Bæjarráð

2831. fundur 14. júlí 2016 kl. 08:00 - 10:00 í Fannborg 2, Bæjarráðsherbergi
Fundinn sátu:
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir formaður
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir varaformaður
  • Hjördís Ýr Johnson aðalfulltrúi
  • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalfulltrúi
  • Ólöf Pálína Úlfarsdóttir varafulltrúi
  • Margrét Júlía Rafnsdóttir vara áheyrnarfulltrúi
  • Ármann Kristinn Ólafsson bæjarstjóri
Starfsmenn
  • Páll Magnússon bæjarritari
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

1.1406525 - Fundartími bæjarráðs

Bæjarráð skal að jafnaði halda fund einu sinni í viku og skal bæjarráð festa skipunartíma ráðsins í upphafi skipunartíma þess, sbr. 47. gr. bæjarmálasamþykktar um stjórn Kópavogsbæjar. Bæjarráð samþykkti á síðasta fundi þann 30. júní sl. tillögu um að reglulegir fundir ráðsins yrðu vikulega á fimmtudögum kl. 8:15. Bæjarráð samþykkti samhljóða að fresta afgreiðslu tillögunnar.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að reglulegir fundir ráðsins verði vikulega á fimmtudögum kl. 8:15.

2.1512494 - Viðræður um framtíð Tónlistarsafns Íslands

Frá bæjarstjóra, dags. 11. júlí, lagt fram til kynningar bréf til Mennta- og menningarmálaráðuneytis vegna Tónlistarsafns Íslands og rekstrarframlags fyrir árið 2016.
Hlé var gert á fundi kl. 18.16.

Fulltrúar minnihlutans lögðu fram eftirfarandi bókun:
"Mikilvægt er að starfsemi Tónlistarsafns sé sýndur sómi þannig að starfið fari ekki forgörðum og sýningargögn og munir varðveittir.
Pétur Hrafn Sigurðsson, Margrét Júlía Rafnsdóttir, Ólöf Pálína Úlfarsdóttir"

Karen Halldórsdóttir tekur undir bókun fulltrúa minnihluta.

Lagt fram.

3.16011146 - Mánaðarskýrslur 2016

Frá bæjarritara, lögð fram mánaðarskýrsla vegna starfsemi í apríl.
Lagt fram.

4.16061285 - Hamraborg 8, eignarhl. 01-03. Kauptilboð o.fl. gögn. Kópavogsbær er kaupandi

Frá bæjarritara og sviðsstjóra umhverfissviðs, lagt fram til samþykktar kauptilboð Kópavogsbæjar í Hamraborg 8, ásamt greinargerð.
Bæjarráð samþykkir framlagt kauptilboð með fjórum atkvæðum.

Margrét Júlía Rafnsdóttir greiddi ekki atkvæði.

Ólöf Pálína Úlfarsdóttir lagði fram eftirfarandi bókun:
"Bæjarfulltrúar hafa ekki fengið tækifæri til að skoða húsnæðið og engin umræða hefur farið fram um kaup á því.
Ólöf Pálína Úlfarsdóttir"

Margrét Júlía Rafnsdóttir tekur undir bókun Ólafar Pálínu Úlfarsdóttur.

Fulltrúar meirihlutans lögðu fram eftirfarandi bókun:
"Gögn málsins voru send út með fundarboði sl. þriðjudag og hefði bæjarfulltrúum verið í lófa lagið að óska eftir frekari skýringum og skoða húsnæðið fyrir fundinn.
Ármann Kr. Ólafsson, Theódóra S. Þorsteinsdóttir, Karen Halldórsdóttir, Hjördís Ýr Johnson"

5.1607014 - Kársnesbraut 112. Umsagnarbeiðni um staðsetningu ökutækjaleigu.

