryggja framfylgd meginmarkmiða skipulagsins um Borgarlínuna. Viðfangsefni tillögunnar eru liður í því að stuðla að framfylgd samgöngusáttmála ríkis- og sveitafélaganna og tryggja framfylgd samgönguáætlunar 2020-2034. Kynning á vinnslutillögu að rammahluta er ætlað að tryggja að sjónarmið og ábendingar íbúa og hagaðila nýtist við mótun skipulagstillögu og hönnunarvinnu fyrir Borgarlínuna. Samhliða kynningu á vinnslutillögunni verða kynnt frumdrög 1. lotu Borgarlínunnar, Ártúnshöfði - Hamraborg dags. í janúar 2021. Frumdrögin eru fylgigögn til hliðsjónar vinnslutillögunni. Á fundi skipulagsráðs 18. janúar 2021 var afgreiðslu málsins frestað. Niðurstaða Skipulagsráð - 91 Skipulagsráð samþykkir að framlögð vinnslutillaga að rammahluta tillögu að Aðalskipulagi Kópavogs 2019-2040, Borgarlínan í Kópavogi, verði kynnt ítarlega fyrir íbúum Kópavogs og í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

    Kristinn Dagur Gissurarson og Júlíus Hafstein sitja hjá við afgreiðslu málsins.

    Niðurstaða Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.
  • 20.9 2010691 Skógarlind 1. Breytt deiliskipulag.
    Lögð fram að nýju að lokinni kynningu tillaga Zeppilín arkitekta að breyttu deiliskipulagi við Skógarlind 1. Í breytingunni felst að að byggingarreitur breytist og hann breikkar um 1 m, þ.e. úr 32 m í 33 m. Í stað 3 og 4 hæða byggingar auk kjallara eins og fram kemur í gildandi deiliskipulagi er gert ráð fyrir að byggja 4 hæða byggingu auk kjallara. Hámarkshæð fyrirhugaðrar byggingar er óbreytt 41.0 m h.y.s. Heildarbyggingar-magn á lóð er jafnframt óbreytt miðað við gildandi deiliskipulag 12.200 m2. Gert er ráð fyrir um 350 bílastæðum á lóð þar af um 185 stæði í kjallara.Stærð bílakjallarans er áætluð 5.500 m2. Byggingarreitur bílastæðakjallara kemur fram á deiliskipulags-uppdrætti. Miðað er við 35 m2 húsnæðis á hvert bílastæði á lóð. Í tillögunni er gert ráð fyrir 60 hjólastæðum á jarðhæð hússins eða í sérstökum hjólaskýlum á lóð. Að öðru leyti gildir deiliskipulag af svæðinu Skógarlind - Lindir IV frá janúar 2007 með síðari breytingum.
    Tillagan er sett fram á uppdrætti í mkv. 1:1000 ásamt greinargerð og skýringarmyndum dags. 11. nóvember 2020.
    Á fundi skipulagsráðs 16. nóvember 2020 var samþykkt að auglýsa framlagða tillögu í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Á fundi bæjarstjórnar 24. nóvember 2020 var afgreiðsla skipulagsráðs staðfest. Kynningartíma lauk 22. janúar 2021. Engar ábendingar eða athugasemdir bárust á kynningartímanum.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 91 Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

