Bæjarráð

3054. fundur 19. ágúst 2021 kl. 08:15 - 12:37 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Birkir Jón Jónsson formaður
  • Karen E. Halldórsdóttir varaformaður
  • Hjördís Ýr Johnson aðalmaður
  • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalmaður
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Margrét Friðriksdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Ármann Kristinn Ólafsson bæjarstjóri
  • Pálmi Þór Másson bæjarlögmaður
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarritari
Dagskrá

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

1.2003639 - Viðbrögð við Covid-19 faraldrinum.

Frá sviðsstjórum menntasviðs og velferðarsviðs, dags. 17.08.2021, lögð fram minnisblöð um stöðu Covid-19 faraldursins í sveitarfélaginu.
Lagt fram.

Gestir

  • Sigrún Þórarinsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs - mæting: 08:15
  • Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóri og framkvæmdastjóri almannavarna höfuðborgarsvæðisins - mæting: 08:15
  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir sviðsstjóri menntasviðs - mæting: 08:15

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

2.2105658 - Menntasvið, áætlun um leikskólabyggingar.

Frá sviðsstjórum menntasviðs og umhverfisviðs, dags. 16.08.2021, lögð fram tillaga um áætlun og forgangsröðun nýrra leiksskóla í Kópavogi.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum framlagða tillögu að áætlun og forgangsröðun nýrra leikskóla í Kópavogi.

Gestir

  • Sigurlaug Bjarnadóttir, deildarstjóri leikskóladeildar - mæting: 08:40
  • Sindri Sveinsson, rekstrarstjóri menntasviðs - mæting: 08:40
  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir sviðsstjóri menntasviðs - mæting: 08:40
  • Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfisviðs - mæting: 08:40

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

3.18081970 - Jafnlaunavottun og launagreining 2021.

Frá mannauðsstjóra, dags. 17.08.2021, kynning á jafnlaunavottun og launagreiningu hjá Kópavogsbæ.
Kynning.

Gestir

  • Harlaldur Eggertsson deildarstjóri launadeildar - mæting: 09:02
  • Sigríður Þrúður Stefánsdóttir mannauðsstjóri - mæting: 09:02

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

4.2105074 - Bæjarfulltrúi Theódóra S. Þorsteinsdóttir, óskar eftir skýringum á nýju útboði Fossvogsbrúar og stjórnkerfi verkefnisins.

Frá lögfræðideild, dags. 16.08.2021,lögð fram samantekt á útboðsferli og stjórnkerfi Fossvogsbrúar.
Frestað til næsta fundar.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

5.2108013 - Ósk bæjarfulltrúa Theódóru S. Þorsteinsdóttur um að fá á dagskrá bæjarráðs umræðu um stafræna þróun sveitarfélaga.

Frá forstöðumanni upplýsingatæknideildar, dags. 16.08.2021, lagt fram minnisblað varðandi þróun stafrænnar þróunnar hjá Kópavogsbæ og samstarf innan Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Lagt fram.

Gestir

  • Ingimar Þór Friðriksson, forstöðumaður upplýsingatæknideildar - mæting: 11:36

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

6.2108482 - Markavegur 7. Skil á lóð.

Frá umhverfissviði, dags. 12.08.2021, lagt fram erindi frá Rafni A. Sigurðssyni, þar sem óskað er eftir því að skila lóðinni Markarvegi 7 sem úthlutað var í bæjarstjórn þann 27.10.2020. Einnig er óskað eftir endurgreiðslu lóðargjalda.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

7.2108481 - Markavegur 8. Skil á lóð.

Frá umhverfissviði, dags. 12.08.2021, lagt fram erindi frá Hannesi Sigurjónssyni, þar sem óskað er eftir því að skila lóðinni Markarvegi 8 sem úthlutað var í bæjarstjórn þann 27.10.2020. Einnig er óskað eftir endurgreiðslu lóðargjalda.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Ýmis erindi

8.2108349 - Starfsreglur svæðisskipulagsnefndar og samkomulag sveitarfélaganna um svæðisskipulag. Óskað eftir afgreiðslu aðildarsveitarfélaga.

Frá SSH, dags. 09.08.2021, lagðar fram starfsreglur svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins ásamt drögum að samkomulagi um svæðisskipulag.
Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Gestir

  • Hildigunnur Hafsteinsdóttir lögfræðingur SSH - mæting: 11:58

Ýmis erindi

9.2108643 - Alþingiskosningar 25. september 2021.

