Bæjarráð

3045. fundur 06. maí 2021 kl. 08:15 - 10:54 Fjarfundur - Microsoft Teams
Fundinn sátu:
  • Birkir Jón Jónsson formaður
  • Karen E. Halldórsdóttir varaformaður
  • Hjördís Ýr Johnson aðalmaður
  • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalmaður
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ármann Kristinn Ólafsson bæjarstjóri
  • Pálmi Þór Másson bæjarlögmaður
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarritari
Dagskrá

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

1.2105085 - Stýrihópur - Kórinn kjallari

Frá bæjarstjóra, dags. 04.05.2021, lögð fram tillaga um að skipaður verði stýrihópur vegna undirbúnings og ákvarðana um þróun húsnæðis Kórsins við Vallarkór, nánar tiltekið húsrými í kjallara Kórsins.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum tillögu að skipun stýrihóps.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

2.2104794 - Vallarkór 16 kjallari

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 29.04.2021, lögð fram beiðni um heimild til þess að hefja framkvæmd við hreinsun og niðurrif í Kórnum kjallara. Erindinu fylgir minnisblað sviðsstjóra menntasviðs, dags. 03.05.2021.
Bæjarráð samþykkir með fjórum atkvæðum og hjásetu Theódóru S. Þorsteinsdóttur umbeðna heimild til þess að hefja framkvæmd við hreinsun og niðurrif í Kórnum kjallara.

Gestir

  • Ásthildur Helgadóttir, sviðsstjóri umhverfissviðs - mæting: 08:23
  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir, sviðsstjóri menntasviðs - mæting: 08:23

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

3.2101256 - Sumarstörf 2021

Frá verkefnastjóra umhverfissviðs, dags. 03.05.2021, lagt fram erindi þar sem óskað er heimildar bæjarráðs til að auglýsa laus til umsóknar sumarstörf hjá Kópavogsbæ árið 2021 fyrir 18 ára og eldri.
Bæjarráð samþykkir erindið með fimm atkvæðum.

Gestir

  • Svavar Pétursson, verkefnastjóri umhverfissviðs - mæting: 08:42

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

4.2102026 - Útboð - Efnisútvegun malbik 2021

Frá deildarstjóra gatnadeildar, dags. 20.04.2021, lagt fram erindi með niðurstöðum útboðs í efnisvegun malbiks fyrir Kópavog 2021-2022. Lagt er til við bæjarráð að leitað verði samninga við lægstbjóðanda Malbikunarstöðina Höfða hf. um efnisvegum malbiks fyrir Kópavog árin 2021-2022.
Bæjarráð frestaði afgreiðslu erindisins á fundi sínum 29.04.2021.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda Malbikunarstöðina Höfða hf. um efnisvegum malbiks fyrir Kópavog árin 2021-2022.

Bókun:
"Það er með óbragð í munni sem ég samþykki tilboð frá malbikunarstöð í eigu Reykjavíkurborgar sem er í beinni samkeppni við einkafyrirtæki. Ég tel að fyrirtækið og Reykjavíkurborg ætti að sjá sóma sinn í að halda sig við að framleiða fyrir götur í eigin sveitarfélagi, sem er með um helming af gatnakerfi á höfuðborgarsvæðisins, í stað þess að seilast í nágrannasveitarfélögin. Þá hefur komið í ljós að gæði malbiksins hafa verið með þeim hætti að Vegagerðin hefur takmarkað viðskipti við fyrirtækið. Þarna er um ójafnan leik á milli aðila á markaði að ræða."
Ármann Kr. Ólafsson