    Sigurbjörg Erla Egilsdóttir situr hjá við afgreiðslu málsins.
    Niðurstaða Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.
  • 20.10 2010251 Vesturvör, Litlavör, Naustavör. Breytt deiliskipulag.
    Lögð fram að nýju að lokinni kynningu tillaga umhverfissviðs að breyttu deiliskipulagi göturýmis við Vesturvör og Litluvör. Í breytingunni felst að austari tengingu Litluvarar við Vesturvör verði lokað og hljóðvarnir meðfram Vesturvör lengdar til austurs. Við þetta verður Litlavör botngata með tengingu við Vesturvör um hringtorg í vesturenda götunnar. Á fundi skipulagsráðs 19. október 2020 var samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu að breyttu deiliskipulagi í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir lóðarhöfum Litluvarar 1-23, Kársnesbrautar 78, 82a, 84 og Vesturvarar 7. Kynningartíma lauk 26. nóvember 2020. Athugasemdir og ábendingar bárust á kynningartíma. Á fundi skipulagsráðs 7. desember 2020 var afgreiðslu málsins frestað og vísað til umsagnar skipulags- og byggingardeildar. Þá lögð fram umsögn skipulags- og byggingardeildar, dags. 18. janúar 2021. Niðurstaða Skipulagsráð - 91 Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.
  • 20.11 2011563 Hlíðarvegur 26. Kynning á byggingarleyfi.
    Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi Páls Poulsen byggingarfræðings dags. 5. október 2020 fh. lóðarhafa Hlíðarvegar 26. Á lóðinni stendur steinsteypt tvíbýlishús á þremur hæðum með sambyggðum tvöföldum bílskúr, byggt á tímabilinu 1963-1967. Óskað er eftir að fjölga íbúðum í húsinu og fá jarðhæðina samþykkta sem íbúð á sér fastanúmeri. Með breytingunni væru þrjár íbúðir í húsinu; íbúð á jarðhæð 76,3 m2, íbúð á 1. hæð: 148,6 m2 og íbúð á 2. hæð: 143,4 m2. Samþykki meðeigenda liggur fyrir. Uppdrættir í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 5. október 2020. Á fundi skipulagsráðs 7. desember 2020 var samþykkt með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Hlíðarvegar 24, 28, Reynihvamms 12 og 15. Athugasemdafresti lauk 14. janúar 2021. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust á kynningartímanum.
    Á fundi skipulagsráðs 18. janúar 2021var afgreiðslu frestað. Vísað til umsagnar skipulagsdeildar. Þá lögð fram umsögn skipulagsdeildar dags. 29. janúar 2021.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 91 Skipulagsráð hafnar erindinu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

    Einar Örn Þorvarðarson, Sigurbjörg Erla Egilsdóttir og Bergljót Kristinsdóttir sitja hjá við afgreiðslu málsins.
    Niðurstaða Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.
  • 20.13 2011088 Selbrekka 25. Ósk um stækkun lóðar.
    Lagt fram erindi lóðarhafa Selbrekku 25 í Kópavogi þar sem óskað er eftir stækkun lóðar til vesturs. Um er að ræða uþb. 90 m2 sem ná frá núverandi lóðarmörkum að göngustíg vestan við húsið, sjá skýringarmynd. Á embættisafgreiðslufundi skipulagsstjóra 12. nóvember 2020 var afgreiðslu frestað og vísað til umsagnar skipulags- og byggingardeildar. Þá lagt fram minnisblað skipulagsdeildar dags. 28. janúar 2021. Niðurstaða Skipulagsráð - 91 Skipulagsráð hafnar erindinu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.
  • 20.15 2101663 Grófarsmári 6. Breytt aðkoma að bílastæði.
    Lagt fram erindi lóðarhafa Grófarsmára 6 dags. 5. nóvember 2020 þar sem óskað er eftir að koma fyrir tveimur auka bílastæðum við hlið þeirra sem fyrir eru. Með breyttu fyrirkomulagi væru fjögur bílastæði á lóðinni sbr. skýringarmynd. Undirritað samþykki aðliggjandi lóðarhafa í Grófarsmára 4, dags. 28. janúar 2021, liggur fyrir. Niðurstaða Skipulagsráð - 91 Skipulagsráð samþykkir erindið. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.
  • 20.18 2101468 Þróunaráætlun höfuðborgarsvæðisins 2020-2024.
    Lögð fram tillaga að Þróunaráætlun höfuðborgarsvæðisins 2020-2024, dags. 15. janúar 5021 ásamt fylgigögnum: kortagrunni og skapalóni fyrir sveitafélögin Garðabæ, Hafnarfjörð, Kópavog, Mosfellsbæ, Reykjavík og Seltjarnarnes. Einnig lagt fram minnisblað svæðisskipulagsstjóra dags. 11. janúar 2021. Niðurstaða Skipulagsráð - 91 Skipulagsráð samþykkir framlagða áætlun. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Erindi frá bæjarfulltrúum

21.2003236 - Borgarlínan. Verk- og matslýsing aðalskipulagsbreytinga í Reykjavík og Kópavogi.