Frá formanni kjörstjórnar Kópavogsbæjar, dags. 18.08.2021, lögð fram tillaga um fjölgun kjörstaða um þrjár kjördeildir.
Bæjarráð samþykkir að vísa málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Ýmis erindi

10.2107404 - Þjónusta Landsspítala við alvarlega langveik börn.

Frá Landspítala, dags. 02.07.2021, lagt fram erindi varðandi þjónustu spítalans við alvarlega langveik börn.
Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til velferðarráðs til upplýsingar.

Bókun bæjarráðs:
"Í bréfi landsspítalans til sveitarfélaganna er verið að tilkynna einhliða að stofnunin ætlar Rjóðrinu ekki að sinna hlutverki sínu hvað varðar hvíldar- og endurhæfingarinnlögnum gagnvart langveikum börnum eins og verið hefur frá og með næstu áramótum. Þetta þýðir að Landsspítalinn ætli að draga úr þjónustu við þennan viðkvæmasta hóp barna og koma henni og þar með kostnaðinum yfir á sveitarfélögin. Bæjarráð Kópavogs telur nauðsynlegt að starfsemi og þjónusta Róðursins haldist óbreytt og þjónusta Landspítalans við Langveik börn verði tryggð. Mikilvægt er að Sambandið og landshlutasamtök sveitarfélaga taki þetta mál föstum tökum, taki upp viðræður við heilbrigðisráðherra og tryggi áframhaldandi gott og mikilvægt starf Rjóðursins."

Gestir

  • Sigrún Þórarinsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs

Ýmis erindi

11.2107265 - Tónahvarf 4. Umsókn og beiðni um viðræður um lóð

Frá Teiti Jónassyni ehf., dags. 02.07.2021, lögð fram umsókn um lóðina Tónahvarf 4.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að fela bæjarstjóra að eiga viðræður við fyrirsvarsmann félagsins um framtíðaráform þess.

Fundargerðir nefnda

12.2106026F - Skipulagsráð - 103. fundur frá 16.08.2021

Fundargerð í 15 liðum.
Lagt fram.
  • 12.2 1905126 Dalaþing 13. Breytt deiliskipulag.
    Lögð fram breytt tillaga Einars Ólafssonar arkitekts fyrir hönd lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi á lóðinni. Í gildandi deiliskipulagi er á lóðinni gert ráð fyrir einbýlishúsi á tveimur hæðum, stakstæðum bílskúr og hesthúsi ásamt gerði. Í breyttri tillögu felst að komið verði fyrir tveimur einbýlishúsum á einni hæð ásamt parhúsi á tveimur hæðum auk þess sem aðkoma að húsunum breytist með vegi og bílastæðum miðlægt á lóðinni. Parhús Dalaþing 13a og 13b er áætlað 400 m2 að flatarmáli á tveimur hæðum með innbyggðum bílskúr og fjórum bílastæðum á lóð. Einbýlishús Dalaþing 13c er áætlað um 220 m2 að flatarmáli á einni hæð með innbyggðum bílskúr og þremur bílastæðum á lóð. Einbýlishús Dalaþing 13d er áætlað um 210 m2 að flatarmáli á einni hæð með þremur bílastæðum á lóð. Lóðin er 3.349 m2 að flatarmáli og verður nýtingarhlutfall eftir breytingu 0,25.
    Rök fyrir breytingunni eru þau að nýtingarhlutfall lóðarinnar samkv. gildandi deiliskipulagi eru langt undir því meðaltali sem er í næsta nágrenni Dalaþings 13. Fordæmi eru fyrir ámóta þéttingu í næsta nágrenni. Ekki er talið að umrædd breyting hafi veruleg neikvæð umhverfisáhrif á útsýni, skuggavarp eða nánd eins og skýringarmyndir í umsögn skipulagsdeildar dags. 16. ágúst 2021 og fylgja deiliskipulagi þessu. Aukning um 33 bíla á sólarhring er hlutfallslega lítil með umferðarrýmd Dalaþings í huga en við Dalaþing eru skráðar 33 íbúðir með um 370 bíla umferð á sólarhring. Ekkert slys er skráð frá 2015 til dagsins í dag og litlar líkur á aukningu þeirra. Áhrif á samfélag og eignir er jákvætt fyrir heildina en getur verið neikvætt fyrir hús í nágrenni Dalaþings 13 miðað við núverandi hús á lóð standi óbreytt en lítil eða engin áhrif á samfélag og eignir miðað við gildandi deiliskipulag með nýjum byggingarreit og hesthúsi ásamt gerði.
    Deiliskipulagstillagan er í samræmi við Aðalskipulag Kópavogs 2012-2024. Þá er lögð fram umsögn skipulagsdeildar dags. 13. ágúst 2021 um athugasemdir sem bárust á kynningartíma.
    Að öðru leiti er vísað í gildandi deiliskipulag og skipulagsskilmála fyrir Þing samþ. í bæjarstjórn 24. maí 2005. Breytt tillaga er sett fram á uppdrætti í mkv. 1:1000 ásamt skýringarmyndum dags. 26. mars 2021 og breytt 16. ágúst 2016 þar sem texta greinargerðar er breytt.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 103 Fundarhlé kl. 17:05.
    Fundi framhaldið kl. 17:28.

    Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu með áorðnum breytingum dags. 16. ágúst 2021. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
    Niðurstaða Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.
  • 12.3 2103185 Glaðheimar - vesturhluti. Breytt deiliskipulag.
    Lögð fram að nýju tillaga að breyttu deiliskipulagi Glaðheima vesturhluta dags. 19. apríl 2021 með áorðnum breytingum dags. 16. ágúst 2021.
    Skipulagssvæðið, sem er 8.6 ha að flatarmáli, afmarkast af veghelgunarsvæði Reykjanesbrautar til vesturs, til norðurs afmarkast það af fyrirhugaðri tengibraut sem liggur frá gatnamótum Bæjarlindar og Glaðheimavegar að Reykjanesbraut, Álalind 1-3 og til austurs af athafnasvæði við Askalind og Akralind og til suðurs afmarkast það af veghelgunarsvæði Arnarnesvegar. Í gildandi deiliskipulagi frá 2009 er gert ráð fyrir verslunar- og þjónustuhúsnæði á umræddu svæði samtals um 88.000 m2 ofanjarðar. Í breytingunni felst að áður fyrirhugaðri byggð um miðbik deiliskipulagssvæðisins er breytt úr atvinnuhúsnæði á 5-8 hæðum í 9 fjölbýlishús sem verða 3-12 hæða með um 468 íbúðum, leikskóla og opið svæði. Á norðurhluta skipulagssvæðisins nánar tiltekið við húsagötu A nr. 2-3 er fallið frá verslunar- og þjónustuhúsnæði á þremur efstu hæðum hússins (húsa) og þess í stað komið fyrir 32 íbúðum. Heildarfjöldi íbúða á svæðinu öllu verður að hámarki 500 íbúðir. Í miðju skipulagssvæðinu er gert ráð fyrir leikskóla. Suðvestan fyrirhugaðs Glaðheimavegar (á suðurhluta svæðisins) er gert ráð fyrir 7 lóðum fyrir verslunar- og þjónustuhúsnæði á 2 til 4 hæðum. Byggingarreitir, lóðir og lóðastærðir verslunar- þjónustu og athafnahúsa breytast sem og aðkoma og fjöldi bílastæða. Auk þess er gert ráð fyrir að lega tengibrautar um svæðið í framhaldi af Glaðheimavegi að Arnarnesvegi breytist. Heildarstærð atvinnuhúsnæðis með kjallara og bílageymslum er áætluð um 50.000 m2 en um 36.000 m2 án bílageymslna og heildarstærð íbúðarhúsnæðis með kjallara og bílageymslum er áætluð um 89.000 m2. Stærð leikskóla er um 1.500 m2. Heildar byggingarmagn á deiliskipulagssvæðinu er áætlað um 135.000 m2 þar af um 106.000 m2 án bílageymslna. Svæðisnýtingarhlutfall deiliskipulagssvæðisins miðað við heildarbyggingarmagn er áætlað um 1.57 og 1.22 án bílakjallara neðanjarðar. Gert er ráð fyrir einu stæði á hverja 75 m2 í verslun og þjónustu og einu stæði á hverja 100 m2 í atvinnuhúsnæði, geymslu - og kjallararými. Reikna skal með 1,2 stæðum á hverja íbúð með gestastæðum. Miðað við 2,5 íbúa á íbúð er áætlað að á svæðinu verði um 1.250 íbúar.
    Á fundi skipulagsráðs 5. júlí 2021 voru lagðar fram athugasemdir, ábendingar og umsagnir sem bárust á kynningartíma og var málinu vísað til umsagnar skipulagsdeildar.
    Í breyttu erindi dags. 19. apríl 2021 og breytt 16. ágúst 2021 er komið að hluta til móts við innsendar athugasemdir sem bárust á kynningartíma sbr. eftirtalin atriði:
    Texta um vöktun á loftgæðum og spennistöðvar hefur verið breytt í greinargerð sem og texta um að gert verið minnisblað um vind og áhrif hans á hús sem hærri eru en 9 hæðir bætt inn í greinargerð. Auk þess hefur á skipulagsuppdrætti tengistöð verið komið fyrir við norðurlóðamörk húsagötu D nr. 4 og veghelgunarmörk gerð sýnilegri.
