Bæjarráð

3052. fundur 15. júlí 2021 kl. 08:15 - 11:08 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Birkir Jón Jónsson formaður
  • Karen E. Halldórsdóttir varaformaður
  • Hjördís Ýr Johnson aðalmaður
  • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalmaður
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ármann Kristinn Ólafsson bæjarstjóri
  • Pálmi Þór Másson bæjarlögmaður
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarritari
Dagskrá

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

1.2103722 - Útboð - Kársnesskóli byggingarstjóri og eftirlit

Frá deildarstjóra framkvæmdadeildar, dags. 13.07.2121, lögð fram niðurstaða útboðs í verkið "Kársnesskóli, byggingarstjóri og eftirlit. Óskað er eftir heimild bæjarráðs um að gerður verði verksamningur við JT verk ehf. um verkið.
Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins.

Gestir

  • Guðrún Edda Finnbogardóttir lögfræðingur - mæting: 08:15
  • Stefán L. Stefánsson deildarstjóri framkvæmdardeildar - mæting: 08:15

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

2.2107009 - Hafnarbraut 13b, Óli & Co. Umsagnarbeiðni vegna umsóknar um rekstrarleyfi fyrir Brasserie Kársnes

Frá lögfræðideild, dags. 02.07.2021, lagt fram bréf Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, dags. 30.06.2021,þar sem óskað er umsagnar um umsókn Óla & C0,kt. 450221-0580 um nýtt rekstrarleyfi fyrir veitingastað í flokki II, að Hafnarbraut 13b, 200 Kópavogi, skv. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, sbr. 26. gr. reglugerðar nr. 1277/2016. Samkvæmt 1. tl. 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 skal sveitarstjórn, sem umsagnaraðili, staðfesta að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að veita jákvæða umsögn með vísan til minnisblaðs lögfræðideildar.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

3.210616284 - Ögurhvarf 2, Skalli slf. Umsagnarbeiðni vegna umsóknar um endurnýjun á rekstrarleyfi

Frá lögfræðideild, dags. 29.06.2021, lagt fram bréf Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, dags. 22.06.2021, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Skalla slf. kt. 651110-0760, um endurnýjun á rekstrarleyfi fyrir veitingastað í flokki II, að Bæjarlind 2, 201 Kópavogi, skv. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, sbr. 26. gr. reglugerðar nr. 1277/2016. Samkvæmt 1. tl. 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 skal sveitarstjórn, sem umsagnaraðili, staðfesta að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að veita jákvæða umsögn með vísan til minnisblaðs lögfræðideildar.

Ýmis erindi

4.2107165 - Fjöldi félagslegra íbúða í Tröllakór 1-3

Frá stjórn húsfélagsins Tröllakór 1-3, dags. 18.06.2021, lagt fram erindi varðandi fjölda félagslegra íbúða í Tröllakór 1-3.
Lagt fram og vísað til afgreiðslu bæjarritara.

Ýmis erindi

5.2107148 - Bókun 527. fundar stjórnar SSH. Samgöngusáttmálinn

Frá stjórn SSH, dags. 07.07.2021, lögð fram bókun 527. fundar varðandi Samgöngusáttmálann.
Lagt fram.

Fundarhlé hófst kl. 8:57, fundi fram haldið kl. 9:09.

Bókun:
"Í ljósi þeirra upplýsinga sem koma fram í fjármagnsskipan Betri samgangna ohf. þá er ekki tekið tillit til þess að rúmur milljarður varð í afgang miðað við ársreikning 2020. Nauðsynlegt er að fá yfirlit yfir framvindu verkefna miðað við það fjármagn sem verið er að leggja til og upplýsingar um hvers vegna Betri samgöngur ohf. náðu ekki að fjárfesta fyrir þann milljarð sem varð í afgang 2020. Undirrituð óskar jafnframt eftir því að ársreikningar Betri samgangna ohf verði birtir á vef verkefnisins."

Theódóra S. Þorsteinsdóttir.

Fundargerð

6.2106024F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 320. fundur frá 02.07.2021

Fundargerð í 11 liðum.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum afgreiðslur byggingarfulltrúa.

Fundargerðir nefnda

7.2106022F - Jafnréttis- og mannréttindaráð - 82. fundur frá 29.06.2021

Fundargerð í 2 liðum.
Lagt fram.