Bókun:
"Ég tek undir bókun bæjarstjóra."
Birkir J. Jónsson

Bókun:
"Ég tek undir bókun bæjarstjóra."
Karen E. Halldórsdóttir

Bókun:
„Ég tek undir bókun bæjarstjóra.“
Hjördís Ý. Johnson

Bókun:
"Undirrituð telur óeðlilegt að fyrirtæki í eigu sveitarfélags keppi á samkeppnismarkaði. Mikilvægt er að aðilar á samkeppnismarkaði keppi á jafnræðisgrundvelli. Á meðan Höfði er í eigu Reykjavíkurborgar er ekki hægt að tryggja jafnræði. Það sama á við Sorpu bs. og aðra starfsemi í samkeppnisrekstri í eigu sveitarfélaga."
Theódóra S. Þorsteinsdóttir

Gestir

  • Guðrún Edda Finnbogadóttir, lögfræðingur - mæting: 08:50
  • Birkir Rútsson deildarstjóri gatnadeildar - mæting: 08:50

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

5.2104666 - Útboð - Rekstur líkamsræktarðastöðu við sundlaugar í Kópavogi

Frá deildarstjóra íþróttadeildar, dags. 03.05.2021, lögð fram uppfærð útboðsslýsing varðandi rekstur líkamsræktaraðstöðu við sundlaugar í Kópavogi.
Bæjarráð frestaði afgreiðslu erindisins á fundi sínum 29.04.2021.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum umbeðna heimild til að bjóða út í opnu útboði rekstur og útleigu á líkamsræktaraðstöðu í sundlaugum Kópavogs.

Gestir

  • Jón Júlíusson, deildarstjóri íþróttadeildar - mæting: 10:03
  • Guðrún Edda Finnbogadóttir, lögfræðingur - mæting: 10:03

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

6.2104306 - Fyrirspurn bæjarfulltrúa Sigurbjargar Erlu Egilsdóttur um atvinnumál í kjölfar Covid-19

Frá mannauðsstjóra, dags. 04.05.2021, lagt fram svar við fyrirspurn um atvinnumál í kjölfar Covid-19.
Frestað til næsta fundar

Gestir

  • Sigríður Þrúður Stefánsdóttir, mannauðstjóri - mæting: 10:14

Ýmis erindi

7.2104029 - Tillaga bæjarfulltrúa Sigurbjargar Erlu Egilsdóttur um endurskoðun samþykktar um hundahald

Frá Heilbrigðiseftirliti Hafnarfjarðar - og Kópavogssvæðis, dags. 03.05.2021, lagt fram erindi varðandi tillögu bæjarfulltrúa Sigurbjargar Erlu Egilsdóttir um endurskoðun samþykkta um hundahald.
Lagt fram.

Ýmis erindi

8.2105008 - Vesturvör 38-40. Umsókn um lóðir og beiðni um að fá að kynna áætlanir fyrir bæjarráði

Frá Nature Experinces ehf., dags. 30.04.2021, lagt fram erindi varðandi umsókn um lóðirnar Vesturvör 38 og Vesturvör 40.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar bæjarstjóra.

Gestir

  • Gestur Þórisson - mæting: 09:30
  • Eyþór Guðjónsson - mæting: 09:30

Ýmis erindi

9.2104715 - Til umsagnar frumvarp til laga um barnaverndarlög (barnaverndarþjónusta, samþætting), 731. mál

Frá velferðarnefnd Alþingis, dags. 27.04.2021, lagt fram til umsagnar frumvarp til laga um barnaverndarlög (barnaverndarþjónusta,samþætting o.fl.), 731. mál.


Bæjarráð samþykkir að vísa málinu til afgreiðslu bæjarlögmanns.

Ýmis erindi

10.2104723 - Til umsagnar frumvarp til laga um fjöleignarhús (rafrænir húsfundir og fjölbreytt húsnæði), 748.mál

Frá velferðarnefnd Alþingis, dags. 27.04.2021, lagt fram til umsagnar frumvarp til laga um fjöleignarhús (rafrænir húsfundirog fjölbreytt húsnæði), 748. mál.


Bæjarráð samþykkir að vísa málinu til afgreiðslu bæjarlögmanns.

