Bæjarráð

3050. fundur 16. júní 2021 kl. 08:15 - 10:15 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Birkir Jón Jónsson formaður
  • Karen E. Halldórsdóttir varaformaður
  • Hjördís Ýr Johnson aðalmaður
  • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalmaður
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Einar Örn Þorvarðarson varamaður
Starfsmenn
  • Ása Arnfríður Kristjánsdóttir lögfræðingur
  • Ármann Kristinn Ólafsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Ása A. Kristjánsdóttir lögmaður
Dagskrá

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

1.2104604 - Sameining heilbrigðiseftirlita

Frá lögfræðideild, dags. 09.06.2021, lagt fram minnisblað varðandi drög að nýrri samþykkt um heilbrigðiseftirlit fyrir Garðabæ, Hafnarfjörð, Kópavog, Mosfellsbæ og Seltjarnarnes.
Málinu frestað.

Gestir

  • Hörður Þorsteinsson, framkvæmdastjóri HHGK - mæting: 08:15

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

2.1703707 - Vatnsendahæð. Heimild til kaupa á lóð í eigu ríkisins

Frá bæjarstjóra, dags. 14.06.2021, lögð fram drög að samkomulagi
um skipulag, uppbyggingu og kaup á landi ríkisins á Vatnsendahæð.

Bæjarráð felur bæjarstjóra umboð til að ganga frá samkomulagi um kaup á landi ríkisins á Vatnsendahæð.

Gestir

  • Guðrún Edda Finnbogadóttir, lögfræðingur - mæting: 08:30

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

3.2105008 - Vesturvör 38-40. Umsókn um lóðir.

Frá bæjarstjóra, dags. 07.06.2021. lögð fram umsögn vegna erindis Nature Experiences ehf. um að fá lóðirnar Vesturvör 38a og 38b til úthlutunar.
Bæjarráð samþykkir með 5 atkvæðum að lóðirnar Vesturvör 38a og 38b verði úthlutað til Nature Experiences ehf. með þeim skilyrðum að skipulagi verði breytt og svæðið þróað í samræmi við framlagar hugmyndir og breyttar áherslur sem kveðið er á um í nýju aðalskipulagi.

Málinu er vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Hlé er gert á fundi kl. 09:16 og fundi framhaldið kl. 09:20

Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi óskar bókað:
,,Undirrituð er mótfallin tillögu bæjarstjóra og telur það vinna gegn almannahagsmunum og jafnræði að lóð á okkar verðmætasta landsvæði sé úthlutað án auglýsingar. "

Ármann Kr. Ólafsson, Hjördís Johnson, Karen Elísabet Halldórsdóttir og Birkir Jón Jónsson óska bókað:
,,Staðið er eins að úthlutun lóðarinnar og þegar WOW var úthlutað lóðinni á sínum tíma og samþykkt var í bæjarstjórn. Úthlutunin er einnig í samræmi við reglur um úthlutun atvinnuhúsnæðis. "

Theodóra Þorsteinsdóttir vék af fundi kl. 09:18 og til fundarins mætti Einar Örn Þorvarðarson.

Gestir

  • Guðrún Edda Finnbogadóttir, lögfræðingur - mæting: 08:40

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

4.2105802 - Hafnarbraut 15C, Brauð og útgerð ehf. Umsagnarbeiðni vegna umsóknar um rekstrarleyfi

Frá lögfræðideild, dags.08.06.2021, lagt fram bréf Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, dags. 26.05.2021, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Brauðs og útgerðar ehf. um rekstrarleyfi fyrir veitingastað í flokki II, að Hafnarbraut 15c 200 Kópavogi, skv. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, sbr. 26. gr. reglugerðar nr. 1277/2016. Samkvæmt 1. tl. 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 skal sveitarstjórn, sem umsagnaraðili, staðfesta að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að veita jákvæða umsögn með vísan til minnisblaðs lögfræðideildar.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

5.2106238 - Reglur um hljóðritun símtala

Frá lögfræðideild, lögð fram drög að reglum um hljóðritun símtala hjá Kópavogsbæ til samþykktar. Bæjarráð frestaði afgreiðslu erindisins á fundi sínum þann 10. júní sl.
Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Gestir

  • Anna Kristín Guðmundsdóttir lögfræðingur - mæting: 09:45

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

6.2012378 - Hraunbraut 14. Endurupptaka máls

Frá lögfræðideild, dags. 14.06.2021, lögð fram umsögn varðandi endurupptöku máls vegna Hraunbrautar 14.
Bæjarráð samþykkir með 3 atkvæðum að hafna beiðni um endurupptöku vegna máls Hraunbrautar 14.