Fundargerð

8.2106019F - Skipulagsráð - 102. fundur frá 05.07.2021

Fundargerð í 18 liðum.
Lagt fram.
  • 8.10 2103140 Birkigrund 57. Kynning á byggingarleyfi.
    Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi Hildar Bjarnadóttur arkitekts dags. 14. febrúar 2021 fh. lóðarhafa Birkigrundar 57. Í erindinu er óskað eftir að þegar framkvæmdar breytingar verði samþykktar auk þess að reisa 15,7 m² viðbyggingu við efri hæð, ofan á svölum. Það sem hefur þegar verið framkvæmt er sólskáli á suðvesturhorni hússins, aflokuð geymsla undir svölum og útihurð komið fyrir á austurhlið þar sem áður var gluggi auk þess sem innra skipulagi hefur verið breytt. Uppdrættir í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 14. febrúar 2021. Kynningartíma lauk 7. maí 2021. Athugasemdir og ábendingar bárust á kynningartíma. Á fundi skipulagsráðs 17. maí 2021 var afgreiðslu málsins frestað og vísað til umsagnar skipulagsdeildar. Á fundi skipulagsráðs 7. júní 2021 var lögð fram umsögn skipulagsdeildar dags. 4. júní 2021, afgreiðslu málsins var frestað. Þá er lögð fram uppfærð umsögn skipulagsdeildar dags. 1. júlí 2021. Niðurstaða Skipulagsráð - 102 Skipulagsráð samþykkir erindið. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með fjórum atkvæðum og hjásetu Péturs H. Sigurðssonar.
  • 8.12 2102309 Hlaðbrekka 17. Kynning á byggingarleyfi.
    Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi Arnhildar Pálmadóttur arkitekts dags. 2. febrúar 2021 fh. lóðarhafa Hlaðbrekku 17. Á lóðinni stendur 144,9 m² steinsteypt einbýlishús með áföstum bílskúr, byggt 1960. Óskað er eftir að koma fyrir annarri hæð á austari hluta hússins, samtals um 80 m² og koma fyrir dvalarsvæði á hluta af núverandi þaki. Auk þess er óskað eftir að koma fyrir sólstofu á suðurhlið hússins þar sem nú er timburverönd. Samþykki aðliggjandi lóðarhafa liggur fyrir. Uppdráttur í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 2. febrúar 2021.
    Kynningartíma lauk 1. júní 2021. Athugasemdir og ábendingar bárust á kynningartíma.
    Á fundi skipulagsráðs 7. júní 2021 var erindinu frestað og vísað til umsagnar skipulagsdeildar. Þá er lögð fram umsögn skipulagsdeildar dags. 2. júlí 2021.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 102 Skipulagsráð hafnar erindinu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með fimm atkvæðum og hafnar erindinu.
  • 8.13 2102370 Kársnesbraut 106. Breytt deiliskipulag.
    Lagt fram að nýju erindi Sigurðar Hallgrímssonar arkitekts dags. 23. júní 2015 fh. lóðarhafa að Kársnesbraut 106. Í gildandi deiliskipulagi er leyfi fyrir 3 íbúðum á 1. hæð og 7 íbúðum á 2. hæð, samtals 10 íbúðir. Í erindinu er óskað eftir að breyta verslunarhúsnæði á 2. hæð í suðvestur enda hússins í tvær íbúðir, önnur íbúðin er um 60 m² og hin 85 m² og gengið inn frá Kársnesbraut í götuhæð. Gert er ráð fyrir þremur bílastæðum. Á sömu hæð eru þegar 7 íbúðir sem deila ekki sama inngangi og þær sem óskað er eftir núna. Uppdrættir í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 23. júní 2015. Á fundi skipulagsráðs þann 1. mars 2021 var afgreiðslu málsins frestað. Þá er lagt fram skriflegt samþykki meðeigenda að Kársnesbraut 106. Niðurstaða Skipulagsráð - 102 Skipulagsráð hafnar erindinu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með fimm atkvæðum og hafnar erindinu.
  • 8.14 21031048 Þorrasalir 37. Breytt deiliskipulag.
    Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi Sigurðar Hallgrímssonar arkitekts dags. 26. mars 2021 fh. lóðarhafa Þorrasala 37. Í breytingunni felst að byggingarreitur þegar samþykktrar viðbyggingar stækkar um 22 m² og á suðurhlið hússins verði reist viðbygging á 1. hæð, samtals 18 m². Að auki er gert ráð fyrir nýju anddyri við hlið þess sem nú er, samtals um 15 m². Byggingarmagn eykst úr 392 m² í 447 m², nýtingarhlutfall fer úr 0,53 í 0,60. Uppdráttur í mkv.1:500 og 1:1000 dags. 26. mars 2021. Kynningartíma lauk 26. maí 2021. Ábendingar og athugasemdir bárust á kynningartíma. Á fundi skipulagsráðs þann 7. júní 2021 var afgreiðslu frestað og vísað til umsagnar skipulagsdeildar. Þá er lögð fram umsögn skipulagsdeildar dags. 5. júlí 2021. Niðurstaða Skipulagsráð - 102 Skipulagsráð samþykkir erindið. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með fimm atkvæðum.
  • 8.16 2104748 Ásbraut 3-5. Kynning á byggingarleyfi.
    Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi Sigurðar Hafsteinssonar byggingartæknifræðings dags. 8. apríl 2021 fh. húsfélagsins að Ásbraut 1-3. Á lóðinni er staðsteypt fjölbýlishús á 4 hæðum, byggt árið 1960. Óskað er eftir að koma fyrir svölum á þeim þremur íbúðum í hvorum stigagangi sem ekki eru þegar með svalir og munu þær þjóna tilgangi björgunarsvala. Uppdrættir í mkv. 1:100 dags. 8. apríl 2021. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust á kynningartíma. Niðurstaða Skipulagsráð - 102 Skipulagsráð samþykkir erindið. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með fimm atkvæðum.
  • 8.17 2105385 Sæbólsbraut 38. Kynning á byggingarleyfi.
    Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi Arnhildar Pálmadóttur arkitekts fh. lóðarhafa um stakstæða viðbyggingu við íbúðarhúsið á vesturhluta lóðarinnar. Fyrirhuguð viðbygging er 24,2 m2 að heildarflatarmáli og rúmar útigeymslu og baðaðstöðu.
    Uppdrættir í mælikvarða 1:100 dags. 15. janúar 2021. Kynningartíma lauk 2. júlí 2021. Engar athugasemdir bárust á kynningartíma.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 102 Skipulagsráð samþykkir erindið. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með fimm atkvæðum.

