Bæjarráð

3051. fundur 01. júlí 2021 kl. 08:15 - 11:15 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
 • Birkir Jón Jónsson formaður
 • Karen E. Halldórsdóttir varaformaður
 • Hjördís Ýr Johnson aðalmaður
 • Bergljót Kristinsdóttir varamaður
 • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalmaður
 • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
 • Ása Arnfríður Kristjánsdóttir lögfræðingur
 • Ármann Kristinn Ólafsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Ása A. Kristjánsdóttir lögfræðingur
Dagskrá
Samkvæmt 35. gr. laga nr. 138/2011 og 32. gr. samþykktar Kópavogsbæjar fer bæjarráð með sömu heimildir og bæjarstjórn hefur ella í sumarleyfi hennar.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

1.2103316 - Mánaðarskýrslur 2021

Frá fjármálastjóra, lögð fram mánaðarskýrsla fyrir apríl 2021.
Lagt fram.

Gestir

 • Ingólfur Arnarson fjármálastjóri - mæting: 08:15

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

2.2105634 - Markavegur 2. Umsókn um lóð undir hesthús

Frá bæjarlögmanni, dags. 28.06.2021, lögð fram umsókn um lóðina Markavegur 2, frá Benjamín Markússyni.
Tvær umsóknir bárust um lóðina Markavegur 2 og báðir umsækjendur hæfir. Embættismaður frá sýslumanni dró um hvor umsækjandinn fengi úthlutað og var það Benjamín Markhússon sem fær úthlutað lóðinni Markavegur 2.

Gestir

 • Anton Egilsson fulltrúi sýslumanns - mæting: 08:40

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

3.2105671 - Markavegur 2. Umsókn um lóð undir hesthús

Frá bæjarlögmanni, dags. 28.06.2021, lögð fram umsókn um lóðina Markavegur 2, frá Guðjóni Jónassyni.
Tvær umsóknir bárust um lóðina Markavegur 2 og báðir umsækjendur hæfir. Embættismaður frá sýslumanni dró um hvor umsækjandinn fengi úthlutað og var það Benjamín Markússon sem fær úthlutað lóðinni Markavegur 2.

Gestir

 • Anton Egilsson fulltrúi sýslumanns - mæting: 08:40

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

4.1804413 - Innleiðing Barnasáttmála Sameinuðu Þjóðanna

Frá verkefnastjóra lýðheilsumála, dags. 28.06.2021, kynning á stöðu barna og ungmenna í Kópavogi samkvæmt mælaborði barna
Bæjarráð felur verkenastjóra lýðheilsumála að fylgja málinu eftir hjá ungmennaráði auk annarra ráða og nefnda bæjarins.

Gestir

 • Anna Elísabet Ólafsdóttir verkefnastjóri lýðheilsumála - mæting: 09:15

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

5.1710516 - Lýðheilsustefna: innleiðing

Frá verkefnastjóra lýðheilsumála, dags. 28.06.2021, lögð fram umsögn um innleiðingu á mælaborði lýðheilsu.
Bæjarráð felur verkefnastjóra lýðheilsumála að fylgja málinu eftir inní aðrar nefndir og ráð sveitarfélagsins.

Gestir

 • Anna Elísabet Ólafsdóttir verkefnastjóri lýðheilsumála - mæting: 09:55

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

6.2106001 - Auðbrekka 3. Umsagnarbeiðni um staðsetningu ökutækjaleigu

Frá lögfræðideild, dags. 14.06.2021, lögð fram umsögn um rekstur og staðsetningu ökutækjaleigu í samræmi við beiðni Samgöngustofu frá 31.05.2021. Umsækjandi er Anthony Herman, kt. 010984-2549 f.h. Reykjavík Pop up campers ehf., kt. 701020-0490. Sótt er um rekstrarleyfi fyrir ökutækjaleigu með 10 bifreiðar að Auðbrekku 3. Samkvæmt 3. gr. laga um leigu skráningarskyldra ökutækja nr. 65/2015 og 5. og 6. gr. rgl. nr. 840/2015 staðfestir sveitarstjórn sem umsagnaraðili að aðkoma og fjöldi bílastæða henti fyrir væntanlega starfsemi og hvort staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.
Bæjarráð veitir neikvæða umsögn með vísan til minnisblaðs lögfræðideildar.