Fundargerðir nefnda

11.2105060 - Fundargerð 896. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 30.04.2021

Fundargerð í 28 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

12.2104615 - Kolefnisspor höfuðborgarsvæðissins. Niðurstaða 523. fundar stjórnar SSH

Frá SSH, dags. 23.04.2021, lögð fram til kynningar skýrslan Kolefnisfótspor höfuðborgarsvæðisins, ásamt fylgigögnum.
Lagt fram.

Gestir

  • Sigrún María Kristinsdóttir - mæting: 09:16
  • Jón Kjartan Ágústsson, svæðisskipulagsstjóri - mæting: 09:16

Fundargerðir nefnda

13.2104753 - Fundargerð 392. fundar Samstarfsnefndar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 21.03.2021

Fundargerð í 4 liðum.
Lagt fram.
Fylgiskjöl:

Fundargerðir nefnda

14.2104724 - Fundargerð 227. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins frá 16.04.2021

Fundargerð í 5 liðum.
Lagt fram.

Fundargerð

15.2104015F - Lista- og menningarráð - 126. fundur frá 29.04.2021

Fundargerð í 6 liðum.
Lagt fram.

Fundargerð

16.2104023F - Menntaráð - 78. fundur frá 04.05.2021

Fundargerð í 4 liðum.
Lagt fram.

Fundargerð

17.2104008F - Skipulagsráð - 98. fundur frá 03.05.2021

Fundargerð í 14 liðum.
Lagt fram.
  • 17.1 2103185 Glaðheimar - vesturhluti. Breytt deiliskipulag.
    Lögð fram tillaga skipulagsdeildar Kópavogs að breyttu deiliskipulagi vesturhluta Glaðheima (reit 1). Skipulagssvæðið, sem er 8.6 ha að flatarmáli, afmarkast af veghelgunarsvæði Reykjanesbrautar til vesturs, til norðurs afmarkast það af fyrirhugaðri tengibraut sem liggur frá gatnamótum Bæjarlindar og Glaðheimavegar að Reykjanesbraut, Álalind 1-3 og til austurs af athafnasvæði við Askalind og Akralind og til suðurs afmarkast það af veghelgunarsvæði Arnarnesvegar. Í gildandi deiliskipulagi frá 2009 er gert ráð fyrir verslunar- og þjónustuhúsnæði á umræddu svæði samtals um 88.000 m2 ofanjarðar. Í breytingunni felst að áður fyrirhugaðri byggð um miðbik deiliskipulagssvæðisins er breytt úr atvinnuhúsnæði á 5-8 hæðum í 9 fjölbýlishús sem verða 3-12 hæða með um 468 íbúðum, leikskóla og opið svæði. Á norðurhluta skipulagssvæðisins nánar tiltekið við húsagötu A nr. 2-3 er fallið frá verslunar- og þjónustuhúsnæði á þremur efstu hæðum hússins (húsa) og þess í stað komið fyrir 32 íbúðum. Heildarfjöldi íbúða á svæðinu öllu verður að hámarki 500 íbúðir. Í miðju skipulagssvæðinu er gert ráð fyrir leikskóla. Suðvestan fyrirhugaðs Glaðheimavegar (á suðurhluta svæðisins) er gert ráð fyrir 7 lóðum fyrir verslunar- og þjónustuhúsnæði á 2 til 4 hæðum. Byggingarreitir, lóðir og lóðastærðir verslunar- þjónustu og athafnahúsa breytast sem og aðkoma og fjöldi bílastæða. Auk þess er gert ráð fyrir að lega tengibrautar um svæðið í framhaldi af Glaðheimavegi að Arnarnesvegi breytist.Heildarstærð atvinnuhúsnæðis með kjallara og bílageymslum er áætluð um 50.000 m2 en um 36.000 m2 án bílageymslna og heildarstærð íbúðarhúsnæðis með kjallara og bílageymslum er áætluð um 89.000 m2. Stærð leikskóla er um 1.500 m2. Heildar byggingarmagn á deiliskipulagssvæðinu er áætlað um 135.000 m2 þar af um 106.000 m2 án bílageymslna. Svæðisnýtingarhlutfall deiliskipulagssvæðisins miðað við heildarbyggingarmagn er áætlað um 1.57 og 1.22 án bílakjallara neðanjarðar. Gert er ráð fyrir einu stæði á hverja 75 m2 í verslun og þjónustu og einu stæði á hverja 100 m2 í atvinnuhúsnæði, geymslu - og kjallararými. Reikna skal með 1,2 stæðum á hverja íbúð með gestastæðum. Miðað við 2,5 íbúa á íbúð er áætlað að á svæðinu verði um 1.250 íbúar.
    Uppdrættir í mkv. 1:1000 ásamt greinargerð, skýringarmyndum, skipulagsskilmálum og skýringarhefti B dags. 19. apríl 2021. Með tillögunni fylgir minnisblað verkfræðistofunnar Mannvits um forsendur fyrir bílaumferð dags. 15. apríl 2021, umhverfismat og hljóðskýrsla dags. 19. apríl 2021 og skýrsla um áhrif nýs deiliskipulags Glaðheima á dags. 29. 3 2021 og áhættumat vegna loftslagsbreytinga dags. 30. mars 2021 frá verkfræðistofunni Mannviti.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 98 Skipulagsráð samþykkir með tilvísan í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa framlagða tillögu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