Frá lögfræðideild, dags. 11. júlí, lagt fram bréf Samgöngustofu frá 29. júní þar sem óskað er umsagnar um umsókn Adrian Dariusz Dariussonar f.h. AMD RentCar ehf., kt. 560616-2790, um rekstrarleyfi fyrir ökutækjaleigu með sex bifreiðar að Kársnesbraut 112, 200 Kópavogi. Sveitarstjórn staðfestir sem umsagnaraðili að aðkoma henti fyrir væntanlega starfsemi, svæðið er skilgreint sem athafna- og þróunarsvæði og fjöldi bílastæða nægir fyrir umsóttum fjölda bifreiða.
Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti með fimm atkvæðum.

6.1607009 - Selbrekka 20, Sjf ehf. Umsagnarbeiðni vegna nýs rekstrarleyfis f. gististað

Frá lögfræðideild, dags. 12. júlí, lagt fram bréf Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, dags. 30. júní, þar sem óskað er umsagnar um umsókn SJF ehf., kt. 481215-0990, um nýtt rekstrarleyfi fyrir gististað í flokki II, að Selbrekku 20, 200 Kópavogi, skv. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og 23. gr. rgl. nr. 585/2007. Samkvæmt 1. tl. 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 staðfestir sveitarstjórn, sem umsagnaraðili, að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.
Hvað staðsetningu varðar er ekki gert ráð fyrir atvinnustarfsemi skv. gildandi skipulagi, en í 6.2. gr. skipulagsreglugerðar nr. 902/2013 kemur þó fram að minniháttar atvinnustarfsemi sem samrýmist búsetu eftir því sem nánar er kveðið á um í stefnu skipulagsins sé heimil. Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti með fjórum atkvæðum og staðfestir að umfang rekstrarleyfsins samrýmist stefnu skipulags. Margrét Júlía Rafnsdóttir greiddi ekki atkvæði.

7.1607013 - Smiðjuvegur 6. Umsagnarbeiðni um staðsetningu ökutækjaleigu.

Frá lögfræðideild, dags. 11. júlí, lagt fram bréf Samgöngustofu frá 24. júní þar sem óskað er eftir umsögn um umsókn Jón Heiðars Ólafssonar f.h. Bretti réttingarverkstæðis ehf., kt. 691010-1630, um rekstrarleyfi fyrir ökutækjaleigu með sjö bifreiðar að Smiðjuvegi 6, 200 Kópavogi. Sveitarstjórn staðfestir sem umsagnaraðili að aðkoma henti fyrir væntanlega starfsemi, hvað staðsetningu varðar er svæðið skilgreint sem athafna- og þróunarsvæði og fjöldi bílastæða nægir fyrir umsóttum fjölda bifreiða.
Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti með fimm atkvæðum.

8.1607096 - Vallakór 8 - Innlausn

Frá bæjarlögmanni, dags. 6. júlí, lagt fram erindi vegna beiðni Knattspyrnuakademíu Íslands um innlausn á lóðinni Vallarkór 8, þar sem mælt er með innlausn lóðarinnar.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarritara til úrvinnslu.

9.16061253 - Dalaþing 5. Umsókn um lóð.

Frá bæjarlögmanni og fjármálastjóra, dags. 28. júní, lögð fram umsókn um lóðina Dalaþing 5 frá Örvari Steingrímssyni, kt. 200679-5719 og Steingrími Haukssyni, kt. 060650-3229. Lagt er til að bæjarráð samþykki úthlutun lóðarinnar til umsækjenda, enda fellur umsóknin að kröfum Kópavogsbæjar fyrir úthlutun. Bæjarráð samþykkti með fimm atkvæðum að gefa Örvari Steingrímssyni og Steingrími Haukssyni kost á byggingarrétti á lóðinni Dalaþing 5 og vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu. Í fjarveru bæjarstjórnar vegna sumarleyfis fer bæjarráð með sömu heimildir og bæjarstjórn hefur ella í júlí og ágúst.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að gefa Örvari Steingrímssyni og Steingrími Haukssyni kost á byggingarrétti á lóðinni Dalaþing 5.

10.16061233 - Dalaþing 28, umsókn um lóð.