    Þá lögð fram umsögn skipulagsdeildar dags. 16. ágúst 2021 um athugasemdir sem bárust á kynningartíma. Uppdráttur í mkv. 1:1000 sem inniheldur greinargerð og skýringarmyndir. Skipulagsskilmálar dags. 19. apríl og breytt 16. ágúst 2021. Skýringahefti B dags. 19. apríl 2021. Með tillögunni fylgir einnig minnisblað verkfræðistofunnar Mannvits um forsendur fyrir bílaumferð dags. 15. apríl 2021, umhverfismat og hljóðskýrsla dags. 19. apríl 2021 og skýrsla um áhrif nýs deiliskipulags Glaðheima á Heimsmarkmiðin dags. 29. 3 2021 en í þeirri sömu skýrslu er að finna umhverfismat Mannvit dags. 19. apríl 2021. Áhættumat vegna loftslagsbreytinga dags. 30. apríl 2021 frá verkfræðistofunni Mannviti. Skýrsla Mannvits um hljóðvist og áhrif mótvægisaðgerða dags. 7. maí 2021 og að lokum rýni á deiliskipulagstillögu á Glaðheimasvæði II.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 103 Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að fresta afgreiðslu málsins.
  • 12.6 2103901 Fjallakór 1. Breytt deiliskipulag.
    Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi Björgvins Snæbjörnssonar arkitekts dags. 22. mars 2021 f.h. lóðarhafa Fjallakórs 1 þar sem óskað er eftir breytingu á deiliskipulagi. Í breytingunni felst að reisa 41,7 m² viðbyggingu á suðvestur hlið hússins. Við breytinguna stækkar húsið úr 260,4 m² í 302,1 m². Nýtingarhlutfall eykst úr 0,49 í 0,57. Undirritað samþykki lóðarhafa Fjallakórs 1a, 2, 3, 4, 6 og 8 liggur fyrir. Uppdrættir í mkv. 1:100 dags. 22. mars 2021. Á fundi skipulagsráðs 29. mars 2021 var samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu. Hvorki athugasemdir né ábendingar bárust á kynningartíma. Niðurstaða Skipulagsráð - 103 Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.
  • 12.7 2103902 Fjallakór 1A. Breytt deiliskipulag.
    Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi Björgvins Snæbjörnssonar arkitekts dags. 22. mars 2021 f.h. lóðarhafa Fjallakórs 1A þar sem óskað er eftir breytingu á deiliskipulagi. Í breytingunni felst að reisa 29,1 m2 viðbyggingu á suðaustur hlið hússins. Við breytinguna stækkar húsið úr 260,4 m2 í 289,5 m2. Nýtingarhlutfall eykst úr 0,54 í 0,60. Undirritað samþykki lóðarhafa Fjallakórs 1, 2, 3, 4, 6 og 8 liggur fyrir. Uppdrættir í mkv. 1:100 dags. 22. mars 2021. Á fundi skipulagsráðs 29. mars 2021 var samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu. Hvorki athugasemdir né ábendingar bárust á kynningartíma. Niðurstaða Skipulagsráð - 103 Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.
  • 12.8 2104754 Frostaþing 1. Breytt deiliskipulag.
    Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi Páls Gunnlaugssonar arkitekts dags. 28. apríl 2021 fh. lóðarhafa Frostaþings 1 þar sem óskað er eftir breyttu deiliskipulagi. Í breytingunni felst að komið er fyrir geymslu og hobbírými undir húsinu, í kjallara, samtals 138,8 m2 og tröppum á milli hæða. Auk þess er komið fyrir aðgengi út í garð um tröppur úr kjallara. Þá er óskað eftir að reisa 15 m2 smáhýsi, að hluta steinsteypt, á lóðinni sem er hugsað fyrir setustofu, saunu og salerni. Við hlið smáhýsinu er gert ráð fyrir heitum potti með niðurgröfnu lagnarými. Fyrir breytingu er húsið 291,1 m2 en verður 429,9 m2, með smáhýsinu meðtöldu 444,9 m2. Samþykki lóðarhafa aðliggjandi lóða liggur fyrir. Uppdráttur í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 27. janúar 2021. Á fundi skipulagsráðs 3. maí 2021 var samþykkt að auglýsa framlagða tillögu. Kynningartíma lauk 10. ágúst 2021. Hvorki athugasemdir né ábendingar bárust á kynningartíma. Niðurstaða Skipulagsráð - 103 Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.
  • 12.9 2108277 Gunnarshólmi, kynning á byggingarleyfi.
    Lagt fram erindi Heimis Freys Haukssonar byggingafræðings fyrir hönd lóðarhafa Gunnarshólma dags. 4. júlí 2021. Óskað er eftir að breyta gistiheimili (F2351076) í íbúðarhúsnæði. Engar frekari breytingar eru fyrirhugaðar á byggingunni, hvorki að utan né innan. Uppdráttur í mkv. 1:500 dags. 4. júlí 2021. Niðurstaða Skipulagsráð - 103 Skipulagsráð samþykkir erindið. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.
  • 12.11 2104219 Kópavogsbraut 86. Kynning á byggingarleyfi.
    Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi Ívars Haukssonar byggingarverkfræðings dags. 20. mars 2021 fh. lóðarhafa Kópavogsbrautar 86. Á lóðinni stendur steinsteypt tvíbýli byggt 1950, neðri íbúð ásamt bílskúr 134,5 m2 og ris íbúð ásamt bílskúr 126,1 m2. Í erindinu er óskað eftir að stækka kvist í ris íbúð þannig að 2 eldri kvistir eru sameinaðir í einn, lofthæð og þakhalli breytist, heildarstækkun eru 5,5 m2. Undirritað samþykki meðeigenda liggur fyrir. Uppdráttur í mkv. 1:100 dags. 20. mars 2021. Á fundi skipulagsráðs 19. apríl 2021 var samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu. Kynningartíma lauk 6. ágúst. Hvorki athugasemdir né ábendingar bárust á kynningartíma. Niðurstaða Skipulagsráð - 103 Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.
  • 12.12 2105199 Mánabraut 5. Kynning á byggingarleyfi
    Lagt fram að nýju erindi Ingólfs Margeirssonar byggingartæknifræðings dags. 10. maí 2021 fh. lóðarhafa Mánabrautar 5. Óskað er eftir leyfi til að byggja 38,2 m² viðbyggingu (stofa og svefnherbergi) við vesturhlið á núverandi íbúðarhúsi. Núverandi íbúðarhús er skráð 158,1 m², samþykkt þann 29. júní 1961. Öll áferð, efni og gerð viðbyggingar mun verða í samræmi við núverandi hús. Mesta hæð þaks og útveggja helst óbreytt. Fjarlægð frá lóðarmörkum 4m.
    Núverandi nýtingarhlutfall er 0,30. Lóðarstærð er 530 m² og heildarbyggingarmagn á lóð eftir breytingu verður 204,5 m² sem mun gefa nýtingarhlutfall 0,39.
    Meðaltalsnýtingarhlutfall annarra lóða í syðri hluta götulínu Mánabrautar er 0,39 (minnst 0,30 og mest 0,44). Á fundi skipulagsráðs 17. maí 2021 var samþykkt að grenndarkynna tillöguna. Kynningartíma lauk 14. júlí. Hvorki athugasemdir né ábendingar bárust á kynningartíma.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 103 Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Fundargerð

