Frá lögfræðideild, dags. 14.06.2021, lögð fram umsögn um rekstur og staðsetningu ökutækjaleigu í samræmi við beiðni Samgöngustofu frá 31.05.2021. Umsækjandi er Anthony Herman, kt. 010984-2549 f.h. Reykjavík Pop up campers ehf., kt. 701020-0490. Sótt er um rekstrarleyfi fyrir ökutækjaleigu með 10 bifreiðar að Auðbrekku 3. Samkvæmt 3. gr. laga um leigu skráningarskyldra ökutækja nr. 65/2015 og 5. og 6. gr. rgl. nr. 840/2015 staðfestir sveitarstjórn sem umsagnaraðili að aðkoma og fjöldi bílastæða henti fyrir væntanlega starfsemi og hvort staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.