Ýmis erindi

7.210616212 - Styrkbeiðni vegna gerð kynningarmyndbands um þjónustu og útivistarsvæði í Kópavogi

Frá Marteini Sigurgeirssyni, dags. 09.06.2021, lögð fram umsókn um styrk að upphæð kr. 450.000,- til gerðar kynningarmyndbands um Kópavog.
Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu.

Ýmis erindi

8.210616509 - Styrkbeiðni vegna Hjartadagshlaup

Frá Hjartavernd, dags. 28.06.2021, lögð fram beiðni um styrk að upphæð kr. 400.000,- til stuðnings við Hjartadagshlaupið 2021.
Bæjarráð samþykkir með 5 atkvæðum að styrkja samtökin um 250.000 kr. vegna Hjartadagshlaupsins 2021.

Fundargerð

9.2106021F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 319. fundur frá 18.06.2021

Fundargerð í 8 liðum.
Lagt fram.

Fundargerð

10.2106009F - Hafnarstjórn - 120. fundur frá 28.06.2021

Fundargerð í 5 liðum.
Lagt fram.

Fundargerð

11.2106012F - Lista- og menningarráð - 129. fundur frá 15.06.2021

Fundargerð í 1 lið.
Lagt fram.

Bæjarráð vísar úttekt og kostnaðarmati á standsetningu undirganga til umsagnar Umhverfissviðs.

Fundargerð

12.2106006F - Skipulagsráð - 101. fundur frá 21.06.2021

Fundargerð í 12 liðum.
Lagt fram.
 • 12.4 2106832 Heilsuhringur við Kópavogstún
  Lögð fram tillaga að útfærslu heilsuhrings við Kópavogstún þar sem gerðar verða tengingar við núverandi stíga svo úr verði um 700 m langur samfelldur hringur umhverfis túnið með æfingaaðstöðu, áningarstöðum, bekkjum, leiktækjum og fræðsluskiltum. Garðlönd við Kópavogstún verða færð til og ræktunarreitum fjölgað. Svæðið fellur undir hverfisvernd. Þá lögð fram skýringarmynd af fyrirhuguðum heilsuhring dags. 9. júní 2021. Friðrik Baldursson garðyrkjustjóri gerir grein fyrir erindinu. Niðurstaða Skipulagsráð - 101 Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu að heilsuhring. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að lagður verði heilsuhringur við Kópavogstún og leggur til að samræmis verði gætt við lýðheilsuhringinn í Salahverfinu hvað varðar merkingar, fjölda bekkja og aðra umgjörð.
 • 12.7 2011485 Arnarnesvegur frá Rjúpnavegi að Breiðholtsbraut. Tillaga að deiliskipulagi.
  Lögð fram að nýju tillaga verkfræðistofunnar Eflu fh. Kópavogsbæjar og Reykjavíkurborgar, dags. 19. mars 2021, að deiliskipulagslýsingu fyrir nýtt deiliskipulag Arnarnesvegar 3. áfanga. Fyrirhugað deiliskipulag nær til hluta Arnarnesvegar frá gatnamótum Arnarnesvegar og Rjúpnavegar að fyrirhuguðum gatnamótum Breiðholtsbrautar og Arnarnesvegar og veghelgunarsvæða hans sem nær að jafnaði 30 metra út frá miðlínu vegarins. Hluti veghelgunarsvæðis Arnarnesvegar er innan sveitarfélagsmarka Reykjavíkur, en stærsti hluti vegarins liggur innan sveitarfélagsmarka Kópavogs. Arnarnesvegur sem liggur innan marka skipulagssvæðisins er um 1,9 km að lengd og liggur frá suðausturhluta Leirdals að grænu opnu svæði norðan Breiðholtsbrautar. Á fundi skipulagsráðs 29. mars 2021 var framlögð lýsing samþykkt og að hún verði kynnt í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Kynningartíma lauk 25. maí 2021. Þá lagðar fram athugasemdir, ábendingar og umsagnir sem bárust á kynningartíma.
  Á fundi skipulagsráðs 7. júní 2021 var afgreiðslu málsins frestað. Þá lögð fram samantekt umsagna við skipulagslýsingu.
  Niðurstaða Skipulagsráð - 101 Skipulagsráð samþykkir með 6 atkvæðum að á grundvelli framlagðrar skipulagslýsingar fyrir deiliskipulag 3. áfanga Arnarnesvegar og umsagna, athugasemda og ábendinga er fram komu á kynningartíma verði hafin vinna við gerð tillögu að deiliskipulagi fyrir umrætt svæði. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
  Sigurbjörg Erla Egilsdóttir greiðir atkvæði gegn tillögunni.