    Einar Örn Þorvarðarson situr hjá við afgreiðslu málsins.
    Niðurstaða Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
  • 17.2 2002203 Hamraborg - miðbær. Fannborgarreitur og Traðarreitur vestur. Tillaga að breyttu aðalskipulagi.
    Lögð fram að nýju tillaga skipulagsdeildar að breyttu Aðalskipulagi Kópavogs 2012-2024 á miðbæjarsvæði Hamraborgar. Fyrirhugað skipulagssvæði afmarkast af Vallartröð í austur, Digranesvegi í suður, Digranesvegi 1, Hálsatorgi og Hamraborg 8 í vestur og Hamraborg 10 til 38 (sléttar tölur) í norður. Í gildandi aðalskipulagi er landnotkun á umræddu svæði, sem er um 4,3 ha að flatarmáli, skilgreind sem miðbæjarsvæði fyrir íbúðir, verslun og þjónustu. Í fyrirhugaðri aðalskipulagsbreytingu verður landnotkun svæðisins áfram skilgreind sem miðbæjarsvæði auk þess sem það verður skilgreint sem nýtt þróunarsvæði (þéttingarsvæði). Jafnframt er talnagrunni aðalskipulagsins breytt. Í framlagðri tillögu er miðað við að núverandi byggingar á lóðunum Fannborg 2, 4 og 6 (gömlu bæjarskrifstofurnar) á reit B1-1 í rammahluta aðalskipulagsins verði rifnar og nýjar byggingar reistar í þeirra stað fyrir allt að 270 íbúðir ásamt verslun og þjónustu alls um 18.000 m2. Nýtingarhlutfall ofanjarðar er áætlað um 2,04 og með bílastæðakjallara um 3,56. Hámarksfjöldi bílastæða á reitnum er 1 bílastæði fyrir hverja íbúð og fyrir verslunar- og þjónustuhúsnæði er 1 bílstæði fyrir hverja 100 m2 verslunar og þjónustuhúsnæðis á reitnum. Lágmarksfjöldi reiðhjólastæða á reitnum er 2 reiðhjólastæði á íbúð og 1 reiðhjólastæði fyrir hverja 100 m2 verslunar- og þjónustuhúsnæðis. Heimild er fyrir allt að 200 bílastæðum fyrir verslun- og þjónustu og aðliggjandi byggð á skipulagssvæðinu á reitnum í bílakjallara. Í tillögunni er auk þess gert ráð fyrir breytingum á sk. Traðarreit - vestur, reit B4 í rammahluta aðalskipulagsins, þar sem núverandi íbúðarhús við Neðstutröð 2, 4, 6, 8 og Vallartröð 1, 3, 5 og 7 verði rifin og nýtt húsnæði byggð í þeirra stað fyrir allt að 280 íbúðir auk húsnæðis fyrir verslanir og þjónustu alls um 22.000 m2. Nýtingarhlutfall ofanjarðar er áætlað um 2,42 og með bílastæðakjallara um 3,90. Hámarksfjöldi bílastæða á reit B4 er 1.25 bílastæði fyrir hverja íbúð á reitnum. Hámarksfjöldi bílastæði fyrir verslunar- og þjónustuhúsnæði er 1 bílstæði fyrir hverja 75 m2 verslunar og þjónustuhúsnæðis á reitnum. Heimild er fyrir allt að 200 bílastæðum fyrir verslun- og þjónustu og aðliggjandi byggð á