Frá deildarstjóra framkvæmdadeildar, dags. 28. júní, lögð fram umsókn um lóðina Dalaþing 28 frá Piotr Listopad, kt. 260485-3269. Lagt er til að bæjarráð samþykki úthlutun lóðarinnar til umsækjanda, enda fellur umsóknin að kröfum Kópavogsbæjar fyrir úthlutun. Bæjarráð samþykkti með fimm atkvæðum að gefa Piotr Listopad kost á byggingarrétti á lóðinni Dalaþing 28 og vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu. Í fjarveru bæjarstjórnar vegna sumarleyfis fer bæjarráð með sömu heimildir og bæjarstjórn hefur ella í júlí og ágúst.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að gefa Piotr Listopad kost á byggingarrétti á lóðinni Dalaþing 28.

11.1607155 - Heimild til veðsetningar - Faldarhvarf 15.

Frá fjármálastjóra, dags. 12. júlí, lögð fram beiðni f.h. lóðarhafa Faldarhvarfs 15 um heimild til veðsetningar lóðarinnar.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum umbeðið veðleyfi.

12.16061262 - Dalaþing 26, umsókn um lóð.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 29. júní, lögð fram umsókn um lóðina Dalaþing 26 frá Írisi Mist Arnardóttur, kt. 290488-3469 og Elmari Eðvaldssyni, kt. 190884-2799. Lagt er tli að bæjarráð samþykki úthlutun lóðarinnar til umsækjenda, enda fellur umsóknin að kröfum Kópavogsbæjar fyrir úthlutun.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að gefa Írisi Mist Arnardóttur og Elmari Eðvaldssyni kost á byggingarrétti á lóðinni Dalaþing 26.

13.1607032 - Almannakór 4. Umsókn um lóð

Frá deildarstjóra framkvæmdadeildar, dags. 12. júlí, lögð fram umsókn um lóðina Almannakór 4 frá Sverri Helga Gunnarssyni, kt. 141067-5839 og Vilborgu Helgadóttur, kt. 210270-3299. Lagt er til að bæjarráð samþykkir úthlutun lóðarinnar til umsækjenda, enda fellur umsóknin að kröfum Kópavogsbæjar fyrir úthlutun.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að gefa Sverri Helga Gunnarssyni og Vilborgu Helgadóttur kost á byggingarrétti á lóðinni Almannakór 4.

14.1507343 - Gæðastefna Kópavogsbæjar 2016.

Frá gæðastjóra, dags. 11. júlí, lögð fram til samþykktar drög að gæðastefnu Kópavogs 2016. Lagt er til að gæðastefna bæjarins verði óbreytt frá fyrra ári þar til vinna við nýja stefnumótun Kópavogsbæjar er lokið.
Bæjarráð samþykkir tillögu að gæðastefnu með fimm atkvæðum.

15.1111331 - Íslenska frisbígolfsambandið - Kynningarerindi

Frá Íslenska frisbígolfsambandinu, lagt fram erindi vegna frisbígolfvallar í Kópavogi.
Bæjarráð vísar málinu til umhverfissviðs til úrvinnslu.

16.1607006 - Ósk um samstarf vegna mats og kortlagningar viðkomustaða ferðafólks

Frá Ferðamálastofu, dags. 29. júní, lagt fram erindi þar sem óskað er eftir samstarfi vegna kortlagningar vinsælla viðkomustaða ferðafólks.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjóra til afgreiðslu.

17.1607018 - Umsókn um stofnstyrk vegna kaupa og byggingar á íbúðum árin 2016 og 2017