Gestir

  • Auður D. Kristinsdóttir skipulagsstjóri - mæting: 09:15

Fundargerð

9.2106003F - Umhverfis- og samgöngunefnd - 142. fundur frá 29.06.2021

Fundargerð í 18. liðum.
Lagt fram.
  • 9.10 1911316 Gera steyputorgið að mathöll með matvögnum erindi frá Indriða Stefánssyni
    Lagt fram erindi Indriða Stefánssonar dags. 10. maí 2019 varðandi að gera steyputorgið að mathöll með matvögnum þannig myndum við búa til infrastrúctúr þannig að þeir sem eiga matvagnana geti þá séð sér hag í því að vera með matvagna á svæðinu og farþegar strætó fengju þjónustu sem sárlega vantar í Hamraborgina við Strætó. Lögð fram umsögn umhverfisvið dags. 15. júní 2021 varðandi að aðstaða fyrir matarvagna verði komið fyrir á Hálsatorgi og mögulegum útfærslum og atriðum sem þarf að hafa í huga. Niðurstaða Umhverfis- og samgöngunefnd - 142 Lagt fram og kynnt. Umhverfis- og samgöngunefnd leggur til við bæjarráð og bæjarstjórn að farið verði í tilraunaverkefni með matarvagna á Hálsatorgi sumarið 2021. Niðurstaða Pétur H. Sigurðsson vék af fundi kl. 10:27

    Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar sviðsstjóra stjórnsýslusviðs og sviðsstjóra umhverfissviðs.
  • 9.17 2106980 Evrópsk samgönguvika 2021
    Kynnt fyrirkomulag Evrópskrar samgönguviku 2021 og að opnað hefur verið á skráningu fyrir borgir, bæjarfélög, skóla, góðgerðarsamtök og fyrirtæki sem vilja taka þátt í evrópskri samgönguviku 2021 sem haldinn verður 16. til 22. september 2021. Umhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur tilkynnt að slagorð evrópskrar samgönguviku á Íslandi 2021 verður "Veljum grænu leiðina fyrir umhverfið og heilsuna". Þátttaka borga og bæjarfélaga miðast við undirritun bæjarstjóra á „Charter 2021“ þar sem því er lýst yfir að skuldbinda sig til að taka þátt í Evrópskri samgönguviku 2021 með eftirfarandi aðgerðum:
    1. Skipuleggja viðburð fyrir hvern dag samgönguviku
    2. Innleiða að minnsta kosti eina varanlega framkvæmd sem stuðla að breyttu ferðavenjum frá notkun bifreiðar yfir í notkun virkra ferðamáta.
    3. Halda upp á bíllausa daginn með því að afmarka og taka frá svæði sem eru þá ný svæði fyrir virka ferðamáta á bíllausa deginum, það er klukkustund fyrir almennan vinnutíma og klukkustund eftir að almennum vinnudegi lýkur. Viðburður fyrir bíllausa daginn skal að jafnaði vera haldinn 22. september 2021.
    Niðurstaða Umhverfis- og samgöngunefnd - 142 Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir að sækja um þátttöku í evrópskri samgönguviku 2021 fyrir Kópavogsbæ. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð samþykkir erindið með fjórum atkvæðum.
  • 9.18 2105064 Umhverfisviðurkenningar 2021
    Farið yfir tillögur að umhverfisviðurkenningum fyrir árið 2021 og götu ársins 2021 til bæjarstjórnar. Niðurstaða Umhverfis- og samgöngunefnd - 142 Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir framlagðar tillögur að umhverfisviðurkenningum 2021. Götu ársins vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð samþykkir erindið með fjórum atkvæðum.

Fundargerðir nefnda

11.2107021 - Fundargerð 228. fundar stjórnar Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins frá dags 18.06.2021

Fundargerð í 12 liðum.
Bæjarráð frestar erindinu.

Fundargerðir nefnda

12.2107001 - Fundargerð 449. fundar stjórnar Sorpu bs. frá 28.05.2021

Fundargerð í 5 liðum.
Bæjarráð frestar erindinu.

Bókun:
"Undirrituð óskar eftir frestun, ásamt því að óska eftir fylgigögnum fundarins."
Theódóra S. Þorsteinsdóttir

Fundargerðir nefnda

13.2107002 - Fundargerð 450. fundar stjórnar Sorpu bs. frá 24.06.2021

Fundarerð í 4 liðum.
Bæjarráð frestar erindinu.

Bókun:
"Undirrituð óskar eftir frestun, ásamt því að óska eftir fylgigögnum fundarins."
Theódóra S. Þorsteinsdóttir

Fundargerðir nefnda

14.2107128 - Fundargerð 33. eigendafundar stjórnar Sorpu bs. frá 29.06.2021

Fundargerð í 4 liðum.
Bæjarráð frestar erindinu.


Fundarhlé hófst kl. 10:03, fundi fram haldið kl. 10:07.

Bókun:
"Í ljósi þess hversu seint og illa gögn eru að berast frá byggðasamlögum þá treystir undrrituð sér ekki lengur til þess að sinna eftirlitshlutverki sínu og vísar allri ábyrgð á þá meirihluta sem sitja við völd á höfuðborgarsvæðinu.
Í algjöru tómarúmi og algjörlega óupplýst þá bind ég samt sem áður vonir við að þeir sem aðgang hafa að gögnum taki þá ákvörðun að bjóða út útflutning á brennanlegum úrgangi á Evrópska efnahagssvæðinu.
Undirrituð ítrekar beiðni um aðgang að gögnum sem komu fram á fundir stjórnar Sorpu frá 21. maí 2021."
Theódóra S. Þorsteinsdóttir


Bókun:
"Undirrituð óskar eftir frestun, ásamt því að óska eftir fylgigögnum fundarins."
Theódóra S. Þorsteinsdóttir

Fundargerðir nefnda

15.2107044 - Fundargerð 341. fundar stjórnar Strætó frá 11.06.2021

Erindi frá bæjarfulltrúum

16.210616564 - Ósk bæjarfulltrúa Theódóru S. Þorsteinsdóttur um 448. fundargerð SORPU verði tekin á dagskrá bæjarráðs að nýju

Frá bæjarfulltrúa Theódóru S. Þorsteinsdóttur, dags. 29.06.2021, lögð fram beiðni um að fundargerð Sorpu nr. 448 verði aftur tekin á dagskrá á næsta fundi bæjarráðs. Bæjarráð frestaði málinu á fundi sínun þann 01.07.2021.
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 11:08.