skipulagssvæðinu á reitnum í bílakjallara. Lágmarksfjöldi reiðhjólastæða á reitnum er 2 reiðhjólastæði á íbúð og 1 reiðhjólastæði fyrir hverja 75 m2 verslunar- og þjónustuhúsnæðis. Gert er ráð fyrir bílastæðum neðanjarðar. Ekki eru ráðgerðar breytingar við Hamraborg 10 til 38 (sléttar tölur), við Fannborg 1 til 9 (oddatölur) og Digranesvegi 5 og 7 þ.e. á reitum B1-3 og B2 í rammahluta aðalskipulagsins. Tillagan er sett fram í greinargerð þar sem m.a. er fjallað um núgildandi stefnu skipulagsins, tengsl við aðrar skipulagsáætlanir s.s. svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins, forsendur og markmið fyrirhugaðra breytinga, umhverfisáhrif, samráð og kynningarferli. Er tillagan dags. Tillagan er sett fram í greinagerð dags. 11. ágúst 2020. Kynningartíma lauk 2. mars 2021. Þá lagðar fram athugasemdir og ábendingar sem bárust á kynningartímanum. Á fundi skipulagsráðs 15. mars 2021 var afgreiðslu málsins frestað og vísað til umsagnar skipulagsdeildar. Þá lögð fram umsögn skipulagsdeildar dags. í apríl ásamt samantektum. Niðurstaða Skipulagsráð - 98 Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu að breyttu aðalskipulagi ásamt umsögnum í greinargerð dags. 22. apríl 2021. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
  • 17.4 2102874 Auðbrekka 9-11. Breytt deiliskipulag.
    Lagt fram að nýju erindi Jakobs Líndal arkitekts dags. 26. febrúar 2021 fh. lóðarhafa Auðbrekku 9-11 þar sem óskað er eftir breytingu á deiliskipulagi á lóðinni. Í breytingunni felst að atvinnuhúsnæði á neðstu hæð hússins verði skráð sem íbúðarhúsnæði. Gert er ráð fyrir að koma fyrir 9 stúdíóíbúðum í rýminu, hver um sig 46 m2 ásamt 17 m2 geymslulofti. Íbúðunum fylgja 11 bílastæði og eru þau öll innan lóðar. Að öðru leiti er vísað til gildandi deiliskipulagsskilmála. Samþykki lóðarhafa í húsinu liggur fyrir. Uppdrættir í mkv. 1:1000 dags. 1. mars 2021. Á fundi skipulagsráðs 1. mars 2021 var samþykkt að framlögð tillaga verði grenndarkynnt í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir lóðarhöfum Auðbrekku 3a, 3-5, 7, 9-11, 13, 15, Dalbrekku 2, 4-6, 8, 10, 12 , 14 og Skeljabrekku 4. Kynningartíma lauk 15. apríl 2021. Ábendingar og athugasemdir bárust á kynningartíma. Á fundi skipulagsráðs 19. apríl 2021 var afgreiðslu málsins frestað og vísað til umsagnar skipulagsdeildar. Þá lögð fram umsögn skipulagsdeildar dags. 3. maí 2021. Niðurstaða Skipulagsráð - 98 Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