Frá Brynju hússjóði Öryrkjabandalagsins, dags. 30. júní, lögð fram umsókn um stofnstyrk skv. 14. laga um almennar íbúðir nr. 52/2016 vegna kaupa á íbúðum í Kópavogi á árinu 2016 og 2017.
Fulltrúar meirihlutans lögðu fram eftirfarandi bókun:
"Ekkert kynningarefni liggur fyrir frá ráðuneytinu um hlutverk sveitarfélaga í lögum um almennar íbúðir, engin umræða hefur átt sér stað innan bæjastjórna Kópavogs, SSH né Sambands íslenskra sveitarfélaga um nýsamþykkt lög og er engin umræða um málið boðuð fyrr en á fjármálaráðstefnu sveitarfélaga sem haldin verður 22. september. Þá rúmast stofnstyrkur þessi ekki innan fjárhagsáætlunar þessa árs. Erindinu er því hafnað.
Ármann Kr. Ólafsson, Theódóra S. Þorsteinsdóttir, Karen Halldórsdóttir, Hjördís Ýr Johnson"

Fulltrúar minnihlutans lögðu fram eftirfarandi bókun:
"Ekki er ástæða til að hafna málinu að svo stöddu. Lagt er til að umsókn Brynju, hússjóði Öryrkjabandalagsins , verði vísað til bæjarlögmanns sem leggi fyrir fund bæjarráðs í hverju skyldur Kópavogsbæjar og sveitarfélaganna felast samkvæmt nýsamþykktum lögum nr. 52/2016 um stofnstyrk vegna kaupa á íbúðum.
Pétur Hrafn Sigurðsson, Margrét Júlía Rafnsdóttir, Ólöf Pálína Úlfarsdóttir"

Fulltrúar meirihlutans lögðu fram eftirfarandi bókun:
"Þegar umræða hefur átt sér stað innan bæjarstjórnar í kjölfar nýsamþykktra laga og stefna Kópavogsbæjar liggur fyrir er ekkert sem mælir gegn því að Brynja sæki um að nýju.
Ármann Kr. Ólafsson, Theódóra S. Þorsteinsdóttir, Karen Halldórsdóttir, Hjördís Ýr Johnson"

Bæjarráð hafnar erindinu með þremur atkvæðum en tveir greiddu ekki atkvæði. Pétur Hrafn Sigurðsson og Margrét Júlía Rafnsdóttir greiddu ekki atkvæði.

18.1607003 - Barnaverndarnefnd, dags. 7. júlí 2016.

57. fundur barnaverndarnefndar í 5. liðum.
Lagt fram.

19.1607002 - Forvarna- og frístundanefnd, dags. 6. júlí 2016.

39. fundur forvarna- og frístundanefndar í 3. liðum.
Lagt fram.

20.1606007 - Íþróttaráð, dags. 7. júlí 2016.

61. fundur íþróttaráðs í 31. lið.
Lagt fram.

21.16011140 - Fundargerðir stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga, dags. 24. júní 2016.

841. fundur stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga í 17. liðum.
Lagt fram.

22.16011135 - Fundargerðir stjórnar SSH, dags. 20. júní 2016.

430. fundur stjórnar SSH í 6. liðum.
Lagt fram.

23.16011136 - Fundargerðir stjórnar Strætó, dags. 24. júní 2016.

247. fundur stjórnar Strætó í 6. liðum.
Lagt fram.

24.1606014 - Umhverfis- og samgöngunefnd, dags. 5. júlí 2016.

76. fundur umhverfis- og samgöngunefndar í 21. lið.
Lagt fram.

25.1511114 - Samþykkt um meðhöndlun úrgangs

Frá skipulagsstjóra, dags. 7. júlí, lögð fram drög að nýrri samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Kópavogi sem vísað var til umhverfis- og samgöngunefndar til umsagnar á fundi bæjarráðs þann 9.6.2016. Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkti fyrir sitt leyti drög að samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Kópavogi án athugasemda og vísaði málinu til bæjarráð og bæjarstjórnar.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum drög að samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Kópavogi.

26.16061211 - Umhverfisviðurkenningar 2016

Frá skipulagsstjóra, dags. 7. júlí, lögð fram tillaga að umhverfisviðurkenningum 2016. Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkti framlagðar tillögur að umhverfisviðurkenningum 2016 og lagði til við bæjarráð tillögu að götu ársins 2016, og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum tillögur að umhverfisviðurkenningum.

Fundi slitið - kl. 10:00.