  Bókun frá Kristni Degi Gissurarsyni:
  "Ég vísa í fyrri bókun mína um þetta mál."

  Bókun frá Sigurbjörgu Erlu Egilsdóttur:
  „Undirrituð er mótfallin því að deiliskipulag fyrir Arnarnesveg verði unnið án þess framkvæmt verði nýtt umhverfismat. Fyrirliggjandi umhverfismat var unnið fyrir 19 árum síðan en forsendur hafa breyst á þessum tæpu tveimur áratugum. Í minnisblaði Eflu frá árinu 2020 gerir ný umferðarspá ráð fyrir rúmlega fimmfaldri umferðaraukningu um Breiðholtsbraut frá Jaðarseli að Vatnsendahvarfi, miðað við þá umferðarspá sem stuðst var við 2002. Þá leiddu rannsóknir á náttúrufari svæðisins árið 2002 í ljós að í vegstæði Arnarnesvegar yxi plöntutegund á válista Náttúrufræðistofnunar Íslands. Á þeim tíma óx tegundin einnig annars staðar á svæðinu og var henni því ekki talin stafa hætta af vegaframkvæmdum. Ganga ætti úr skugga um að það hafi ekki breyst svo framkvæmdin hafi ekki óafturkræf áhrif á lífríki."
  Niðurstaða Bæjarráð samþykkir tillöguna með 5 greiddum atkvæðum.

  Sigurlaug Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi ítrekar bókun sína við málið í Skipulagsráði.

Fundargerð

13.2106023F - Velferðarráð - 87. fundur frá 28.06.2021

Fundargerð í 9 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

14.210616518 - Fundargerð 267. fundar Heilbrigðisnefndar Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis frá 28.06.2021

Fundargerð í 48 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

15.2106943 - Fundargerð 899. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 11.06.2021

Fundargerð í 25 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

16.210616459 - Fundargerð 526. fundar stjórnar SSH frá 23.06.2021

Fundargerð í 3 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

17.2106966 - Fundargerð 101. fundar svæðisskipulagsnefndar frá 11.06.2021

Fundargerð í 3 liðum.
Frestað til næsta fundar.

Fundargerðir nefnda

18.210616369 - Fundargerð 393. fundar Samstarfsnefndar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 23.06.2021

Fundargerð í 3 liðum.
Lagt fram.
Fylgiskjöl:

Fundargerðir nefnda

19.210616219 - Fundargerð 31. eigendafundar stjórnar Strætó frá 15.06.2021

Fundargerð í 4 liðum.
Lagt fram.

Erindi frá bæjarfulltrúum

20.210616564 - Ósk bæjarfulltrúa Theódóru S. Þorsteinsdóttur um að 448. fundargerð SORPU verði tekin á dagskrá bæjarráðs að nýju

Frá bæjarfulltrúa Theódóru S. Þorsteinsdóttur, dags. 29.06.2021, lögð fram beiðni um að fundargerð Sorpu nr. 448 verði aftur tekin á dagskrá á næsta fundi bæjarráðs.
Málinu frestað.

Fundi slitið - kl. 11:15.