    Helga Hauksdóttir situr hjá við afgreiðslu málsins.
    Niðurstaða Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
  • 17.5 2104754 Frostaþing 1. Breytt deiliskipulag.
    Lagt fram erindi Páls Gunnlaugssonar arkitekts dags. 28. apríl 2021 fh. lóðarhafa Frostaþings 1 þar sem óskað er eftir beyttu deiliskipulagi. Í breytingunni felst að komið er fyrir geymslu og hobbírými undir húsinu, í kjallara, samtals 138,8 m2 og tröppum á milli hæða. Auk þess er komið fyrir aðgengi út í garð um tröppur úr kjallara. Þá er óskað eftir að reisa 15 m2 smáhýsi, að hluta steinsteypt, á lóðinni sem er hugsað fyrir setustofu, saunu og salerni. Við hlið smáhýsinu er gert ráð fyrir heitum potti með niðurgröfnu lagnarými. Fyrir breytingu er húsið 291,1 m2 en verður 429,9 m2, með smáhýsinu meðtöldu 444,9 m2. Samþykki aðliggjandi lóðarhafa liggur fyrir. Uppdráttur í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 27. janúar 2021. Niðurstaða Skipulagsráð - 98 Skipulagsráð samþykkir með tilvísan í 1. mgr. 43. gr. skiplagslaga nr. 123/2010 að auglýsa framlagða tillögu að breyttu deiliskipulagi. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
    Niðurstaða Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
  • 17.7 2101714 Álfhólsvegur 23. Kynning á byggingarleyfi.
    Lagt fram að nýju erindi Sigurðar Hafsteinssonar byggingartæknifræðings dags. 14. desember 2020 fh. lóðarhafa þar sem óskað er eftir að gera breytingu á samþykktum teikningum byggingarfulltrúa frá 27. september 2019 sem gera ráð fyrir að komið verði fyrir fjölbýlishúsi á lóðinni með sex íbúðum á þremur hæðum. Í framlögðum byggingaráformum felst að anddyri fyrstu hæðar stækkar og aðkoma breytist, hvor íbúð á fyrstu hæð mun stækka úr 120,7 m2 í 126,7 m2. Á annarri hæð hússins eru gerðar breytingar á innra skipulagi þannig að hvor íbúð stækkar úr 110,8 m2 í 115 m2. Á þriðju hæð er einnig breyting á innra skipulagi sem verður til þess að hvor íbúð um sig minnkar lítillega, var 111,8 m2 en verður 109 m2. Útveggir eru lítillega breyttir, komið fyrir innskoti á suðurhlið þar sem anddyri verður komið fyrir og gluggar breytast í samræmi við breytt innra skipulag auk þess sem fyrirkomulagi svala er breytt. Fyrirhuguð heildarstærð nýbyggingarinnar verður 690 m2. Uppdrættir í mvk. 1:50 og 1:100 dags. 14. desember 2020. Á fundi skipulagsráðs 15. febrúar 2021 var afgreiðslu málsins frestað.
    Á fundi skipulagsráðs 1. mars 2021 var samþykkt með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Álfhólsvegar 6, 6a, 8, 8a, 10, 10a, 12, 12a, 14, 14a, 16, 16a, 18, 18a, 19, 20, 20a, 21, 25 og 27, Löngubrekku 47 og Auðbrekku 12, 14, 16, 18 og 20. Kynningartíma lauk 30. apríl 2021. Engar ábendingar eða athugasemdir bárust á kynningartíma.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 98 Skipulagsráð samþykkir erindið. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