Ósk bæjarfulltrúa Theódóru S. Þorsteinsdóttur um kynningu á vinnslutillögu að rammahluta Aðalskipulags Kópavogs 2019-2040.
Kynning.
Fundarhlé hófst kl. 8:44, fundi fram haldið kl. 10:02.

Bókun bæjarráðs:
"Bæjarráð þakkar kynninguna og telur mikilvægt að farið sé í markvissa kynningu á þessum frumdrögum sem hér eru lögð fram. Ljóst er að margt getur breyst frá frumdrögum til endanlegrar útfærslu og verður það gert í nánu samtali og samráði við nærliggjandi byggð og þá sérstaklega íbúa við Borgarholtsbraut."

Gestir

  • Birgir Hlynur Sigurðsson skipulagsstjóri - mæting: 08:15
  • Hrafnkell Á Proppé frá Verkefnastofu Borgarlínu - mæting: 08:15
  • Stefán Gunnar Thors frá Verkefnastofu Borgarlínu - mæting: 08:15
  • Ásthildur Helgadóttir, sviðsstjóri umhverfissviðs - mæting: 08:15

Erindi frá bæjarfulltrúum

22.2102103 - Fyrirspurn bæjarfulltrúa Theódóru S. Þorsteinsdóttur varðandi samráð vegna uppbyggingar á miðbæ Kópavogs

Ósk bæjarfulltrúa Theódóru S. Þorsteinsdóttur eftir upplýsingum um hvernig samráði við uppbyggingu á nýjum miðbæ í Kópavogi hefur verið háttað og hvernig því verði háttað í því ferli sem framundan er.
Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar sviðsstjóra umhverfissviðs.

Erindi frá bæjarfulltrúum

23.2102102 - Fyrirspurn bæjarfulltrúa Theódóru S. Þorsteinsdóttur varðandi gönguskíðaaðstöðu í Bláfjöllum

Fyrirspurn frá bæjarfulltrúa Theódóru S. Þorsteinsdóttur um hver þáttur skíðagöngu er í endurnýjun og uppbyggingu mannvirkja skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins og tímaáætlun hvað þennan þátt varðar. Það sem fram kemur í gögnum á vegum SSH er að unnið verði að áframhaldandi uppbyggingu á skíðagöngusvæði með uppsetningu snjógirðinga, stika og merkinga, auk þess sem annar áfangi snjóframleiðslu nýtist til að treysta snjólag á gönguleiðum og lengja tímabilið fyrir göngufólk?. Ekkert kemur fram um uppbygginu fyrir skíðagöngu í sviðsmynd framkvæmda og tímaáætlun frá SSH, dagsett 30. nóvember 2020 og nýverið var kynnt í bæjarráði.
Ármann Kr. Ólafsson vék af fundi kl. 13:00.

Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar SSH og Samstarfsnefndar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins.

Bókun bæjarráðs:
"Bæjarráð leggur áherslu á mikilvægi þess að koma upp aðgengilegri aðstöðu við skíðagöngusvæði sem fyrst. Núverandi fyrirkomulag sem samansendur af tveimur kömrum, er hvorki aðgengilegt fyrir hreyfihamlaða né býður það upp á fullnægjandi hreinlætisaðstöðu fyrir allan þann fjölda sem heimsækir gönguskíðasvæðið í Bláfjöllum. Auk þess þarf að fara heilt yfir aðgengismál á skíðavæðum í Bláfjöllum."

Fundi slitið - kl. 13:06.