13.2108003F - Menntaráð - 82. fundur frá 17.08.2021

Fundargerð í 6 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

14.2108068 - Fundargerð 342. fundar stjórnar Strætó frá 02.06.2021.

Fundargerð í 6 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

15.2107021 - Fundargerð 228. fundar stjórnar Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins frá dags 18.06.2021.

Fundargerð í 12 liðum. Bæjarráð frestaði erindinu á fundi sínum 15.07.2021 og 05.08.2021.
Lagt fram.

Erindi frá bæjarfulltrúum

16.210616564 - Ósk bæjarfulltrúa Theódóru S. Þorsteinsdóttur um 448. fundargerð SORPU verði tekin á dagskrá bæjarráðs að nýju.

Frá bæjarfulltrúa Theódóru S. Þorsteinsdóttur, dags. 29.06.2021, lögð fram beiðni um að fundargerð Sorpu nr. 448 verði aftur tekin á dagskrá á næsta fundi bæjarráðs.
Lagt fram.

Hjördís Ýr Johnson vék af fundi kl. 11:18 og Margrét Friðriksdóttir tók sæti í hennar stað.

Fundarhlé hófst kl. 11:22, fundi fram haldið kl. 11:34.

Gestir

  • Jón Viggó Gunnarsson framkvæmdastjóri SORPU - mæting: 10:00

Fundargerðir nefnda

17.2107001 - Fundargerð 449. fundar stjórnar Sorpu bs. frá 28.05.2021.

Fundargerð í 5 liðum. Bæjarráð frestaði afgreiðslu erindisins á fundi sínum þann 15.07.2021 og 05.08.2021.
Lagt fram.

Gestir

  • Jón Viggó Gunnarsson framkvæmdastjóri SORPU - mæting: 10:00

Fundargerðir nefnda

18.2107002 - Fundargerð 450. fundar stjórnar Sorpu bs. frá 24.06.2021.

Fundargerð í 4 liðum. Bæjarráð frestaði afgreiðslu erindisins á fundi sínum þann 15.07.2021 og 05.08.2021.
Lagt fram.

Gestir

  • Jón Viggó Gunnarsson framkvæmdastjóri SORPU - mæting: 10:00

Fundargerðir nefnda

19.2107128 - Fundargerð 33. eigendafundar stjórnar Sorpu bs. frá 29.06.2021.

Fundargerð í 4 liðum. Bæjarráð frestaði afgreiðslu erindisins á fundi sínum þann 15.07.2021.
Fundarhlé hófst kl. 10:03, fundi fram haldið kl. 10:07.
Bókun:
"Í ljósi þess hversu seint og illa gögn eru að berast frá byggðasamlögum þá treystir undrrituð sér ekki lengur til þess að sinna eftirlitshlutverki sínu og vísar allri ábyrgð á þá meirihluta sem sitja við völd á höfuðborgarsvæðinu.
Í algjöru tómarúmi og algjörlega óupplýst þá bind ég samt sem áður vonir við að þeir sem aðgang hafa að gögnum taki þá ákvörðun að bjóða út útflutning á brennanlegum úrgangi á Evrópska efnahagssvæðinu. Undirrituð ítrekar beiðni um aðgang að gögnum sem komu fram á fundir stjórnar Sorpu frá 21. maí 2021."

Theódóra S. Þorsteinsdóttir

Bókun: "Undirrituð óskar eftir frestun, ásamt því að óska eftir fylgigögnum fundarins."
Theódóra S. Þorsteinsdóttir

Bæjarráð frestaði málinu á fundi sínum 05.08.2021.
Lagt fram.

Gestir

  • Jón Viggó Gunnarsson framkvæmdastjóri SORPU - mæting: 10:00

Erindi frá bæjarfulltrúum

20.2107123 - Ósk bæjarfulltrúa Theódóru S. Þorsteinsdóttur um að fá kynningu á Arnarnesvegi.

Frá bæjarfulltrúa Theódóru S. Þorsteinsdóttur, dags. 06.07. 2021, lögð fram beiðni um að fá kynningu á Arnarnesvegi. Bæjarráð frestaði erindinu á fundi sínum 05.08.2021.
Bæjarráð frestar erindinu til næsta fundar.

Gestir

  • Auður D. Kristinsdóttir skipulagsfulltrúi
  • Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs

Erindi frá bæjarfulltrúum

21.2107124 - Ósk bæjarfulltrúa Theódóru S. Þorsteinsdóttur um að fá kynningu á hjólreiðaáætlun Kópavogs.

Frá bæjarfulltrúa Theódóru S. Þorsteinsdóttur, dags. 06.07.2021, lögð fram beiðni um að fá kynningu á hjólreiðaáætlun Kópavogs. Bæjarráð frestaði erindinu á fundi sínum 05.08.2021.
Bæjarráð frestar erindinu til næsta fundar.

Gestir

  • Birkir Rútsson deildarstjóri gatnadeildar
  • Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs

Fundi slitið - kl. 12:37.