    Sigurbjörg Erla Egilsdóttir, Einar Örn Þorvarðarson og Bergljót Kristinsdóttir sitja hjá við afgreiðslu málsins.
    Niðurstaða Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
  • 17.10 2104749 Ennishvarf 8. Ósk um stækkun lóðar.
    Lagt fram erindi lóðarhafa Ennishvarfs 8 dags. 27. apríl 2021 þar sem óskað er eftir stækkun lóðar til austurs, vestan við reiðstíg neðan við húsið, samtals uþb. 230 m2. Við Ennishvarf 8 stendur einbýlishús ásamt stakstæðu hesthúsi. Austan við hesthúsið er malarborið svæði á bæjarlandi og hefur svæðið verið notað sem aðkoma að hesthúsi lóðarhafa fyrir bíl og hestakerru, aðflutning á heyi og brottflutning á hrossataði. Erindi dags. 27. apríl 2021 ásamt skýringarmyndum. Niðurstaða Skipulagsráð - 98 Skipulagsráð hafnar erindinu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
  • 17.12 2104750 Álfkonuhvarf 15. Breytt aðkoma að bílastæði.
    Lagt fram erindi lóðarhafa Álfkonuhvarfs 15 dags. 28. apríl 2021þar sem óskað er eftir að taka niður kantstein og koma fyrir bílastæði inn á lóð. Samkvæmt mæliblaði dags. 26. júlí 2002 er gert ráð fyrir tveimur bílastæðum á lóðinni. Aðdragandi erindisins er sá að á áðurnefndu svæði á lóðinni var gróður í órækt sem nú er búið að fjarlægja og stefnt er að helluleggja svæðið og koma fyrir gróðurkerjum. Ljósastaur verður ekki fjarlægður. Samþykki lóðarhafa Álfkonuhvarfs 13 liggur fyrir. Erindi ásamt skýringarmyndum dags. 28. apríl 2021. Niðurstaða Skipulagsráð - 98 Skipulagsráð samþykkir erindið. Vísað vil afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Kostnaður vegna framkvæmdarinnar greiðist af lóðarhafa. Niðurstaða Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
  • 17.13 2104839 Fagrilundur. Standblakvöllur. Breytt fyrirkomulag.
    Lagt fram erindi umhverfissviðs dags. 28. apríl 2021 þar sem gerð er tillaga að breyttu fyrirkomulagi strandblakvalla á íþróttasvæðinu við Fagralund. Í tillögunni er völlunum fjölgað úr tveimur í fjóra samkvæmt ósk frá iðkendum og legu þeirra snúið svo að í stað þess að spilað sé í austur-vestur veri spilað í norður-suður. Fjölgun valla og breytt lega gerir það að verkum að hluti vallanna fer yfir sveitafélagamörk Reykjavíkurborgar og Kópavogsbæjar. Niðurstaða Skipulagsráð - 98 Skipulagsráð samþykkir erindið. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.

Erindi frá bæjarfulltrúum

18.2105074 - Bæjarfulltrúi Theódóra S. Þorsteinsdóttir, óskar eftir skýringum á nýju útboði Fossvogsbrúar og stjórnkerfi verkefnisins.

Frá bæjarfulltrúa Theódóru S. Þorsteinsdóttur, dags.03.05.2021, lagt fram erindi þar sem óskað er eftir skýringum á nýju útboði Fossvogsbrúar og stjórnkerfi verkefnisins.
Bæjarráð samþykkir að vísa málinu til afgreiðslu bæjarlögmanns.

Erindi frá bæjarfulltrúum

19.2105075 - Bæjarfulltrúi Theódóra S. Þorsteinsdóttir óskar að fá stofn fjárhagsáætlunar 2020

Frá bæjarfulltrúa Theódóru S. Þorsteinsdóttur, dags.03.05.2021, lagt fram erindi þar sem óskað er eftir að fá stofn fjárhagsáætlunar 2020 til samanburðar við rauntölur.
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 10:54.