Einar Örn Þorvarðarson og Pétur Hrafn Sigurðsson bæjarfulltrúar sátu hjá.

Gestir

  • Guðrún Edda Finnbogadóttir, lögfræðingur - mæting: 09:50

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

7.2104648 - Útboð - Skólaakstur og hópbifreiðaþjónusta fyrir Kópavogsbæ 2021 - 2024

Frá rekstrarstjóra menntasviðs, dags. 14.06.2021, lagðar fram niðurstöður útboðs á skólaakstri og hópbifreiðarþjónustu fyrir Kópavogsbæ 2021-2024. Lagt er til við bæjarráð að leitað verði samninga við lægstbjóðanda, Teit Jónasson ehf. vegna innkaupahluta 1, en leitað verði samninga við alla aðila sem gerðu tilboð í innkaupahluta 2, enda öll tilboð metin gild, en tilboðsverð bjóðenda ræður í hvaða röð raðað verði í forgangslista rammasamningshafa.
Bæjarráð samþykkir með 5 atkvæðum að ganga til samninga við lægstbjóðanda Teit Jónasson ehf. vegna innkaupahluta 1 og að leitað verði samninga við alla aðila sem gerðu tilboð í innkaupahluta 2.

Gestir

  • Sindri Sindrason rekstarstjóri menntasviðs - mæting: 10:00
  • Guðrún Edda Finnbogadóttir lögfræðingur - mæting: 10:00

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

8.2102425 - Hamraborg 10 - Umsókn um styrkveitingu félaga- og félagasamtaka til greiðslu fasteignaskatts

Frá lögfræðideild, dags. 28.05.2021, lögð fram tillaga að afgreiðslu umsóknar Soroptimistasamband Ísland, sum styrk til greiðslu fasteignaskatts. Lagt er til að styrkumsókn að upphæð kr.159.495,- verði samþykkt enda fellur starfsemi félagsins að reglum Kópavogsbæjar um styrkveitingar.
Bæjarráð samþykkir að veita styrk til greiðslu fasteignaskatts að upphæð kr. 159.495,-

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

9.2102789 - Rjúpnasalir 1. Umsókn um styrkveitingu félaga- og félagasamtaka til greiðslu fasteignaskatts

Frá lögfræðideild, dags. 28.05.2021, lögð fram tillaga að afgreiðslu umsóknar Lionsklúbbsins Munins, um styrk til greiðslu fasteignaskatts. Lagt er til að styrkumsókn að upphæð kr.172.725,- verði samþykkt enda fellur starfsemi félagsins að reglum Kópavogsbæjar um styrkveitingar.
Bæjarráð samþykkir að veita styrk til greiðslu fasteignaskatts að upphæð kr. 172.725,-

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

10.2103437 - Funalind 2 - Umsókn um styrkveitingu félaga- og félagasamtaka til greiðslu fasteignaskatts

Frá lögfræðideild, dags. 07.06.2021, lögð fram tillaga að afgreiðslu umsóknar Leikfélag Kópavogs, sum styrk til greiðslu fasteignaskatts. Lagt er til að styrkumsókn að upphæð kr.906.255,- verði samþykkt enda fellur starfsemi félagsins að reglum Kópavogsbæjar um styrkveitingar.
Bæjarráð samþykkir að veita styrk til greiðslu fasteignaskatts að upphæð kr. 906.255,-

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

11.2104212 - Hlíðsmári 14. Umsókn um styrkveitingu félaga- og félagasamtaka til greiðslu fasteignaskatts

Frá lögfræðideild, dags. 07.06.2021, lögð fram tillaga að afgreiðslu umsóknar styrktarfélags krabbameinssjúkra barna um styrk til greiðslu fasteignaskatts. Lagt er til að styrkumsókn að upphæð kr.467.460,- verði samþykkt enda fellur starfsemi félagsins að reglum Kópavogsbæjar um styrkveitingar.
Bæjarráð samþykkir að veita styrk til greiðslu fasteignaskatts að upphæð kr. 467.460,-

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

12.2103146 - Hamraborg 1-3, Kópavogi. Númer fasteignar 0101 - Umsókn um styrkveitingu félaga- og félagasamtaka til greiðslu fasteignaskatts

Frá lögfræðideild, dags. 09.06.2021, lögð fram tillaga að afgreiðslu umsóknar SOS-barnaþorpa um styrk til greiðslu fasteignaskatts. Lagt er til að styrkumsókn að upphæð kr.616.671,- verði samþykkt enda fellur starfsemi félagsins að reglum Kópavogsbæjar um styrkveitingar.
Bæjarráð samþykkir að veita styrk til greiðslu fasteignaskatts að upphæð kr. 616.671,-

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

13.2104284 - Svifflugfélag Íslands. Umsókn um styrkveitingu félaga- og félagasamtaka til greiðslu fasteignaskatts

Frá lögfræðideild, dags. 09.06.2021, lögð fram tillaga að afgreiðslu umsóknar Svifflugfélags Íslands, um styrk til greiðslu fasteignaskatts. Lagt er til að styrkumsókn að upphæð kr.1.103.235,- verði samþykkt enda fellur starfsemi félagsins að reglum Kópavogsbæjar um styrkveitingar.
Bæjarráð samþykkir að veita styrk til greiðslu fasteignaskatts að upphæð kr. 1.103.235,-

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

14.2102214 - Hlíðasmári 14 - Umsókn um styrkveitingu félaga- og félagasamtaka til greiðslu fasteignaskatts

Frá lögfræðideild, dags. 28.05.2021, lögð fram tillaga að afgreiðslu umsóknar Lionsumdæmisins á Íslandi, um styrk til greiðslu fasteignaskatts. Lagt er til að styrkumsókn að upphæð kr.706.335,- verði samþykkt enda fellur starfsemi félagsins að reglum Kópavogsbæjar um styrkveitingar.
Bæjarráð samþykkir að veita styrk til greiðslu fasteignaskatts að upphæð kr. 706.335,-

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

15.2102873 - Skíðarskáli Lækjarbotnum. Umsókn um styrkveitingu félaga- og félagasamtaka til greiðslu fasteignaskatts

Frá lögfræðideild, dags. 28.05.2021, lögð fram tillaga að afgreiðslu umsóknar Skíðadeildar Víkings, um styrk til greiðslu fasteignaskatts. Lagt er til að styrkumsókn að upphæð kr.1.054.284,- verði samþykkt enda fellur starfsemi félagsins að reglum Kópavogsbæjar um styrkveitingar.
Bæjarráð samþykkir að veita styrk til greiðslu fasteignaskatts að upphæð kr. 1.054.284,-

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

16.2103156 - Víkurhvarf 1. Umsókn um styrkveitingu félaga- og félagasamtaka til greiðslu fasteignaskatts

Frá lögfræðideild, dags. 28.05.2021, lögð fram tillaga að afgreiðslu umsóknar Bindindisfélags IOGT um styrk til greiðslu fasteignaskatts. Lagt er til að styrkumsókn að upphæð kr.1.590.621,- verði samþykkt enda fellur starfsemi félagsins að reglum Kópavogsbæjar um styrkveitingar.
Bæjarráð samþykkir að veita styrk til greiðslu fasteignaskatts að upphæð kr. 1.590.621,-

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

17.2103156 - Víkurhvarf 1. Umsókn um styrkveitingu félaga- og félagasamtaka til greiðslu fasteignaskatts

Frá lögfræðideild, dags. 28.05.2021, lögð fram tillaga að afgreiðslu umsóknar RM Heklu, um styrk til greiðslu fasteignaskatts. Lagt er til að styrkumsókn að upphæð kr.1.590.621,- verði samþykkt enda fellur starfsemi félagsins að reglum Kópavogsbæjar um styrkveitingar.
Bæjarráð samþykkir að veita styrk til greiðslu fasteignaskatts að upphæð kr. 1.590.621,-

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

18.2102789 - Rjúpnasalir 1. Umsókn um styrkveitingu félaga- og félagasamtaka til greiðslu fasteignaskatts

Frá lögfræðideild, dags. 28.05.2021, lögð fram tillaga að afgreiðslu umsóknar frá Lionsklúbbnum Ýr, um styrk til greiðslu fasteignaskatts. Lagt er til að styrkumsókn að upphæð kr.172.725,- verði samþykkt enda fellur starfsemi félagsins að reglum Kópavogsbæjar um styrkveitingar.
Bæjarráð samþykkir að veita styrk til greiðslu fasteignaskatts að upphæð kr. 172.725,-

Ýmis erindi

19.2009644 - Óskað eftir afstöðu Kópavogsbæjar um hugsanlega breytingu á heilbrigðiseftirlitssvæðum

Frá umhverfis- og auðlindarráðuneytinu, dags. 08.06.2021, lagt fram erindi þar sem óskað er eftir afstöðu Kópavogsbæjar um hugsanlega breytingu á heilbrigðiseftirlitssvæðum.
Bæjarráð frestar málinu.

Ýmis erindi

20.2106703 - Bókun 525. fundar stjórnar SSH. Stjórnsýsla byggðarsamlaga

Frá stjórn SSH, dags. 10.06.2021, lögð fram bókun 525. fundar varðandi stjórnsýslu byggðasamlaga.
Lagt fram.

Ýmis erindi

21.2106732 - Bókun 525. fundar stjórnar SSH. Staða barna með fjölþættan vanda

Frá stjórn SSH, dags. 10.06.2021, lögð fram bókun 525. fundar varðandi stöðu barna með fjölþættan vanda.
Lagt fram.

Ýmis erindi

22.2106702 - Bókun á 525. fundi stjórnar SSH. Erindi Áhugafólks um samgöngur fyrir alla

Frá stjórn SSH, dags. 10.06.2021, lögð fram bókun 525. fundar varðandi erindis áhugafólks um samgöngur fyrir alla.
Lagt fram.

Karen Elísabet Halldórsdóttir bókar:

Eftirfarandi vekur athygli í svarbréfi framkvæmdastjóra Betri samgangna um spurningar frá Áhugafólki um samgöngur fyrir alla:
„Niðurstaðan er því sú að á þessu stigi hafi ekkert komið fram sem kalli á breytingar á þeirri stefnu að fjárfest verði í hágæða hraðvagnakerfi fyrir höfuðborgarsvæðið“.

Undirrituð getur ekki tekið undir orð framkvæmdastjórans vegna þess að enn er aðeins um frumdrög að ræða. Sérstakar áhyggjur skal þó hafa af því að enn er ekki ljóst hver rekstrarkostnaður Borgarlinu verður, né hvort að sveitafélögunum sé einum ætlað að bera þann kostnað. Það er ábyrgðarhluti að fara með fjármuni almennings. Tillagan sem Áhugafólk um betri samgöngur leggur fram, setur þær skyldur á kjörna fulltrúa að þeir fjalli um hana á sínum vettvangi svo vilji sveitastjórna sé skýr þessu mikilvæga máli.

Karen Elísabet Halldórsdóttir

Fundargerðir nefnda

23.2106398 - Fundargerð 435. fundar stjórnar Hafnarsambands Íslands frá 04.06.2021

Fundargerð í 12 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

24.2106696 - Fundargerð 525. fundar stjórnar SSH frá 07.06.2021

Fundargerð í 12 liðum.
Lagt fram.

Fundargerð

25.2106014F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 318. fundur frá 10.06.2021

Fundargerð í 1 lið.
Lagt fram.

Fundargerð

26.2106008F - Forsætisnefnd - 180. fundur frá 10.06.2021

Fundargerð í 3 liðum.
Lagt fram.

Fundargerð

27.2106015F - Velferðarráð - 86. fundur frá 14.06.2021

Fundargerð í 7 liðum.
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 10:15.